<$BlogRSDUrl$>

2005-12-31

Gleðilegt nýtt ár :-) 

skaupið var snilld, bara frábært. Og ég sem hafði ENGAR væntingar. Edda, takk :-)

einkahúmor 

A C, an e-flat, and a G go into a bar.
The bartender says: "Sorry, but we don't serve
minors." So, the e-flat leaves, and the C and
the G have an open fifth between them.

After a few drinks, the fifth is diminished and
the G is out flat. An F comes in and tries to
augment the situation, but is not sharp enough.

A D comes into the bar and heads straight for
the bathroom saying, "Excuse me. I'll just be
a second."

An A comes into the bar, but the bartender is not
convinced that this relative of C is not a minor.
Then the bartender notices a b-flat hiding at
the end of the bar and exclaims: "Get out now!
You're the seventh minor I've found in this bar
tonight."

The e-flat, not easily deflated, comes back to the
bar the next night in a 3-piece suit with nicely shined
shoes. The bartender (who used to have a nice
corporate job until his company downsized) says:
"You're looking sharp tonight, come on in! This could
be a major development."

This proves to be the case, as the e-flat takes off the
suit, and everything else, and stands there au natural.

Eventually, the C sobers up, and realizes in horror that
he's under a rest.

The C is brought to trial, is found guilty of contributing to
the diminution of a minor, and is sentenced to 10 years
of DS without Coda at an upscale correctional facility.

On appeal, however, the C is found innocent of any
wrongdoing, even accidental, and that all accusations
to the contrary are bassless.

The bartender decides, however, that since he's only
had tenor so patrons, the soprano out in the bathroom,
and everything has become alto much treble, he
needs a rest - and closes the bar.

2005-12-30

alveg að sofna, alltof seint að sofa í gærkvöldi. Semja í dag, gekk bara vel, eiginlega búin með allan sönginn í messunni en á svolítið í land með að fylla upp í hljómsveitarpartinn.

Kóræfing áðan, yndislegt að syngja með þessum hóp. Allir jafn prófessional, fullt af smáatriðum sem bara gera sig sjálf og maður getur farið strax að einbeita sér að aðalatriðunum. Frábært að við séum búin að fá Ghislaine þjálfarann okkar aftur. Konan er snillingur, ekkert minna.

En ég var samt að farast úr syfju á æfingunni. Nú er ég búin að elda og borða spinatrisotto og drekka eitt hvítvínsglas. Ekki minnkar syfjan við það. Og hellingur eftir að gera í kvöld, stærsta boð ársins hjá okkur annað kvöld.

Hér kvarta ég og kveina, en grey Jón Lárus er enn í vinnunni, 11 tíma vinnudagur í dag hjá honum og hann þarf meira að segja að mæta eitthvað á morgun. Grrrr!
já og svo endurnýjuðum við kynnin við gamlan kunningja í kvöld, þennan leik áttum við í mörg ár, hann fór forgörðum þegar harði diskurinn fór í fyrra. Mér að kenna, reyndar, þar sem ég bað Þór gagnareddara um að bjarga bara gögnunum þar sem ég ætti öll forritin á diskum. Steingleymdi því að þessi er svo afgamall að ég átti hann bara á diskettum, reyndar ekki einu sinni svo gott því það eru mörg ár síðan ég henti öllum diskettunum. Ekki átt tölvu með diskettudrifi í 5 ár.

Keypti svo forritið á netinu í kvöld. Það er svo lítið að það þurfti ekki einu sinni að þjappa því. Tölvan gerði athugasemd við það. Hélt að það hlyti að vera eitthvað að sendingunni.
Þessi pistill er að mínu skapi. Hvað hefur maður eiginlega heyrt margar og misvísandi - en allar heilagansannleika - prédikanir um mataræði? Allt er best í hófi, það er okkar trú...
Bíóferð tókst í annarri tilraun, Textavarpið var með vitlausar upplýsingar, myndin var ekki sýnd í Kringlu klukkan átta. Bara í Álfabakkaanga Sammaranna. Við brenndum þangað, vorum komin uppeftir fimmoghálfa mínútu yfir átta. Þá var komið upp skilti: Uppselt á allar sýningar klukkan 20.00. Grrr. Við heim aftur, spurðum pössunina hvort hann gæti verið lengur en upphaflega samið um. Ekkert mál. Fórum í Háskólabíó klukkan tíu.

Ræman bara allt í lagi, húmorinn skilaði sér betur en í myndunum hingað til. Auðvitað vantaði heil ósköp miðað við bókina, ég saknaði sérstaklega örlaga Ritu Skeeter.

Passið ykkur á þessu gula jukki sem þykist vera ostabragð og maður getur stráð yfir poppið sitt. Ojbara. Eyðilögðum poppskammtana okkar :-@

2005-12-29

Þá er það Potterinn í kvöld. Langt síðan við höfum farið í bíó. Gamla barnapían tekin og virkjuð aftur...

2005-12-28

fyrsta æfing á kórpartinum í Mozartóperunni sem Hljómeyki er að fara að syngja með Melabandinu í janúar. Létt verk og löðurmannlegt, við vorum bara búin að setja niður 3 æfingar og mér sýnist það duga auðveldlega. Þurfum ekki einu sinni að kunna þetta utan að. En það er alltaf gaman að syngja með Sinfó. Gæti þurft að hnika til kennslu, samt. Den tid, den sorg.

Og á morgun er fyrsta æfing á prógramminu sem við í Carminu syngjum með Tallis Scholars. úúú. Hlakka ekki lítið til. Tallis Scholars er talinn einn albesti kór í heimi, ekkert semipró þar á ferð. Allt valdir söngvarar, þrælerfitt að komast í hópinn. Veit ekki alveg hvernig hann Árni Heimir afrekaði að við fengjum að syngja með þeim, kraftaverkamaður mikill. Þau syngja víst stundum tveggja kóra verk á móti öðrum kórum (við erum með eitt svoleiðis) en ég veit ekki til þess að þau hafi nokkurn tímann blandast öðrum kór og gert einn stóran fyrr en nú (2 verk sem við syngjum með þeim þannig) Kúl, kúl, überkúl :-)

já, og það er víst alveg að verða uppselt á tónleikana. Miðar í 12 tónum...
nú, vegna þess að hún er gerð eftir formúlu eins og allt hitt, vel?

