<$BlogRSDUrl$>

2007-01-31

svo satt 

Efnisorð:

grettir 

óvenju góður í dag:

Efnisorð:

2007-01-30

land sleikur 

er með landsleik í stereó nema hátalararnir eru ekki til hægri og vinstri heldur fyrir ofan og neðan. Gunni hér uppi á lofti með hóp að horfa, heyrist mér og svo voru feðgarnir hér niðri áðan, Jón Lárus reyndar farinn í fótbolta en Finnur er enn niðri. Og ég sem hef ekki minnsta áhuga á þessu.

Efnisorð:

þetta 

hér er ástæðan fyrir því hvað manni er illa við Microsoft.

(heyrst hefur sá leiði misskilningur að Mac sé ekki opið stýrikerfi*, það hefur ekki verið svo síðan OSX kom. Það stýrikerfi er Unix baserað og nú þegar talsvert opnara en Windows; með þessari breytingu verður munurinn þokkalega mikið meiri)

(*breyting á færslu)

Efnisorð:

2007-01-29

Gekk bara 

bærilega áðan, varla hægt að segja að tónleikarnir hafi verið sérlega vel sóttir en þó alls ekki vandræðalega fátt. Gæti trúað að það hafi verið betri heildarmynd á þeim núna heldur en í sumar. Pínu vandræðagangur þegar við áttum að setjast, gleymdist að taka frá bekkina sem við ætluðum að nota, þannig að við þurftum að setjast vítt og breitt. Ekki það, það var nóg af sætum fyrir okkur...

Efnisorð:

2007-01-28

Hljómeyki 

minn kæri fíni kór er með tónleika annað kvöld (mánudagskvöld, þ. 29. janúar) klukkan 20.00 Endurtekið efni frá í fyrrasumar í Skálholti, þannig að kæru lesendur, ef þið misstuð af okkur þá er tækifæri til að heyra verkin núna.

Mótettur, lög, slagverk og elektróník, allt eftir Úlfar Inga Haraldsson. Verulega flott músík og ég þori að lofa flottum flutningi (hvort sem ég nú treysti mér til að standa þarna uppi og syngja eður ei)

Seltjarnarneskirkja klukkan 20.00. Myrkir músíkdagar. Mætum öll (eriggi allir í sduði)?

kvefið 

tekur sinn toll, fór á kóræfingu áðan og gat ekki staðið og sungið nema hluta æfingar. Ekkert að röddinni, það er ekki málið, nema ég á afskaplega erfitt með að humma. En slöpp, maður minn!

Tónleikar annað kvöld, vona ég geti sungið. Efast satt að segja um að ég treysti mér í kennslu. Kemur í ljós.

Já, best að plögga tónleikana annars.

Atsjú!

2007-01-27

MIDI vesen 

arrg, næ ekki MIDI sambandinu í gang á nýju tölvunni. Ekki mjög gott, þar sem ég verð að fara að klára Gradualekórverkið. Gæti þurft að tengja þá gömlu aftur í smá tíma (neeeeeiiiii!).

Hvern ætli sé best að tala við? Er einhver hér á Makkaspjallinu, ég næ ekki að tengjast þar. Hmmmm.

2007-01-26

house 

seríur 2 og 3 komnar í hús. Plús sería 1 af Heroes. My source fylgist ekki með Grey's, því miður. En þetta er nú ekki verst samt. 3 þættir í kvöld og sá fjórði að fara í gang. Gaaaamaaaan!

debbmælt 

alveg að farast úr nefkvefi þessa dagana, hundleiðinlegt en skárra en að það væri á röddinni (tónleikar á mánudagskvöldið).

Annars legg ég til að allir lesendur kíki hingað. Og fari eftir ráðleggingunum. Ekki smá augljóst hvað er búið að vera að gerast.

