<$BlogRSDUrl$>

2005-11-30

Klúður í Sjónvarpsfréttunum, ætluðu að sýna frá aðventutónleikum Sinfóníunnar í lok fréttanna, ekki kom það nú heldur allt annað klipp. Kvennakór sem ég þekkti ekki (mögulega Léttsveitin, ekki samt alveg viss) söng jólalag með sveiflu. Elín Hirst baðst afsökunar, sagði sem satt var að þetta væri nú ekki Sinfóníuhljómsveitin heldur Kór Langholtskirkju. Uuu? Eina tengingin við það var að þetta var víst Í Langholtskirkju. Hmmm.
Ég er með harðsperrur í vinstri upphandlegg eftir að tjakka upp bílinn þarna í gær.

2005-11-29

Plug.

Háskólatónleikar á morgun, Norræna húsið, hálfeitt. Nýjar jólalagaútsetningar, ein eftir mig, og tvær í viðbót eftir henholdsvis Þóru og Önnu. Líka eru þarna að þvælast Frank Martin og Hugo Wolf, ekki smá flott músík.

já og flytjendurnir: Hallveig, Árni Heimir og hún Berglind María sem semur stórskrítna pistla í útvarpið ;-)

Hallveig er síðan að syngja á tónleikum hjá Melabandinu á fimmtudagskvöldið, það er vel þess virði að mæta þangað líka.
Áskotnaðist þessi líka snilldardiskur fyrir tveimur til þremur vikum, þar sem um jóladisk var að ræða setti ég hann ekki á fyrr en núna áðan (allt til að forðast að þurfa að fara í klippingarnar)

En diskurinn er semsagt: Það besta við jólin, lögin og (flestir) textarnir eftir Þórunni Guðmundsdóttur, hún syngur mörg laganna sjálf, en nokkrir aðrir úrvalssöngvarar koma þó líka að. Einvalalið í hljóðfæraleik spilar með og Kammerkór Hafnarfjarðar syngur í þremur lögum.

Mæli hikstalaust með diskinum, teeelvalin jólagjöf, eða þá í skóinn. Verst að ég veit ekkert hvar hann fæst. Mætti reyna 12 tóna...

(nei, ég kem ekkert að diski né útgáfu en hún Tóta er söngkennarinn minn og þá HLÝTUR hún að vera góð, ekki satt?...)
Ekki var þetta nú ferð til fés. Lokað á Mangóinu, bíður betri tíma (og þá kvölds)

Nenntum ekki að labba niður á Krúa Thaí og fórum á Indókína.
Morgunninn átti sko að nýtast vel, meiningin var að klára að ganga frá klippingunum á verkunum mínum. Ætlaði að flýta fyrir mér og keyra Finn í leikskólann, nokkuð sem gerist annars ekki nema ég sé að fara eitthvert annað beint á eftir á bílnum eða þá að veðrið sé þeim mun verra og ég sjái fram á að það sé ekki stætt við Hallgrímskirkjuna.

Ekki gekk þetta nú eftir.

Þegar ég tek af stað frá leikskólanum, er búin að snúa við og er inni á bílaplani kirkjunnar tek ég eftir að bíllinn höktir. Garg. Sprungið. Og ég sem hef ekki skipt um dekk í mörg ár. Springur svo að segja aldrei. Ég hef til dæmis aldrei fjarlægt hjólkopp af felgu, var í símasambandi við karlpening heimilisins til að vita hvað ég mætti gera án þess að brjóta fjárans koppinn. Fann svo ekki tjakkinn, hringdi í bíleigandann til Englands til að spyrja hvort ekki væri örugglega tjakkur í bílnum. Jújú, og það á staðnum sem ég hefði átt að leita fyrst, náttúrlega.

Allt gekk þetta þó á endanum, fór með dekkið í viðgerð og það er komið aftur á. Og nú er komið hádegi og ég ekki farin að snerta á klippingunum. Dmn.

Farin í mat á Indian Mango, frá segist á eftir.

2005-11-28

Var að uppgötva ógurlega skemmtilega síðu hjá henni Eyju Margréti.

Ræni af henni færslu frá fyrir nokkrum dögum:

„Heyrt á karateæfingu (fyrir fullorðna) fyrr í kvöld af vörum konu á fertugsaldri: "Á hnéð að vera fyrir framan táslurnar?"

Hvað ef þessi kona er t.d. læknir? "Sjúklingurinn kvartaði undan sárum verkjum í mallakút. Einnig reyndist nebbi hans brotinn sem og tveir puttalingar." “

bara snilld.
Ég verð illa svikin ef hundraðþúsundasta flettingin á síðuna kemur ekki í dag. Kvitta, bitte!

í fyrra 

í fyrra um þetta leyti leit kaktusinn svona út.

Nú er hann brúnn og aumingjalegur og sýnir heila þrjá knúppa. Kötturinn henti honum niður á gólf tvisvar, plönturæfillinn fékk áfall eftir áfall. Ekki víst að hann jafni sig.

Tókum af honum græðling, ekki farinn að sýna neitt af viti. Gefist séns.

Talandi um það, Jón las eftir einhverjum fræðingnum hvernig jólastjörnur höguðu sér. Jú, þær ættu að lifa fram yfir áramót, ef maður vildi halda í þeim lífinu eitthvað áfram þurfti að fara eftir einhverjum ógnar tiktúrum. Mátti ekkert vökva í langan tíma og ég veit ekki hvað.