2005-12-27

ég í morgun...



og svo lýg ég því náttúrlega, ég fór ekkert á fætur svona snemma í morgun!
Tölvuvandræðin leystu sig eiginlega sjálf í gærkvöldi, ég var nú reyndar búin að þefa uppi að það væri vel hægt að skipta um örgjörva í tölvunni minni (hmm, væri kannski hugmynd, áður en Apple skiptir yfir í Intel, þá er ég með tölvu fyrir næstu 3-4 árin amk).

Fékk nebbla póst frá Apple IMC, millijólaognýársútsala hjá þeim, þám. 10 iBækur fyrir 85 þúsundkalla í stað hundrað þúsundkalla. Unglingurinn er búinn að fá fermingar/ekkifermingargjöfina sína nú þegar. Hér er Sims 2 búinn að vera í gangi í fleiri klukkutíma í dag. Unglingurinn alsæll.
sagan, já:

hún var um jólagjafirnar til dætra kærustunnar hans Óla. Hann hafði keypt handa þeim sitthvorn iPod nanoinn úti á Englandi. Þeim kærustunni fannst síðan ekki nógu sniðugt að þær skyldu geta giskað strax á hvað þær fengju. Þannig að Óli fór í Myndform, þar sem hann vann í nokkur ár, fékk hulstur af tveim workout DVD diskum með Ágústu Johnson, tók diskana og innvolsið úr, setti poddana í, lokaði og plastaði og pakkaði síðan inn. Til að gera gabbið enn öflugra pökkuðu þau gjöfunum síðan inn í mjúkar umbúðir til að dæturnar þekktu ekki DVD lagið á pakkanum.

Svipurinn á stelpunum (16 og 18 ára) var víst algerlega óborganlegur þegar þær sáu koverin...
Hér er annars allt húsið fullt af börnum, okkur fjölgaði skyndilega upp í sjö (átta með kettinum). Tvær Egilsstaðafrænkur í gistingu. Fífa og Þorgerður María horfa á Harry Potter niðri í sjónvarpsherbergi, krílin farin að sofa.

Var fjölskylduboð í Garðabænum í kvöld, nýjar jólamyndir komnar á myndasíðuna. Óli bróðir kom með afskaplega bloggvæna sögu við matarborðið, það versta er að ég get ómögulega munað um hvað hún var. Grrr. Pumpa hann á morgun. Hann fékk annars lánaðan The Julekalender (Hjörtur, ef þú ert að lesa, mig vantar enn bankaupplýsingarnar þínar til að geta borgað þér).
jólatónleikar sosum flestir búnir en það má nú lengi plögga...

Fékk þetta bréf frá honum Vigni Í grúppunni eru líka Jón Hafsteinn og Hjörtur.

Kæru vinir og vandamenn
Vil nota tækifærið til að minna á tónleika kórsins Stöku þriðjudaginn 27. des, þ.e. 3ja í jólum, í Langholtskirkju kl. 20:00. Aðgangseyrir á tónleikana er 1000 kr.

Dagskrá tónleikanna er bæði spennandi og falleg; Maríuvers og jólalög, bæði gömul og ný. Verk eftir Benjamin Britten, Niels la Cour, Báru Grímsdóttur, Harald V. Sveinbjörnsson, Karólínu Eiríksdóttur og fleiri..

Staka er íslenskur blandaður kór sem starfar í Kaupmannahöfn. Kórinn hefur á stuttum tíma aflað sér góðs orðstírs og hefur lagt áherslu á vandaðan tónlistarflutning norrænna verka og skipa íslensk verk að sjálfsögðu stóran sess í verkefnavalinu. Eftir vel heppnaða jólatónleika í Skt. Pauls kirkju var ákveðið að endurtaka leikinn á Íslandi. Stjórnandi Stöku er Guðný Einarsdóttir.

Langar að koma, sjáum til hvort maður geti skrapað kvöldið.

Finnur 

þriðji í pakkaflóði. Er maður ekki mikið krútt?
Finnur
Originally uploaded by hildigunnur.

2005-12-26

Húsfreyjan vaknaði eldsnemma (9.45) og ákvað, vitandi að restin af fjölskyldunni myndi bókað sofa í klukkutíma í viðbót að það væri upplagt að steikja bandarískar pönnukökur og beikon handa okkur. Nú er það uppétið, allir sáttir og saddir, litli ormur og pabbi hans eru sestir inn við borðstofuborð að eiga við tæknilegóið sem sá yngri fékk í gær, systurnar horfa á ballett í sjónvarpinu (hmm, ég held reyndar að Princess' Diaries sé að byrja) og ég á leið niður í rúm aftur að lesa.

lífið er gott :-)
Jón Lárus er algerlega sokkinn í jólagjöfina sína. Búinn að setja inn varinhelluna hér heima sem fastan GPS punkt, mæla vegalengdina fram og til baka til tengdó og hraðann á okkur á leiðinni (hraðamælirinn í bílnum sýnir aðeins of hátt, eins og við reyndar höfðum grun um), já, og svo náttúrlega lesa bæklinginn í gegn. Verulega vel heppnað.

Fífu gjöf ekki alveg eins vel heppnuð, örgjörvinn í tölvunni ræður ekki við leikinn :-( Kannski ekki skrítið, tölvan er að verða 5 ára, við höfum bætt við minni og fengið einu sinni nýjan harðan disk en það hefur aldrei vantað upp á örgjörvaaflið fyrr. Vona að það sé hægt að skipta, annars erum við í vondum málum...

Annars datt maður þónokkur ár aftur í tímann núna í kvöld. Íslenskt sjónvarpsleikrit með bad language og ömurlegheitum á jóladagskvöld. Horfði reyndar ekki á það, við Jón og systkini hans tvö vorum að spila Sequence og sjónvarpið var í gangi í næsta herbergi. Fyndið.

