<$BlogRSDUrl$>

2007-03-04

Agureyri 

fórum þangað um helgina, íbúð í láni og skutumst norður, bara tvö. Gerðum ekkert alla helgina. Tótal snilld. Jú, lásum, töluðum saman (gott), þögðum saman (ekki síður gott), töltum um bæinn, borðuðum á Friðriki fimmta (smá rýni bíður morgundagsins, of þreytt núna). Drukkum slatta af rauðvíni, spiluðum Trivial þrisvar (ég tapaði í öll skiptin, urr), fórum á barinn á hótel KEA, þar var trúlega flottasta úrval af Macallan viskíum sem ég hef séð, hótelið snarhækkaði í áliti hjá mér.

Íbúðin er í gamla Tónlistarskólanum, hann er orðinn að mörgum stúdíóíbúðum. Smá breyting frá því að við gistum þar síðast, þá líklega á dýnum í skólastofum með píanóum árið 1994.

Talandi um Trivial, ég fékk örugglega mest evil Trivialspurningu allra tíma: „Frá hvaða framleiðanda voru tennisboltarnir á Wimbledonmótinu 2004?“

Ef einhver veit þetta (án þess að gúggla) skal ég veita verðlaun.

Meira hjá bóndanum en ekki fyrr en annað kvöld, líklegast.

Efnisorð: ,

This page is powered by Blogger. Isn't yours?