Okkar jólastjarna er stór og flott og fimm ára. Höfum bara vökvað eins og hin blómin í gluggunum, heldur minna en nílarsefið en svipað og rest. Í fullu fjöri. Áttum aðra áður sem náði örugglega nær tíu ára aldri. Reyndar erfitt að ná rauðu krónublöðunum en plantan lifir fínt.

En semsagt, kannski nýjan nóvemberkaktus fyrir næsta ár.

(ég tek það fram, það er ekki ég heldur bóndinn sem hefur grænu fingurnar. Mér tekst að drepa IðnuLísu ef ég er einráð á heimilinu)

í fyrra
Originally uploaded by hildigunnur.

2005-11-27

þvuh!

keypti annað aðventuljós í búðinni þarna sem íslingum finnst skemmtilegast að versla í - not. Það virkar ekki. Ég til baka á morgun að skipta. Veit að þetta er drasl en ekki til í að kaupa drasl sem virkar ekki einu sinni þegar maður kemur heim úr búðinni.

Maraþongláp í kvöld annars, búin að horfa á Ørnen (ekki smá kúl sem hann er annars) síðasta Lostþátt sem við vorum ekki búin að ná að sjá (ekki sem verstur, ekki of mikill hasar en sálfræðidramað í gangi) Og núna er búið að setja einn þátt af 24 af stað niðri í sjónvarpsherbergi. Farin niður að horfa.
jæja, þá er spurning um að taka niður borðann og fara að leyfa sér að hlakka til jólanna. Aðventuljósin komin út í glugga, (hmm, annar stjakinn er ónýtur, spurning um að kaupa í staðinn, fer svo ógurlega vel á því að hafa sjöarmastjakana bæði í stofuglugganum og samsvarandi borðstofuglugga). Gróf líka fram aðventukransinn, best að troða í hann kertunum frá drengjakórnum. Og taka til í stofunni svo þetta njóti sín nú allt saman :-)

2005-11-26

Kolaportsdagurinn tókst framar vonum, einhver börn í Pakistan eiga von á hlýjum klæðnaði og jafnvel húsaskjóli von bráðar. Veit ekki nákvæma tölu ennþá en inn komu þónokkrir tugir þúsunda. Krakkarnir voru ógurlega dugleg. Slatti af dóti eftir samt, á laugardaginn kemur verður jólaföndurdagur í Austurbæjarskóla og við setjum upp bás þar með afganginum.

Ekkert smá hvað maður verður þreyttur samt. Var á fullu frá níu í morgun til hálfeitt, komst þá heim, aðrir foreldrar og börn sáu um básana, síðan fór ég aftur klukkan fimm til að ganga frá og koma afganginum upp í skóla. Greinilega enn ekki komin með fulla orku ennþá, klukkan bara átta og mig langar mest til að fara bara í rúmið. Spurning um að láta það bara eftir sér...
Nú fer að styttast í hundraðþúsundustu heimsóknina á síðuna mína. Teljarinn er undir myndarununni hér á vinstri vængnum. Fylgist spennt með...
Ég var reyndar einu sinni búin að birta svona kort en það hefur aðeins breyst síðan þá:



create your own visited country map
or check our Venice travel guide
kannski maður ætti að prófa þetta ef fuglaflensan fer í gang:

2005-11-25

við unglingurinn horfðum á X-men 2 í kvöld, þurftum að stoppa á meðan Flatibær var sýndur, krílin notuðu hina margreyndu aðferð: „Þið getið bara horft á diskinn á eftir“ sem foreldrarnir hafa margnotað þegar þau vilja reka ungviðið frá sjónvarpinu. Ekki þýddi einu sinni að benda þeim á hvað Flatibær er endursýndur oft. Ójæja.

Bóndinn fór í vinnupartí, hið árlega viðskiptavinaboð Samskipa, þar voru víst bara vondar snittur í matinn þannig að síðast þegar fréttist af vinnufélögunum voru þeir á Grillhúsinu að fá sér hamborgara. Slappt.
Einkunnir frágengnar og skráðar í tölvukerfið. Mikið vildi ég að hinir skólarnir væru með kerfin sín þannig að maður gæti unnið einkunnir heiman frá sér. Tíma ekki hýsingu held ég. LHÍ er náttúrlega með eigin server.

Best að skjótast niðureftir snöggvast með einkunnablaðið undirskrifað, það er víst ekki komin rafræn undirskrift fyrir svonalagað.

Einn nemandi féll, svona hætti að mæta keis. Hinir náðu allir, með mismiklum stæl. Ein tía.

2005-11-24

arrg, ég ætlaði að klára einkunnagjöf í kvöld og svo fórum við bara á pöbb í staðinn! Ó vell. Reddast á morgun. Kláraði einn af fjórum kúrsum í dag.

en mikið var nú bara gott að geta sagt börnunum að fara að sofa og tölta aðeins út. Þurfti verulega á þessu að halda eftir allt þetta sem ég gerði ekki í dag.

fór þó í ræktina, ætli það sé ekki skýringin. Stórhættulegar þessar íþróttir, ég hef alltaf sagt að það ætti að banna þetta...
Annars búin að hitta tvo bloggara í fyrsta skipti IRL í gær og í dag. Fyrst þessa heima hjá systur sinni og svo þessa nágrönnu mína í dag. Dettlett.
Hvernig er hægt að vera svona þreyttur án þess að hafa gert nokkurn skapaðan hlut allan daginn.

mig langar í einn bjór. En við eigum engan. Búum líka svo langt frá öllum pöbbum að það er ekki séns að fara og fá sér, nei...