2005-12-25

Letidagur í gangi, fyrri hluti gjafaflóðs afstaðinn og nú bara að borða konfekt og afgang af pörusteik og rauðkáli og sósu ásamt jólaöliogappelsíni og konfekthrúgum. Lesa jólabækurnar (humm, fékk reyndar enga, ráðast á Fífu bækur). Jólaboðið hjá tengdó í kvöld og mínu liði á morgun, þá seinni hluti flóðs.

Finnur var alsæll með stóra Geomag pakkann sem hann fékk, fyrsti pakkinn sem hann opnaði og hann sá eiginlega varla hina. Frábært að hitta svona vel í mark. Pabbi hans var líka nokk ánægður, ég splæsti að hans ósk í hlaupaGPS tæki, af Garmin gerð, mun heita Garmurinn héðan í frá. Ekki víst að hann fái stóra afmælisgjöf eftir mánuð...

Fengum líka spil sem heitir Sequence, víst mjög skemmtilegt. Hlakka til að prófa það.

Jæja, áframhald á letilífi. Till later.

2005-12-24

Gleðileg jól 

og takk fyrir allt :-)
Það er alveg sama hvað ég kaupi margar jólaseríur og fjöltengi, mig vantar alltaf amk eitt af hvoru á þessum tíma árs.

2005-12-23

Þriðji skammtur (amk.) af ljósaperum á neðri hluta jólatrésins á Hallgrímstorgi kominn á. Næ ekki upp í hvað fólk fær út úr því að skemma svona lagað. Urr!
jólaboðið hjá Nönnu frábært að venju, mæli með því. Var sérstaklega hrifin af laxinum og lambasteikinni og brauðið sem Hekla bakaði víst alveg sjálf var með því betra sem ég hef bragðað. Takk fyrir mig í þetta sinn :-)

jól eða hátíð? 

Súsanna Svavars er með baksíðupistilinn í Fréttó í dag (eða var það í gær) Mikið súr út í jól og stúss og nennir engan veginn að standa í því. Verði henni bara að góðu. Sem betur fer er engum skylt að halda jól frekar en hann vill.

Ruglar samt saman hugtökum, segir að ef við létum eins og Kaninn mætti ekki segja hér gleðileg jól heldur gleðilega hátíð. Það er alger viðsnúningur, orðið jól er ekki komið úr kristni, mun eldra, en hátíð er hins vegar mun kristilegra hugtak. Sungnar tíðir og tíðasöngur í kirkjum. Samkennari minn einn andskotast mikið út í „misnotkun“ hátíðarhugtaksins, segir fyrsta des og sumardaginn fyrsta og slíka daga tyllidaga en alls ekki hátíðisdaga. Auðvitað getur tíð þýtt tími (ef orðsifjafræðin er ekki alveg að fara með mig) en ég vil meina að í samsetningunni hátíð sé það bundið tíðasöng.

Þannig að hvaða trúar (eða engrar) sem við erum er fínt að halda áfram að segja gleðileg jól.
svona mun líta út á gamlársdag hér hjá okkur:

Núna er annar tveggja hinna árlegu daga þar sem bíllinn okkar er helst ekki hreyfður, amk ekki eftir nón. Hinn dagurinn er Menningarnótt (hmmm?).

Hugsum til þess með hryllingi þegar við ösnuðumst til að fara í skötuveislu til Vestfjarðaarms familíunnar, veislan var fín en heimferðin síðri. Lögðum af stað um tíuleytið og í stað tíu mínútna sem ferðin ætti eðlilega að taka vorum við um klukkutíma. Þar af þrjú kortér frá Snorrabraut og hingað heim. Upp Bergþórugötuna alla, beygt til vinstri upp Frakkastíg/Njarðargötu (aldrei alveg viss hvar gatan skiptir um nafn). Við enda Skólavörðustígs stóð lögregluþjónn og beindi fólki frá götunni. Við fengum fyrir náð og miskunn að keyra niðureftir með því að við sögðumst búa á svæðinu. Eftirleikurinn var auðveldur, fundum meira að segja stæði rétt við húsið.

Aldrei aftur.

Stefnan hins vegar að kíkja í þorláksmessuboðið hennar Nönnu, frekar fyrr en síðar. En það er nú í örstuttu göngufæri.

Hvet alla til að kíkja í bæinn í dag/kvöld, veðrið er yndislegt, hvítt yfir öllu, stemningin í æð. En takið strætó...

2005-12-22

annars gaman að hafa Þorbjörn og Helgu á svæðinu, stoppuðu hjá okkur í smá kjaftatörn eftir tónleikana áðan.
upphafin

bara ekkert öðruvísi.
í fyrradag fórum við Fífa í bæinn og ætluðum að kaupa hitt og þetta. Kom hins vegar til baka með disk handa sjálfri mér og ekkert annað. Tja, jú, Finn, sóttum hann í leiðinni. En diskurinn er yndislegur. Mahler ljóð með hljómsveit, þrír ljóðaflokkar þar af uppáhaldsflokkurinn, Kindertotenlieder með Von Otter. Himnaríkishlustun.
Var að lesa umræður hjá Þórdísi um ofdekruð börn af curlingforeldrum komin. Þar var bent á þessa bók, þetta er örugglega ekki svo vitlaust. Þeas. augljóslega rétt. Ég er amk steinhætt að hjálpa Finni að klæða sig á morgnana...

Annars tek ég undir með einum þáttakanda í umræðunum, ég held að uppeldi almennt sé að batna, ekki versna. Börnin og unglingarnir sem ég kenni og þekki í gegn um mín börn eru að minnsta kosti langflest afskaplega kurteis og skemmtileg. Ég held að það hafi til dæmis minnkað töluvert að krökkum sé leyft að vaka og horfa á imbann langt fram eftir nóttu og komi í skólann draugþreytt og sofi fram á borðin. Eins og var mjög algengt fyrir nokkrum árum. Ef einhverjir unglingakennarar eru að lesa og hafa aðra reynslu, endilega leiðréttið mig.

