<$BlogRSDUrl$>

2006-05-29

Sidasti 

heili dagurinn i Køben. Vedrid ekki upp a marga fiska. Uppgotvadi (tja, Hallveig uppgotvadi) ad madur kemst fritt a netid a hotelinu. Suzhotelid ljomandi fint, annars, vist verra med Hafnarfjardar...

A leidinni ad skoda Rytmisk Konservatorium, spennandi.

2006-05-26

køben 

Netkaffi i kaupmannahofn, Hallveig a leid i operuna med Finnboga og Torhalli (muuu, en tad var bara til einn midi og eg leyfdi henni)

Bunar ad frika pinu ut i budunum og sitja a kaffihusum og drekka bjor. Vel hægt ad sitja uti, halfskyjad, vid vorum mikid i tvi ad fara ur og i jakka a kaffihusinu i hadeginu. Turftum to aldrei ad nota teppid sem teir hofdu a stolbakinu tarna a Diamanten.

Nu bara upp a hotel aftur. Vignir kommentadi um ad hann væri til i ad hitta mig, en eg er ekki med simann hja ter, Vignir minn, annars væri eg buin ad hringja. Matt hringja i mig ef tu serd tetta (692-1339)

Aldrei ad vita nema eg nai ad kikja aftur a netid sidar.

2006-05-24

Svo er það bara Danmörk 

í fyrramálið, húrra!

Ekki víst að ég kíki neitt á bloggið, mér hefur tekist nokkuð vel að halda mér tölvufrírri í útlöndum. Mögulega kvöldið sem ég gisti hjá henni Irme sem var eins og aukamamma mín þegar ég átti von á Fífu þarna fyrir fjórtán árum. Lofa samt engu. Langþráð frí. Skjáumst, folks.

Meira Project Runway 

Ný sería byrjaði í dag, alveg óvænt (ég er ekki vön að lesa sjónvarpsdagskrána í ofvæni) Nokkrir gersamlega óþolandi karakterar þarna. Veit ekki einu sinni hvort ég muni elska að hata þá. Annars lofar þetta góðu.

Látið berast: 

Sælir allir Íslendingar
Til stendur að hafa meðmælagöngu þann 27. maí þar sem farið verður fram á
virkt lýðræði í sambandi við stóriðjustefnuna og undirskriftasöfnun hefst
með áskorun til stjórnvalda.

Endilega hafið samband við alla kunningja, vini og fjöldskyldu og látið
orðið berast um gönguna því við viljum fá alla með og gera þetta að
stórviðburði.


Laugardaginn 27. maí, kl. 13:00 standa Íslandsvinir fyrir göngu sem lagt
verður í frá Hlemmi í Reykjavík. Gengið verður niður Laugaveginn og endað
með útifundi á Austurvelli, þar sem
fram koma margir af okkar helstu tónlistarmönnum, auk skálda og annara
listamanna.

Við göngum . . .

fyrir íslenska náttúru
fyrir fjölbreytt atvinnulíf, hugvit, menningu
fyrir sköpunarkraft og frumkvæði
fyrir ný tækifæri
fyrir menntun
fyrir velferð
fyrir lífsgæði
fyrir lýðræði
fyrir sjálfstæði Íslendinga

Við göngum . . .

gegn misnotkun á náttúruauðlindum okkar
gegn efnahagslegu ósjálfstæði
gegn einhæfu atvinnulífi
gegn stóriðjustefnu stjórnvalda


Aldrei áður hefur náttúrugersemum okkar, efnahagslegu sjálfstæði og velferð
verið ógnað sem nú og því liggur mikið við.


Drög að dagskrá 27. maí.

13:00 - 14:00 Ganga frá Hlemmi niður á Austurvöll
14:00 Dagskrá hefst á Austurvelli
14:00 - 15:40 Örstutt kynning á undirskriftasöfnun 3 mín
Hjálmar
KK
Fjallkonan flytur ljóð
Ragnhildur Sigurðar (vistfræðingur) talar
Flís og Bogomil Font
Benni Hemm Hemm
Unglingar flytja beiðni sína
Ragnhildur Gísladóttir
Fræðsluefni rúllar á skjá allan tímann


Kærar þakkir til þeirra sem eru tilbúnir að leggja málefninu lið. Nú er
tækifærið til að "gera eitthvað"

Íslandsvinir
www.islandsvinir.org

2006-05-23

Oooojjj 

það er kafaldsbylur fyrir utan gluggann minn, ég get svo svarið það! Finnur fór í úlpu, húfu og vettlinga til að fara í leikskólann. Erum við alveg viss um að það sé seinnipartur maí, hérna?

