<$BlogRSDUrl$>

2006-02-28

ég er að drepast úr syfju. Og hljómsveitaræfing eftir, úff, bara.

Búin að dobla Fífu til að spila með í þetta skiptið, gæti þurft að fara svolítið í verkin með henni. Það verður gaman. Brjálað stuð í Brahms og Sjosta.

2006-02-27

Auðveldur dagur í kennslunni, 3 bekkir að taka próf. Verður gott að vera búinn með þau, þá slepp ég við að vera alltaf að fara yfir þessi endalausu verkefnablöð. Einn bekkurinn tók prófið síðast, hinir þrír núna og þá á ég bara eftir einn Hafnarfjarðarbekk. Nú er hægt að snúa sér að meiri tónheyrn, endalaus tónheyrn enda nýtist hún krökkunum miklu beinna en tónfræðin sjálf. Hlustun og greining verður að vera með og einhverri sköpun ætti ég að troða inn líka.

Námskeiðið í síðustu viku gekk mjög vel að ég held, krakkarnir lærðu helling á þessu. Hitt og þetta sem ég þarf síðan að setja inn í fyrirlesturinn fyrir næsta skipti, ég var alla vikuna að muna eftir atriðum sem þyrfti líka að segja frá, sumpart vegna þess að ég hafði hreinlega gleymt þeim og sumpart vegna þess að ég hélt ekki að það þyrfti að taka þau fram.

Ætla að reyna að fá að halda svona námskeið annað hvert ár. Trúlega óþarfi að gera það á hverju ári. Líka fínt að vita hverjir fara á námskeiðið og kunna eitthvað til verka, svo maður viti hvert maður á að beina pöntunum ;-)

2006-02-26

hún Ester vinkona mín kom í hádegismat til mín á fimmtudaginn og lærði að blogga í leiðinni. Tengill á hana, að sjálfsögðu, sérstaklega þar sem hún byrjar vel
Fermingarfötin í húsi.

vínsmakk áðan hjá Adda og Rakel, þau voru að fá álit á hvaða vín þau ættu að fara að flytja inn næst, fyrirtækið er með mjög lítið af vínum í ódýrari endanum á skalanum, gaman að geta haft smá áhrif á hvað komi á markaðinn. Bráðgóð vín, sum hver.

Á meðan við sötruðum vín bökuðu stelpurnar vatnsdeigsbollur, gekk bara svona ljómandi vel hjá þeim. Betur en hjá mér, ég er óttalegur klaufi við vatnsdeigsbollur. Hef kennt ofninum um, hann er handónýtur, en þær notuðu nú sama ofninn þannig að ég get ekki sagt mikið...
Matarboð í gær, tókst bara ljómandi vel, held ég. Við spáðum heilmikið í hvað við ættum nú að hafa (þverskorinn flóðhestur kom helst til greina, ef við ættum að hafa eitthvað sem einn gestanna hefði ekki smakkað), en ákváðum að hafa bara venjulegan mat, enduðum á veal parmiggiano, alltaf klassi. Var líka ágætt, þar sem viðkomandi gestur er búinn að vera að þvælast mikið á Food & Fun og smakka hinar undarlegustu samsetningar. Þáði bara með þökkum að fá eitthvað venjulegt.

Vínlistinn hjá okkur var hins vegar þokkalegur, uppáhaldsvínið Stoneleigh Chardonnay frá Nýja Sjálandi með forréttinum, Chianti Classico frá Fontodi með aðalréttinum, steinlá með kjötinu, Tokaji með eftirmatnum og svo rósakampavín frá Laurent-Perrier á eftir. Skrukkugott.

2006-02-25

Óperan, já. Bara ljómandi skemmtilegt, söngvararnir flestir mjög fínir, Beggi stal sjóinu eins og hann er vanur, brilleraði bæði í leik og söng (ósammála að hann hafi farið yfir strikið, mér finnst karakterinn algerlega skrifaður svona. Á minni útgáfu er hann eiginlega enn ýktari). Sesselja og Garðar Thor bæði mjög flott í sínum hlutverkum. Mér fannst leikstjórnin snilld, kórinn var óborganlegur. Bandið líka mjög gott, þétt sánd. Mesta furða, úr þessari troðningsgryfju (kannski getur sándið bara ekki orðið annað en þétt?) Húsið náttúrlega skar uppsetningu þröngan stakk, mikið verður nú gaman að koma í Kóperuna, eða ÓpKó...

Finnst samt ennþá Sweeney Todd flottasta sýningin sem ég hef séð í óperunni. Missti af Tökin hert (Tökunum hertum?) í haust út af lungnabólgukjaftæðinu en það segja reyndar allir að hún hafi líka verið ótrúlega flott.

2006-02-24

Öskubuska í kvöld, öfugt við Árna Heimi finnst mér Rossini bara hreint ekkert leiðinlegur. Þurfti að redda pössun fyrir yngri afkvæmin, Fífa fer með okkur. Tengdó bara alveg til í að koma og vera hjá þeim, það er ekki svo oft að við þurfum að biðja um pössun lengur, síðan Fífa varð passfær.

Reyndar varð Freyja hundmóðguð á að fá ekki að fara með í óperuna. Hún hefur ekki verið neitt sérlega mikið fyrir tónleika hingað til, en það virðist vera að breytast. Gaman að því.
hvurn fjárann var ég að bæta þessu klarinetti við? Annars væri ég búin...

eða jú, ég veit reyndar alveg hvers vegna ég er að bæta því við. Lærði nefnilega atriði í hljóðfærafræði um daginn sem ég hafði ekki haft hugmynd um. Sem gerir klarinettið algerlega ómissandi, amk í þessu samhengi.

2006-02-23

Æææææðislegir tónleikar, War of the Worlds, bara mjög vel útfært af Sinfó, Benna, Sigga Sigurjóns, Jóhanni Sigurðar (hinum nýja Burton), Jónsa svartklædda, Friðriki Ómari, Matta og Margréti Eir. Eina sem pirraði mig var að sumir söngvaranna gátu ómögulega staðið kyrrir, þau voru ekki að syngja, Jóhann með áhrifaríkan texta (þýðingu Gísla Rúnars, kom reyndar hvergi fram í prógramminu að ég fái séð) og söngvarar eiga að STANDA KYRRIR þó áheyrendur séu kannski að fíla músíkina í ræmur. Smá sviðsframkomupússun til að kunna á tilefnið. Sungu hins vegar öll mjög vel.