2007-01-25

fórum á 

sinfóníutónleika áðan, á Myrkum músíkdögum. Bráðskemmtilegir, segið svo að nútímatónlist sé hundleiðinlegt torf ;-)

Örlygur Benediktsson með ekki alveg allt verkið sitt víst, byrjaði í miðjunni eða svo. Veit ekki hvert hann er kominn eða hvort hann er að vinna algerlega aftur á bak. Lokakaflinn var að minnsta kosti þrælflottur, hlakka til að heyra verkið allt.

Karólína með mjög fínan tvöfaldan flautukonsert, rytmískt skemmtilegar pælingar og Martial og Guðrún glæsilegir sólistar. Vel skerandi pikkólópartar stundum, samt.

Erik Mogensen fannst mér stjarna kvöldsins. Verkið hans var það flottasta sem ég hef heyrt frá honum, pínu kvikmyndatónlistarbragur, byrjunin þrælflott með kontrafagotti, túbu og kontrabössum, bara æðislegt stykki. Langar í upptökuna.

Herbert H. Ágústsson svo með eina verkið í kvöld sem ekki var frumflutningur. Hef reyndar heyrt það áður en það er bráðskemmtilegt verk sem á verulega skilið að vera fastur punktur á dagskrá Sinfó. Já, og ekki bara sem partur af Myrkum músíkdögum.

Voru smá umræður í hléi um að það hefði mátt koma einu verki í viðbót að á tónleikunum, já þeir voru frekar stuttir en mér fannst þeir gersamlega passlegir samt. Hvers vegna í ósköpunum að troða meiri músík á tónleika sem voru fínir fyrir. Ég er bjargföst á þeirri skoðun minni að það eigi að skilja hlustendur eftir þyrstandi í meira, ekki farna að hugsa: Jæja, er þetta nú ekki orðið gott?

hananú 

líklega hafa fleiri komist að því í kvöld að gamli Blogger er hættur. Ekki það, ég reiknaði svo sem með því að flytja mig fyrr eða síðar, reiknaði varla með því að Bloggerfólk stæði í viðhaldi og viðgerðum á tveimur kerfum. En semsagt, áðan var bara ekkert gefinn valmöguleikinn á því að logga sig inn á þann gamla.

Stór plús, ég kemst inn á Brallið. Sem ég gerði ekki áður, þrátt fyrir að eiga nýja Bloggersíðu (bara til að taka frá lénið hildigunnur.blogspot.com, án auka errs í enda nafnsins míns). Núna datt hún inn.

Í tilefni af því fór inn uppáhalds súkkulaðikakan okkar. Betty Crocker, eat your heart out... Og verði ykkur að góðu :-)

tvöfalt afmæli 

bæði Óli bróðir og Stebbi mágur eiga afmæli í dag. Til hamingju, strákar :-)

2007-01-24

ojbarasta 

Hvað er með allan þennan viðbjóðslega hundaskít sem kemur undan snjónum? Maður getur ekki sleppt augunum af gangstéttinni, hér niðri í bæ, að minnsta kosti. Halda hundaeigendur (ókei, ekki allir en of margir) að það sé allt í fína að hirða ekki upp eftir kikvendin þar sem vibbinn hverfur í snjóinn.

við búum ekki á Suðurskautslandinu, kæru hundaeigendur. Hér BRÁÐNAR snjór...

2007-01-23

hinn nýi 

Kristur je, ræt!

verður þá Cruisemas?

Minn kæri 

heimsins besti maður á afmæli í dag.

til hamingju með það, sæti.

(nei, ég er ekki stærri en hann, stend bara ofar á steininum ;-))

gömlu hjónin
Originally uploaded by hildigunnur.

2007-01-22

wahahahahahaha!!! 

Bozzetto er snillingur :-D

gamla tölvan 

er komin með heiðurssess á hillunni bak við og fyrir ofan skjáinn minn. Áður en þið farið yfir um af nördahættinum í mér verð ég að taka fram að þetta er pottþétt flottasta vél nokkurn tímann smíðuð. (já og svo til að spila einn af uppáhaldsleikjunum mínum gæti ég þurft að tengja hana upp á nýtt, sá keyrir á classic, sem Tiger styður ekki...)