Té mínus tveir 

dagar í Köben.

Fyrir hvað stendur annars T-ið í T minus? Time? Besserwisserar hér?

2006-05-22

í dag 

kláraði ég tvo nýja fiðludúetta (annar af þeim var reyndar nærri tilbúinn). Hálfnuð með dúettaseríuna.
fékk ég nýja pöntun, skilist um áramót 2006-2007
horfi ég út í skítkalda rokið og hugsa að það geti ekki orðið annað en betra í Köben, hvað þá Prag.
setti ég ógeðslega flottan broskall á síðustu færslu, aðeins til að uppgötva að hann tollir ekki þar. Bandwidth theft. Ég er skammvinnur bandwidth þjófur.

Ég á alltaf 

héðan í frá eftir að kjósa utankjörfundar, eins snemma og ég get. Besta afsökun í heimi að geta bara brosað sætt framan í liðið og sagt - Búin að kjósa :-D Slapp auðveldlega fram hjá tveimur básum í Kringlunni áðan.

kosningar 

Nú eru bæði Hvatarkona og Framsóknarfrauka búnar að hringja í mig til að reyna að veiða atkvæðið mitt. Byrjaði á því að benda þeim báðum á að ég sé krossmerkt í símaskránni, sú frá D þóttist nú ekki hafa símanúmerið mitt þaðan, ekki veit ég hvaðan hún hefur það þá, þessi frá Exbé hins vegar hélt að það þýði bara bann við símasölu, ég sagðist nú halda að það hlyti að gilda um allt símaónæði. Ég meina, eru ekki meira að segja áhöld um hvort Gallup og hinar kannanastofnanirnar megi hringja í fólk sem er búið að merkja sig?

Að minnsta kosti gat ég bent báðum dömunum á að ég hefði nú verið andlit í auglýsingu Vinstrigrænna um daginn þannig að það þýddi mjög takmarkað að hringja í mig. Hvatarkonan var mjög kurteis og kvaddi mig og sagði - gangi ykkur vel. Sú frá exbé spurði hvort ég væri nú aaaalveg viss. Jú, þóttist vera það.

Var svo ekki fyrr búin að leggja á þegar ég mundi eftir að ég hefði getað sagt henni að þetta þýddi enn minna, ég kaus nefnilega utankjörfundar í morgun.

Rétt, að sjálfsögðu.

Hef annars aldrei fyrr en núna fengið svona upphringingar frá flokkunum. Ætli ég sé komin á einhvern lista? Búin að ná einhverjum aldri? Hvað með ykkur hin, er verið að hringja svona í ykkur líka? (svarist þegar Enetation kemur upp aftur)

2006-05-21

fljótandi apótekaralakkrís 

það er ég að drekka núna. Algjört nammi. Eigum eftir að kaupa Köstritzer Schwartzbier aftur, ekki spurning. Eigum meira að segja Köstritzer bjórglas, keypt dýrum dómum á pöbb í Heidelberg.

København 

Ég var farin að hlakka þessi lifandis ósköp til að komast úr þessu norðanbáli hér og í vorið í Køben eftir nokkra daga.

Svo kíkti ég á veðurspána fyrir Kaupmannahöfn og haldið þið ekki að það sé alveg sama spáin þar og hér? 6-10 gráðu hiti og rok. Urrr.

2006-05-20

JEIIII 

Finnland, gó Finnland!

Lettland 

kjósa Lettland, ég stóla á ykkur!!!

Þurfið ekki að kjósa Finnland, þeir fá pottþétt 12 stig frá okkur, hvortsemer.

ljómandi 

fínn dómur um kórtónleikana í Mogga í dag. Jónas er sérlega ánægður með framtakið, talar um að efnisskrár á kórtónleikum séu iðulega skelfilega einhæfar, allir að syngja það sama, þannig að fleiri mættu taka okkur til fyrirmyndar. Það mættu náttúrlega bara líka fleiri kórar syngja þessi fínu verk sem við vorum með.

Hann hrósar líka verkunum, er sérlega ánægður með Martröðina mína, Ljóðið hennar Elínar og Örlög Þóru. Gagnrýnin sem hann kemur með er alveg réttmæt, sólistarnir í Bóthildarkvæðinu mínu voru misgóðir og við kunnum verkið hans Hreiðars ekki alveg nægilega vel, enda kom ekki upp fyrr en daginn áður að það þyrfti að vera utanað. Verður betra næst.

