<$BlogRSDUrl$>

2006-10-31

fór í 

Kringluna áðan, með Freyju til HNE læknis og varð fyrir gleðilegri upplifun: Það var ekki búið að jólaskreyta. Mesta furða. Ekki það, reikna ekki með að sá lúxus verði lengi við lýði.

grettir 

góður í dag:

2006-10-30

mánudagurinn 

mun betri en síðast, bæði voru krakkarnir skemmtilegri en síðasta mánudag og ég í betra formi. Freyju bekkur algjörir englar. Aafskaplega gott að vera í fríi á morgun, samt, þarf bara að undirbúa afleysingakennsluna fyrir hetjuna hana móður mína.

Já og halda áfram að skoða mastersprógrömm úti um heim

Já og semja smá, kannski...

mundi það 

ég ekki fyrr búin að fá fimmta tenórinn í hópinn en hringir í mig eitt fyrstatenórsefni. Sex tenórar. Mikið hrikalega líst mér vel á það. Sérstaklega miðað við að á síðustu tónleikum voru bara 3. Gaman að hafa alminlegan balans í röddunum. Náði líka í einn bassa í viðbót í dag, fyrir þennan sem hvarf. Gæti orðið (enn meira) gaman á æfingum.

Þetta þýðir líka að ég hef minni áhyggjur af því að vera ofmönnuð í altinum þegar þær tvær sem eru í pásu koma aftur eftir áramót. Langar ekki til að láta neinn fara.

hananú 

milli tíma, settist við tölvuna og hugsaði: Já, sniðugt að setja inn færslu um þetta. Skrái mig inn og nú er ég náttúrlega gersamlega búin að steingleyma hvað ég ætlaði eiginlega að skrifa um...

kannski í næstu frímínútum, ef þetta dettur inn aftur.

stutt 

kennsluvika núna, kenni bara í dag, vinnuvika í LHÍ, engir tímar og svo er mamma að kenna fyrir mig í Hafnarfirði á miðvikudaginn þegar ég fer í sólarhringsútlegðina.

hmm, ætli sé net þarna í gistiheimilinu á Sólheimum? Þóóraaa? Gæti verið að ég ræni tölvunni hennar Fífu með mér þá, netfíkill, ég.

2006-10-29

aaahhh 

gott að fá netheimilið up and running.

(eins gott að komast þá í gegn núna...)

Er að skoða graduate programs í tónsmíðum víða um heim. Eins gott að hafa eitthvað input í brainstorming sessioninni.

er nokkuð slett í þessari færslu? Nah!

að gera 

sér lífið erfitt

og önnur 

"Engineer in Hell"

An engineer dies and reports to the pearly gates.
St. Peter checks his dossier and says, "Ah, you're
an engineer -- you're in the wrong place."

So the engineer reports to the gates of hell and is
let in. Pretty soon, the engineer gets dissatisfied
with the level of comfort in hell, and starts designing
and building improvements. After a while, they've
got air conditioning and flush toilets and escalators,
and the engineer is a pretty popular guy.

One day G~d calls Satan up on the telephone and
says with a sneer, "So, how's it going down there
in hell?"

Satan replies, "Hey, things are going great. We've
got air conditioning and flush toilets and escalators,
and there's no telling what this engineer is going to
come up with next."

G~d replies, "What??? You've got an engineer?
That's a mistake--he should never have gotten
down there; send him up here."

Satan says, "No way. I like having an engineer
on the staff, and I'm keeping him."

G~d says, "Send him back up here or I'll sue."

Satan laughs uproariously and answers, "Yeah,
right. And just where are YOU going to get a lawyer?"

cat in heaven 

"A House is Not a Home Without a Cat"
{A Classic}

One day a cat dies of natural causes and goes to
heaven. There he meets the Lord Himself. The
Lord says to the cat, "You lived a good life and if
there is any way I can make your stay in Heaven
more comfortable, please let me know."