Extongaurinn og ljósamennirnir verulega góðir, ekki eitt hikst, allt small. Ókei, kannski var ljósasjóið flottara á Stones tónleikunum í London fyrir tveimur árum en þetta var samt bara mjög töff.

vá! 

naumast að sumir nutu tónleikanna okkar um daginn: Alltaf gaman að fá svona krítik.

Samfelld unaðsstund

TÓNLIST Hallgrímskirkja Frönsk og íslenzk verk fyrir kór a cappella eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Debussy, Báru Grímsdóttur og Poulenc.
Kór Áskirkju og Hljómeyki. Stjórnandi: Kári Þormar. Sunnudaginn 19. febrúar.
Kórtónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju efndi til kórtónleika án undirleiks á sunnudag, er voru að vanda vel sóttir. Fór hvort tveggja saman forvitnilegt viðfangsefni og vænlegir flytjendur þar sem einn reyndasti og einn yngsti kammerkór landsins komu fram sem einn hópur. Í ljósi árangurs hins eftirtektarverða akureyrska kammerkórs Hymnodiu á Myrkum músíkdögum aðeins rúmri viku áður er von að maður spyrji hvort íslenzkur kammerkórsöngur, er tók hraustlega við sér laust fyrir síðustu aldamót, hafi nú hafið nýja sókn er gæti á endanum jafnvel leyst stóru blönduðu kórana af hólmi. A.m.k. hefur lengi þrengt illþyrmilega að stærri miðlinum miðað við ástand fyrri áratuga, meðan áhugasöngvarar hafa í vaxandi mæli flykkzt í karla- og kvennakórana. Eftir ýmsu að dæma lítur því út fyrir að stórum blönduðum kórum fari senn fækkandi á móti fjölgun kammerkóra, er með tilstyrk æ menntaðri söngvara eiga auðveldara með að sérhæfa sig í erfiðum verkefnum. Meðal neikvæðari hvata kammerkóra má auðvitað telja króníska karlaeklu. Enda tókst jafnvel ekki einu sinni hér að fullskipa í tenór (10- 8-5-8), er háði svolítið fullum heildarhljómi. Það var hins vegar nánast eini dragbíturinn á frammistöðu kóranna tveggja, því hljómgæði hverrar raddar fyrir sig voru óhikað í úrvalsflokki, og í markvissri og sveigjanlegri mótun stjórnandans fékkst hið bezta úr hverri í undragóðri samblöndun. Gerði það, ásamt ósviknu gæðamarki viðfangsefna, tónleikana að einni samfelldri unaðsstund – og er þá vægt til orða tekið. Fjórar kórperlur Þorkels Sigurbjörnssonar – Til þín, Drottinn, Legg ég nú bæði líf og önd, Heyr himna smiður og Englar hæstir – er jafnvel í miðlungsflutningi hafa yljað landsmönnum um hjartarætur, náðu hér virkilega að blómstra. Þ.á.m. hin næstsíðasttalda – þrátt fyrir óvenjuhratt tempó sem raunar fór henni betur en fyrst hefði mátt ætla. Túlkun hinnar rytmískt líflegu tónsetningar Hildigunnar Rúnarsdóttur á Drottinsfagnandi 150. Davíðssálmi hefði, ásamt kraftmestu stöðunum í ljóðrænum Trois chansons Debussys (einkum í Quant j’ai ouy la tambourin) að vísu mátt létta ögn af fáguninni til ágóða fyrir beinskeyttari lífsgleði, en listileg mótunin lét þó hvergi að sér hæða. Hér fór seiðandi smíð er þyldi jafnvel enn meira slagverk en handsymbala Steefs van Oosterhout. Vinsæl Guðsmóðurlög Báru Grímsdóttur, María Drottins liljan og erkismellurinn Ég vil lofa eina þá, steinlágu eins og sagt er. Loks var komið að „munkinum með götustráksinnrætið“, skv. sjálfslýsingu Francis Poulencs. Einlæg hómófónísk mótetta hans Salve Regina (1941) skartaði, líkt og fleira undangengið, skemmtilega víðfeðmri dýnamík og næmari textatúlkun en gengur og gerist í hérlendum kórsöng. Lokaverkið, 16 mín. löng Credo-laus Messa Poulencs í G-dúr (1935), var kröfuharðasta atriði dagsins, m.a. fyrir krómatískt djarfa hljómabeitingu, auk þess sem mikið var lagt á einsöngvara og smærri sönghópa (einkum í háttlægum kvenröddum), en í óþvingaðri túlkun kóranna var samt engu líkara en að flest væri þeim kálfskinn eitt. Sérstaklega bar Agnus Dei lokaþátturinn yfirbragð innblásins frumleika, enda nánast eins og mannshugurinn næði þar þyngdarlausri „satori“ alsælu í eftirminnilega ómsætri meðferð kóranna. Þar sem fyrr mátti og heyra bráðfallegan smáhóp- og einsöng. Er vonandi á engan hallað þó sérstaklega sé tilgreint íðiltært sólóframlag Hallveigar Rúnarsdóttur, er í Kyrie og Agnus Dei jafnaðist á við það fegursta sem maður hafði nokkru sinni heyrt frá þeirri frábæru seiðkonu efstu upphæða.
Þetta verður örugglega skemmtilegt: Verst að ég er að fara á War of the Worlds með Sinfó í kvöld.

*** Orgelið í öllu sínu veldi ***

Félag íslenskra orgelleikara stendur fyrir fimm tónleika orgel-
tónleikaröð á fimmtudagskvöld 23. febrúar í Dómkirkjunni, eftir að
borgarstjóri hefur sett vetrarhátíð.