Jónas hrósar síðan samhljómnum í kórnum og er ánægður með heildarsvip tónleikanna. Held við getum ekki kvartað yfir þessum dómi. :-)

Dræm aðsókn 

samkvæmt Fréttablaði dagsins er heldur dræm aðsókn að vinnuskólanum í Reykjavík í ár.

Spurning hvort við þurfum að fara að flytja inn Pólverja?

2006-05-19

gaman 

að elda á nýju vélinni. Mjöööög gaman að elda á nýju vélinni. Rísottóið ljómandi gott. Mhmmm. Svo er bara spurning um að prófa ofninn á morgun eða hinn. Þar gæti munurinn orðið mestur, þar sem það var engan veginn hægt að treysta hitastiginu á þeim gamla. Vonandi eru allar föllnu kökurnar fortíð núna, annars missi ég alveg traust á bakaranum í mér...

math curse 



Feðgarnir að lesa þessa bók, við keyptum hana fyrir Fífu fyrir nokkrum árum. Tóm snilld. Sagði einhver að stærðfræði væri leiðinleg?

og nýja græjan 

Þetta er nú eitthvað annað! Prufukeyrt á kindarísottóinu hennar Hallveigar á eftir. Hlakka til :-)
og nýja græjan
Originally uploaded by hildigunnur.

gamla skrogið 

á leiðinni í Sorpu. Nei, ég ætla ekki að bjóða neinum hana, ekki einu sinni gefins. Fiðbjóður.
gamla skrogið
Originally uploaded by hildigunnur.

var annars 

á snilldarráðstefnu í dag. Einn aðal netgúrúinn í tónlistargeiranum Paul Hoffert með fyrirlestur og allt í einu sér maður hvað á eftir að gerast í tónlistarbransanum. Búið að vera vitað lengi að dagar geisladisksins eru taldir, en hvað kemur í staðinn? Getur að minnsta kosti ekki gengið eins og það er. Allir að sækja tónlist og myndir ólöglega. Sat hjá popparapakkanum í matarhléi og við komum okkur saman um að það erum við í bransanum sem þurfum að finna lausnina á þessum málum. Það liggur ekki á neytandanum.

Ætla nú ekki að fara út í hvernig þetta verður leyst þannig að allir verði ánægðir en mér sýnist það sveimérþá vera hægt.

2006-05-18

Takmarkinu náð 

goðið af stallinum.

er ekki 

fólk að misskilja þetta Silvíu Nætur fyrirbæri aðeins? Fáránlegt að fara að hneykslast núna

Ég held að Silvía hafi aldrei átt að verða að barnafyrirmynd og átrúnaðargoði, ég kæri mig amk alls ekki um að mínar dætur líti upp til og taki svona fyrirbæri alvarlega. Hugsar ekki um annað en sjálfa sig og útlitið. Ef þið sáuð þættina hennar munið þið kannski eftir því að þrátt fyrir alla stælana og birginginn stóð hún alltaf ein uppi og allt hafði misheppnast í lokin.

Ég vil sem sagt meina að þetta Essó gigg hafi einmitt verið liður í því að taka goðið af stallinum. Hið besta mál.

Og ef hún verður púuð út og fær 5 atkvæði í allt, passar það ágætlega við konseptið frá byrjun, ekki satt? Það endar ekkert vel fyrir svona skjátu...

(þrátt fyrir þetta vona ég nú að hún komist áfram, að Evrópubúar fatti djókið. Áfram Silvía)

kalt 

úti. Brrr. Spáð köldu framundan. Þetta var óþarfi.

Hér verður nú samt grillað í kvöld, hamborgarar og pylsur og borðað yfir undankeppninni. Ójá

2006-05-17

 

og svo keypti ég mér bleiiikan sumarjakka. Fín, ég.

Tvennir tónleikar og útskrift 

fyrir utan skóla og leikskóla, þetta var prógrammið hjá yngri börnunum í dag. Plús sellótími hjá Freyju. Hún spilaði á tónleikum klukkan 4. Ég hnoðaði saman tónheyrnartímunum mínum, þremur í einn, og náði að hlusta á Finn. Nákvæmlega. Tók leigubíl úr Hafnarfirði inn í Suzukiskóla, leigubílstjórinn renndi kortinu mínu á síðustu metrunum að skólanum og ég hljóp inn. Þá var verið að klappa fyrir litlu víólubarni og Sarah kennari kynnti Finn næstan. Hjúkkitt, maður!