2005-11-23

Vaaaáts! Já og úff!
Já, og auðvitað vann svo Austurbæjarskóli Skrekkinn, besti skólinn náttúrlega :-)

Fjögur úr Fífu bekk tóku þátt í atriðinu, þetta var ekki smá flott hjá krökkunum. Í fyrra vann lesari frá skólanum Stóru upplestrarkeppnina og núna vinna þau Skrekk. Glæsilegt. Enda eru þetta flottir krakkar. Unglingar nútildags eru nefnilega ekki sem verstir...

2005-11-22

verst að það er svolítið erfitt að nota þetta trikk á símasölufólk...
Við Fífa ætluðum að horfa á beina vefútsendingu á Skrekk hjá Símanum en það gekk ekki vel. Veit ekki hvort tölvan mín er ekki nógu hraðvirk en efast um það, þar sem við höfum alveg getað horft á beinar útsendingar. Endalaust Buffering og pásur og stopp þar til við gáfumst upp. WMP er nottla drasl. Reyndi að keyra þetta upp á VLC en útsendingin styður það ekki.

Uppfært. Bekkjarsystir Fífu líka að pirra sig á sama hlut, hún er með nýjan pésa og góða AlgjöraDraSL tengingu líka þannig að þetta er ekki hér megin. Hrumpf.
jólafrí í Listaháskólanum, sniilld :-D
ég strokaði út færsluna síðan í morgun. Þori ekki að hafa hana inni áfram. Maður veit aldrei!

2005-11-21

frábært, ég gat sungið heila æfingu :-D Talröddin pínu þreytt eftirá en nú er þetta amk allt að koma. Var ekki nálægt því eins þreytt eftir kennsluna og æfinguna eins og síðasta mánudag. Sterakúrinn (já og heilunin, maður!) virðast vera að virka...
Ungviði heimilisins fékk að ráða matseðli vikunnar. Mesta furða hvað hann var skynsamlegur. Grillaður lax, kakósúpa, grjónagrautur, irish stew, tacos og kjúklingabringur. Einn pastaréttur, heimagerð uppskrift, í uppáhaldi hjá öllum. Ekki beinlínis megrunarfæði.

En vikan hljómar vel. Kannski fyrir utan kakósúpuna, einhvern veginn er hún ekki alveg eins vinsæl hjá foreldrunum...

2005-11-20

Vínsýning hin árlega í dag (og gær líka, reyndar) bara ljómandi vel heppnuð. Við ætluðum að vera svona einn og hálfan til tvo tíma en enduðum í fjórum. Maður er farinn að þekkja svolítið marga af starfsmönnum og eigendum fyrirtækjanna þannig að við gátum yfirleitt doblað þá til að gefa okkur smakk af fínu vínunum uppi í hillu eða undir borðum. Höfum sérpantað frá mjög mörgum af fyrirtækjunum, það er alltaf góð byrjun. Mikið gaman að spjalla við kunnáttufólkið þarna.

Sýningarstjórar voru með ýmsar þrautir, að þekkja kryddilm, þekktum pipar, negul og kanil, vissum hvaða þrúgur áttu ekki heima á listum yfir hvítvín og rauðvín, rúlluðum upp servéttubrotum (ég reyndar kunni þau fyrir þannig að það var ekki mikið mál), hittum hins vegar hvorugt einum einasta tappa ofan i kælifötu. Það var reyndar seint í smakkinu...

Eina sem ég varð fyrir vonbrigðum með voru glösin sem maður fékk til að smakka og eiga svo á eftir. Í fyrra og hitteðfyrra voru þessi líka fínu Riedel glös, vel samboðin vínunum sem voru þarna en núna var það greinilega skorið niður og glösin voru ósköp venjuleg glerglös, allt of belglítil fyrir sum vínanna. Nutu sín engan veginn.

Tokaji var síðan toppurinn, alveg eins og í fyrra.
jahá
24 sería 2 hálfnuð, fjórir þættir í kvöld. ómægod (hvur sem hann skyldi sé annars) spennan í hámarki. Meira á morgun. systir mín og mágur horfðu á fyrstu seríuna og vilja ekki festa sig nógu mikið yfir imbanum til að horfa á fleiri. Skil þau svo sem vel, þetta er highly addictive, afsökunin sem við höfum er að við horfum eiginlega ekkert á sjónvarpið annað. Hei, maður má nú smá! Ørnen, Lost og Despó og svo þetta. Ekki fréttir einu sinni. Hvað þá útþynnt og menningarsneytt Kastljósið, bvadr.

Partí uppi, ágætt að það er hæð á milli. Gnatt.

2005-11-19

Við bökuðum (eða á maður að segja seyddum?) rúgbrauð í nótt, 12 tímar á lágum hita. Ekki margt betra en að vakna við rúgbrauðsilminn og hafa fjölskyldumorgunmat um helgi. Eins gott reyndar, brjálaður tiltektardagur í dag.

Horfðum líka á 3 þætti annarrar seríu af 24 í gær. Keyptum seríurnar allar á Taomart, búin með 8. þátt af - jú - tuttuguogfjórum. Nokk spennandi. Síðasti Lostþáttur var hins vegar ekki neitt neitt. Eins gott að hann verði betri næst.

Farin að raða hreinaþvottarfjallinu sem nær orðið upp í loft á þvottahúsinu. Ef ekki heyrist frá mér meira hef ég drukknað í hreinum þvotti. Skárra en óhreinum.

