<$BlogRSDUrl$>

2006-03-31

Búin að panta nýja eldavél. Goooott.

2006-03-30

sko, þó ég sé búin að fá borgað fyrir messuna og sé að fara út að borða og sé vínsnobbari er ég ekki alveg viss um að ég tími þessu hér:

Graves
Chateau Pape Clément Grand Cru ’90 64.955,-

af vínlistanum hjá Humarhúsinu.

Eins gott að við ætlum líklega í humarinn og látum ekki freistast af heví rauðvínunum.
Ein Annan enn á tenglalistann, nú komnar einar 6. Þessi í miklu uppáhaldi og búin að vera lengi. Velkomin í bloggheima :-)
Sinfóníutónleikarnir áðan snilld. Verkið hennar Önnu verulega flott, trompetkonsertinn hans Lindbergs æði og ég fílaði Sandström í ræmur. Antonsen er ekki neitt smá góður lúðraþeytari líka, var hann einn af þessum fimm bestu sem þú nefndir, Jón Hafsteinn?
Garðasókn búin að borga mér, hið besta mál. Fórum í Kokku áðan til að panta gaseldavél, tókst ekki, eldavélapöntunarsérfræðingurinn var upptekinn á einhverri matarsýningu í einhverjum smábæ hér fyrir utan höfuðstaðinn. Hmm. Vonandi mætir hún í fyrramálið.

Ætlum út að borða annað kvöld, pantað borð á Humarhúsinu. Þó skömm sé frá því að segja höfum við aldrei borðað á þeim eðalstað fyrr. Né heldur á Vox né Sjávarkjallaranum. Valið stóð milli þessara þriggja staða og endurbættrar Skólabrúr (Skólabrúar?) Sjávarkjallarinn datt eiginlega sjálfkrafa út, þeir eru víst ógurlega duglegir að moka hryllingnum ferskum kóríander í alla rétti og ég er ekki alveg nógu dugleg að muna eftir því að taka fram að ég borði ekki svoleiðis. Humarhúsið naut náttúrlega þess að vera styst frá, þó það sé nú mjög þægilegt göngufæri á Skólabrú líka. Fljótlega, bara.

Einhver hér fengið sér Mistery Menu (sic) á Humarhúsinu? Var það gott? Góð vín?

dmn 

vitlaust lið vann :-@
Alveg þokkalegur dómur í mogga í dag, Jónasi finnst ég ekki alveg nógu frumleg allsstaðar, ó vell, það er ekki alltaf hægt að vera frumlegur. Er reyndar ósammála með pákurnar, má alveg vitna í Jólaóratóríuna ef ég vil ;-)

En að mestu leyti bara mjög fínt. Smá bútur:

Styrkur tónlistarinnar var hinsvegar sá hve haganlega hún var gerð. Jafnvægið á milli kórpartsins og kammersveitarinnar var aðdáunarvert; Það sem vantaði í röddum kórsins bætti hljómsveitin upp og öfugt. Úrvinnsla tónhugmyndanna var líka rökrétt og eðlileg og heildarsvipur verksins var sterkur; stígandin upp í hápunkt var markviss og rólegir niðurlagskaflarnir snyrtilega skrifaðir með fyrrgreindum löngum hljómum og endurteknum nótum. Og óneitanlega virkaði það síðarnefnda þótt það hafi ekki verið frumlegt.

2006-03-29

andleysið uppmálað í dag. Engin blogghugmynd, hvað þá innspýting í ný verk. Nema ég er búin að ákveða að einn kaflanna í fiðludúettinum verður í 13/16 takti. Eða á ég að hafa það 15/16? (3+3+2+2+3 eða 3+3+2+2+2+3) Hmmm. Gæti líka farið að lesa ljóðabækur og finna ljóð fyrir barnakóralagið sem liggur fyrir.

and the symphony's looming...
Svakalega styttist í páskafríið.

2006-03-28

Þetta er fyndið. Fann hjá Atla Tý

tvílit augu 

hvað er þetta með augun á henni? Eða kannski frekar: hvað ætli sé að speglast þarna. Kannski ætti ég að henda inn annarri þar sem augun eru allt öðruvísi.
fjólublátt hægra, blátt vinstra.
Originally uploaded by hildigunnur.

2006-03-27

dagurinn búinn, gott mál. Var reyndar þrælgaman á kóræfingu, eina skiptið frá að ég vaknaði sem ég steingleymdi hvað ég væri þreytt. Söng í altinum í dag, var fámennur þannig að ég stökk niður. Væri alveg til í að vera alt. Mun meira gaman að syngja innraddir en efstu rödd.