Hlustuðum á Finn og næsta barn og þurftum síðan að rjúka út, gekt dónalegt, þoli ekki lið sem hlustar bara á sitt barn og fer síðan. Afsakaði okkur reyndar. Útskrift úr leikskólanum klukkan hálfsex. Eitthvað rúmlega 20 krakkar, sýnt frá viðtali við alla, eitt skemmtiatriði og svo fengu þau öll skírteini og eina rós frá leikskólanum. Hlaðborð í lokin. Úff.

Langaði á Caput í kvöld en megnaði ekki. Búin á því.

En þetta var líka síðasti kennsludagurinn. Sumarfrí looming ahead...

ananasnashyrningur 

kominn með nýtt blogg hér. Úlk, maður!

2006-05-16

Tónleikalengd 

hitti mæta konu í dag, sú var á tónleikunum hjá okkur í gærkvöldi.

Hún var mjög ánægð með tónleikana, en minntist sérstaklega á lengdina á þeim. Fannst bara frábært að koma á tónleika sem voru bara klukkutími með hléi. Og við sem vorum hálf vandræðaleg, okkur fannst þetta svo stutt.

Kannski bara alger misskilningur með að vera alltaf að teygja tónleika upp í einhverja fyrirfram skilgreinda lengd. Þrjúkortér-klukkutími, þá hlé, þá önnur þrjú. Eða lengra. Við í áhugamannabandinu vorum með eina svona stutta síðasta mars, kom reyndar ekki til af góðu, en við heyrðum þó nokkra tala um þetta sama. Bara mjög hressandi að koma á tónleika og fá svona passlegan skammt af menningu. Hvað finnst fólki?

gasmaðurinn 

er ekki kominn enn. Ég í klemmu. Á ég að þora að setja lasagnað inn? Kannski ekki gáfulegast að hafa mat sem krefst ofns akkúrat í dag...

Ébbúnafá 

nýja eldavél, húrra :-D

nú bíð ég eftir gasmanninum, sagðist mögulega geta komið í dag. Mjöööög spennandi.

2006-05-15

Tónleikarnir búnir 

mikið rooooosalega er það nú góð tilfinning. Gekk bara fínt, besta rennslið hingað til. Tókum upp, kannski er hægt að koma einhverju af þessu inn á netið.

En ég er eins og undin tuska. Verður gott að fara í rúmið í kvöld.

lasinn 

finnilingur er lasinn, segist vera illt í maganum og höfðinu, situr inni í eldhúsi með gameboyinn sinn. Trúi honum nú alveg samt, því þó hann væri alveg trúanlegur til að reyna að fá gameboy dag, þá kláraði hann ekki brauðsneiðina sína með hunanginu.

Verð heima úr kennslunni í dag, að mestu leyti. Var svo rugluð þegar ég hringdi í skólann að ég mundi bara eftir þessum eina tíma sem ég bara VERÐ að redda að ég meldaði mig úr öllum hinum tímunum. Get samt náttúrlega alveg tekið tímann á eftir þeim nauðsynlega, þá er Jón Lárus jú kominn heim hvort sem er.

Svo eru tónleikarnir í kvöld, ekki gleyma...

og 

hér erum við. Gjöriðsvovel:

2006-05-14

Og þetta kom 

bara þokkalega út í Kastljósinu, sýndist mér.

ja- 

há!. Ekki það, ég næ reyndar ómögulega hvernig farþegi í bílnum getur verið undir stýri.

Minni á 

Kastljósið á eftir :-)

Já, og náttúrlega tónleikana annað kvöld. Verða rosa skemmtilegir, lofa...

silvia nott 

frumflutningurinn á útsetningunni tókst bara ágætlega í gær, ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Náttúrlega krakkar sem eru ekkert sérlega langt komnir. En þær klæddu sig upp í búninga og allt og settu upp heilmikinn leikþátt í kring um þetta. Óxla zöff, mar!

aaaaarghhhhh! 

var að horfa á 20. Lostþáttinn í þessari seríu.

eins og ég sagði:


aaaarghhhhhh!