2007-01-21

ég þarf 

greinilega að leita mér að brauðrist úr burstuðu stáli til að vera í stíl. Þannig er reyndar einmitt þessi rándýra í Kokku...

(iiii, djók, hún er úr shiny stáli)

Annars er ísskápurinn minn ekkert úr burstuðu stáli, líklega áli, það festast nefnilega ekki við hann seglar. Ekki einu sinni hægt með góðu móti að festa á hann listaverk barnanna. Gott mál, bara. Leysum listaverkamálið öðruvísi, ásamt stundatöflum og þvílíku (excel skjal fyrir stundatöflur, maður er alltaf í tölvunni hvorteðer) og ísskápurinn fær að njóta síns grandeur)

heh 

ekki fyrr búin að lýsa því yfir að við séum hætt tækjakaupum í bili en að brauðristin hrynur. Líka brúðargjöf eins og ísskápurinn, ætli það sé bara 17 1/2 árs endingartími á þessum græjum?

nú langar mig í flottu brauðristina í Kokku. Tími því samt engan veginn. Elko, hér komum við.

Bara að bíllinn heyri ekki af því að hlutirnir eigi að vera að klikka hjá okkur þessa dagana...

heil 6 verk 

flutt eftir mig í dag. Ekki viss um að slíkt hafi gerst síðan ég var staðartónskáld í Skálholti.

Fyrst bæði forspil og eftirspil í messu í Langholtskirkju, glænýjar orgelútgáfur af tveimur verkum (sýnist ég vera á leið í messu...) og svo Hymnódía með heil 4 lög á tónleikum klukkan 14 í dag, líka í Langholtskirkju. Hymnódía er frábær kór, ég hvet ykkur til að koma og hlusta.

2007-01-20

já og hitt nýja tækið 

maður verður nú að leggja sitt af mörkunum til að auka viðskiptahallann, ekki satt?

reyndar hætt því í bili, nóg komið.

ofurtölvan ;-)
Originally uploaded by hildigunnur.

hér sést 

sá nýi. Ekki glæta að ég tími að hlaða utan á hann einhverjum stundatöflum barnanna og einhverjum útklipptum bröndurum. Séns með original listaverk krakkanna, samt.
nýi ísskápurinn
Originally uploaded by hildigunnur.

hávaði 

í nýju tölvunni.

Ekki alveg að marka, Cubinn var gersamlega steinþögull, engin vifta, sko. Aflgjafinn nógu langt í burtu frá tölvunni til að það þurfti litla kælingu og náttúrulegt loftflæði notað í stað viftu.

Hvers vegna í ÓSKÖPUNUM er þetta ekki standardinn?

2007-01-19

Jú heyrðu... 

hérna er dagskráin, ekki öll, en frá degi til dags. Hlaut að vera.

aaaaaarghhhh 

hef ekki fengið MIDI dótið til að virka og nú held ég að ég sé búin að klúðra Audio MIDI setup application á tölvunni með fiktinu í mér.

þetta gengur engan veginn...

Myrkir 

músíkdagar byrja á morgun. Það verður veisla. Fullt fullt af spennandi atriðum. Verst að það er engin vefsíða með prógrammi til að vitna í hérna.

Ég ætla að fara á slatta, opnunartónleika til heiðurs Sveinbirni Sveinbjörnssyni í Salnum annað kvöld, Hymnódíu á sunnudaginn klukkan 14.00 í Langholtskirkju (þau flytja 4 lög eftir mig :-D), kannski Kammersveitina sama kvöld (20.00 í Listasafni Íslands, tveir kvartettar frumfluttir, þar á meðal einn eftir staðartónskáldið okkar í Skálholti í sumar, Svein Lúðvík Björnsson). Svo er slagverksdúó í Von (sal SÁÁ) á mánudagskvöldið, spennandi. Hvar er sá salur annars? Aldrei komið þangað.