2005-11-18

Unglingurinn kominn með bleikan góm með mynd af rós. Sést ekkert á henni, talið reyndar pínu undarlegt ennþá en allt að koma. Henni var sett fyrir að fara og kaupa sér tyggjó og æfa sig að borða. Það er erfiðast.

Næsti tími ekki fyrr en 21. des, gómur þangað til. Hef ekki hugmynd um hvað gerist þá, líklega bara skoðað og staðan metin. Þarf reyndar að fara og láta rífa úr sér eina barnatönn sem fer ekki sjálf. Úff!
Jólalagaútsetning frágengin og send viðkomandi sem pdf. Gott mál. Þá er að ráðast aftur á Vídalín karlinn.
Tengdapabbi og Mikki mús eru 77 ára í dag, til hamingju með það báðir tveir LOL

2005-11-17

Þetta heilunarkjaftæði þarna um daginn minnti mig á þegar ég lenti einu sinni í heilarasessjón. Það var ekki sökksess. Gaurinn sá örugglega á mér hvað mér fannst þetta fáránlegt, þar sem hann reyndi sitt besta til að koma mér í skilning um að ég væri sko ekki í sambandi við sjálfa mig og orkustöðvarunan eftir mér endilangri væri öll úr lagi gengin. Mér hlyti að líða afskaplega illa og fjölskyldan í fokki, þýddi ekkert fyrir mig að malda í móinn, þá var ég bara annaðhvort að hylma yfir ástandinu eða ljúga að sjálfri mér. Og þegar ég varð reið yfir þessu var ég loksins að opna mig og viðurkenna að það væri nú eitthvað að. Þurfti sko að koma í einkatíma til hans til að ná sambandi við sjálfa mig. Búllsjitt dauðans.

Held ég vildi frekar að heiðarlegur þjófur stæli af mér fimmhundruðkallinum sem þetta kostaði en að borga svona loddurum.
Heimska Halló'skan! Nú er ég með þessa fínu ágiskun í spurningakeppninni hans Þorbjarnar og þá er makkastuðningurinn þeirra niðri.
Hann Tryggvi kollegi minn og vinur var með athygliverðan pistil á síðunni hjá sér fyrir nokkrum dögum. Ég ræni honum hér í heild, tek algerlega undir með honum:

„Tónlistarmenn lítilsvirtir!!
Ég hafði reyndar frétt af þessu, en var minntur á það í Mogganum í dag að nú er að hefjast ein viðamesta kynning á íslenskri samtímalist í Þýskalandi, nánar tiltekið í Köln. Þar koma fram helstu fulltrúar þjóðarinnar í myndlist, bókmenntum, kvikmyndagerð, ljósmyndun, tísku og hönnun og tónlist, eða er það ekki annars? Ef maður lítur yfir lista þátttakenda, sem sjá má á bls. 17 í Mbl. í dag, má sjá nöfn sem maður er vanur að sjá á kynningum sem þessum: Friðrik Þór, Dagur Kári, Ragnar Axelss. (rax), Gabríela Friðriks, Gjörningaklúbburinn, Þorvaldur Þorsteinss, Einar Kárason, Guðbergur Bergss og Sjón. Allt saman listamenn sem sóma sér vel á hátíðum sem þessum. Þegar kemur að tónlistinni lítur nafnalistinn í heild sinni svona út:
Apparat, Biogen, Claudio Puntin,Einar Örn & Ghostigital, Frank Schulte, Gerður Gunnarsdóttir, GusGus, Heimir Björgúlfsson, Hilmar Jensson, Jacob Kirkegaard, Jaki Liebezeit, Jóhann Jóhannsson, Kippi Kaninus, Matthías Hemstock, Mugison, Seria, Ozy, Skúli Sverrisson, Steintryggur, Stilluppsteypa og Thor DJ.
Er þetta í alvörunni meiningin? Er þetta kynning á íslenskri samtímatónlist eins og hún gerist best? Hvað er að gerast?
Nú vil ég alls ekki tala illa um þetta ágæta fólk á listanum hér að ofan og eflaust verður það landi og þjóð til sóma, en það er fáránlegt að bera saman lista rithöfundanna, þar sem vart er þverfótað fyrir handahöfum norðurlandaverðlauna og annara viðurkenninga og lista tónlistarmanna sem einkennist að mestu af misflinkum tölvuáhugamönnum. Þau nöfn sem hægt er að tengja við alvarlega tónlist á þessum lista eru þarna sem fylgifiskar einhverra af þessum poppurum.
Samkvæmt Mbl. er það þýski tónlistarfræðingurinn Dirk Roul ábyrgur fyrir þessu vali, en þar sem íslensk ráðuneyti eru á annað borð að leggja peninga í þetta finnst mér að það hefði mátt sýna fram á fjölbreyttari flóru íslensks tónlistarlífs en hér varð raunin.“

Svo mörg voru þau orð.

Heyrði síðan í pistlahöfundi á Rás 1 í dag fjallandi um þetta. Hún las upp pistilinn hans Tryggva og kom síðan með einhverjar stórfurðulegar pælingar um hann, eitthvað með að íslenskir rithöfundar hlustuðu ekki á íslenska samtímaklassík heldur skrifuðu bækur sem hétu Bítlaávarpið og létu sögupersónur sínar segja að klassísk tónlist væri bara eins og intró að popplagi. Ekki veit ég hvað það hefur með málið að gera.