2006-05-13

árshátíð 

hjá Listaháskóla búin (tja, við erum amk komin heim, örugglega enn einhverjir niðurfrá). Mjög skemmtilegt bara, frábært fólk, góður matur og drykkir, skemmtiatriðin...

Tja, við skulum orða það þannig að tónlistardeildin á inni laaaaangt slideshow með myndlistarsýningu, leikþátt og hönnun og, og, og! Sumir ættu bara að láta vera að troða upp með tónlist. Beggi reddaði kvöldinu með Svantes lykkelige dag og Det var brændevin í flasken, með sínu lagi.

Diskótekarinn hefur hins vegar örugglega verið að læra hjá Páli Óskari. Frábær. Hef ekki dansað svona mikið í marga mánuði.

Farin að sofa. Gnatt.

2006-05-12

þetta er fyndið. 

Farið hingað, smellið svo á Watch Civic efst í vinstra horni. Smá nútímatónlist.

Æfingavídeóin eru líka fyndin, kannski aðallega fyrir kórfólk, ég veit það ekki. En auglýsingin er góð

2006-05-11

verkefnalisti 

áminning til sjálfrar mín um hverju ég má ekki gleyma á morgun:

Augnlæknir hjá Finni, 10.00
Jarðarför 12.45
Skila einkunninni hennar Hafdísar
Ná í miða á árshátíð
Fara með reikning á skrifstofu LHÍ vegna stöðuprófa
Hringja í mömmu Parísardömunnar
Keyra Freyju í hljómsveit 16.15
Tónleikar tónsmíðanema í LHÍ 16.00

Hmmm?

Endurskoðað. Finna út hvernig Freyja kemst í hljómsveit.

Árshátíð LHÍ, 19.30 (eða svo)

jamm

held 

að ég hafi ekki birt þennan áður:

"Interoffice Memo"
(reportedly real, Snopes is inconclusive)

Subject: Mmm-mmn-good

A woman at our interactive advertising agency
had recently returned from her maternity leave
when she sent the following e-mail:

Whoever used the milk in the small plastic
container that was in the refrigerator yesterday,
please do NOT own up to it. I would find it
forever after difficult to meet your gaze across
a cafeteria table whilst having a discussion
about java applets or brand identity.

Just be aware that that milk was EXPRESSLY
for my son if you get my drift. I will label these
things from now on, but if you found your
coffee tasted just a little bit unusual this
morning, you might think about calling your
mom and telling her you love her.

Mahler 

stóð fyrir sínu að venju, Tod und Teufel í bílhlössum. Stjórnandinn skáld, þetta er betri flutningur en ég hef heyrt áður. Meira af þessu. Hvenær fáum við að heyra þá áttundu? (hmm, ég hugsa nú að ég myndi reyna að svindla mér í kórinn þar)

Sjónvarpið 

vorum að koma úr sjónvarpsupptöku fyrir Kastljósið á sunnudaginn. Skyldugláp. Sungum annað tveggja laga eftir hann Skúla, Andans maður heitir það. Bráðskemmtilegt lag og ekki er textinn síðri. Við þurftum samt smá útskýringar áður en við skildum hann. Ég held það eigi að koma fram í kynningunni, en þetta er söngur mannsins sem segist vera hættur að drekka eftir hverja helgi...

2006-05-10

Runway 

Var búin að sjá hver vann, bannað að vera með svona spoilera z!"#&/&"$#%!&%$/. En maður getur reyndar verið þokkalega sáttur við niðurstöðuna. Sería 2 nýbúin víst EEEEEEKKI KJAFTA, ÞARNA!

sumar... 

fríið mitt er innan seilingar.

2 „kennslu“dagar eftir, jú, reyndar á ég eftir að búa til og leggja fyrir eitt stykki próf en að öðru leyti er þetta Musopoly og Háskaleikur (glænýr íslenskur tónfræðaspurningaleikur) og svo kaffihúsaferðir með tónheyrnarbekkjunum í Habbnó. Á eftir að sjá eftir hópnum sem er núna í th 6.

Var að sjá út að það er sniðugt að vera bara á einum bíl. Jón Lárus er á bílnum næsta miðvikudag, krakkarnir í tímum sem hann fer með þau í. Ég get fengið mér hvítvínsglas í kaffihúsaferðunum. Sneeeeld

fundafargan 

nú er ég ekkert alltaf að þvælast á fundum, skólastjórarnir mínir eru ekki fundaóðir en það er samt búið að boða mig á 3 fundi núna á eftir. Hvað á þetta að þýða?