Frí á þriðjudaginn, hljómsveitaræfing

Sinfó á fimmtudaginn, þangað mætir maður, mögulega á raftónleika á föstudaginn, líklega á Slide Show Secret á sunnudaginn, tja, eða blásarasveitina, eða hvorttveggja. (hmmm, nei, við erum víst með æfingu á meðan blásarasveitartónleikarnir eru)

Svo á mánudaginn erum við í Hljómeyki með prógrammið síðan síðasta sumar í Skálholti, verk Úlfars Inga Haraldssonar. Flott músík og flutningurinn ætti að vera top notch. Meira um það síðar.

Alltaf skemmtilegt á tónleikum Lúðrasveitar Reykjavíkur, þeir verða á fimmtudeginum 1. feb. Spennandi efnisskrá.

mér sýnist ég ekki verða mikið heima hjá mér þessa viku...

2007-01-18

svo er 

þetta hér bara tóm snilld :-D

tölvan 

jamm, nýja tölvan mætt á svæðið, þetta er fyrsta færsla frá henni. Ekki smá munur.

Reyndar eru (sumir) tölvunördarnir á irkrásinni minni sárhneykslaðir á því að ég skuli vera að kaupa mér svona brjálæðislega flotta og öfluga dual processor tölvu og ætla ekki einu sinni að keyra tvo skjái.

2007-01-17

pásan, já... 

hún verður víst föst á miðvikudögum, verstur fjárinn að ég neyðist til að bæta tímanum aftan við kennsluna. Það var ekki það sem ég var spenntust fyrir, ónei. Einkanemandinn í framhaldsskóla og taflan náttúrlega snarbreyttist eftir áramót. Súrt.

í pásu 

aldrei þessu vant. Hóptímakennarar fá yfirleitt aldrei pásur, sáröfundum hljóðfærakennarana yfir að tímar falli stöku sinnum niður. Nema í vetur er ég með einn einkanemanda og það kemur bara alveg fyrir að hann kemst ekki í tímann. Vel þegið, hangi á netinu á meðan. (en ekki hvað?)

útlit er fyrir 

skemmtilegt sumarfrí fjölskyldunnar allrar í sumar.

Nánar síðar. Skömmu síðar.

2007-01-15

hrikalega er leiðinlegt 

að horfa á þætti á Skjá1. Sérstaklega þegar maður er vanur því að horfa af diskum. 2/3 þáttur, 1/3 auglýsingar.

verst að eiga ekki Heroes á diskum. Gæti verið að við fáum aðra seríuna af House, þ.e.a.s. þegar foreldrar vinkonu Fífu (sú er endalaus uppspretta þáttaraða) eru búnir að horfa á þættina (fljót aðisu, haddna!)

þetta 

hér er með því flottara sem ég hef lengi séð.

Smellið endilega á vídeóhlekkinn.

2007-01-14

lio 

2007-01-13

tæki, tæki 

meiri tæki. Fjárfest í nýjum dvd spilara í dag (bóndinn fjallar um það á síðunni sinni). Förum með þann gamla í sumarhúsið fyrir vestan, örugglega. Reyndar er ég ekki viss um að aldraða sjónvarpstækið þar ráði við dvd. En einhvern tímann kemur kannski nýtt sjónvarp þar.

textinn - loxins! 

Búin að velja textann, búin að liggja á netinu (með góðri hjálp) og leita að textum, fundið helling af spennandi efni reyndar en ekki akkúrat það sem ég var að leita að. Rakst reyndar á þennan fyrir svolitlu síðan en ákvað ekki að nota hann fyrr en í gær.

Formið er gífurlega flott, 5 línur, allar þríteknar og sigurhróp í lokin. Býður upp á mjög skemmtilega úrvinnslu.

Hér eru svo herlegheitin, ásamt enskri þýðingu, ef þið viljið skoða.

2007-01-12

hart lík 

fyndinn þessi sem les Hard Corps sem Hard Corpse í auglýsingunni á Skjá einum. Orðaleikurinn fer fyrir ofan garð og neðan.

og hvað er með Bubba að spila Öxar við ána? Bara verið að sýna hvað hann er „góður“ gítarleikari?