Krakkarnir hér í miðbænum fá heldur ekki að hanga úti fram eftir öllum kvöldum, ég fæ engan þrýsting frá unglingnum um að „allir hinir fái að vera úti“, kannski vegna þess að foreldrarnir í bekknum halda ágætis sambandi. Heldur ekki nokkur pressa á að kaupa merkjavöru eða hvers vegna við eigum ekki nýrri og flottari bíl eða neitt (ókei, við eigum reyndar flottan bíl en það væri synd að segja að hann sé nýr).

ég held semsagt að heimur fari ekki versnandi heldur batnandi að þessu leyti. Svo eru náttúrlega undantekningarnar.

annars fannst mér fyndið í gær að lesa að Björgólfur Thor gangi sjálfur út í Eldsmiðju og sæki pizzur í matinn. Sko hvað hann er bara alþýðlegur þrátt fyrir að eiga alla þessa peninga.

fréttamatið, gvuðminngóður!!!

2005-12-21

Mokka 

var frábært eins og ætíð. Við Parísardama, Eyja (með kríli) og Gummi hittumst yfir súkkulaðibolla með rjóma og vöfflu. Eigi varð þar vandræðalegur bloggarahittingur, mikið spjallað og gaman að heyra raddirnar bak við síðurnar. Endurtakist eftir þörfum. Þórdísar var saknað, bara næst :-)
kíkið endilega á þessa tónleika. Var yndislegt í fyrra og verður örugglega ekki síðra núna. Dívan klikkar ekki...
maður ætti kannski að nota þetta trikk?

2005-12-20

frábærir ekkijólatónleikar á café cultura í kvöld. Hljómsveit Hafdísar Bjarnadóttur með afrakstur haustsins, mjög skemmtilegt. Þjóðlagaband á eftir, en Fífa var með mér og orðin dauðþreytt (árans kirkjuferð...) þannig að við drifum okkur bara heim.

Jólagjöfum pakkað nema einni til tveim, framför, það hefur iðulega gerst á aðfangadag. Gott að vera laus við það, nóg að elda og skreyta og reka alla í bað og skipta á rúmum.

Julekalender bíður óþreyjufullur, farin niður í sjónvarpsherbergi...
Þetta hér er besta innleggið sem ég hef séð um jólasveinaforsíðu DéVaffsins í gær.
allar jólagjafir komnar í hús. Tja, reyndar ein frátekin fyrir mig í Pennanum Hallarmúla, var ekki til í Máli og menningu. Mig minnir að það hafi verið Þórdís sem var um daginn að ljósta upp leyndardómnum um hvernig maður getur farið í IKEA á þessum árstíma án þess að fara yfirum (fara rétt fyrir tíu á kvöldin). Ég er búin að uppgötva sams konar leyndarmál með Mál og menningu, fara fyrir klukkan 10 að morgni. Svona fimm hræður í búðinni og almennilega stúlkan í barnabókadeildinni hafði nægan tíma til að hringja og finna eintak af bókinni sem mig vantaði.

Mér sýnist á öllu að Fífa hafi ekki fengið afslátt af kirkjuferðinni með bekknum; hún ætlaði að biðja kennarann um frí þar sem um helgina hafi hún verið samtals 17 klukkutíma í kirkjustússi. Þannig að hún hefur þurft að sitja í gegn um eitt Bjarteryfirbetlehemið í viðbót.

2005-12-19

og áfram með Finn og jólasveinana. Í dag í leikskólanum var hann Skammarkrókur og núna áðan þegar hann fékk að sleikja sköfuna á eftir ísgerðinni hét hann Sleikjusleikir.

jólafríið og jólaísinn 

hvorttveggja í húsi. Frábært.

Kom bara einn nemandi í síðasta tímann hjá mér í dag, við biðum í nokkrar mínútur og svo sendi ég hana bara heim. Ekki kvartaði ég svo sem.
Litli gaurinn góður í leikskólanum í dag.
Fífa sagði í gærkvöldi að henni væri sama þó hún heyrði aldrei lagið Bjart er yfir Betlehem aftur. Sex sinnum yfir helgina. Í fjöldasöng. Kirkjuferð með bekknum á morgun, ég held að það sé ekki mikil spurning hvað þau fá að syngja.
ég veit hvað mig langar til að gera með tónheyrnarhópunum mínum í habbnó í vor, ég er að útskrifa besta hópinn minn ever (og þá er ég ekki að undanskilja lhí hópana mína) þar í vor.

pdq bach, liebeslieder polkas. Er einmitt með tvo píanista, þyrfti reyndar helst þrjá en spurning hvern ég setji í flettarann (ekki auðvelt verkefni). Hmm, nei, ég er reyndar með þrjá. Spurning hvort einhver af þeim er nógu flippaður til að vera flettarinn. Jú, hlýtur að vera...

2005-12-18

Langt síðan ég hef sett inn svona quiz dæmi. Þetta er örugglega nokkuð rétt...

wine
You taste like wine. You have a bittersweet
sophistication. Your fine sensibilities and
delicate flavors intoxicate those around you.


How do you taste?
brought to you by Quizilla
Jólakortin búin (tja, Jón Lárus á reyndar heil 3 eftir en ég er búin). Tók líka til nær hálfþrjú.

best að fara í bólið. Tvær messur og einir jólatónleikar á morgun. Og ég sem er ekki einusinni trúuð...

2005-12-17

tvennir tónleikar í dag, spilaði á öðrum og hlustaði á hina. Slatti af sameiginlegum lögum, en þó ekki sérlega mörg. Tónleikarnir hjá okkur í SÁ brokkgengu, það kom ýmislegt fyrir í rennslinu, þarna var fullt af númerum og töluvert snúið að vita hvenær maður ætti að spila og hvenær ekki, mismunandi hljóðfæraskipan bæði inni í verkunum og milli verka, endurtekningar og dacapi í það óendanlega. Heimsklassaæfing í einbeitingu. Og sumir féllu... Held nú samt að ekki margir hafi tekið eftir þessu. Eitt skiptið áttu strengirnir að spila endurtekningu á kafla en slepptu honum allir. Mesta furða. Hefði verið mun verra ef einn eða tveir hefðu spilað.