Fjölskyldan 

mínus unglingurinn fór í bingó í gærkvöldi. (ekki þó í Vinabæ). Vinnan hjá Jóni stóð fyrir fjölskyldubingói. Slatti af vinningum, sumir óspennandi en nokkrir bara góðir. Meðal annars bæði gasgrill og pallhitari. Verð að viðurkenna að mig langaði í hitarann.

Ekki unnum við nú neitt, krakkarnir voru hálffúlir, sérstaklega vegna þess að báðir stóru vinningarnir fóru til sömu fjölskyldu. Þvuh. Samt gaman.

Horfðum á Hoodwinked, mæli með henni.

2006-05-09

Eins og þið sjáið 

þá er ég þurrausin blogghugmyndum þessa dagana þannig að á meðan birtast bara brandarar og stolnar greinar. Þessi í dag, frá Dave Barry:

What it takes to be a jerk
BY DAVE BARRY
(This classic Dave Barry column was originally published on Sept. 29, 1996.)

Recently, when I was having a hamburger at an outdoor restaurant, two guys started up their Harley-Davidson motorcycles, parked maybe 25 feet from me. Naturally, being Harley guys, these were rebels -- lone wolves, guys who do it Their Way, guys who do not follow the crowd. You could tell because they were wearing the same jeans, jackets, boots, bandannas, sunglasses, belt buckles, tattoos and (presumably) underwear worn by roughly 28 million other lone-wolf Harley guys.

And, of course, once they got their engines started, they had to spend the equivalent of two college semesters just sitting there, revving their engines, which were so ear-bleedingly loud that I thought my hamburger was going to leap from my plate and skitter, terrified, back into the kitchen. I believe many Harley guys spend more time revving their engines than actually driving anywhere; I sometimes wonder why they bother to have wheels on their motorcycles.

Perhaps you, too, have experienced an assault of Harley-revving; and perhaps you have asked yourself: Why do these people DO this? What possible reason could they have for causing so much discomfort to those around them? As it happens, there IS a reason, and it is an excellent one: They're jerks.

I'm not saying that ALL Harley guys -- some of my friends are Harley guys -- engage in this obnoxious behavior. I'm just saying that the ones who DO engage in it are jerks. And I am not afraid to tell them so, even if they are large and hairy and potentially violent. I am not afraid to say: ``OK, Mr. Loud Harley Guy, you got a problem with me calling you a jerk? You want to DO something about it? You want to express your disagreement by tapping out lengthy Morse Code sentences on my skull with a tire iron? Then why don't you -- if you have the guts -- come see me PERSONALLY at my place of employment, located at 1600 Pennsylvania Ave., Washington, D.C.? Come on if you dare, fat boy! Ride right into the lobby!''

And let me also say, while I'm at it, that I'm sick of you people who park in spaces reserved for the handicapped, even though you are not, personally, handicapped. You know who you are. Many of you even have those little rearview-mirror handicapped signs, which you got from a friend or relative, or which you once needed because of some temporary medical condition that has long since been cleared up.

One of my hobbies is to watch when cars pull into handicapped parking spots, and see who gets out. Very often, in my experience, these people appear to be totally unhandicapped: No wheelchair, no crutches, not even a trace of a limp. I realize that some of these people have problems, such as heart conditions, that are not visible. But some of them, to judge by the sprightliness of their walks, are off to compete in the decathlon. Their only handicap is: They're jerks.

What we need in this country -- I would pay extra income tax for this -- is an elite corps of Handicapped Parker On-Site Medical Examination SWAT Teams. These teams would prowl the streets, wearing rubber gloves and armed with X-ray machines, CT scanners, scalpels, drills, saws and harpoon-sized hypodermic needles.

When a team spotted a handicapped-zone parker who could not immediately prove that he or she was handicapped, that person would immediately undergo a severely thorough on-the-street physical examination conducted by burly personnel who have attended medical school for a maximum of four hours including lunch (''Hey Norm! Which ones are the kidneys again?''). These examinations would involve full frontal nudity and the removal of enough blood, organ and tissue samples to form a complete new human; also, if the SWAT team found a Harley guy revving his engine in a handicapped-parking zone, it would employ the 250-foot intestinal probe nicknamed ''Big Bertha.'' The idea would be that if you weren't qualified to park in a handicapped zone BEFORE the physical examination, you definitely would be AFTER.