2007-01-11

haldið þið að 

ég hafi ekki bara misst nær algerlega af mótmælunum :'-(

Var meira en hálftíma að keyra inn í Langholtskirkju með stelpurnar og ná í Jón Lárus í vinnuna, (vanalega um 10 mínútur), tæplega kortér niður eftir aftur og þá var ahhbú. Hittum bara Svein Rúnar og konu frá Amnesty; þau hvöttu okkur til að skrá okkur hérna í staðinn. Her fólks sem allt siglir til Guantanamo. Ég var áttahundruðastiogeitthvað þáttakandinn, drífið ykkur með í siglingu.

Lækjartorg klukkan 17.00 í dag! 

skyldumæting á Lækjartorg klukkan 17.00 í dag. Íslandsdeild Amnesty International mótmælir fimm ára afmæli fangabúðanna í Guantanamo.

Mætum öll og fordæmum pyntingar og mannréttindabrot.

2007-01-10

silly iPhone 


varð bara að setja þessa mynd inn líka, tóm snilld :-D

2007-01-09

þetta gæti 


mögulega orðið nýi síminn minn, þegar sá gamli hrynur. Kannski ágætt reyndar að það eru engin þreytumörk á druslunni, fínt að tékka hvort snertiskjárinn stenst loforðin.

ha, græjufrík, ég? naaah...

2007-01-08

fyrsti kennsludagur 

annarinnar að baki, bara hreint ekki sem verstur. Suzuki í dag, Listaháskólinn á morgun og Hafnarfjörður hinn daginn. Life goes on.

(vá, djúpt, mar!)

uppgötvaði 

í gær, alveg óvart að börnin mín eru öll með absólút heyrn. Finnur var að fara að æfa sig og ég bað hann um að spila A á píanóið til að ég gæti stillt víóluna hans.

Gerir drengurinn sér lítið fyrir og syngur bara A-ið, fer að píanóinu og leitar að tóninum eftir eyranu. Jahá!

Tékkaði náttúrlega á stelpunum og þá gátu þær þetta báðar líka.

Smart, ik?

2007-01-07

tékkið á 

þessu hér, nýi fálkaorðuberinn okkar í Laufskálanum á fimmtudaginn var.

sjónvarpsseríurnar tvær 

sem við erum húkkt á þessa dagana eru báðar læknaseríur en annars mjög ólíkar. Pínu fyndið að bera þær saman, a.m.k. höfum við tekið eftir því að það er ekki einn einasti þáttur í House þar sem ekki kemur einhver seizure fyrir, einu sinni eða oftar. Í Grey's Anatomy held ég við höfum séð þannig svona einu sinni eða tvisvar. Í Grey's fatta þau líka eiginlega alltaf strax hvað er að sjúklingunum en dr. House ætti að vera titlaður: læknirinn sem fattar hvað er að í fjórða giski.

báðir þættirnir snilld sinn á hvorn hátt. Enda sitjum við og glápum til skiptis á þá á kvöldin. Báða í tölvunni, helv... sölumaðurinn í Einari Farestveit skrökvaði að okkur þegar við spurðum hvort spilarinn réði við öll svæði :-@

2007-01-06

vg 

við bóndinn og sonurinn fórum í þrettándagleði hjá vinstrigrænum, vöfflur og heitt súkkulaði á Suðurgötunni. Bara verulega huggulegt, maður hristi hramminn á nokkrum góðum og gegnum kommum eins og vera ber. Steingrímur flottur að vanda, Svandís raddlaus þannig að það dæmdist náttúrlega á mig að leiða fjárans fjöldasönginn. Og ég sem þoli fjöldasöng takmarkað, enda aldrei sungið í tónhæð sem hentar mér. (og nei, ég valdi ekki bara mína tónhæð í dag)

Finnur át þessi lifandis ósköp af vöfflum og súkkulaðiköku og drakk heitt súkkulaði. Fékk þó ekkert sykursjokk. Ég hef reyndar aldrei tekið eftir sykursjokki í mínum börnum en úr því hann fékk ekkert þarna getur hann hreinlega ekki fengið slíkt.

sem er gott.

litli gaurinn 

minn er snilld stundum.