The cat thinks for a moment and says, "Lord, all
my life I have lived with a poor family and had
to sleep on a hard wooden floor." The Lord stops
the cat and says, "Say no more," and a wonderful
fluffy pillow appears.

A few days later, six mice are killed in a tragic
farming accident and go to heaven. Again, there
is the Lord there to greet them with the same
offer.

The mice answered, " All of our lives we have
been chased. We have had to run from cats,
dogs and even women with brooms. Running,
running, running; we're tired of running. Do
you think we could have roller skates so we
don't have to run anymore?" The Lord says,
"Say no more," and fits each mouse with
beautiful new roller skates.

About a week later the Lord stops by to see the
cat and finds him snoozing on the pillow. The
Lord gently wakes the cat and asks him, "How
are things since you got here?"

The cat stretches and yawns and replies, "It is
wonderful here. Better than I could have ever
expected. And those 'Meals on Wheels' you've
been sending by are the best!!!"

ave caesar, morituri te salutant 

samkvæmt þessu hér er Þorsteinn Thorarensen allur. Heill honum og samhryggist, Bjössi.

2006-10-28

blogger 

ætli hann sé kominn upp aftur?

borðinn 

mættur á svæðið og hangir uppi hjá mér næsta mánuðinn eða svo.

ái 

þetta er sárt...

2006-10-27

heima 

hrikalega gott að vera bara heima um helgina (fyrir utan smotterí eins og kóræfingar hjá mér og drengnum og eina tónleika, 15.15 á sunnudaginn). Ekkert djamm, bara Taggart og kannski Trivial.

Var annars nærri fallin fyrir nýju Trivial spurningunum í Hagkaup í gær. Eftir mánaðamót, kannski.

Talandi um Hagkaup þá var ég nærri snúin við og hætt við að fara inn þegar ég sá fulljólaskreytt anddyrið þarna í gær. Hefði það ekki verið fyrir að ég var búin að lofa að kaupa Pet Shop hvolp handa Freyju (helv... PetSjoppdraslið fæst bara í Hekkupp, held ég) hefði ég ekki stigið þarna inn fæti. Kommon, það eru TVEIR MÁNUÐIR í jólin!

Aaaaatli, hvar er borðinn? Mig vantar!

þetta 

hér er ekki smá fyndið, sérstaklega þetta með ástæðuna fyrir því að þróunarkenningin er hætt að virka. Hnakkus er snillingur :-D

fluggír 

með barnakóraverkið. Komin með grindina alla og kór 1, nú þarf ég að fylla svolítið út í hljóðfæraraddirnar, skella effektasúpunni á kór 2 og snurfusa og þá er ég búin. Tja, nema setja styrkleika- og hraðamerki og ganga frá partítúr og búa til parta...

kannski 

hefði ég átt að gera svona eitthvað? Í kennslunni.

2006-10-26

Skrifa undir takk! 

fékk þetta frá honum Eyva. Allir skrifa undir. Jamm.

Hej

Opfordring til alle:

Gå ind på

www.act-against-homophobia.underskrifter.dk (hér er bein tenging)

En underskrift indsamling, som en dansk studerende har startet, angående antidiskriminationsloven på Færøerne. Loven omfatter IKKE seksuel orientering, hvilket med andre ord betyder at på Færøerne er det er 'legalt' at diskriminere/chikanere mennesker p.g.a deres seksuelle orientering. Dette er et uhyggeligt faktum, som har vist sin virkelighed her på det sidste, hvor bla. en homoseksuell ung mand er blevet banket og fået dødstrusler af stupide homofobiske færinger!! Loven, som den er i dag, kan ikke beskytte denne mand!!!

Lovforslag er genopslået i Lagtinget (om at indbefatte 'seksuel orientering' i antidiskriminationsloven) og vil 1. høring være den 3. nov. hvorefter det vil blive vedtaget eller afvist de næste par dage efter.

Du kan på denne side gøre din indflydelse gældende ved at underskrive.