And let's talk about you people who always send your food back in restaurants. (I KNOW this has nothing to do with handicapped parking; I can't stop myself.) I mean, sure, if the food is truly BAD, if it has RODENTS running around on it, OK, send it back; but what about you people who ALWAYS send your food back, thereby turning EVERY SINGLE MEAL into an exercise in consumer whining?

I'm sorry! You're jerks! Especially if, when the bill comes, you also ALWAYS insist -- even if everybody ordered basically the same thing -- on figuring out your EXACT share (''Well, I had the Diet Sprite, which is 10 cents less than the iced tea. ...'' ); and then you decide that a 5 percent tip is adequate, thereby forcing your friends, who are embarrassed, to put in more money.

Listen carefully to what I am about to tell you. Put your ear right down to the page: YOUR FRIENDS HATE IT WHEN YOU STIFF THE WAITER. IF THE SERVICE IS OK, YOU SHOULD TIP 15 PERCENT. IF YOU DON'T WANT TO TIP, THEN DON'T EAT AT RESTAURANTS.

Also, you should never, ever, no matter what, butt in front of people waiting in line without asking their permission. Also, if, when you talk to people, they keep backing away from you, it's because you're TOO CLOSE, all right? SO DON'T KEEP ADVANCING ON THEM LIKE A HUMAN GLACIER.

Thank you, and I apologize for using so many capital letters. I can be a real jerk about that.

2006-05-08

2006-05-07

dagurinn 

var erfiður framan af, fullgaman í gærkvöldi.

Veðrið bjargaði miklu, eftir hundleiðinlega Formúlu var farið út í garð með vaðlaugina og yngri krakkarnir busluðu í góða stund. Ég fór hins vegar og spilaði á tónleikum, síðustu tónleikar starfsársins í áhugamannabandinu. Frekar leiðinlegt verk eftir Caldara, kammerkór Seltjarnarneskirkju og einsöngvarar úr kórnum skiluðu sínu samt prýðilega. Eftir hlé aríukvöld, Viera Manásek brilleraði í silkihúfuglansaríupakka. Ég er yfirleitt ekki mikið fyrir svoleiðis en hún skilaði þessu með miklum glæsibrag. Þvílík rödd í ekki stærri konu.

við Hallveig náðum síðan síðustu sýningu á Systrum, eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Hugleiksfólk frábært að vanda, þekki reyndar helming leikaranna vel, leikskáldið samkennari minn og fyrrum söngkennari, tæknimanninn kannast maður eitthvað við líka...

Get að minnsta kosti mjög vel mælt með leikritinu, afbragðs vel skrifað stykki. Þeir mættu alveg kíkja á þetta hjá atvinnuleikhúsunum. Ekki útilokað að verkið verði tekið upp í haust, endilega drífið ykkur, ef af verður.

Þeir eru nottla andlega fatlaðir... 



Sjá líka hér

2006-05-06

fundur 

í morgun, smá átök í gangi, fann síðan náttúrlega út þegar ég kom heim hvaða tölu ég hefði þurft að halda. Dæmigert.

veðrið 

er tóm snilld núna, spáin er meira að segja enn betri en hún var núna um daginn.

follow the leader 

dagur í fyrramálið, ójá.

best að blogga um 

taggart eins og maðurinn.

góóður þáttur. Snilldar handritshöfundar. Kannski ástæða fyrir því að þættirnir eru ekki vikulega.

Stelpurnar voru draugfúlar yfir að missa af Ripley's Believe It Or Not. Það er ekki oft sem foreldrarnir claim privilege. Taggart sér þó um það.

Viðbjóður ársins var svo á Skjáeinum þegar Taggart var búinn. Paparazzi sjó dauðans. Sem betur fer hafði unglingurinn mínus áhuga á að horfa á mjaðmahnykki í Leonardo DiCaprio og hvar Richard Gere með smá björgunarhring veldi sér stað á ströndinni. Talandi um lágkúru (þetta var í þættinum mínútuna sem við horfðum, gapandi og trúandi okkar eigin augum...)

2006-05-05

dauði og djöfull 

vorum að kaupa miða á þetta sem hann Árni Heimir var að lýsa.

Æ æ! 

ég vorkenni þér svo óxla mikið út af þessu geyið mitt. Ekki hafðir þú neitt að gera með að starta þessu, var það nokkuð?

spáin 

fyrir mánudaginn hérna má gjarnan standast, mín vegna...