Það bar hins vegar ekki á svona vandræðum á Jólasöngvum Langholtskórsins, þar rann allt eins og smurt. Bæði er þar meira og minna sama prógramm milli ára og svo voru þetta aðrir tónleikar af fernum þessi jólin. Þriðju tónleikarnir eru að byrja núna. Þarf svo að sækja Fífu klukkan eitt.

Jæja, nú verður ekki undan vikist. Jólakortin bíða.
danska viðskiptablaðið Homminn segir frá því að ... sjá hér

2005-12-16

var annars að lesa síðuna mína frá í fyrra, hann Maggi var að skipta um kommentakerfi, fór yfir í blogger kerfið út af því að halló'skan færslurnar eyddust allar eftir 3 mánuði. Er það svoleiðis hjá öllum? Einmitt svo gaman að lesa gömlu færslurnar og kommentin. Rakst tildæmis á komment frá þessari sem ég hafði aldrei séð áður en þótti frábært. Allir yfir í enetation, þeir eru alveg steinhættir að vera svona óstabílir. Eini gallinn er að þegar maður er búinn að kommenta kemur auglýsingasíða í 5 sekúndur áður en maður sér innleggið sitt, en hei, hver þarf að sjá innleggið sitt? Veit maður ekki alveg hvað maður var að skrifa?

Blogger kerfið er amk grautleiðinlegt, annaðhvort fyllist allt af ruslpósti eða maður þarf að slá inn glás af stöfum aukalega, þar af amk tveim-þrem q-um, z-um, x-um eða w-um sem liggja ekki beinast við puttunum á lyklaborðinu. Og engir emótíkallar :-(

ég var annars búin að steingleyma ýmsu sem gerðist hjá mér í fyrra. Magapest á Þorláksmessu. (komst ekki í boðið hjá Nönnu) Ónefndir bloggarar með diss. Ferð til Agureyris. Sitthvað fleira.

úff, úr því ég skrifa að enetation séu orðnir stabílir hljóta þeir að hrynja fljótlega. Það er vaninn ef ég hrósa þeim. Neiannars, ég er ekki forlagatrúar...
sörur ársins komnar í frysti, allt í tvítaki, mitt og litlusystur, eiga örugglega eftir að endast út janúar eins og venjulega, maður er svo spar á þær. Sosum keypt nóg nammi líka, risadolla af makkintossi og kíló af nóa. Ég held annars að við Hallveig séum búnar að ná verulega góðum tökum á sörukreminu, passlegum skammti af kaffi og kahlúa skvett saman við.

En þetta tekur alveg daginn. Rétt náði að skjótast í Skífuna og ná í miðana fyrir jólasöngva Langholtskórsins á morgun (dýrt, en Fífa er að syngja, Gradualekórinn tekur þátt, auðvitað mætir maður) og kaupa eina jólagjöf í leiðinni.

Helgin annars heví, Fífa syngur á fernum tónleikum og í tveimur messum, ég spila á tvennum tónleikum. Fífa reyndar farin á fyrstu tónleikana, byrja eftir 2 mínútur (já, klukkan ellefu að kvöldi), aðrir annað kvöld klukkan átta og svo aftur ellefu og svo á sunnudag klukkan átta aftur. Stóð mögulega til að hafa líka tónleika klukkan ellefu á sunnudagskvöldið en þá hefði nú hvinið í mömmu hennar, skóli klukkan átta að morgni daginn eftir. Ég meina, fyrir nokkrum árum var mikið verið að kvarta yfir því í skólum landsins að börnin mættu dauðþreytt í skólann vegna þess að þau höfðu verið að horfa á vídeó fram til hálftvö-tvö kvöldið áður. Gerist varla lengur, amk kannast ég ekki við að hafa heyrt þá umræðu núna. Efni í sér pistil, kannski. En semsagt, að hafa tónleika á vegum kirkjukórs, þar sem niður í 12-13 ára gömul börn væru skikkuð til að syngja til klukkan eitt, ss fara að sofa í fyrsta lagi hálftvö nær bara ekki nokkurri átt.

En semsagt, ég slepp við að veita þá sturtu. Nógu erfið helgi fyrir barnið samt...
aaahhh, við erum komin með sjónvarp :-)

komu hér tveir tengimenn og löguðu fyrir okkur merkið, alltaf búinn að vera þvílíkur snjór á skjá, náðum ekki skjá einum eða neitt. Unglingurinn er hæstánægður.

2005-12-15

arrg

stundum langar mann svo að hann Ármann sé með kommentakerfi.

det elektriske øje 

aka Rafaugað er með góða vísun í virt vefrit í dag.

ekki það, þetta var voða skemmtilegt fyrir stelpuna, en setjum hlutina i smá samhengi.
Fínir tónleikar í gærkvöldi, sérstaklega fyrir hlé. Verkið hennar Hafdísar tókst bara ljómandi vel, ég er mjög stolt af nemandanum. Hrafnkels stykki var líka fínt. Svo var alveg snilldar verk eftir þennan nemanda. Hver var að tala um að það mætti ekki semja neitt með laglínum?

Þegar ég sat síðan yfir GRAUTLEIÐINLEGU verki, samsettum sundurlausum og að mér fannst endalausum bútum eftir nemendur úr hljóðfærafræði dauðsá ég eftir að hafa ekki gengið út í hléi! Verkin tvö eftir það voru reyndar alveg fín en maður naut þeirra ekki nógu vel eftir þetta monster.

2005-12-14

held ekki.

hmmm 

búin að stilla á að hafa haus á blogginu. Á ég að hafa svoleiðis eða ekki? Hmmm?
Í kvöld verða einir tónleikar þar sem ég verð í algerlega nýju hlutverki. Nei, ég er ekki að fara að spila á saxófón, það verður flutt kórverk eftir tónsmíðanemandann minn. Gaman gaman :-) Ég verð reyndar að syngja með í kórnum, það er ekki neitt nýtt hlutverk svo sem.

Tónleikarnir verða í Skemmtihúsinu við Laufásveg klukkan átta. Allir velkomnir. Mæli með kórverkunum tveimur, hennar Hafdísar og svo verkinu eftir Hrafnkel hinn svartklædda. Hin verkin hef ég ekki heyrt. Örugglega einhver góð.