2007-01-05

útsala ársins 

ef þið hafið áhuga á fallegum hlutum, drífið ykkur þá hingað á morgun.

nýi 


ísskápurinn sem ég var að enda við að panta. Okkar er að verða 18 ára og hann er eiginlega dáinn...

2007-01-04

tvær villur í House 

þætti kvöldsins. Ja og ein í viðbót en það var hugsanavilla. Förum ekki frekar út í hana.

Sú fyrri var þýðing á Mac&cheese sem borgari. Ókei, Mac&cheese - ekki almennur auðvelt eldaður skyndibiti á Íslandi, þannig að kannski var þýðandi bara með common sense þýðingu. Gefum honum það.

Seinni var ekki þýðingarvilla heldur staðreyndavilla. MRI skanni, sagður risastór segull sem ætti að draga þungmálma út úr bleki í tattúum; segull hefur engin áhrif á þungmálma. Bara járn og kóbalt. Nema djókið hafi verið dýpra, MRI (Magnetic Resonance Imaging) hefur víst áhrif á vetnissameindir, skilji ég síðuna rétt, og doktor House hafi bara verið að plata vonda sjúklinginn. Gæti reyndar vel verið.

Þannig að kannski voru bara engar villur þarna.

Þættirnir eru púra snilld. Kolsvartur húmor, mætti halda að aðalleikarinn væri enskur og hefði eitthvað að segja um tilsvör sín...

Nordic Sounds 

Það er umfjöllun um mig í nýjasta (og um leið síðasta) Nordic Sounds blaði, málgagni NOMUS nefndarinnar sem nú er illu heilli búið að leggja niður.

Blaðið er búið að vera með umfjöllun um kvenkyns tónskáld á Norðurlöndum, ég var reyndar ekkert sérlega bjartsýn að fá um mig klausu þannig að ég var undrandi og ánægð þegar ég sá blaðið í gær. Það er fjallað um Jórunni Viðar, Karólínu, Mist, Báru, mig og Elínu, og svo minnst á nokkrar fleiri. Gaman að þessu.

ein 

í kotinu, allir farnir í skóla og vinnu. Kannski maður komist þá loksins af stað með lagið fyrir Gradualekórinn. Hmmm. Texti, já...

2007-01-03

hér er verið 

að reyna að snúa sólarhringnum við. Skóli á morgun hjá krökkunum. Ég byrja reyndar ekki að kenna fyrr en á mánudaginn, heppin ég.

en ég er gersamlega að farast úr syfju hérna...

2007-01-01

stolt 

fjölskylda yfir heiðrinum sem mömmu var sýndur í dag.

Nú er þessi orðuveiting umdeild, oft hálfsjálfvirk og ýmsar silkihúfur áskrifendur, bara fyrir að mæta í vinnuna sína. En sem betur fer er fálkaorðan oft veitt fólki sem virkilega á hana skilið, svo sem eins og fyrir áratuga óeigingjarnt starf.

Innilega til hamingju, elsku mamma :-)

2007 

bara mætt á svæðið, til hamingju með það öllsömul.

Enduðum 19 hér í mat í gærkvöldi, heita andaconfitið frá Parísardömunni í grænu salati og dressing (aðstoð frá Ester) sló gersamlega í gegn. Kalkúnninn og búðingurinn fín líka en féllu svolítið í skuggann samt. Maður hefði kannski átt að byrja á desertinum og enda á forréttinum?

Skaupið þokkalegt, hef samt oft hlegið meira.

Flugeldarnir - sveimérþá ég held að sýningin hér uppi á holti hafi aldrei verið svona flott. Hvorki á flottu áramótunum fyrir 7 árum né um aldamótin. Trúi vel að það hafi verið metsala á flugeldum í ár.

Gleðilegt ár aftur, verði það gott...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?