Tilgangur organista er að sýna og sanna hvað orgelið er stórkostlegt
hljóðfæri með stuttum tónleikum á hálftíma fresti.

20:30 Bach fyrir börnin. Friðrik Vignir Stefánsson organisti
Grundarfjarðarkirkju leikur fræg verk eftir Bach.

21:00 Syngjum saman sálma. Kári Þormar organisti Áskirkju leiðir
kirkjulegan fjöldasöng á orgel Dómkirkjunnar.

21:30 Íslenskt í öndvegi. Marteinn Hunger Friðriksson dómorganisti í
Reykjavík leikur fjölbreytt íslensk öndvegisverk.

22:00 Djass fyrir Drottinn. Guðmundur Sigurðsson organisti
Bústaðakirkju og formaður FÍO leikur kirkjulega djassmúsík sem
sérstaklega er samin fyrir pípuorgel.

22:30 Trylltar tokkötur. Douglas A. Brotchie organisti Háteigskirkju
leikur villta orgeltónlist í myrkvaðri Dómkirkjunni við kertaljós.

Aðgangur er ókeypis á tónleikana.

(ekki það, það verður pottþétt frábært hjá mér líka í kvöld...)
Hann Hreinn Rafauga er búinn að vera með frábærar færslur um myndbirtingamálið margfræga. Held það hefðu margir, ef ekki bara allir gott af því að lesa þær.

2006-02-22

Vondur matur, já, Ljúfa, Harpa J, Hanna litla og fleiri eru að skora á fólk að birta lista yfir mat sem það borðar ekki. Best að vera nú með:

Ferskur kóríander toppar listann tvímælalaust
ferskur engifer ekki langt þar á eftir
Kaffi vil ég ekki
né mjólk
(undantekningar á hvorutveggja sé súkkulaði blandað við í nægilegu magni)
uxahalasúpa úr pakka.
sveppasúpa, eiginlega allar gerðir

man nú ekki eftir meiru. Flest gott.

hananú þar varð ég svöng. Farin að sofa.
Hversvegna í óspökunum er ég að kenna svona mikið í þessari viku. Ég hef ekki nokkurn tíma til að standa í allri þessari vinnu. Skyndikúrsinn alla morgna frá hálftíu til tólf, venjubundið eftirhádegi á mánudaginn og í dag, kenna fyrir mömmu í Nýja Tónlistarskólanum á morgun. Og ég sem þarf að pota inn síðustu tónunum í messuna. Langar svo til að geta klárað þetta. Ekki nema rúmur mánuður í frumflutning. Mjög lítið eftir, ég ákvað seint og um síðir að bæta við klarinetti í pakkann þannig að ég þarf að skjóta inn klarinettrödd í kaflana sem voru annars tilbúnir. Annars væri ég búin.
er að leiða áhugamannabandið í þessari umferð. Árans. Þarf að fara að æfa mig! En hellings challenge að leiða í Shostakovitch píanókonsertinum og annarri sinfóníu Brahms. Get bætt við mig strengjum, takk! Eyja, er ekki stelpan þín geim? Og jafnvel draga einhverja vini sína með? Rosa gaman að vinna með Óliver og þessi verk eru tótallí mega...

2006-02-21

Í veskinu mínu eru núna heilir 20 miðar í óperuna á föstudaginn. Stóð til að kennarar og aðrir starfsmenn Suzukiskólans færu í hópferð á Öskubusku. Gott mál, jú jú. Ég tók að mér að panta miðana og reyndar átti fjölskylda mín að fá átta af miðunum tuttugu. Settur var upp listi í skólanum og eitthvað agiterað fyrir ferð. Nema hvað, það er ekki nokkur áhugi, fyrir utan okkur Hallveigu skráði sig bara annar tveggja skemmtinefndarstúlkna og svo einn annar kennari. Súri pakkinn. Nema hvað, við Hallveig auglýsum óperuferðina í kórunum, fínar viðtökur og ég held að við séum búin að koma öllum miðunum út. Not so. Næst þegar ég kem niður í skóla var kennarinn sem er ekki í skemmtinefndinni búin að stroka sig út af listanum. Hmmm. Þarf að redda einum í viðbót til að ná upp í miðana tuttugu. Hringi í einhverja af þeim Hljómeykisliðum sem voru í fríi núna. Kem miðanum út. Fer síðan og geng frá miðunum í dag. Frétti enn og aftur að einn hafi dregið sig út. Urr. Nú þarf ég að finna einn enn. Ég ætla sko ekki að borga þennan miða...

Ekki glæta að ég standi í svona framar. Ekki þess virði fyrir þessar 1800 krónur sem við Jón Lárus og Fífa spöruðum með því að fá afsláttinn.

En það verður bókað gaman á óperunni. Hef bara heyrt vel látið af sjóinu og óperan er frábær og í miklu uppáhaldi hér á bæ.
Þetta er nú alauðveldasta kennsla sem ég hef nokkurn tímann lent í. Maður hálfskammast sín fyrir að vera þarna á fullu kaupi. En hei, eins og Bo sagði einhvern tímann þegar einhver hneykslaðist á taxta hjá honum: ég tek tuttuguþúsund fyrir að syngja en áttatíu fyrir að geta... (hmm, Bó? Geta? En sagan er góð).

2006-02-20

Prófaflóðin að byrja hjá tónfræðakrökkunum, eitt í dag (3. hluti) tvö næst og það síðasta eftir 2 vikur. Verður fínt að klára þau, þá getur maður farið að gera eitthvað skemmtilegra með þeim en þessi endalausu blöð. Þvílíkur bunki sem ég þurfti að fara í gegn um fyrir daginn í dag! Ekki mjög skemmtilegt!.
Fyrirlesturinn búinn, gekk bara ágætlega held ég. Setti krökkunum fyrir verkefni, nú eru þau búin að dreifa sér um skólann og eru að útsetja og semja fyrir raddir. Verður spennandi að sjá. Kannski kemur eitthvert ódauðlegt meistaraverk út, maður veit aldrei...

En ég get bara chillað, tók með mér bók og hangi á netinu og þannig. Þarf örugglega ekkert að aðstoða þau í dag amk.