2005-12-13

maraþonhljómsveitaræfing í kvöld, enda tvennir tónleikar um helgina og ansi hreint mörg verk sem við erum að spila. Kórinn fínn, einsöngvarinn frábær, hljómsveitin bara allt í lagi, held ég. Svakalegt tempó á einu verkinu, líst varla á að ég nái öllum nótunum. Annars er ekkert af þessu neitt sérlega erfitt nema maður þarf að halda sér vakandi hvenær maður á að spila og hvert maður á að fara næst, svona svipað og á Vínartónleikum. Það er heimsklassaæfing í einbeitingu.

Annars var fínn dómur um Hljómeykistónleikana í útvarpinu í gær. Hið besta mál.
Lofa því hátíðlega hér og nú að ég skal klára Vídalínsmessuna fyrir jól. Watch this space...

Loksins búin að velja alla textana fyrir millikaflana, get núna skilað postillunni margendurnýjaðri á bókasafnið í Hafnarfirði. Gott mál. Fyrsta tenórarían tilbúin, tvær eftir. Alveg með hugmynd að músíkinni en ekkert komið á rafræna blaðið.

2005-12-12

góður stærðfræðibrandari hjá manninum í dag. Hann er samt alveg að klikka á þessu með prímtölurnar...
Rúlluðum upp nokkrum jólagjöfum í dag og jólafötin á ungana keypt. Sá jólakjól á Freyju, sá kostaði tæpar 16 þúsund krónur. Jæks! Ekki það, saumaskapurinn var flókinn á flíkinni, en að kaupa kjól sem verður svo orðinn of lítill eftir hálft ár eða svo á svona pening - neitakk. Flýðum í Englabörn (af öllum búðum) og fengum þar gífurlega flottan og sérstaklega sellóvænan kjól á vel minna en helming verðsins á fyrri kjólnum. Og ég sem hélt að Englabörn væri dýrasta búðin á svæðinu...

2005-12-11

Nú vantar bara síðu fyrir köttinn, börnin mín eru nú ekki sérlega aktífir bloggarar, veit ekki hvort bóndinn verður - tja ekki föðurbetrungur, barnabetrungur kannski. Fær nú samt tengil strax...
grey Michael :-(

2005-12-10

Letidagur búinn, fór ekki á fætur fyrr en um tvöleytið og það var bara vegna þess að hann Gunni kom að sækja jakkann sinn sem hann hafði gleymt og ég kunni ekki við að heilsa á náttfötunum...

Fór á Jólaævintýri Hugleiks í dag ásamt börnunum, mömmu, pabba, Hallveigu, Jóni Heiðari og Ragnheiði Dóru, hitti þennan leikara ásamt fjórum öðrum Hugleikurum sem ég þekki. Sýningin var ljómandi skemmtileg, Finnur hafði reyndar ekki alveg þolinmæði, enda sýningin nær tveir og hálfur tími en við hin skemmtum okkur mjög vel. Fyndnust fannst mér vísunin í það sem ég var að kvarta yfir fyrir þremur færslum síðan. Þar gæti verið að við Hallveig höfum hlegið einar.

Náðum þremur jólagjöfum í dag, ekki slæmt.

Gláp í kvöld, dagur tíu í julekalender náttúrlega (spennan magnast) og svo síðustu 3 þættirnir af 24, annarri seríu. Ætluðum að geyma þriðju seríu til jólafrísins (haaa? hvaða jólafrís spyrja þessir sem eru ekki skólatengdir - atvinnurekendajól dauðans) en ég er ekki alveg viss um að það plan gangi upp hjá okkur.
Tónleikarnir í gær gengu bara ljómandi vel, nokkur hikst í innkomum, kórinn ekki alveg búinn að læra á nýja stjórnandann. Mikið gott að þetta er frá, nú getur maður farið að hugsa um jólaundirbúning og svoleiðis.

Um helgina er ekkert planað, engir tónleikar, engar messur að syngja í, engin aðventukvöld, no nothing. Ótrúlegt. Kannski maður rölti niður á Laugaveg og kíki eftir jólagjöfum.

Það er að segja þegar við erum búin að taka til eftir kórpartíið hér í gær.

2005-12-09

Þetta hér er skyldulesning. Fyrir alla.
Lokaplögg hér:

Jólatónleikar Hljómeykis í kvöld í Háteigskirkju klukkan 20.00 Lofum yndislegri og hátíðlegri stund í jólalegustu kirkju landsins (allt í rauðu, gylltu og hvítu), kertaljós og falleg tónlist. Undirrituð meira að segja með smá sóló :-D

Hljómeyki er einn besti kór landsins, við erum ekki eins þekkt og sumir aðrir kórar, kannski vegna þess að stemningin um borð hjá okkur hefur aldrei verið eitthvað yfirbestmestfyrstasinnáíslandi keyrsla í auglýsingum og plöggi. Stöndum vel fyrir okkar þrátt fyrir það.

Ég er reyndar komin með ofnæmi fyrir frasanum - í fyrsta skipti á Íslandi. Get ekki hugsað mér að fara á Jólaóratoríuna í ár, og það þrátt fyrir að hún sé búin að vera í uppáhaldi hjá mér síðan ég var sex ára. Og þrátt fyrir að þetta verður örugglega mjög fínn flutningur og allt. Hef bara ekki lyst á svona skrumi.

(ómægod, nú móðga ég einhverja herfilega. Hallveig á eftir að skamma mig...)

2005-12-08

glæsigellan 

ekki smá flott :-)
glæsigellan
Originally uploaded by hildigunnur.
Jæja, komst þokkalega ósködduð í gegn um daginn, álíka dagur í vinnunni hjá Jóni, tja, hann sat reyndar á sama stað en áreitið svipað. Komum heim á sama tíma (hann tók af mér síðasta snattið í dag og sótti Fífu); við horfðum tómum augum á uppskriftina að tilraunaréttinum sem planið var að prófa, fórum svo út í Krambúð og keyptum pylsur og kartöflusalat. Og kók. Með sykri. Só ðer!