Hefði samt alveg getað lifað án vesensins við að loka skólanum. Allir farnir nema ég, sló inn númerið mitt í öryggiskerfið, út ætlaði að læsa, naah! Einhver skemmdarfýsnaraddict höfðu troðið tyggjói í lásinn. Urrdan. Reyndi eins og ég gat að plokka það úr, tókst ekki nægilega vel, inn, hringdi í skólastjórann, fann út hvernig ég gæti læst og komist út úr skólanum. Finnbogi var mættur þegar ég ætlaði út og við vandræðuðumst með kerfi og lása í góða stund áður en við gátum skellt á eftir okkur. Fffff. Heim.

Fékk upptöku af messunni hjá Jóa, er í hlustun. Svolítið matt og smáatriðin týnast, enda bara tveir mækar, ekkert of nálægt flytjendum og kirkjan frekar þurr. Samt gaman að eiga upptöku af frumflutningnum. Maður fær strax smá fjarlægð á verkið, er þegar búin að bæta víbrafón í Kyriekaflann fyrir tónleikana. Stefnt á fyrripart maí.

einn bjór, bólið. Gnatt.

sérsamnöfn 

Hei, ég er með tvö svona. Ingimundur heitir blanda af rúsínum og hnetum í skál (mega vera súkkulaðirúsínur, eða þá súkkulaðibitar saman við). Svo segjum við hér stundum: Hef ekki Guðmund, í stað Hef ekki hugmynd. Jafnvel: Hef ekki grænan Guðmund, ef maður er algerlega blankó.
óþolandi að vera svona þreyttur í kennslunni. Þoli krakkagreyjunum ekki neitt. Væri ég á bíl myndi ég skjótast eftir kóki, bráðvantar koffínskammt. En ég er ekki á bíl. Urr. Næ ekki niður á bensínstöð í tíu mínútna pásunni milli tíma.

og svo meira að segja kóræfing í kvöld. Get eiginlega ekki skrópað þar. Þakka fyrir að ég er komin með þriðjudaga í frí. Hmm, ætla reyndar að kenna tónsmíðatíma á morgun. Þyrftum að finna annan tíma fyrir það, Hafdís.
Fer að dæmi systur minnar og set hér inn link á hann Villa vin okkar og söngfélaga. Andlegur stuðningur vel þeginn.
ég er alveg viðbjóðslega þreytt. Vildi að ég gæti látið eftir mér að fara ekki að kenna á eftir. Drattaðist ekki með barnið í leikskólann fyrr en rúmlega tíu í morgun. Sagði honum að fara í skó og tók ekki eftir því fyrr en við vorum komin langleiðina í leikskólann að hann hafði farið í spariskóna sína. Ekki séns að ég orkaði að labba til baka og láta hann skipta um skó. Fékk bara lánaða kuldaskó fyrir útiveruna.
Á milli frumflutnings í morgun og fjölskylduveislu í kvöld fórum við Hallveig á tónleika hjá Schola Cantorum, báðar klukkan fjögur. Hún í Hallgrímskirkju og ég í Langholtskirkju. Og já, hvorttveggja stóðst.

2006-03-26

Messan 

sló nottla í gegn. Gekk mjög vel, kórinn fínn, hljómsveitin frábær, sólistarnir grand (kemur það nokkuð á óvart ;-) ). Jói tók upp, væri gaman að setja bút á heimasíðu - ætti ég heimasvæði. (Hrmmm. Hef heimasvæði. Koma síðu í gagnið. Framtakssemin að drepa mann eins og alltaf).

En sem sagt, þetta var mjög skemmtilegt allt saman. Vonandi verður hægt að koma upp tónleikum og helst gera upptöku af þessu. Væri ráð að gefa bara út langan disk, Guðbrands- og Vídalínsmessu saman. Hvorug messan eiginlega alveg nógu löng til að standa sjálf á diski. Now, that's an idea...
Hvað gerir maður við krakka sem koma inn, búin að vinna kannski helling í tölvutónlist og gera flotta músík en vita ekki hvað snýr upp og niður á nótu? Taka þau inn, henda þeim í fullt af undirbúningskúrsum, laga þau að skólanum? Laga skólann að þeim? Held ekki. Getan ein og sér getur aldrei verið nóg. Maður verður að hafa kunnáttu líka til að þróast áfram. Ragga Gísla er í deildinni að hamast í fræðunum. Frábært hjá henni. Hlakka til að heyra hvað kemur út, eftir námið.