2006-02-19

úff, já, svo er fyrirlestur í fyrramálið í lhí. Verður í styttra lagi. Það er allt í lagi. Krakkarnir eiga eftir að læra helling af þessu námskeiði. Mannsröddin er alltaf afgangsstærð í öllu sem heitir hljóðfærafræði. Þarf að fá að hafa svona kúrs amk. á þriggja ára fresti þannig að tónsmíðanemendurnir komist aðeins í kynni við þennan pakka, hafi þau hug á að semja fyrir söng.
aaahhhh! búið, maður, mikið hrrrrikalega er það gott. Reyndar synd að tónleikarnir voru ekki teknir upp. Örugglega 300 manns í kirkjunni, ekki verst. Gekk bara þokkalega, eitthvað smávegis úrskeiðis en hvenær gerist það nú ekki á tónleikum? (man eftir kannski tvennum sem ég hef tekið þátt í þar sem allt rann sem smurt og þið getið ekki einu sinni ímyndað ykkur hvað ég hef verið involveruð í marga tónleika í gegnum tíðina. Ég get það amk ekki sjálf)

Búin að vera með Salve Regina eftir Poulenc í gangi í hausnum á mér stanslaust síðan áðan. Stórkostlegt verk. Messan er ekki sem verst samt, sérstaklega lokakaflinn.

Eitthvað verið að röfla um að endurtaka tónleika eða þá fara í upptökur. Humm, tjaaahhhh???

2006-02-18

já, og þegar maður horfir yfir Ali G yfirborðið á Silvíu þá lurks there Todmobile. Ég dýrka Todmobile, sérstaklega fyrsta diskinn. Hann fór í lán hjá mér og týndist, á einhver fyrsta diskinn þeirra að selja mér? (jú, ókei, Þoddi og Eyþór voru með mér í bekk í Tónfræðadeildinni, ég tala við þá ef ég fæ ekki diskinn öðruvísi)
Kom þetta einhverjum á óvart? Klárt að Silvía fer út, gefið frá upphafi. Nevermænd að laginu var lekið á netið (gæti vel hafa verið keppinautur í örvæntingu, enginn séns að komast út, væri Silvía með). Ég kaus Regínu, það lag var líka frábært. Fífa var að dást að tónsviðinu hennar og ég sagði henni að tékka á hvort hún næði þessum tónum sjálf og henni til mikillar undrunar gat hún það. Sko hana!

Það verður mjög spennandi hvort Silvía fær nokkur atkvæði. Er náttúrlega kvenkyns klón af Ali G og fleiri alþjóðlega þekktum fyrirbærum þannig að það getur verið að fleiri en við hér heima nái djókinu. Hollenskur vinur minn náði þessu engan veginn. Kannski fær hún núll stig. Húkers??? Áfram Silvía!
ég held að tölvugreyið mitt hafi haldið i dag að ég væri komin með hana í viðgerð, hún er ekki búin að henda hljóðinu út nema einu sinni í dag, ekki vaninn undanfarið...
what da bluddy heck?

kemur til mín launamiði upp á styrk upp á 414,388.00 krónur. Borist á síðasta ári. Hvur dauðinn er þetta? Hvers vegna man ég ekki eftir styrk upp á tæpa hálfa milljón á síðasta ári? Það er vont. Rannsakast eftir helgi.
Ekki það...

að það sé stór ástæða fyrir þessu akkúrat núna,

en ég ákvað að endurbirta blogg frá því fyrir rúmu ári. Bara þarfur pistill hvar og hvenær sem er:

Ég hef tvisvar á ferlinum verið vænd um hlutdrægt blogg.

Þið sem lesið; ég vona að þið áttið ykkur á því að að hluta til er síðan mín sjálfskrítík með háðsívafi, að öðrum hluta stolt yfir því hvað fjölskylda mín er að gera gott á listasviðinu (fullt, sorrí!) og í þriðja lagi real krítík sem ég er satt að segja afskaplega spör á og kem ekki með nema mér finnist full þörf á því í samhenginu.

Ég er hreint ekki sátt við að vera vænd um að "halda með" einhverjum, nema eðlilega held ég með minni nánustu fjölskyldu og því sem þau og ég eru að fást við, án þess sannarlega að vera á móti því sem aðrir eru að gera í samkeppni við okkur, ég gleðst yfir því sem vel er gert, en leyfi mér að krítisera það sem mér finnst ekki nógu gott og vil gjarnan vera laus við fá á mig persónuleg komment af því tilefni! Eðlileg mótmæli við krítík eru allt annað mál.

Þið þessir nafnlausu lesendur sem hafið athugasemdir við það sem ég skrifa; vinsamlegast gerið það við mig og helst undir nafni, allt sem kemur fram hér á síðunni er undir nafni og ég stend við það.

takk!

2006-02-17

Best að klikka ekki á því að plögga eins og á sunnudaginn var, þegar ég sagði frá tónleikunum samdægurs.

Semsagt:

Frönsk og íslensk kórtónlist í Hallgrímskirkju

Næstkomandi sunnudag kl 17.00 munu kammerkórarnir Hljómeyki og Kór Áskirkju halda saman tónleika í Hallgrímskirkju á vegum listvinafélags kirkjunnar. Á efnisskrá ver›ur frönsk og íslensk kórtónlist eftir Claude Debussy, Francis Poulenc, Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur og Þorkel Sigurbjörnsson. Þar á meðal verður eitt kröfumesta kórverk síðustu aldar, Messa í G-dúr eftir Poulenc og er þetta í fyrsta sinn sem verkið er flutt hér á landi.

Hljómeyki er fyrir löngu orðinn einn af þekktustu kammerkórum landsins. Hann var stofnaður ári› 1974 og hefur frumflutt fjölmörg íslensk tónverk á Sumartónleikum í Skálholti síðastliðin 20 ár. Kórinn hefur þar að auki gefið út 4 geislaplötur með verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur og Jón Nordal og mun á næstunni gefa út geisladisk með tónlist Hildigunnar Rúnarsdóttur.
Þrátt fyrir að vera stofnaður mun síðar eða árið 2001, hefur Kór Áskirkju einnig vakið töluverða athygli á undanförnum árum fyrir forkunnarfagran söng. Árið 2004 var geisladiskur kórsins, Það er óskaland íslenskt, tilnefndur til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki klassískrar tónlistar.