Send gerne videre....

Hjartahlýr 

er með frábæra grein á Múrnum. Skyldulesning.

2006-10-25

vooooðalega 

er ég mikið í endurteknum sérhljóðum í dag.

jaaaaá! 

nú get ég hlakkað til að líða betur á morgun. Var búin að steingleyma því að parkódín slær á hósta (og ég sem bruddi tonnin af því í lungnabólgunni í fyrra). Ein svoleiðis í kvöld og ég ætti að geta sofið í nótt. Á meira að segja parkódín forte sem er að renna út...

mjööög 

gott að það er miðvikudagurinn sem ég er með bílinn, í dag. Strætó í Hafnarfjörð annan hvern miðvikudag, þar sem litli gutti er í víóluhóptíma þá daga og það er frekar vonlaust fyrir Jón Lárus að ná því á strætó nema hætta klukkan 3 í vinnunni.

Fer sem sagt að kenna og reyni að tala sem minnst.

mig langar 

í munnhörpu.

mikið 

hrikalega er Veni, Veni Emmanuel eftir James MacMillan ofboðslega flott stykki. Fer alveg á hvolf við að hlusta á það.

síðasta heila mínútan af verkinu fer í eitt slag á orchestra bells og það fær að deyja út. Óhugnanlega töff.

eejits 

hvað er með að fatta ekki að merki frá gervihnöttum eru ekki hundrað prósent? Maður þarf að hafa samband við fleiri merki en eitt Ekki mjög gáfulegt að keyra eftir gps merkinu. Sjá þetta.

2006-10-24

eitt eymingja 

í viðbót. Hvernig var þetta nú aftur í fyrra, með lungnabólguna? Vera heima, var það ekki? Hósta úr mér lungun í uggnablekinu. Langar ekki á killer pensilínkúrinn aftur.

sé til á morgun. Kenni ekki í Hafnarfirðinum í næstu viku þannig að það þarf svolítið til að ég mæti ekki í kennslu á morgun. Hmmm.

já og 

svo er ég hætt að láta síðuna standa undir nafni. Fer mér ekki vel þessi sjálfsvorkunn. Suss!

yfir... 

keyrð?

mamma skammaði mig í dag og sagði mig vera orðna veika vegna þess að ég hefði yfirkeyrt mig.

svei mér þá ef það er ekki bara rétt hjá henni

snemma að sofa í kvöld, vonandi betri friður fyrir litla gaur.

hrrrikalega 

langar mig heim.

ég er ekki hress. Svimar og óglatt

Halda út tvo tíma í viðbót og svo heim. Ekki meira í dag. Ekki ræktin. Ekki hljómsveit í kvöld. Ekki semja. Ekki neitt.

body building 

þetta var erfitt 

í nótt.

Fyrst og fremst hóstaði ég úr mér lungun, þá vaknaði herra Finnur fjórum sinnum og skældi (fann það út í morgun að hann var með sprungnar varir af varaþurrki, ekki séns að ná út úr honum í nótt hvað væri að), eitt skiptið gat ég ekki sofnað aftur í svona tvo og hálfan tíma. Mig langar ekki að fara að kenna. Bókað verið með hita í gærkvöldi líka.

sjálfsvorkunn dauðans.

muu.

Hugsa samt að ég verði ekki eins fúl við LHÍ krakkana og ormana þarna í gær. Það er bara ekki hægt.