2006-03-25

skoh, ég var ekkert að kvarta yfir færslunum, bara skildi ekki hvernig stóð á þessum rss fjölda. Hmm. Skil þetta reyndar ekki alveg ennþá, ég laga stundum og endurútgef færslurnar en hef ekki séð að mikkalistinn breytist neitt við það, eða að ég fái aukalínu. Haaalluuuur???
við erum búin að fá nýtt eldhús.

og nei, keyptum okkur ekki nýja innréttingu, eina nýja var að leggja niður kústaskápinn í núverandi mynd (þetta hljómar eins og hann sé fyrrverandi ríkisstofnun) kústarnir fengu pláss í þvottahúsinu. Tvær nýjar og góðar hillur komust í skápinn. Náðum að hlaða öllum pastapökkunum og morgunkorninu sem áður var uppi á skápunum þar inn. Svo þegar maður er einu sinni byrjaður að endurskipuleggja vinda hlutirnir iðulega upp á sig. Fullt af dóti sem við notum aldrei fékk far í Sorpu, sumt í Góða Hirðisgáminn, sumt hreinlega í ruslið, annað sem hafði þurft að standa á mínu takmarkaða borðplássi komst þá inn í skápa í staðinn. Nú er ég (amk. í bili) með smá vinnupláss í eldhúsinu, á borði semsagt, ekki bara á brauðbretti ofan á eldavélinni. Brauðbrettin mín eru meira og minna með hellulaga brunablettum að neðan.

Eina sem ég sé eftir er að hafa ekki tekið fyrir- og eftirmyndir. En það stóð ekkert til að þetta yrði svona drastískt!

Svo þegar Garðasókn þóknast að borga mér fyrir messuna skal pöntuð ný gaseldavél, sú gamla (eldavél án gass) er að leggja upp laupana. Glerið hrynur iðulega úr ofnhurðinni þegar við opnum, þakka fyrir að enginn hefur slasað sig ennþá á því, hitastigið í ofninum er mjög óáreiðanlegt og tvær af hellunum seinar og leiðinlegar. Enda vélin örugglega tuttugu ára gömul í það minnsta.
Aðalæfingin gekk bara vel, efast ekki um að þetta verði flott hjá þeim á morgun. Farin að hlakka heilmikið til. Enda eru þetta klassatónlistarmenn allt með tölu.

Kynningin í mogga var nú ekki mjög mikil, get ekki annað en borið hana saman við allt plássið sem Gunni Þórðar fékk með sína messu. Ég er nú svo góð með mig að ég vil meina að mitt verk sé bara ekkert síðra, takk fyrir! Eitthvað klikkað í PRinu hjá kirkjunni. Ætlum að hjóla í það sjálf ef af tónleikum verður í vor.
Þarna voru blandaðir ávextir, maður!

2006-03-24

Taggart góður að vanda, að horfa á mynd úr þeirri seríu er alltaf eins og að fá gamla vini í heimsókn, einhverja sem maður hefur ekki séð lengi. Kannski ágætt, ekki svo auðvelt að verða leiður á þeim.

Annars er Fífa (yeah, blame the teenager) búin að gera mig háða tískuútsláttarþættinum hvaðhannnúheitir á skjá einum. Bara frekar spennandi.

persónulega plögg ársins: 

Á sunnudaginn kemur verður flutt Vídalínsmessa eftir undirritaða. Flutningurinn kemur í stað guðsþjónustu í Vídalínskirkju og er klukkan 11 árdegis. Flytjendur eru kór og kammersveit Vídalínskirkju ásamt einsöngvurunum Ólafi og Hallveigu Rúnarsbörnum. Stjórnandi verður Jóhann Baldvinsson, orgelleikari Vídalínskirkju.

Lofa hlustendavænni nútímatónlist (þýðir það að ég sé farin að semja popp og Gunni Þórðar klassík?). Aðgangur að sjálfsögðu ókeypis eins og tilhlýðilegt er.

Vonandi verða tónleikar seinna í vor en ég þori ekki að lofa því.
Ekki skil ég hvernig sumir foreldrar láta börnin sín vera farin að sofa klukkan átta á hverju kvöldi. Finnur var dauðþreyttur í gær og dottinn út klukkan átta. Vaknaði svo útsofinn og íðilhress klukkan rúmlega fimm í morgun, foreldrum sínum til mikillar hrellingar. Okkar börn hafa bara aldrei þurft svona mikinn svefn. Hver sefur líka frá átta til sjö? Ellefu tíma svefn?
ég veit ekki hvað hann Ármann borgar Mikka og félögum til þess að færslurnar hans birtist alltaf margfaldar á listanum. Vírd.