Fífa er núna á retro skólaballi í nýja Spúútnik kjólnum sínum, kannski maður taki mynd af gellunni og setji hér inn, tja svona þegar ég nenni.

Prógrammið frá.

(tóóóónleiiiikaaaar aaaannaaaaað kvööööööld. eeeeekki kliiiikkaaaaa á þvíííííí...)

Næst á dagskrá: hvítvínsglas og afslöppun. Búin að vinna fyrir því í dag, seiseijess!
...

2005-12-07

Í fyrramálið áður en ég fer út úr húsi þarf ég að draga djúpt að mér andann:

09.00: Fara með Finn í leikskólann
09.30: Fara á kynningu á nýju tónfræðaefni í Hafnarfirði
11.45: Fara með krakkana til HNE-læknis í eftirlit
12.45: Skila Freyju í skólann
14.00: Fara með Finn í víólutíma
14.45: Skila Finni í leikskólann
14.50: Fara með Fífu í Spúútnik að kaupa kjól (já, það þarf að gerast á morgun)
15.10: Keyra Freyju í jassballett í Kópavogi
15.35: Horfa á jólasýningu jassballettflokksins
16.20: Fara á piparköku- og kaffiboð í leikskólanum hjá Finni
18.00: Kóræfing
19.00: Sækja Fífu á sína kóræfingu
19.30: Anda aftur út.

Eitthvað þarf ég að athuga með prógramm fyrir tónleikana á föstudaginn, annað kvöld, en það er nú komið vel af stað.

Ekki það, pabbi þeirra gæti alveg séð um eitthvað af þessu, en úr því þetta smellur svona vel geri ég þetta bara. Myndi svo sem ekki nýtast dagurinn þó ég sleppti einhverju af þessu.
Það er ekki oft sem ég fagna því að virðulegur afturendi minn sé jafn bólstraður og hann er, en núna áðan var það ágætt. Missteig mig í tröppunum heima hjá mér og rann niður síðustu 5-6. Áts!
Þetta er góð grein. Ekki að íslenskir ráðamenn komi til með að hlusta, ónei.

(ef þið eruð ekki með aðgang að NY Times, fríu síðunum, ættuð þið að fá ykkur svoleiðis. Þar er oftast mjög góð blaðamennska)

2005-12-06

Næturgalarnir eru bara sveimérþá ekkert minna fyndnir en síðast þegar við sáum þættina. Nu slynger jeg lige en bemærkning ud i luften...

við Jón Lárus horfðum á fjóra fyrstu í gærkvöldi, Jón og Fífa síðan aftur í kvöld áður en ég kom heim og við horfðum öll á þætti 5 og 6. Fífa tengir alveg inn á þennan húmor. Fínt, hún var nefnilega hætt að þola dönsku, einhver hundleiðinleg dönsk bíómynd sem þau eru að horfa á í dönskutímum.

Hljómsveitaræfingin í kvöld gekk fínt, Kvennakór Garðabæjar er að syngja með okkur á jólatónleikunum okkar um þarnæstu helgi, mikið fjári eru þær góðar. Gaman.
Þetta er merkilegt.

2005-12-05

þá er kominn tími á aðal jólaplöggið:

Þann 9. desember heldur sönghópurinn Hljómeyki jólatónleika í Háteigskirkju. Efnisskrá er fjölbreytt en sérstök áhersla er lögð á þekkt jólalög í óvenjulegum útsetningum. Gestir á tónleikunum verða kvartettinn Vox fox.
Hljómeyki hefur starfað í rúm þrjátíu ár eða síðan 1974 og er þannig elsti kammerkór landsins. Í gegnum tíðina hefur sönghópurinn tekist á við fjölbreytt verkefni og frumflutt fjöldann allan af íslenskum tónverkum.
Núverandi stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Um tuttugu ára skeið hefur Hljómeyki tekið virkan þátt í sumartónleikum Skálholts, unnið með staðartónskáldum og flutt verk þeirra.
Í Skálholti hefur hópurinn flutt verk eftir mörg helstu tónskáld landsins. Hljómeyki hefur einnig tekið þátt í óperuuppfærslum og má þar nefna Dido og Aeneas eftir Purcell, útvarpsupptöku af Orfeus og Evridís eftir Gluck og Orfeo eftir Monteverdi. Í janúar 2004 flutti Hljómeyki The Voices of Light eftir Richard Einhorn me› Sinfóníuhljómsveit Íslands og mun samstarf við hljómsveitina halda áfram í vetur því í janúar næstkomandi tekur Hljómeyki þátt í konsertuppfærslu á óperunni La clemenza di Tito eftir Mozart.
Jólatónleikar Hljómeykis verða sem fyrr segir haldnir í Háteigsskirkju, föstudaginn 9. desember, kl. 20. Aðgangseyrir er kr. 1.500, 500 kr. fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja og frítt fyrir börn innan 12 ára.

Svo er meira að segja möguleiki á að kaupa tvo miða fyrir einn (þó ekki af nemendaverðinu). Maður á ekki að þurfa að fara á hausinn við að koma á okkar tónleika og get ég þó lofað því að þeir eru ekki síðri en margir þeir dýrari.

Lofa yndislegri og friðsælli stund með fullt af jólastemningu. Auk þekktu laganna í óþekktu útsetningunum verða verk eftir Poulenc, Gabrieli og fleiri. Vox fox er síðan snilldarkvartett. Væri vel þess virði að koma bara til að hlusta á þau.

Tónleikarnir verða um klukkutíma langir.
frábært, frábært, hann Hjörtur sendi mér þessa snilld á dvd. Sáum þetta þegar við vorum úti í Danmörku í námi, vorum búin að eignast vídeóspólu sem gamla vídeótækið okkar át. Nú verður gaman :-)

2005-12-04

já og við fórum heldur ekki í bíó. Mætti halda að það hafi verið mikið að gera í dag, það var hreint ekki málið. Fór ekki á Mótettukórstónleikana (sorrí Syngibjörg, tímdi því ekki. Fæ nægan skammt af jólatónleikum með aðventutónleikum í Norrænahúsi á miðvikudag, aðventutónleikum Sinfó á fimmtudag, tónleikunum í gær í Neskirkju, tónleikunum okkar á föstudaginn kemur og svo fer ég náttúrlega að hlusta á Fífu í Gradualekórnum á jólatónleikum Langholtskórsins þarnæstu helgi.