2006-10-23

stundum þoli ég ekki 

suma þessara krakkaorma sem ég er að kenna. Hvað er með þessa sem þurfa í hverjum einasta tíma að (reyna að) ræna precious mínútum af frímínútunum mínum milli tíma: Æ, ég ætla baaara að klára niður blaðsíðuna! Gerðu það frammi, ormurinn þinn! Hvæsti líka á einn bekkinn (tja, sum þeirra, að minnsta kosti), nokkrir slúbbertar sem voru ekki búnir að skila neinum blöðum.

ha, nei, ég er ekkert í vondu skapi. Hvernig dettur ykkur það í hug, eiginlega?

síðustu ormar dagsins bíða. Þau eru nú reyndar mjög skemmtileg, öll með tölu...

saaaaaaanctuuuuus 

tvær sóprönur mættar til að laga upptökur. Einhverjar frýr í einhverjum kóranna höfðu blastað svolítið mikið á háu tónunum í Sanctus kaflanum. Vona að Gunnar og kó geti blandað einhvern góðan kokkteil úr þessu, við Elma erum nú ekki beinlínis líkar söngkonur.

bump... 

Ég ætla ekki 

að fá mér svona kreditkort í bili.

2006-10-22

nærri dauð 

úr þreytu.

Eins og sést á tímasetningu síðustu færslu var ekki farið mjög snemma að sofa í gær. Herra Finnur leyfir svo ekki mikinn útsvefn, vakti okkur fyrir 10. Jón Lárus átti að vera mættur á aukatíma í cís forritun klukkan tíu, dreif sig af stað hjólandi. Kom ekki sérlega á óvart að hvorugur hinna vinnufélaganna var mættur, morguninn eftir árshátíðarkvöldið.

Mávurinn bjargaði mér síðan upp í Gullhamra að sækja bílinn undir 2. Tók Fífu og vinkonu hennar með á fundinn í Skálholti, stóð til að hafa barnapössun meðan á fundi stæði. Komu að sjálfsögðu engin börn.

Og auðvitað tókst mér að láta kjósa mig í stjórn. Er núna virðulegur varaformaður Hollvinafélags Sumartónleika í Skálholtskirkju. Hefði ég verið minna þreytt hefði ég kannski mótmælt aðeins meira. En þetta á nú ekki að vera mikil vinna.

Keyrt heim, beint á fundinn í Kópavogi, sá var reyndar fljótafgreiddur, sem betur fer.

Myndi gefa mikið til að sleppa kóræfingunni á eftir, en þar sem það er fyrsta æfing fyrir Wagner dæmið, ég er búin að boða fullt af aukafólki og er þar að auki með allar nóturnar á ég svolítið erfitt með að sleppa.

Augun mín renna til, var að lesa síðustu málsgrein aftur og skildi ekki hvers vegna ég væri búin að borða fullt af aukafólki...

eymingjabloggi lokið í dag. Verður gott að byrja nýja vinnuviku til að geta hvílt mig smá.

annars 

var bara gaman á árshátíðinni. Ekki eins gaman og í fyrra, reyndar, Logi Bergmann var hvergi nærri eins fyndinn og Gísli Einars sem var í fyrra, svo voru skemmtiatriðin ekki heldur eins góð. Nema húsbandið, alveg óvart voru þau með þennan líka mega trompetleikara (Jón Hafsteinn, þú ert í stórhættu sem fyrsti trompet SÁ), kom gersamlega á óvart.

Svo var Í svörtum fötum algjör snilld. Ekki nema svosem 4-5 leiðinleg lög (og nótabene ekki endilega leiðinleg, bara ekki að okkar smekk). Gat útskýrt misskilning fyrir Jónsa, gott mál.

Það eru ekki margir sem geta sungið Queen lög án þess að fokka þeim upp, en Jónsi getur það. Jóni Lárusi fannst bassaleikarinn kúlastur í bandinu, ég er náttúrlega pínu partial á Hrafnkel, bæði nemandi og svo er ég búin að þekkja drenginn síðan hann var 7 ára, eða svo. En söngvarinn er samt stjarnan. Skipti yfir í trommurnar í tveim lögum, trommarinn söng í staðinn en þá fór fókusinn bara yfir á trommarann. Hef ekki haft þetta svaka álit á Jónsa hingað til, hann var flottur í War of the Worlds en ég fílaði hann engan veginn í Júróvisjón.

hversu kúl er... 

að vera með annað balllagið queen?

hversu kúl er það...

að fara upp í pásu með bandinu?

hversu uncool er það...

að eiga nemanda í bandinu?