(endurskoðað. Ég sá hver pistlahöfundurinn var og hún veit helling um nútímatónlist, nútímatónlistarmaðurinn sjálfur. Pistillinn var samt stórskrítinn. Náði reyndar ekki endinum á honum, kannski var einhver punktur í lokin sem breytti öllu)

En ég get alveg lofað íslenskum samtímarithöfundum (sem vilja líklega ekki að verkin sín séu flokkuð sem intró að Rauðu ástarsögunum) að ef þeir leggja sig eftir nýrri íslenskri músík finni þeir eitthvað sem þeir geti sætt sig við og jafnvel haft gaman af. Á sunnudaginn var voru til dæmis frumflutt tvö bráðskemmtileg verk, annað eftir Þórð Magnússon og hitt eftir Harald V. Sveinbjörnsson, ég held ég geti lofað því að maður þarf ekki að vera sprenglærður til að kunna að meta verkin.
Finnur var á leið heim úr hóptima með pabba sínum í gær og pabbinn fór að tala um að þetta væri dagur íslenskrar tungu. Já, og tanna, sagði þá barnið...
mig er búið að langa til að fara með hnífana mína í skerpingu í mánuð, kannski maður tölti með þá hér niður á Hverfisgötu. Bæði hnífar og skæri orðin vita bitlaus. Ekki gott. Best að drífa sig með þá meðan hitastigið leyfir mér að fara í göngutúra.

Var annars að lesa um daginn að skerpingar séu deyjandi atvinnugrein, flestir sem taki þær enn að sér séu eiginlega bara hugsjónamenn. Flest fólk kaupi sér bara nýtt hnífasett í Ikea (eða álíka) þegar gömlu hnífarnir eru orðnir bitlausir. Að ég skilji það, gæti ekki verið án fínu Raadvad hnífanna minna. Ætli veitingastaðir séu með hverfisteina hjá sér til skerpinga, varla eru meistarakokkar alltaf hlaupandi í Ikea? Og ef skerpimeistarar sæju um veitingastaði væri sjálfsagt nóg að gera hjá þeim.

2005-11-16

já og svo er hann bróðir minn kominn með tónlistargetraun á síðuna sína, algerlega ópoppvædda. Kíkið endilega.
Kannski var ekki mjög gáfulegt að fara alltaf að kenna á fimmtudögunum en mikið er ég nú samt fegin að eiga þá ekki eftir. Gott að vera komin í helgarfrí. Tja, þarf reyndar að klára eina útsetningu á morgun og svo bíður afgangurinn af Vídalínsmessu. En ég þarf ekki að fara út og ég þarf ekki að TALA!
Smá pistill hér þó nú sé kannski ekki nákvæmlega tíminn til að fara út í garð að smíða pall. Feng shui kaflinn góður...

A handyman's guide to decks and other manmade disasters

BY DAVE BARRY

(This classic Dave Barry column was originally published on May 28, 2000.)

Today's Do-It-Yourself Project Is: How To Build a Deck.

There's nothing like adding a deck to transform an ordinary home into a home attached to a mass of inexpertly nailed wood. And just imagine the family fun you'll have this summer with a deck!

''Come on, kids!'' you'll call to your children. ''Let's go out on the deck and have some fun!''

''Shut UP,'' they'll gaily reply, because they are engrossed in a Sony PlayStation video game that they've been playing for 11 consecutive weeks. ''OK then!'' you'll say, stepping out onto your new deck. ''You kids are just going to miss out on all the AAIIIEEE.'' This is the noise you make when you pick up a splinter the size of a harpoon.

Yes, a deck would certainly be a great addition to your home. But if you're like most people, you're reluctant to tackle such an ambitious project, for fear that you lack the ''know-how,'' or will sever an important limb.

Well, you can stop worrying. For one thing, they are making amazing progress in the field of prosthetics. For another thing, building a deck is NOT as hard as you think! I've watched TV personality Bob Vila do it many times, and he is a regular ''do-it-yourselfer'' just like you, except that he has knowledge, skill, an unlimited budget and a large staff of experts. So let's get started!

Step one is to select a site for your deck. You should do this in accordance with the principles of ''feng shui,'' an ancient Chinese philosophy whose name means, literally, ''new fad.'' Feng shui (pronounced ''wang chung'') teaches us that where we locate our household items affects our happiness by controlling the flow of ''ch'i,'' which is a life force that is always around us, everywhere, all the time, like Regis Philbin.

You may be skeptical, but feng shui is actually based on solid astrological principles that have been scientifically verified by Shirley MacLaine and other leading Californians. These people pay feng shui consultants serious money to come to their houses and tell them things like what direction their beds should be pointing. If you think I'm making this up, check out any feng shui publication, such as Feng Shui for Modern Living (''The World's Biggest Selling Feng Shui Magazine'') which is filled with useful tips, such as this one: 'Keep your toilet seat down ... to prevent ch'i being unnecessarily 'flushed away.' '' (You know how true this is if you've ever had to pay a plumber to fix a toilet clogged by a big glob of escaped ch'i.)

My point is that, unless you want all your ch'i flowing onto your neighbor's driveway, you need to locate your deck in exactly the right place. In my experience, the ideal location for a deck, considering all factors, is: indoors. Just lay some boards on your living-room floor and tell everybody it's a deck. This way, you can enjoy your deck without going outdoors and turning yourself into essentially a Dunkin' Donuts for mosquitoes.

If you insist on having a traditional outdoor deck, follow these steps:

1. Go outside and, wearing steel-tipped work boots, carefully pace off an area the size of a deck.

2. Mark the corners by driving stakes into the ground, using a No. 6 Whacking Hammer. If you hear screaming, you have lawn vampires, and you should call your Realtor immediately.