En semsagt, í dag var afslöppunar- og tiltektardagur, við unglingurinn skruppum í IKEA, sáum þar þennan bloggara en hann þekkti okkur ekki, held ég.

Ørnen og tveir þættir af 24 í kvöld, fyrri þátturinn sá ógeðslegasti hingað til (pyntingaþátturinn, fyrir þá sem hafa séð).
rétt næ færslu í dag, ég hef bara ekkert komist í tölvuna fyrir börnunum. Finnur spurði í dag hvort ég myndi ekki kaupa PlayStation II þegar tölvan yrði ónýt. Uuu, kannski ekki. Þá vildi hann kaupa PéSé, as in ekki meðan það eru ennþá búnar til alvöru tölvur!

Náði ekki einu sinni að hringja í Þorbjörn og biðja hann að finna út úr því hvað er að beina tenglinum sem ég þóttist vera búin að finna á færsluna um eggjakastið. Ef einhver sér hvaða vitleysu ég er að gera þar má gjarnan segja mér frá því og sýna mér réttan tengil.

Þið hafið kannski séð fréttina um þetta mál á forsíðu Fréttablaðsins í dag, annars.

2005-12-03

Lost er að koma til baka. Jei.

Annars gott komment frá bóndanum: „Mér finnst að það ætti að koma svona hvítur vasaklútur uppi í hægra horni skjásins til að vara mann við vasaklútamómentum“ Svona eins og rauða sjónvarpsmerkið.

Stefnan sett á Potterinn á morgun - ef við fáum pössun fyrir krakkana.
já ég vígði lesgleraugun á tónleikunum í dag, fullt af smáum nótum og textum sem ég var bara búin að sjá einu sinni - ef nokkuð. Veitti ekki af að sjá almennilega. Stjórnandinn pínu óskýr en hei - dreg mörkin við að kaupa tvískipt!
Fæ annars ekki orða bundist, hann Kristján hérna á móti kom til okkar áðan til að fá lánaðan stiga. Tvær síðustu helgar hafa einhverjir misguided einstaklingar gert sér ferð hingað til að kasta eggjum í húsið hans vegna þess að fyrrverandi íbúi þar er skítseiði. Þetta hefst upp úr nafn- og myndbirtingum í fjölmiðlum.

Hvernig væri að fólk hugsaði nú aðeins. Ég veit ekki hvort það er búið að stinga mannfýlunni inn en hann býr amk ekki þarna lengur. Hefur aldrei búið á efri hæðum hússins heldur. Annað fólk í húsinu er alsaklaust og á ekki skilið svona meðferð. Auðvitað lendir það á þeim að þrífa þetta.

Það er ekki einu sinni eins og þetta sé eitthvað fullt lið að labba framhjá og segi: hei, þetta er húsið gerum eitthvað. Kemur hingað sér ferð með eggin, amk. geng ég ekki með egg í vasanum þegar ég er að fara í bæinn. Liðið kemur sér ferð til að henda eggjum.

Væruð þið til í að láta þetta berast? Vísa í færsluna kannski? Yrðum þakklát...

(beinn linkur er hér ef þið kunnið ekki að vísa beint á ákveðna færslu)
Neskirkjutónleikarnir gengu bara ljómandi vel, nokkuð vel sóttir bara og eins og tónleikagestur orðaði það, aðalatriði kórtónleika voru öll til staðar, jafnvægi í röddum gott, þokkalega hreint og samferða og sönggleðin lýsti af fólkinu. Held að áheyrendur hafi bara skemmt sér mjög vel.
Gærdagurinn var hektískur, amk. seinniparturinn, Freyja og Finnur þurftu að mæta á æfingu í Neskirkju fyrir tónleikana sem þau eru að spila á í dag, að sjálfsögðu ekki á sama tíma samt. Freyja rétt fyrir fjögur og svo aftur klukkan fimm (nei við fórum ekki heim á milli) en Finnur tuttugu mínútur yfir fimm. Pabbinn þurfti að sjá um Finninn og fara síðan með krakkana heim því klukkan fimm tók við maraþonkóræfing hjá mér, tvær reyndar, báðar í Neskirkju sem betur fer. Fyrst Hljómeykisæfing (tónleikar á föstudagskvöldið kemur, takið frá tímann, nánara plögg síðar) og svo var ég sjanghæjuð í Kór Neskirkju, smá sóló og að styrkja sópraninn. Þar eru tónleikar í dag klukkan fimm. Í Neskirkju. Flytjum falleg klassísk jólalög og svo hluta úr Litlu alvarlegu messunni hans Rossinis. Sem er reyndar hvorki lítil né alvarleg (messan sumsé).

Þá var jólahlaðborðaskyldunni framfylgt í gærkvöldi, í Hafnarfirði. Förum ekki á fleiri svoleiðis. Meinlætalifnaður fram að jólum (hmm, tja!... En ekki fleiri hlaðborð samt).

2005-12-01

Þetta hér er skylda á þessum tíma árs. Sússi, indeed!
Sinfóníutónleikarnir voru hinir skemmtilegustu, Hallveig náttúrlega stóð sig snilldarvel að venju. Þessi kantata er líka svo skemmtileg, eitthvað annað en þessi Rameau sem var fyrstur. Viðurkennist að ég var nærri því sofnuð undir sumum köflunum í honum. Aaaaallt of langt. Vonandi hafa útvarpshlustendur ekki gefist upp yfir honum og slökkt.
Horfði á heila bíómynd (eldgamla, alveg frá árinu 2000) í kvöld, ekki svo sem stórfréttir nema að því leyti að mér tókst að horfa á myndina alla án þess að standa upp og fara eitt einasta skipti. Engin vandræðaleg sena semsagt. Bara hasar. Það er ég. Mynd 2 í flokknum annað kvöld. Og svo er víst að koma sú þriðja. Gott mál.

(getur einhver giskað á seríuna? Fífa og Jón Lárus, bannað að svara...)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?