úff!

2006-10-21

lokaplöggg 

fyrir tónleikana á eftir. Draugasetrið á Stokkseyri klukkan 17.00. Lofa góðri skemmtun og draugastemningu.

little britain 

sjónvarpsfælan ég er að fá bestu brandarana second hand. Spilaborgin útleysti brjálað hláturskast hér beint fyrir neðan...

2006-10-20

Hvað er þetta með... 

að helgarnar séu svona pakkaðar? Nenni þessu eiginlega alls ekki.

Fyrramál. Keyra Finn í kór. Slepp við að sækja Finn í kór, strákarnir eru að fara í Húsdýragarðinn (og ég ætla ekki með. Pabbi hans sækir hann klukkan 4)

Kortér fyrir tvö á morgun: Af stað til Stokkseyrar. Æfing á Draugasetri klukkan 3, pása, tónleikar klukkan 5

Rúmlega 6. Bruna á fullum hraða í bæinn. Eins gott að það verði ekki komin hálka.

Árshátíð Samskipa um kvöldið. Ekki má sleppa fram af sér beislinu.

Sunnudagurinn heldur skárri, ekkert um morguninn en klukkan 3 er stofnfundur Vinafélags Sumartónleika í Skálholti. Ekki fræðilegur að láta sig vanta þangað. Sleppi 6 tíma sjónvarpsgiggi fyrir það. Það er hellings peningur.

Heim.

Fundur með Benna W. í sambandi við verk sem ég er að skrifa, klukkan 7-8

Kóræfing klukkan 8-10

Næstu helgar mega alveg vera rólegri, takk fyrir.

peter lehmann 

og apéricubes eru máliðEkki of mikið af lehmann, samt, tónleikar á morgun.

Og mikið hrrrrikalega var gaman í söngtímanum í dag. Opinberun, hreinlega.

(ætli ég verði nú kærð fyrir áfengisauglýsingu?)

draugasafnið 

er víst ekki við hæfi mjög ungra barna. En tónleikarnir og kaffið standa fyrir sínu, áfram :-D

wahahahahahaha!!! 

þetta hér er bara fyndið.

plögg, já 

er það ekki skylda?

Langi fjölskylduna í sunnudagsbíltúr á laugardegi og skemmtilega upplyftingu í leiðinni mæli ég með heimsókn á Draugasetrið á Stokkseyri á morgun. Skemmtilegt safn, fín kaffistofa og svo er Hljómeyki með (að hluta til) draugalega tónleika klukkan 17.00. Flutt verða bráðflott og aðgengileg ný verk (meðal annars eitt lag úr Mýrinni, mjög flott, nýtur sín ekki sem skyldi þar, heyrist í bakgrunni gegn um útvarp). Og svo nokkrar helstu perlur íslenskrar kórtónlistar... ;-)

Aðgangseyrir 1.500, 500 fyrir námsfólk og eldriborgara/öryrkja, frítt fyrir börn.

(Mental reminder to self. Muna eftir að ljósrita framhlið á prógrammið)

2006-10-19

litlasystir 

er með skemmtilegan leik á síðunni sinni. Hver getur fundið leiðinlegasta lagið. Kannski eilítið tengt öllum svörunum við færslu frá í gær hér á bæ.

hlakka ekkert 

SMÁ til að fara í fyrsta söngtímann minn í - hmm, tjaa - rúm þrjú ár. Veit af því að ég er búin að taka upp ýmsa ósiði og svo fæ ég líka snilldarkennara þannig að ég ætti að ná einhverjum nýjum töktum. Mamma og pabbi gáfu okkur systkinunum öllum 10 tíma hjá honum fyrir tveimur árum, held ég, kominn tími til að fara að þiggja gjöfina.