2006-03-23

já og ég held að það flýi enginn hljómsveitina út af dómnum sem við fengum í morgun. Jónas ánægður með hljómsveit og þó sérstaklega einleikara. Enda er Ásta alveg frábær spilari og músíkant. Óliver stjórnandi á fullt í hvað okkur er að fara fram en það er algjör vítamínsprauta að spila með svona einleikara. Maður smitast af kraftinum og spilagleðinni.
enn á ný kemur Lost manni á óvart. Nú var ég byrjuð að skrifa eitthvað sem hefði mögulega getað skilist sem spoiler en ákvað að gera þetta ekki.

Mikið vona ég að serían klárist í vetur og hafi almennilegan endi. Endi ekki í einhverri sýru, Twin Peaks style.

Kammersveit Seltjarnarness???!!! :-@ 

þarf að semja eitt stykki inntökupróf í tónheyrn, slatti af umsóknum um skólavist. Best að hafa fullt af erfiðum spurningum, einhvern veginn þarf maður að vinsa úr umsóknunum.

eða nei annars, það er nú fyrst og fremst spilafærnin sem ræður hvort nemendur ná inn eða ekki. Hins vegar verð ég að athuga hverjir ráða við að fara beint í tónheyrn 1, hverjir þurfa undirbúningskúrs og hverjir gætu hreinlega sleppt kúrsinum. Tónheyrnin í Tónlistarskólanum í Reykjavík er til dæmis á mjög háu plani, fólk sem er búið með meira en eitt ár þar (og hefur staðið sig vel) gæti alveg farið beint í tónheyrn 2 eða 3 í LHÍ. Þannig að ég þarf að hafa amk. eina þunga spurningu í hverjum lið. Ekki málið (hnéhnéhné)

2006-03-22

Þvílík pest að ganga á leikskólanum hans Finns, þrettán af tuttuguogtveimur starfsmönnum veikir í dag ásamt þriðjungi barnanna. Leikskólastjórinn sendi út neyðarkall til foreldra hvort einhverjir gætu sótt börnin snemma eða eitthvað þvílíkt. Jón sótti litla herramanninn um þrjúleytið. Og hver ætli sé nú orðinn lasinn? ójú. Bráðsmitandi bannsett magakveisa. Bara að ég verði ekki veik á sunnudaginn, get ekki hugsað mér að missa af frumflutningnum :-(
mér finnst alveg skrækindjagende að vera mamma fermingarbarns. Mikið verra en að verða fertug. úff. Ellin færist yfir.

Dreg samt línuna við að kaupa mér dökka dragt. Eldist alltaf um tíu ár bara við að fara í dragt. Eins gott að vera ekki í pólitík.

2006-03-21

sumarfríið hafið, er ekki komið sumar hjá ykkur líka? Verst að það er óvart ekkert sumarfrí á morgun, né á mánudag. En hei!

2006-03-20

Stórhættulegt að vera að undirbúa kennslu (amk. að fara yfir próf og færa inn einkunnir) svona þreyttur. Best að hætta í kvöld. Ekki sniðugt að gera vitleysur í excel skjalinu með einkunnunum. Sýnist reyndar allir ætla að ná, misgóðar einkunnir, einn vegur salt á brúninni. Fer eftir einkunnunum hans á morgun.

Mér á eftir að finnast ég vera komin í sumarfrí klukkan fimm á morgun. Ekki meiri LHÍtónheyrn fram að hausti og pása í hljómsveit. Hvað á ég eiginlega að gera við alla þessa þriðjudaga, mér er spurn.
Jafndægur á vori en frost framundan. Mig langar mest til að pakka krókusunum mínum inn á meðan. Allt á fullu í garðinum náttúrlega, rabarbarinn farinn að kíkja fyrir þó nokkru, páskaliljur gætu bara vel orðið gular um páskana. Vil ekki sjá þetta uppundir 10 gráðu frost. Ojbara.

Er að undirbúa krakka í tveimur bekkjum undir grunnpróf og miðpróf í tónfræði. Mér fallast hendur. Og þó.

2006-03-19

Tónleikarnir í dag gengu bara ágætlega, nokkrir pínu sárir staðir hjá okkur í fyrstu fiðlu (nánar tiltekið 3, allir í Rossiniforleiknum) en annað eins getur nú gerst. Konsertinn gífurlega flottur hjá henni Ástu, svo tók hún líka aukalag, það var að því ég best veit í fyrsta skipti á tónleikum hjá okkur að einleikari spilar aukanúmer. Gæti alveg vanist þessu.