Nú geta allir 

krotað yfir færsluna sem þið skráðuð í dagbókina ykkar til að taka frá tónleikatímann okkar. Fengum inni í Ými en ekki á sunnudeginum heldur á mánudagskvöldinu. Tónleikarnir verða sem sagt mánudagskvöldið 15. maí klukkan 8 í Ými. Læt vita jafnóðum ef eitthvað breytist...

ljóta ruglið.

2006-05-04

Eftir víólutímann 

var stór stund hjá litla gaurnum, ég sleppti honum út við leikskólann (tja, opnaði hliðið reyndar og lokaði á eftir honum) en hann kom sér sjálfur inn, ég fylgdi honum ekki inn á deild.

Hann skilur reyndar ekkert í því hvers vegna hann getur ekki bara labbað sjálfur í leikskólann á morgnana. Hann ratar náttúrlega og er löngu farinn að ráða hvenær við förum yfir göturnar.

yrði nú ekki mjög vel séð samt, held ég...

Árans II 

Ekki var píanistinn par hrifinn af Fríkirkjunni, ekki nógu gott hljóðfæri fyrir hans smekk. Leitin heldur áfram...

Árans 

Listasafnið sveik okkur, grrr! Eins gott að við erum slúbbertar sem vorum ekki búin að prenta fullt af plakötum og selja miða út um allan bæ! Verðum að öllum líkindum í Fríkirkjunni í staðinn, prógrammið ekki beint kirkjulegt, þó sosum ekkert guðlast í gangi. Svolítið svakaleg kvæði samt sum, amk. mín tvö: Martröð eftir Örn Arnarson, skerí draugastemning, draugur talar, og svo Bóthildarkvæði, fornkvæði þar sem fjallað er um morð og nauðganir. Úff.

2006-05-03

Project Runway 

er leiðinlegt í kvöld. Uppgjörsþáttur með hvað finnst hverjum um hvern. Er þetta normið í veruleikaþáttum?

Hvað er með 

að láta drengi heita hestanöfnum? Sörli? Grani? Fyrr má nú vera hestaáhuginn.

Hvað næst? Má ég kynna börnin mín: Skjalda, Snati og Branda.

2006-05-02

tónleikarnir 

samkvæmt beiðni :-D

Þetta eru sem sagt vortónleikar Hljómeykis, þemað er þjóðlegt (þulur, kvæði, gátur og þannig lagað). Öll tónlistin sem flutt verður er ný eða mjög nýleg og er eftir félaga í kórnum. Við erum með ofgnótt tónskálda og tónskáldanema í hópnum, fyrir utan sjálfa mig eru þarna tvö önnur útskrifuð tónskáld, 3 tónsmíðanemar og einn sem er reyndar ekki formlega í námi en ætti að drífa sig í það.

Tónleikarnir geta eiginlega ekki með nokkru móti verið í kirkju þannig að það tók heilmikinn tíma og vesen að finna tónleikastað. Fengum loks inni í Listasafni Íslands (við hlið Fríkirkjunnar, svo margir ruglast á listasöfnum Íslands og Reykjavíkur að best að taka það fram)

Verða sunnudaginn 14. maí klukkan 17.00 Líklega um klukkustundar langir. Verð? Hmmm. Óákveðið. Líklega 1500 krónur, 1000 fyrir ellismelli og nemendur, frítt fyrir börn og unglinga. Fullt af bráðskemmtilegum nýjum verkum

Stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson og meðleikari í einu verki Örn Magnússon.

2006-05-01

löng 

og geysigóð kóræfing áfram, það fer bara að koma tími á að trúa því að þessir tónleikar verði eitthvað af viti. Sýnast þeir heldur ekki vera neitt fáránlega stuttir. eins og ég var annars hálf hrædd um. 8 verk/lög, passlegir síðdegistónleikar. Nú bara að komast að í fjölmiðla, gæti orðið snúið þar sem listahátíð verður byrjuð.

Reyndar ótrúlega lítið af tónlist á Listahátíð í ár, nær engin íslensk tónlist. Ég hélt að þessi hátíð núna ætti að vera með tónlist sem aðalfókus. Hmmm?

Gleðilegan 

baráttudag verkalýðsins, allir :-)

Fact 

A fascinating fact ........
On the 4th of this month, at two minutes and three seconds after
1:00 am., the time and date will be

01:02:03 04/05/06.
That will never ever happen again in our lifetime.
You may now return to your life.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?