Stjórnandi kóranna á tónleikunum verður Kári Þormar organisti Áskirkju og stjórnandi Kórs Áskirkju. Aðgangseyrir er 2000 krónur en 1500 krónur fyrir aldraða og öryrkja.

Ógurlega flott plakat en ég finn ekki að það sé inni á netinu þannig að ég get ekki sýnt mynd af því :-(

2006-02-16

Fyrir rúmu ári fékk ég nokkur leiðinleg komment á bloggið mitt frá anomymous (sic) lesanda. Pirraði mig pínu þannig að ég lagðist í njósnir og vissi mjög fljótlega hver þetta var.

Verst fyrir viðkomandi, alltaf þegar ég fæ eitthvað óskemmtilegt hugsa ég: ætli það sé ekki bara hann aftur...

2006-02-15

Fyrir einum og hálfum óratíma...

var ég í barnaskóla. Í Garðabæ, nánar tiltekið.

Þar var bekkurinn minn frá 7 til 11 ára hjá afskaplega frjálslyndum kennara. Við fengum skelfilega litla kennslu í flestum fögum, frelsið var mikið, fjörið líka, umræður líflegar og allir fengu að njóta sín. Í 12 ára bekk tók ágætis kennslukona við okkur, þurfti að kenna öll grunnfögin, við vorum sérlega illa að okkur í stærðfræði. Í bekknum voru 24 stelpur og 7 strákar.

Úr þessum bekk hafa komið:

landsfrægur rithöfundur
landsfrægur íþrótta- og heilsufrömuður
þrír topptónlistarmenn (já, ég er líka að telja sjálfa mig með, montið, maður ;-))
alheimsfegurðardrottning (ja, þarf kannski ekki ógnarmenntun til)
amk tveir læknar
amk einn framkvæmdastjóri stórfyrirtækis
fyrir utan svo fullt af flottu fólki sem stendur sína plikt í þjóðfélaginu.

Mér dettur stundum þessi bekkur í hug þegar verið er að bera okkur saman við aðrar þjóðir í skólamálum, sérstaklega þegar sagt er að ítroðsla á unga aldri sé afskaplega mikilvæg, þeim mun meiri lærdómur, þeim mun betra.

Auðvitað veit ég ekkert hvernig staðan væri ef við hefðum öll kunnað deilingu og ensku sex ára og frönsku átta ára. Hef samt ekki endilega trú á að staðan væri neitt betri.

Til umhugsunar 

2006-02-14

ef þetta hér kemur manni ekki í gott skap þá veit ég ekki hvað!
Þetta er svolítið skemmtilegt. Takið þátt ef þið nennið. Hefði reyndar kannski sett önnur/fleiri lýsingarorð inn...

vetrarólympíuleikarnir... 

smá samantekt og útskýringar fyrir áhugasama.

A global event for everybody . . . in some parts
BY DAVE BARRY
It's time once again for the Winter Olympics -- three magical weeks during which all of America will gather in front of the television set to watch American Idol.

But during the commercials, some of us will also tune in to the Winter Olympics, a quadrennial competition that answers, once and for all, questions that burn in the brains of every true sports fan, such as: (1) Who will claim ''bragging rights'' as the world's best in the individual, sprint and team Nordic Combined? (2) What, exactly, IS the Nordic Combined? (3) Who the hell are the ''Nordics,'' anyway?

We are about to find out, as the Winter Games are under way in the picturesque Italian city of Turin (or, as they call it in Italy, ``Vienna''). It's a truly international gathering of athletes from all over the world, except for those parts of the world located in Africa, South America, Central America, Australia and large sectors of Asia.

The games officially began Friday night with an unforgettable opening ceremony, climaxing with the lighting of the Olympic torch by Italy's greatest and most beloved ski champion, Wayne Gretzky. (Note to editor: Please check this; I nodded off during the second unforgettable hour.)

I wish I could be there to report on the Olympics in person, but my wife, Michelle, an actual sports reporter, is there, so I'm staying home with our daughter, Sophie. The other morning, as I was pouring Sophie a bowl of Lucky Charms, the phone rang; it was Michelle, urgently telling us to turn on the Today show. So we did, and we saw Katie Couric interviewing Scott Hamilton.

''I'm right behind Scott Hamilton!'' Michelle shouted into the phone. ``Can you see me?''

''Yes,'' I said.

Sure enough, there she was in the background, holding a cellphone in one hand and waving wildly at the camera with the other. Michelle and I have often made fun of people who do this on the Today show, because they all look like pathetic, no-life geek losers.

''Do I look like a pathetic, no-life geek loser?'' she said.

''No!'' I said, because I am not a complete idiot.

But the point is, I am not personally in Turin. Nevertheless, I have prepared the following guide of Winter Olympic Events to Watch:

FIGURE SKATING: In this dramatic and demanding sport, competitors must perform difficult skating maneuvers while dressed as swans and wearing enough makeup to spackle a four-bedroom house. And those are the men. Judges enter their scores into a computer, which calculates the results using an objective scientific formula, after which the Russians always win because they CHEAT.

BIATHLON: This fun sport was invented by the Norwegians, often called ''The Yuckmeisters of Western Scandinavia.'' Rifle-toting competitors ski for a while, then shoot at targets, then ski some more, then shoot some more, then ski some more, then shoot some more, then ski some more, then shoot some more and so on until France surrenders.

THE LUGE: Competitors wearing Spider-Man costumes lie on their backs on tiny sleds and go down the bobsled run. The ones who survive (about 8 percent) are tested for drugs. If they don't contain any, they are declared legally insane.

THE SKELETON: This is the same as the luge, except competitors go headfirst. The medal winners stand on a special ''booster'' podium because when they cross the finish line and hit the stopping barrier, their bodies are compressed to the height of a Pringles can.