Tók alla familíuna með á tónleikana, meira að segja dansvinkonu Freyju sem var í heimsókn. Þær skotturnar fengu svo að afhenda blóm í lokin. Voða gaman. Finnur skemmti sér líka vel, sérstaklega í fyrsta kafla konsertsins, enda kemur hann fyrir í Fantasíu 2000.

Svo er bara að vona að gagnrýnandinn hræði ekki fleiri spilara frá okkur...
hann Arnar vinur okkar, vínmógúll með meiru talar stundum um fyrirbæri sem hann kallar skjaldbökuvín. Vinsæl, tiltölulega ódýr vín, gjarnan frá Ástralíu eða álíka, mynd af einhverju sætu dýri á miðanum. Þið þekkið þetta fyrirbæri.

Nemahvað, við vorum að drekka skjaldbökuvín í kvöld. Yellow Tail, Shirazvaríant. Þokkalegasta þriðjudagsvín (já, ég veit, það er laugardagskvöld) Bragðið hálftómlegt. Áttum fínan ost og ákváðum að bæta honum við. Nema að osturinn steindrap vínið á staðnum, rúllaði gersamlega yfir það. Urðum að bakka í sautjánprósent heimilisostinn, hann smellpassaði.

2006-03-18

það er nefnilega það! 


Hildigunnur --

[adjective]:

Tastes like fried chicken



'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com
já, og tónleikarnir eru semsagt klukkan 17.00 í Seltjarnarneskirkju...
Þá tónleikaplöggið:

Á morgun, sunnudaginn 19. mars, heldur Sinfóníuhljómsveit áhugamanna fimmtu tónleika starfsársins. Á efnisskránni þrjú stutt verk, forleikur að Rakaranum í Sevilla eftir Rossini, Vókalísan fallega hans Rachmaninoffs og síðastenekkisíst píanókonsert númer tvö eftir Sjostakóvitsj. Ástríður Alda Sigurðardóttir brillerar á píanóið.

Engin sinfónía, ætluðum að spila Brahms tvö en hún færist til næsta vetrar af óviðráðanlegum orsökum. Þannig að þeir sem hafa takmarkað klassískt þol ættu að drífa sig að koma að hlusta.

Farin á æfingu.
mikið gott að vera búin að fá tölvuna mína aftur. Líklega var ekkert að henni nema einn ónýtur usbtengill. Vandræðalegt.

2006-03-17

nú er þetta loxins komið, síðustu partarnir voru að ullast út úr prentaranum. Nú held ég að ég taki mér pásu frá skriftum í nokkra daga en þá er heldur ekki til setunnar boðið. 4 verk í sigtinu og svo nokkrar útsetningar. Var líka búin að lofa sjálfri mér að drífa mig í söngtíma þegar þetta kláraðist. Um að gera að standa við það, verður gaman að fríska upp á kunnáttuna, (ansi fljótt að fara) og læra nýtt.

2006-03-16

ég er að hrynja niður úr syfju hér fyrir framan skjáinn á iBókinni. Stundum er vont að drekka ekki kaffi. Er í lokahendinni á pörtunum, og ég sem hélt að ég myndi ná þessu á mánudaginn. Tja, hefði reyndar náðst nema fyrir þessar hraðabreytingar sem ég varð að setja inn.

Kötturinn hjálpar ekki upp á syfjuna með að liggja hjá mér með malið á. zzzzzzzzzzzzzz......
mikið varð ég annars glöð að hlusta á fréttirnar í gærkvöldi. Vona að Reykjanesbúar beri gæfu til að finna eitthvað annað en álver til að fylla í vinnuskörðin.

2006-03-15

Mætti á æfingu á Vídalínsmessu hjá Vídalínskór í Vídalínskirkju. Vídalín var samt ekki mættur. Verður eiginlega að koma á frumflutninginn.

Hljómaði bara nokkuð vel, verður gaman að heyra þetta með hljómsveitinni. Gloríukaflinn sístur, sjálfsagt mér að kenna. Verð að henda inn örfáum hraðabreytingum, gæti tekið svona klukkutíma aukalega. Gott að ég var ekki búin að prenta út raddirnar...
sjá hvort þetta birtist:

2006-03-14

verður maður ekki að henda hér inn afmælispósti? takk, allir, fyrir kveðjurnar.