3. Drive to a giant mega-warehouse home-fixin's superstore that runs TV commercials wherein cheerful, knowledgeable employees help you find exactly what you need. Take beef jerky, as you will be wandering the aisles for days, because those commercials are a big pile of ch'i. You will need to purchase the following deck parts: beams, joists, posts, bevels, headers, footers, thrusters, barristers and 8,000 metric feet of galvanized mahogany.

4. Nail these items together in the shape of a deck, as shown on the Bob Vila show.

That's all there is to it! Time to invite ''the gang'' over to enjoy some outdoor fun on your deck!

IMPORTANT SAFETY TIP: Send smaller, more-expendable members of the gang out onto the deck before you try it.

NIGHTTIME SAFETY TIP: Everybody should wear garlic.

2005-11-15

Slæleg mæting í fyrstu tvo tímana hjá mér í dag en fín í þá seinni. Fjórir eftir.

Hugmyndalaus og leiðinleg núna, farin yfir gufu og svo að sofa. Gnatt.
já, og Gunni sagðist reyndar ekki vorkenna mér mikið á sterakúrnum úr því ég hafði ekki þurft að byrja á 10 töflum, þá koma víst aukaverkanirnar inn af fullum krafti. Moonface og fleira...

2005-11-14

Þetta var erfiður mánudagur. Hrrikalega er erfitt að mæta á kóræfingu og ætla ekki að syngja þar. Tókst ekki fullkomlega sko og nú er mér illt langt niður í bringu. Ussu suss. Er nú jafnvel að spá í að skrópa á hljómsveitaræfingu á morgun, ekki til að geta mætt á Rinascente tónleikana (sem mig nóta bene dauðlangar á) heldur til að vera einu sinni gáfuð og hvíla mig. Fékk skammir frá honum Gunna vini mínum fyrir að vera erfiður sjúklingur og stelast í vinnuna. Hmmm.
Tónleikarnir í gær gengu bara nokkuð vel, frumflutningurinn gekk fínt, verst að tónskáldið hélt að tónleikarnir væru klukkan 6 og missti þarafleiðandi af flutningnum. Ég var orðin sárhneyksluð á honum fyrir að mæta ekki og svo var þetta bara ruglingur.

Talsverður kraftur í Tjækofskí, eiiinn eða tveir staðir þar sem hann hefur nú líklega verið betur spilaður en í heildina ekki sem verst. Mér tókst með naumindum að afstýra skelfilegu tónslysi, taldi vitlaust í lokin á verkinu og var rétt búin að sarga minn sterkasta tón þar sem átti að vera áhrifamesta þögnin í verkinu. Fattaði það á síðasta sekúndubroti, eins gott!

2005-11-13

og við viljum minna á tónleikana í Grafarvogskirkju klukkan hálfsex (17.30) í dag.

Dreg reyndar fyrri ummæli til baka, ég held að ég kunni verkin ekkert síður en flestir hinir í fyrstufiðlu. Hehe.

2005-11-12

þokkalegasta púsl áðan.

Ég á hljómsveitaræfingu frá tíu til - tja átti að vera eitt í morgun, stakk af klukkan hálftvö. Sem betur fer gat vinkona mín séð um ferðir í og úr Grafarvoginum. Beint niður í Háteigskirkju til að hlusta á Fífu spila á tónleikum strengjasveitanna í Tónó. Þangað komu líka mamma og pabbi. Þaðan far með þeim niður í Suzukiskóla að hlusta á hin tvö börnin spila á tónleikum.

Á meðan hafði Jón Lárus keyrt Fífu á æfinguna fyrir Háteigskirkjutónleikana, Freyju í aukatíma í dansinum inn í Kópavog (Selma var sko að kenna, ekki fræðilegur að sleppa þeim tíma), Finn í Schmáralind til að hann væri spariskóvæddur á tónleikunum, til baka að sækja Freyju, aðeins heim, niður í Suzuki fyrir tónleikana.

Allt reddaðist þetta nú, en þetta var eiginlega ekki laugardagurinn sem við þurftum á því að halda að vera einbílandi.

2005-11-11

maður verður að passa sig á ýmsu...

Finnur í lauginni 

já, og hér er drengurinn sjálfur svo þið sjáið hvað myndin er lík.
Finnur í lauginni
Originally uploaded by hildigunnur.

KubbaFinnur 

Hann Kalli á deildinni hans Finns kallaði á mig í gær til að sýna mér hvað Úlfur og Sólon, vinir Finns höfðu verið að bardúsa. Þeir voru að leika sér að kubbum og leikskólakennararnir spurðu hvað þeir væru að búa til. Nú, Finn, svöruðu þeir. Þegar myndin var tilbúin verður að segjast að líkindin eru töluverð...
KubbaFinnur
Originally uploaded by hildigunnur.

2005-11-10

já, heyrðu, plögga, maður!

Á sunnudagssíðdegið kemur, klukkan 17.30 heldur Sinfóníuhljómsveit áhugamanna sína glæsilegu fimmtán ára afmælistónleika. Nú hafa grafarvox- og austurkópavox- og breiðholz- og árbæjarbúar sem venjulega nenna ekki á tónleika vestur á Seltjarnarnes enga afsökun að mæta ekki því tónleikarnir verða að þessu sinni í Grafarvoxkirkju sökum stærðar verkefna og glæsileika.