CROSS-COUNTRY CURLING: In this grueling sport, competitors, using brooms to clear the way, race to see who can be the first to slide a heavy stone across Italy.

SKI-JUMPING WITH CELEBRITIES: This is a new sport, introduced this year to boost TV ratings. Competitors are sent down the ski-jump ramp, often leaving deep grooves for the entire length with their fingernails, then soar into space, where they encounter gravity. The heavily favored U.S. team consists of Erik Estrada, William Shatner, Nicole Richie, Lieutenant Uhura from Star Trek and the naked guy from Survivor.

BROKEBACK BOBSLED: This is another new sport, about which little is known, other than that, according to International Olympic Committee President Jacques Rogge, it ``involves sheep.''

Of course these are just a fraction of the Winter Olympics highlights. There will be plenty of other action in events such as the 500 meters, the 750 meters, the 1,000 meters, the 1,250 meters, the 1,300 meters, the 1,325 meters, and the 1,325.874 meters, to name just a few of the more exciting lengths. NBC is planning 17,000 hours of coverage, and you will not want to miss a single minute. So strap yourself into your Barcalounger and enjoy the show!

And if you happen to be watching Katie Couric, and you see a brown-haired woman in a light-green parka in the background, holding a cellphone and waving at the camera, I have no idea who it is.

2006-02-13

Stafsetningarþema í dag:

Dark (music)days búnir, þetta er búin að vera verulega skemmtileg törn með breiðbandi nútímatónlistar, mjög ólíkir tónleikar, misskemmtilegir, fyrr má nú vera. Lokatónleikar í kvöld, Kammersveitin í Ými, verk eftir Karólínu, Atla H, Leif, Þurí og Tony, mjög skemmtilegir tónleikar, flutningurinn fyrsta flokks, sérstaklega kvartettinn í fyrri hlutanum.

Partí á eftir að vanda (alltaf að mæta á síðustu tónleika Myrkra (hmmm, oftast), partí á eftir), stóðst freistinguna að fara á Næsta bar með liðinu þegar freyðivínið var búið. Þau eru órugglega þar enn. Langur dagur hjá mér á morgun (á eftir var það víst)

2006-02-11

Og þeir seinni búnir. Þetta voru þokkalega ólíkir tónleikar, avantgardepakkinn beint í æð. Samt gaman. Ég var hrifnust af verkinu hans Hauks, Vetrarkvíði heitir það, magnað hugtak og flott verk. Verk Atla og Arnars líka fín, Daníels áhrifaríkt en ég var ekki mjög hrifin af fyrsta verkinu á tónleikunum.

En það er gott að vera komin heim til sín og ekkert meira út í dag.

Morgundagurinn ekki alveg eins slæmur, þarf að æfa nokkra staði fyrir SÁ tónleikana klukkan fimm (já, arrg, tónleikar klukkan fimm í Seltjarnarneskirkju, Kristján Orri að spila með okkur konsert fyrir kontrabassa og hljómsveit, ógurlega rómantískt verk eftir Koussevitsky, svo Beethovenforleik og bráðskemmtilega Haydnsinfóníu. Hef ekki haft neinn tíma til að plögga, hengdi ekki einu sinni upp plaköt, hvað þá meira...

En semsagt, tónleikar klukkan 17.00 og svo lokatónleikar Myrkra klukkan 20.00, Kammersveitin í Ými. Hlakka til.
Fyrri tónleikar dagsins afstaðnir (fyrir utan nú fjögurra tíma kóræfingu sem reyndar skaraðist við tveggjaoghálfstíma hljómsveitaræfingu). Kammerkórinn Hymnódía frá Akureyri flutti norðurvæna tónlist (frá Norðurlandi, Norðurlöndum og Norðurameríku). Yndislegur kór, vel valið í allar raddir, samsöngurinn mjög fínn og músíkalskt mótað. Virkilega falleg stund. Lofaði kórstjóranum að senda til hans einhverja músík. Kórinn er á stærð við Carminu, 13 manns. Koma hingað aftur í apríl, minnið mig á að missa ekki af því.

Þokkalega sótt en Sinfótónleikarnir með ungu einleikurunum hafa örugglega dregið talsvert af mætingunni. Dauðsá eftir að komast ekki þangað, sendi dætur mínar í staðinn. Þær eru ekki enn komnar heim, reyndar, verður gaman að vita hvernig litla fiðrildið hún Freyja hefur þolað að sitja svona lengi kyrr...

2006-02-10

Haaa?, ég skil nú hvorki upp né niður í þessari frétt.

2006-02-09

ææææææðislegir tónleikar áðan, hljómsveitartónleikarnir á Myrkum músíkdögum. Bara sjaldan verið eins uppnumin. Verkin hvert öðru betra, verðlaunaverk eftir Harald Sveinbjörns, gamalt en óflutt verk eftir Þorkel, (með betri verkum sem ég hef heyrt eftir hann og hef ég þó heyrt ýmis góð), mjög sætt strengjaverk eftir Eirík Árna en svo sló sinfónían hans Þorsteins Hauks þetta allt saman út. Magnað stykki. Maður á enn eftir að læra að þora að hafa hlutina svona einfalda, til dæmis var undir lokin heillangur kafli þar sem hljómsveitin (nær) öll spilaði bara einn og sama tóninn og alltaf varð það flottara og flottara. Gersamlega frábært. Á eftir að sjá hvernig tónleikarnir sem eftir eru geta borið sig saman, en maður veit aldrei. Caput og Kammersveitin standa nú alltaf fyrir sínu og enn er verið að skrifa flotta músík. Það sannaðist amk í kvöld.
Píanóið orðið tandurhreint og fékk hrós fyrir mjúkan og fallegan tón. Þá að næstu útgjöldum. Allt kolstíflað hjá okkur, flæðir vatn upp úr sturtubotninum, fíbjakk! Ráðum ekki neitt við neitt og erum að bíða eftir píparanum. Bannað að fara á klósettið, hvað þá meira. Ekki gaman!