Afmælisdagurinn frekar bissí, litli gaur æfði sig á víóluna áður en mamma hans henti honum í leikskólann, svo kennsla í allan dag, svo gleymdi bóndinn að ná í mig eftir vinnu (fannst ég vera að kenna í Hafnarfirði og þar er ég ekki búin fyrr en sjö) en borgaði fyrir það með því að skjótast í ríkið fyrir bjór og rauðvín og koma við á Indókína og kaupa mat handa okkur. Svo hljómsveitaræfing í kvöld, er konsertmeistari á þessum tónleikum (sem verða nóta bene á sunnudaginn, nánara plögg síðar í vikunni) þannig að ég átti ekki gott með að skrópa. Sit svo bara hér og drekk bjórinn minn, góður endir á ammlisdegi.

2006-03-13

Við erum með alveg hrrikalega skemmtilegt verkefni núna í Hljómeyki. Tónskáldin í kórnum. 8 tónskáld eða tónsmíðanemar keppast við að klára ný verk, við erum búin að fá um helminginn. Bráðskemmtileg verk öll með tölu. Þjóðlegt þema, þulur, þjóðsögur oþl. Hver æfing tilhlökkunarefni. Læt ykkur vita með fyrirvara hvenær þið getið heyrt. Fyrripartur maí...
Mér finnst bara ágætt akkúrat núna að vera með peningana mína í Sparisjóðnum...
góður!

2006-03-12

ég tilkynnti Jóni um daginn: Hei, ég gerði það aftur! Ha, hvað? Bauð fólki sem við þekkjum ekkert í mat.

Ljómandi skemmtilegt kvöld með Eyju, Agna og dætrum. Aaaalltaf gaman að kynnast nýju fólki. Hellings uppvask eftir, klikkaði á því að það koma nemendur til mín í fyrramálið (tja, nemandi reyndar, tónsmíðanemöndin afboðaði sig og kemur seinna í vikunni) en tónheyrnaraukatímaeinkanemandinn mætir örugglega galvaskur. Ætti að ná einni uppþvottavél fyrir þann tíma...
Búin að láta familíuna um matarboðsundirbúning í dag, hjólaði í messupartana sem voru alls ekki nógu langt komnir fyrir minn smekk. Á nú bara einn kafla eftir, meira að segja frekar fá hljóðfæri, og síðan að samræma raddirnar, setja niður rétt blaðsíðunúmer og þannig. Ætti að rúllast upp - tja, mögulega á morgun. Verð ekki smá fegin þegar þetta verður frá.

Frumflutt í messu þann 26. þessa mánaðar. Nánar þegar nær dregur. Eitthvað verið að plotta að hafa tónleika líka, ég vona að það gangi upp.

2006-03-11

fertugsafmæli í kvöld, fínasta freyðivín og hvítvín flaut, ásamt sjávarréttasúpu og fleiri frábærum veitingum (er hægt að segja svona?) Krakkarnir redduðu þessu fyrir okkur, sérstaklega Fífa orðin þreytt, fyrsti dagur í útstáelsi eftir rúmlega viku heima í flensu. Þau dauðþreytt fyrir tíu. Hið besta mál, matarboð á morgun sko.
Fermingarinnkaup áðan, frökenin vill bleikt og límónugrænt þema, nóg eigum við af þessu límónugræna síðan í afmælinu okkar þannig að við stímdum upp í Rekstrarvörur, fengum ekkert nema hvítan dúk, restin í okurbúllunni Blómavali. Áprentaðar servéttur í báðum litum, bleikur borði og fullt af kertum. Vont í veskinu!

Kíktum líka á eina glænýja litla frænku, þriggja vikna, ógnar flott stelpa, til hamingju Kiddi frændi og Ástríður.

2006-03-10

fyrsta grill „sumarsins“ búið, mmmh!

tölvan í viðgerð, klára síðustu partana á fyrirframfermingargjöfinni hennar Fífu. Svolítið lítill skjár en cubinn hræddi mig í dag, pikkfraus, þegar ég náði honum upp var fyrsta verkið að brenna nýjustu útgáfu og henda yfir á iBókina. Vonandi er hægt að laga þetta vesen á tölvukrúttinu mínu. Langar ekki til að kaupa mér nýja.

magnarinn hins vegar kominn úr viðgerð, nú get ég hlustað á músík aftur, öðruvísi en í iPoddanum eða þá heimabíógræjunum. Ha? græjufíklar? við? naah!
jei!