Ætli ég þurfi að hafa eitthvað með? Varla, reyndar, held maður fái lítið að syngja annað en æfingar svona til að byrja með.

vöruflutningamiðstöðin 

Njálsgötu 6 er búin að vera bissí í kvöld. Útkeyrsla um allan bæ, 53 þúsund króna virði af klósettpappír, þvottaefni og uppþvottaefni. Fífa er nefnilega að fara til Kína í vor. Til að familían fari nú ekki algerlega á hausinn var sett smá trukk í sölumennskuna. Ekki bara hér, reyndar, frétti af því að dóttir rektors vors hafi náð að selja fyrir 120 þúsund.

Vona að bensínkostnaðurinn fari ekki hátt í það sem unglingurinn græðir á þessu.

nokkrar fleiri 

flatneskjur í kvöld en eins og ég kommentaði á sjálfa mig í gær, fullt af flottu stöffi líka.

Væri gaman að vita hvort maðurinn áttaði sig á því að á svæðinu var sá tónsmíðakennari LHÍ sem er aðal átorítetið í kór- og söngmúsík. Hefði verið svo auðvelt að þétta þetta verk í verulega flott stykki, án þess að hreyfa að ráði (eða bara eitthvað) við tónmálinu.

verð ekki í sjónvarpsupptökunni á sunnudaginn. Gott mál, bara.

(menningarhroka- og montblogg des Todes)

2006-10-18

Platitudes 

mörg tilfelli í kvöld. Örugglega mörg annað kvöld líka. Úff :-O

2006-10-17

svo 

ég tengi nú á Ármann tvær færslur í röð, þá þykir mér þetta merkilegt. Sungum þetta kvæði í barnakór en ég hafði ekki hugmynd um að það væri samið um ákveðna stúlku og hvað þá heldur að það sé hreinasta einelti.

Ármann 

er góður í dag sem endranær.

2006-10-16

messa 

hvernig stendur á því að yfirlýstur trúleysingi eins og ég er alltaf að þvælast í einhverju kirkjustússi? Ja, ég segi ekki nei þegar af mér eru pöntuð trúarleg tónverk. Ekki séns. Og svo syngur maður við slatta af jarðarförum. Núna er ég að söbba í upptöku af messunni hans Gunna Þórðar. Náði að æfa svona helminginn á sunnudaginn var, svo þurfti ég að fara af æfingunni. Hef svo sem ekki áhyggjur af hinum köflunum, renni yfir þá á eftir eða morgun, svo upptaka annað kvöld og miðvikudag.

Annars virðast vera til nægir peningar fyrir popptenginguna, það er búið að fresta endurflutningi á minni nýjustu messu þar til næsta vor, fæst víst enginn styrkur. Þvuh.

kalt 

inni hjá mér. Bannsett rok.

bróðir 

minn (sá eini óbloggandi af okkur systkinum) misskildi færsluna mína í gær, hélt ég væri að gerast Sjálfstæðismaður.

in your dreams :-D

2006-10-15

arrg 

hvar er vinstri vængurinn minn?

gærdagurinn 

var ekki smá frábær. Tónleikarnir með Hamrahlíðarkórnum yndislegir, mörg flott verk sem ég hafði aldrei heyrt og svo fær maður alltaf hroll niður eftir baki við að hlusta á Vorkvæðið hans Jóns Nordal. Sat við hliðina á Hófí og Gunnari Frey, já og Mumma líka, (hann kom síðan við sögu í Eddu I) gaman að hitta netkunningja sína irl. (Varð svo þokkalega meira um það síðar um daginn).

Eddan var stórkostleg. Það er bara svo einfalt. Takk fyrir mig, allir, og pant vera með næst.

Svo var móttaka hjá borgarstjóra, bara flott, nóg að drekka en ekki alveg nóg að borða, fínar snittur en það fengu ekki allir. Sleppti síðustu tónleikum Norrænna, enda var Edda I hápunkturinn og hefði átt að vera lokaviðburður. Bara rugl að vera með eitthvað annað á eftir.