Á efnisskrá verður fyrst glænýtt skemmtilegt Stravinskískotið verk eftir Íslenskutónlistarverðlaunahafa síðasta árs, Þórð Magnússon. Þá verður fiðlukonsert eftir Antonio Vivaldi, þrjú lítil og sæt Suzukiundrabörn skipta með sér köflunum.
Að síðustu spilum við sinfóníu númer fimm eftir Pétur Tjækofskí. Hún er náttúrlega alltaf jafn skemmtileg.

Ég verð reyndar að viðurkenna að sökum þess hvað ég hef misst af mörgum æfingum kem ég til með að feika óvenju mikið á þessum tónleikum. En það er allt í lagi, ég sit á aftasta púlti (nema reyndar í Vivaldi, þar færist ég fremst) og allir hinir kunna verkin mikið betur en ég. Og ég er flink að feika og á ekki eftir að skemma mjög mikið fyrir.
haldið þið ekki að ég hafi unnið vínpottinn enn einu sinni? Reyndar alveg kominn tími til, ég meina, það eru meira en fimm mánuðir síðan ég vann síðast!

er eiginlega komin með samviskubit gagnvart systur minni sem hefur aldrei unnið...
Jæja, síðasti fimmtudagstiminn minn fram yfir áramót leið áðan. Ef ég hefði ekki hrunið í pestina væri ég komin í jólafrí í LHÍ - tja reyndar nema tónsmíðanemöndin mín verður í tímum áfram. Það er nú bara huggulegt, hún kemur hér heim og sýnir mér það sem hún hefur verið að semja, við spjöllum um það og fáum okkur te og hlustum á valda músík sem tengist því sem hún er að gera.

En nú á ég eftir að kenna tvo þriðjudaga. Dem!
Hvað er eiginlega hægt að vera trúgjarn?

2005-11-09

Þar fýkur allur okkar aukapeningur

eitt barnið þarf að fá spangir...
Ég man varla eftir því að hafa verið eins þreytt og núna. Rauðvínsglasið eftir æfingu hlýtur að þýða að ég geti sofnað þrátt fyrir steraáhrifin. 6 tíma kennsla + tveir og hálfur hljómsveitaræfing eru fullmikið fyrir aumingjans litla uppstigningúrveikindunum mig.

Var annars svolítið fyndið á fylgiseðlinum með decortíninu.

Meðal hugsanlegra aukaverkana stóð:

Geðræn vandamál: Þunglyndi, pirringur, vellíðan, aukin matarlyst...

ég veit hvaða aukaverkun ég er að hugsa um að fá.

Annars er ég ekki frá því að ég sé pínu hyper í dag!

2005-11-08

kúúúl :-)
Nú langar Freyju að fara í kór eins og stóra systir. Aldrei hefði ég haldið að ég myndi ekki hlaupa til og skrá börnin mín í kór þegar þau bæðu um það, en hún er bæði í selló (einkatímar, hóptímar, hljómsveit og tónfræði, nevermænd heimaæfingar) og jassballett og ég legg eiginlega ekki meira á níu ára barnið. Kannski næsta vetur...

Farin að kenna.

2005-11-07

já og nú lofa ég að hætta þessu. Mesta furða að það skuli enn einhverjir nenna að koma inn á síðuna.

Annars er maður búinn að vera að kveina og kvarta, áðan var óvart tvíbókað á lækninn, við hringdum tvær á sama tíma og vorum bókaðar sín í hvorri tölvunni á læknastöðinni. Nema hvað, stúlkukindin kveinkar sér mikið, segist vera búin að fara á milli helmings allra lækna á landinu (virkaði ekki mjög miklar ýkjur) en líklega væri þetta bara sálrænt hjá sér, hún þyrfti að fá að leggjast inn á geðdeild en veigraði sér við því þar sem hún er með 11 ára fjölfatlaða dóttur sína hjá sér og þorir ekki að eiga á hættu að missa hana.

setur eigin vandræði í perspektíf, eða hvað?
Jæja, allt orðið hreint og nú er ég komin á risa sterakúr til að losna við hóstann, hann virðist vera það eina sem er eftir. 6 töflur á dag í 3 daga, þá 5 í þrjá og svo framvegis fram að hálfri töflu, tekur 3 vikur allt í allt. Gæti átt erfitt með svefn og gæti fengið eitthvað magavesen en það sést amk fyrir endann á þessu. Hálfvegis þvingaði lækninn til að leyfa mér að fara að kenna á morgun með því að lofa að hlífa mér eins og ég gæti. Kannski maður setjist bara út í horn á stofunni og láti krakkana sjálfa um tímana. Geta það alveg, fullorðið fólk...
ég get svo svarið það, ég verð lafmóð af því að hósta!

Ekki vildi hún gefa mér tíma á göngudeild lungna- og ofnæmissjúklinga, sagði deildina bara vera fyrir þá sem hafa verið á spítala og væru að koma í tékk. En benti mér á að tala við sérfræðing eða þá heilsugæsluna. Ekki að ræða að ég fari aftur á heilsugæsluna (tja, nema ég fengi minn lækni en það er bara eiginlega aldrei hægt að fá tíma hjá honum nema með viku fyrirvara, hann er fínn og vinsæll eftir því). Ætla ekki að láta henda mér bara á nýjan pensilínkúr án neins meira. Fékk svo tíma hjá sérfræðingi núna á eftir. Sjáum hvað setur.