2006-03-09

hann Atli Týr kom með góðan punkt í færslu hér áðan.
Bauð pabba á snilldartónleika í kvöld, afmælistónleikar uppáhaldstónskáldsins míns, 5 verk, Sinfónían ásamt 5 einleikurum, Guðný Guðmunds/Ásdís Valdimars (tvísöngur), Víkingur Heiðar (píanókonsert), Einar Jó (klarinettukonsert) og Erling Blöndal (sellókonsert) Röðin hárrétt á verkum og einleikurum. Víkingur, Einar og Erling voru sérstaklega góðir. Jón samt bestur. Vont rauðvín í hléi, var að hugsa um að fara niður og svindla mér inn í partíið (afmæli Sinfó líka) en ákvað að vera gáfuð og drífa mig bara heim í staðinn. Er þetta franska loftbólusull ekki bara bóla, hvort sem er?

Kennarafundur í fyrramálið, var minnt á það áðan (ekki að ÞAÐ hafi hindrað mig í að fara niður og fá kampavín!!!).
Kötturinn hefur gott lag á að hringa sig til svefns ofan á prentaranum mínum akkúrat þegar ég þarf að fara að prenta eitthvað. Fáránlega erfitt að trufla þetta makindalega dýr. Líka vegna þess að hún er bara þarna þegar einhver er við tölvuna, vill vera nálægt manni.

2006-03-08

Skutldagur dauðans. Verður ekki lýst nánar. Annar svipaður á morgun. En hei. Ákváðum samt í dag að kaupa okkur ekki bíl númer tvö (Jón vann, dmn). Bekkjarkvöld hjá yngri fröken, að venju missti mamma hennar af atriðunum, hvað er þetta með að hafa bekkjarkvöldin á vinnutíma tónlistarkennara? Náði í skottið á veitingunum, Latabæjarþema, börnin höfðu búið til ostapinna með ávöxtum, nóg fyrir alla. Svo skemmdi einn unginn (tja, foreldrarnir líklegast) fyrir og kom með risastóra súkkulaðiköku.
Jahá!!!

2006-03-07

hvað er þetta með að klikka á því að eiga einn bjór þegar ég kem af hljómsveitaræfingu? Myndi gera hvað sem er til að eiga bjór (tja, nema kannski fara út á einhvern pöbbinn í kring, það er allt of erfitt). Best að fá mér bara vatnsglas.
Styttist í önninni í LHÍ, bara tvær kennsluvikur (les kennsludagar) eftir hjá mér. Dýrka þessar stuttu annir, ekki síður nemendurnir sem hafa margar vikur til að einbeita sér að aðalhljóðfærinu sínu eða verkinu/ritgerðinni sem þeir eru að skrifa án þess að vera á kafi í verkefnum og heimavinnu fyrir fræðigreinarnar. Fínt skipulag. Krakkarnir voru efins um það fyrstu önnina en nú kemur ekki til greina að breyta þessu.
hér var ég búin að skrifa arfaleiðinlegan pistil um flensuna á heimilinu en ákvað að sleppa saklausum lesendum við hann.

2006-03-06

Eitursúrt að missa af móttökunni í áttræðisafmæli Jóns Nordals. En Suzukiforeldrar taka því yfirleitt ekki sérlega vel ef maður tekur upp á því að gefa frí vegna afmælis. Skil það svo sem þar sem ég tek ekki afmælisveislur gildar sem afsökun fyrir að börnin mæti ekki í tíma.

Í Tónlistarskólanum í Reykjavík var hins vegar gefið frí, enda var Jón þar skólastjóri í fjölda ára.
nei, haldið þið ekki að ég hafi steingleymt að plögga viðtalið við mig og Árna Heimi á ráseitt allra landsmanna. Mundi ekki einusinni eftir því að hlusta á þáttinn. Blasé, ég ha? Vorum að mæra afmælisbarn dagsins, Jón Nordal út í eitt. Jón er bara flottastur. Viðtalið er hér ef þið viljið...

2006-03-05

Maður bara doing a Finnur I?

2006-03-04

fórum á geeeeðveika vínkynningu áðan, trúlega þá flottustu sem við höfum farið á. Piemonte í æð, fyrst var Sandrone Barbera d'Alba, þá tvö Barbera d'Asti líka frá Sandrone. Öll vínin 2003 árgangur. Mjög góð þó þau breyttust í ávaxtasafa miðað við framhaldið. Þrjú Barbarescovín frá La Spinetta, þvílíkir löðrungar en bötnuðu með hverjum sopa. Mjög lík, reyndar. Enduðum á þrem Baroloum, einum frá La Spinetta og tveim frá Sandrone. Þvílíkt nammi. Gæti vel hugsað mér að kaupa nokkrar flöskur af Sandronevínunum og geyma í svona tíu ár. Flauel hvað?

Kynningin var haldin niðri á La primavera, staðurinn bauð upp á lystauka með. Vérý vérý gúdd. Meira svona. Meira hér eftir miðnætti einhvern tímann...