2006-02-08

Stórtíðindi á morgun: Ég er að fá píanóið mitt stillt. Slíkt hefur ekki gerst síðan - ja, ég er ekki viss um að það hafi verið stillt nema einu sinni síðan við fluttum hingað. Að sjálfsögðu rétt eftir að við fluttum hingað. Sem sagt að verða 11 ár. Hmmm. Mesta furða hvað það er lítið falskt. En þar sem ég fæ tvo nemendur hingað heim er nú eiginlega ekki annað hægt.

Ekki það, píanóið er mun hreinna heldur en píanóið í stofunni minni í LHÍ var til skamms tima. Það í Hafnarfjarðarstofunni er orðið ansi hreint slæmt líka. Tandurhreint i Suzukiskólanum hins vegar.

2006-02-07

Hvað er með þessa löngu vinnudaga? Mánudagur frá 9.15-22.00 (tvær stuttar pásur sem eru iðulega notaðar í að semja). Þriðjudagur frá 9.30-22.30 (lítið um pásur, ekkert samið, á það til að teygjast enn lengra fram á kvöldið)

Hinir dagarnir mun skárri.

Myrkir músíkdagar á fullu, ég er bara búin að ná að mæta á eina tónleika (skamm, Hildigunnur), en stendur til bóta seinnipart vikunnar. Pottþétt á sinfó á fim, líklega á NOMUS tónleikana á fös, næ bæði Hymnodiu og Caput á laugardaginn og svo Kammersveitin á sunnudag, nær beint eftir tónleikana hjá okkur í SÁ.

Verst að komast ekki líka á tónleikana hjá ungu einleikurunum með Sinfóníunni á laugardaginn, sami tími og Hymnodia.
og þetta er nottla bara frábært!
Önnin hálfnuð í Listaháskólanum. Snilld þessar stuttu annir. Þarf að útbúa miðannarmat fyrir nemendur. Lítið mál, sem betur fer. Í smá vandræðum með einn nemandann samt. Þarf að ráðfæra mig við æðri máttarvöld.

2006-02-06

húrra, við Hallveig erum loksins komnar með almennilega aðstöðu í Suzukikennslunni. Búnar að vera með töflu með ónýtum nótnastrengjum, alltaf teiknandi upp strengi og strokandi endalaust út. Nú er komin þessi líka frábæra tafla, með línum, mynd af hljómborði, hægt að hækka og lækka, snilld (alveg eins og Hafnarfjarðartöflurnar, fyrir þá sem þekkja). Allt annað líf.
kaffi, einhver?

2006-02-05

kíkið á hana þessa, styð hana í borgarstjórann!
Naumast ég dældi út færslunum þarna í gærkvöldi eftir að gestirnir fóru. Var ekki búin að vera í miklu bloggstuði undanfarið, borgaði fyrir það í nótt. Ágætt að Blogger tók við færslunum þrátt fyrir að geta ekki sýnt síðurnar.

Jón Heiðar hræddi mig svo áðan, það hurfu allir hlekkirnir hans bara sisvona. Litist ekki á blikuna að týna öllum mínum égveitekkihvaðmörgu út. Tók afrit af template.

Glæný uppskrift að sítrónulegnum kálfi prófuð þarna í gær ásamt volgu sveppa- og spínatsalati. Spurning um að lífga upp á Brallið og henda inn uppskriftunum. Maturinn er meira að segja mjög svo átaksvænn.
Eitt skref í viðbót í að gerast sjálfstæð þjóð: tökum við þyrlubjörgunarsveitinni (og kanarnir vilja að við tökum við öllum rekstri flugvallarins í Kef). Næsta skref ætti að vera brottför afgangs varnarliðsins; trúir því einhver í alvöru að við séum eitthvað sem skiptir máli í alþjóðlegu samhengi?

Sem skilur eftir spurninguna: Ráðum við við að keyra tvo alþjóðlega flugvelli með fimmtíu kílómetra fjarlægð hvor frá öðrum? Þið vitið öll hvernig ástandið hefur verið á Reykjavíkurflugvelli. Stagbætt braut, engin áhersla lögð á aðstöðu, ekki neitt. Ég styð að flugið verði flutt til Sunny Kef og við leggjum einteinung þangað, með 20 mín ferð frá miðbænum. Jú, það kostar, en hvað kostar að halda uppi heilum flugvelli, auka flugturni, öllusaman?

ég veit fullvel rökin með flugvellinum þar sem hann er, sjúkraflugið (þvíekki að byggja þetta umrædda hátæknisjúkrahús nálægt álverinu í Straumsvík, ekkert fjær Grafarvogi, Árbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði en Vatnsmýrarstaðsetningin), fjarlægð við stjórnsýslu (kommon, megnið af Stórreykjavíkursvæðinu þarf hvort sem er að keyra í tuttugu mínútur-hálftíma til að komast í miðbæinn, sorrí, við bara vorkennum ekkert þeim sem fljúga til höfuðborgarinnar að gera eins), frestunáflugi, ef samgöngur til Kef væru í góðu lagi þyrfti það ekki að breyta miklu nema kannski fyrir þá sem eins og við búa í fimm mínútna fjarlægð frá flugvellinum. Það eru bara svo fáir sem gera það, miðað við the rest of you.
hvernig yrði ykkur við?

ef þið, einn daginn í vinnunni fynduð sparinærbuxurnar ykkar fyrir utan dyrnar á skrifstofunni ykkar? Höfðu loðað við buxurnar úr þurrkaranum. (ég er alsaklaus, ég hef ekki skrifstofu á neinum af vinnustöðum mínum - tja, nema hér heima, og þar myndi ég ekki kippa mér mikið upp, ég meina, þær hefðu bara getað dottið úr fangfyllinni á leið í þvottahúsið). Úff!
Atriði: Heima hjá stórleikhjónum á Akureyri, miður dagur:

Leikkonan: Sjáið þið, strætó var að keyra fram hjá. Einn ganginn enn! Tómur vagninn. Enginn farþegi!