2005-11-06

Æfing á eftir hjá Sumaróperunni, dansæfing aðallega, ég er búin að missa af tveimur hingað til og á næstu æfingu kemst ég ekki því þá er ég að spila á afmælistónleikum SÁ. Þannig að ég verð eiginlega að mæta á þessa. Úthaldið ekki upp á marga fiska, ég á eftir að sjá mig fyrir mér dansa og hlaupa um svið í einn og hálfan tíma. Jæja, ég sit þá bara og horfi á.

Stefnan sett á að fara að kenna á morgun. Krossið putta fyrir mig.
við sjáum ekki skjá einn, eins og ég hef einhvern tímann talað um, hef aldrei séð Silvíu Næturþátt. Ætluðum að kíkja á svoleiðis þátt á netinu, ég fann út að þetta get ég ómögulega horft á. Þannig að við enduðum á Pppp. (er það ekki alveg fárveikt, eiginlega dauðvona?) Það er hins vegar skemmtilegt.

Fann annars einn sem var með sama syndróm og ég, að geta ekki fyrir nokkurn mun horft á vandræðalegar senur í sjónvarpi eða bíómyndum. Fullt fullt af fólki sem tók undir á kommentakerfinu hjá honum (reyndar ekki ég, þekki manninn ekkert og þetta var í fyrsta skipti sem ég villtist inn á síðuna hjá honum). Þannig að ég er ekki ein um þessa fötlun.
Kláruðum 24 í gær, verstur fjárinn að mér sýnist við þurfum að fara að horfa á næstu seríu - og svo jafnvel þá þarnæstu. Spurning hvað diskasettið kostar á amazon...

Lentum annars í partíi þar sem við vorum næstum því yngsta fólkið. Mesta furða hvað var hörkugaman. Ég var annars þvílíkt stabíl, eitt rauðvínsglas og svo bara kók, víst ekki sniðugt að vera að sulla í sig ofan í lasheitin.

2005-11-05

Fínheita afmæli í gær, nautasteik og bearnaise (við kunnum það líka, Hallveig og svo vakti Fífa okkur í morgun með nýsteiktum Kanapönnsum með beikoni og hlynsírópi. Er hægt að hafa það mikið betra? ég bara spyr.

2005-11-04

Öppdeit, hringdi í borgina og þeir ætla að senda mann eftir helgi til að laga þetta. Eins gott maður! Held að aulinn hljóti að hafa verið fullur í vinnunni eða eitthvað, ekki normal bæði að sturta hrúgu af sandi fyrir framan númer 4a, (þar er líka hiti í gangstétt og enginn ís) og sveiflast svo tvívegis illa utan í húsið hjá mér. Voru ekki einu sinni bílar með nefið inni á gangstéttinni eða neitt.

En verkstjórinn var hinn almennilegasti, baðst afsökunar á þessu og ætlar að redda málunum. Líka sópa burt sandinum.
það er búið að vinna skemmdarverk á húsinu mínu!

Einhver hálfviti á sandbíl hefur keyrt framhjá og sandað gangstéttina, skrapað kerrunni meðfram allri húshliðinni. Ég er fúl.

Það sem meira er, það er ekki arða af ís á gangstéttinni minni, við erum með hitalögn. Var fullkominn óþarfi að dreifa sandinum. Nú erum við með fullt af sandi á gangstéttinni og rispað hús. Grrrr!
ohh, hvað maður er eitthvað eftirá núna að vera að æsa sig yfir eldgömlum sjónvarpsþætti. En 24 er nú alveg smá spennandi samt. Ein spóla eftir, bara 4 þættir, verða teknir annað kvöld (humm, í kvöld, er það ekki?)

Hóstinn á fullu, en ráðgjafamiðstöð heimilanna (les læknavaktin) segir það fullkomlega eðlilegt. Má taka parkódín forte (úr því ég bý svo vel) áður en ég fer að sofa. Gott að hafa snúið sig fyrir - hvað, var það fjórum árum? og eiga ennþá parkódín forte. Fínt að parkódín tekur einn og hálfan óratíma að renna út.

17 ára trúlofunarafmæli í dag. Má notast við það...

2005-11-03

dreif mig að kenna í morgun, alltaf bjartsýn á fimmtudögum, ég. Hefur kannski eitthvað með að gera að það eru bara tveir tímar en ekki fjórir, fimm eða sex, eins og hina dagana. Vonandi verður þetta í lagi. Var húðskömmuð reyndar af granna mínum þegar ég var að koma heim, hún er krónískur lungnasjúklingur og ég hafði ekki vafið treflinum um vitin. Þetta er víst það allra versta, kalt loft í lungun og þó það sé ekki nema út í bíl. Sagði að maður gæti átt í þessu alla ævi. Urrrrghhh!

2005-11-02

enn heima, lítið að skána, þó kannski smá. Vonandi get ég kennt á morgun. Finnst þetta ganga heldur hægt. Síðasta taflan nú á eftir. Grrr!
þetta stemmir...

2005-11-01

Ariadne 

hafið þið séð nokkuð jafn sætt?
Ariadne
Originally uploaded by Manuela Zaccara.
ég gafst upp á þrjóskunni í gær.

nú á ég fjarsýnisgleraugu.

Þá eru það bara Freyja og kötturinn sem eru alveg laus við gleraugu, hér á heimilinu.
arrg

var að fatta að við Fífa erum báðar að taka töflurnar okkar í vitlausri röð. Skýrt og greinilegt á töfluspjaldinu: Dagur 1 - Dagur 2 - Dagur 3!

vona að þetta skipti ekki máli...
Þetta er bráðfyndið. Fann það hjá Stefáni samtónskáldi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?