2006-03-03

Partítúrinn frágenginn og sendur til stjórnandans (var það ekki tvær kampavínsflöskur?), endaði í 116 blaðsíðum, tók styttri tíma en ég reiknaði með. Nú á ég bara partana eftir. Þeir verða ekki svo svakaleg vinna, hljómsveitin er ekki sérlega stór, sem betur fer. Hjóla í þá á morgun, nenni ómögulega meiru í kvöld.

Freyja er að fara á sellónámskeið alla helgina, þar fær hún bæði að spila Metalliculög og U2, fyrir nú utan suzukiefnið.

2006-03-02

Fífa orðin lasin, sjálfsagt flensan. Kuldi og hiti til skiptis, höfuðverkur, hósti og almenn vanlíðan. Hljómar svolítið flensulega Við hin bíðum eftir að hrynja, helst að Jón Lárus sleppi, hann fékk sprautu. Gæti verið verri tími til að veikjast, hangi samt enn á voninni um að sleppa, missti svo mikið úr kennslu fyrir áramót að ég gæti bara vel hugsað mér að sleppa ekki viku úr núna.
Var að uppgötva (Jón Lárus, reyndar) að við eigum átta mismunandi tegundir af osti í ísskápnum. Og við erum ekki að fara að halda partí, engir ostabakkar í augsýn eða neitt. Hmmm.

búinbúinbúinbúin... 

jamm, loxins búin með verkið, blessaða Vídalínsmessuna, ókei, smá handavinna eftir (prófarkalesa og fínpússa partítúra og reyndar búa til alla partana, gaaah, stikknótur!!!) En hei, þetta er bara handavinna, ekki alveg mindless en allar nótur komnar á - tja, ekki blað en harðan disk amk. Kannski maður taki afrit áður en maður dettur í ból í nótt)

Fauk ein kampavín í kvöld, Jacquesson Avize Gran Cru '95, ekki alverst. Tappinn orðinn gamall, væri jafnvel hægt að troða honum aftur í flöskuna. Fyrsta skipti sem bóndinn þurfti meira en 10 sekúndur til að slá tappa úr kampavínsflösku. Hann er sko góður í því...

(svo er spurningin um frágenginnpartítúrkampavínið, skilaðtilstjórnendakampavínið, partarnirtilbúnirkampavínið, frumflutningskampavínið... Tja, kannski frumflutningskampavínið standist síuna?)

2006-03-01

öskudagsbörnin 

það er að segja tvö af þeim, Anastasían var komin í venjuleg föt þegar ég kom heim í dag.

Sú dularfulla svartklædda fékk um kíló af nammi í bænum. Verður að skipta því með bróður sínum amk, hann hafði ekki möguleika á að fara í bæinn og sníkja.

öskudagsbörnin
Originally uploaded by hildigunnur.
Anastasía kom bara heim og nennti ekki í bæinn, þannig að það verður líklega kílóinu minna af nammi heldur en í fyrra. Var farin að kenna (urr) þegar sú svartklædda kom heim, sé hún þá komin.

Mætingin afleit hjá mér, tvær stelpur í fyrri bekkinn (spiluðum nótnabingó og tónfræðispil) og einn strákur í þann síðari, gaf honum nú bara frí.

Fermingarfundur í kirkju í kvöld, ég þangað, best að halda mínum trúarskoðunum bara fyrir mig. Pabbinn ekkert trúaðri en ég, ekki þýðir neitt frekar að senda hann.
Héðan fóru út í morgun Anastasía (fyrir prinsessustatus) og dularfulla svartklædda konan (ætlaði að vera norn en hatturinn fannst ekki) og svo eitt stykki tilbúinn Spædermann. Besta vinkona þessarar dularfullu fór í fýlu og ætlar ekki að syngja þannig að sú svartklædda verður að finna einhverjar aðrar til að fara á Laugaveginn og sníkja með.

Í fyrra kom Anastasían (þeas vampíran sem hún var þá) heim með fullan innkaupapoka af nammi. Og hún sem er (eiginlega) hætt að borða nammi.

Öskudagur rokkar.

Verstur fjárinn að það er ekki frí í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði, þetta er alltaf svona, frí á öskudag í Suzuki, vetrarfrí á föstudegi og mánudegi í Hafnarfirði. Og hvaða daga ætli ég sé að kenna á hvorum stað? Reyndar fæ ég aldrei þessu vant vetrarfrísdag í Hafnarfirði í ár, miðvikudagurinn eftir páska og fyrir sumardaginn fyrsta er gefið frí. Páskafríið verður langt og gott.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?