Leikarinn: Þeir ættu að fá Magnús Geir til að reka Strætó. Yrði alltaf fullur vagn...
arrg, mér finnst ég vera sambandslaus við umheiminn! Blogger, hvar ertu???
arrg, hvað er með blogger? Og Mikkavef? The interface is unknown?
Lánaði gagnrýnanda nokkra diska í gær, hann gaf mér disk með músík eftir sig í staðinn (held hann hafi ekki viljað skulda mér greiða) Fjári flott, bara! (reynt að endurheimta greiðann, skoh)

2006-02-04

Mikið er ég fegin...

að vinna á vinnustöðum þar sem litið er á félagslega færni fólks áður en það er ráðið, ekki eingöngu faglega hæfni.

Fólk hjá okkur í mat í kvöld sem hafði sögur af vinnustaðnum sínum sem skildu mann eftir gapandi (sögurnar, sko). Fertugi karlinn sem spurði konuna hvernig henni yrði við ef hún sæti við morgunverðarborðið og dyrnar á herbergi sautján ára dóttur hennar opnuðust og út kæmi hann. Og fleiri álíka sögur.

Las í dag (gott ef það var ekki á kommentakerfinu hjá Gísla málbeini) skilgreiningu á hnakka: metrósexúal maður sem foreldrarnir gleymdu að kenna mannasiði. Nokkuð gott. Sumir fríkanna á viðkomandi vinnustað eru nebbla svona hnakkar

2006-02-03

móðurbetrungur, jú, það passar, Freyja vann meira að segja. Við vorum 8, 4 fullorðnir og 4 börn, Freyja næstyngst (sú yngsta bara fimm ára). Sko stelpurófu. Nú er hún hins vegar steinsofnuð í öllum fötunum í okkar rúmi.
er að fara í keilu á eftir, Sveimérþá, ég held að ég hafi farið einu sinni á ævinni í keilu áður. Ekki neitt sérlega flink, öfugt við dætur mínar sem vinna iðulega keilukeppnir bekkjanna sinna. Kannski kemur Freyja með, hún er annars búin að vera lasin í dag. Sjáum hvort hún verður ekki móðurbetrungur.
og Silvía fer út, það er ekki nokkur spurning. Bráðfyndið og svo er lagið flott í þokkabót. Todmobile bragð af því. Hvað er með að hafa enga júrótvíund, daring, maður!
lesist

2006-02-02

ekki smá flottir tónleikar áðan, Sinfóníuhljómsveitin og Rachel Barton Pine, konsert eftir Joachim, ófluttur hér áður (ekki mjög hissa), flugeldasýning par excellance. Samt ekki bara flinkir puttar, glæsilegur flutningur og músíkin glansaði hjá þeim. Konsertinn sjálfur svo sem ekkert spes reyndar, en maður lifir lengi á flutningnum. Fífa sagðist aldrei hafa farið á svona flotta tónleika áður. Fiðluleikarinn þurfti að taka tvö aukalög, fyrst inngang, stef og tilbrigði við þjóðsöng Nýja Sjálands, samdi stykkið sjálf. Þar voru enn meiri flugeldar ef hægt var. Næ ekki hvernig hún getur spilað dúett á móti sjálfri sér!

Aulaði út úr mér við Fífu að ég hefði mögulega getað laumað henni inn á masterklass á þriðjudaginn var. Fífa súr, hefði langað. Vonandi næst.

Eftir hlé á tónleikunum var sjötta sinfónía Prokoffieffs. Besta verk tónleikanna, (kannski fyrir utan Bachkaflann sem fiðluleikarinn spilaði sem seinna aukalag), mögnuð sinfónía. Þekki hana ekkert, fyrr en núna.

Stjórnandinn var mjög fyndinn, ég átti oft erfitt með mig að fara ekki að skellihlæja. Ónefndur krítiker Mogga myndi örugglega tala um mjaðmahnykki og dansspor, væri hann að skrifa rýni. Sem hann er ekki.
Aahhh, búst dagsins :-D

(og þá er ég ekki að tala um berjabooooozzzztið sem ég þó fékk mér í morgun)

Var að fá kennslumatið frá nemendum í LHÍ:

Þau eru flest hæstánægð, ég fæ 4,45 að meðaltali (af 5 mögulegum). Verð bara að birta athugasemdirnar:

Athugasemdir eða ábendingar:
Er ánægður með kennsluna, finnst þó að mætti eyða meiri tíma í að kenna okkur tækni. t.d. hvernig er best að gera hlutina? Eftir hverju á ég að hlusta þegar ég er að greina stöðu á hljómi?... o.s.fr.v.
Virkilega lifandi og góður kennari. Ánægjuleg breyting
Frábær kennari. Hefur breytt leiðinlegum skylduáfanga í hvetjandi jákvæða upplifun.
Kennarinn er mjög áhugasamur um kennsluna og gerir sitt besta til að nemendum líði vel í tónheyrnartímunum, sem er mjög jákvætt. Tímarnir eru vel skipulagðir og dýnamískir. Kennarinn reynir að koma efninu til skila á mjög vingjarnlegan hátt, en stundum finnst manni að kennarinn mætti vera aðeins strangari eða skýrari við að benda nemendum á mistökin og að stinga upp á lausnum til að vinna að erfiðleikunum.

2006-02-01

Foreldraviðtal hjá dætrunum í Austurbæjarskóla í morgun, allt í fína að venju. Fæ kannski leyfi fyrir Fífu til að sleppa tveim tímum fyrr úr skólanum á þriðjudögum svo hún geti haldið áfram að sækja tónheyrnartímana hjá mér uppi í Listaháskóla.

Ein vinkona Fífu er með svo lélegar einkunnir að mamma hennar ætlar að taka hana úr skólanum og setja í Tjarnarskóla. Sú er á leið í Versló og ekki kemst hún þar inn með lélegar einkunnir. Stelpan náttúrlega eitursúr.

Vitið þið hvernig Tjarnarskóli er núna? Einhvern tímann var hann fullur af vandræðaunglingum sem hvergi þrifust annars staðar. Hef samt ekki heyrt um það lengi núna. Bara eiginlega ekki heyrt neitt um skólann ansi lengi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?