Heim að skipta í grímubúning (ekki mikið svosem, var bara í alsvörtum fötum og með grímu sem Fífa keypti sér í París) og niður á Sólon á grímuballið hennar Önnu.is Geeeeeðveikt partí, hef bara ekki skemmt mér svona vel mjög lengi. Heill hópur af bloggurum, Fríða, Elías, Hugskot, Beta, Harpa, Linda, Kalli, Hugi og Beggi. Er bókað að gleyma einhverjum samt. Bloggarar eru mjööög skemmtilegt fólk upp til hópa :-) Bætti við nokkrum hlekkjum hjá mér. Kom ekki heim fyrr en um hálfþrjú, held ég.

2006-10-14

sko, 

þetta er náttúrlega bara kúl. New Yorker er ekki sem verst tímarit...

2006-10-13

hrikalega 

skemmtilegt á tónleikum áðan. Tja. Reyndar ekki annað verkið á efnisskránni, en hin voru flott. Frekar undarlegt fyrsta verkið, blanda af indversku og módern, svo var verk númer tvö svona 14 mínútum of langt (af 15). Eftir hlé voru tvö stykki, bæði góð en þó sérstaklega nýi píanókonsertinn hans Snorra Sigfúsar. Víkingur Heiðar brilleraði á píanóið, hans hlutur gerði nú ekki verkið verra. En mikið vona ég að þetta verði margflutt, það á það þvílíkt skilið. Snorri er náttúrlega snillingur :-D

Á morgun er maraþon. Þrennir tónleikar. Hamrahlíðarkórinn klukkan 2, Sinfónían klukkan 5 og raftónleikar klukkan 20.30. Sé nú til hvort ég meika raftónleikana. Svo er jú grímuballið hjá Önnu.is annað kvöld. Hmmm. Sjálfsagt lokapartí á Norrænum líka. Bissí dagur/kvöld.

mæli með 

þessu hér - nei, fyrirgefið ÞESSU á morgun. Fór á æfingu áðan, þetta er risaskammtur af Leifs en mjög áhrifaríkt og flott.

2006-10-12

misbrestur 

það virðist vera misbrestur á að myndin við síðustu færslu birtist en hún er hér fyrir þá sem ekki sjá (vonandi skárra að fletta henni upp beint). Lítið vit í færslunni ef myndin sést ekki...

2006-10-11

smjör... Var Michelangelo búinn með allan marmarann sinn?

hún 

Baun var að benda á þetta hér. Viðbjóðslega fyndið.

2006-10-10

barry snilld 

góóðuuur:

Holy heat wave, Batman!
BY DAVE BARRY
(This classic Dave Barry column was originally published on Sept. 20, 1998.)

One evening, my wife mentioned, casually, that she had been talking to the son of one of her friends, a little boy named Alexander, about his upcoming fourth birthday.

''Alexander says he's having a Batman party,'' my wife said.

''Hm,'' I said.

''So I told him that maybe Batman would come to the party,'' my wife said.

''Hm,'' I said.

My wife said nothing then. She just looked at me. Suddenly, I knew who was going to be Batman.

I was not totally opposed. In my youth, I read many Batman comics, and it seemed to me that he had a pretty neat life, disguised as wealthy playboy Bruce Wayne, waiting for the police commissioner of Gotham City to shine the Bat Signal onto the clouds (it was always a cloudy night when the commissioner needed Batman). Then Bruce would change instantly -- it took him only one comic-book panel-into his Batman costume and roar off in the Batmobile to do battle with the Forces of Evil or attend a birthday party.

Of course, Bruce owned his own Batman costume. I had to rent mine. It consisted of numerous black rubber pieces, similar to automobile floor mats, with strings so you could tie them to your body. One piece was shaped like rippling chest muscles, so you could transform yourself, like magic, from a flabby weakling into a flabby weakling wearing an automobile floor mat.

It took me a lot longer than one comic panel to get into this costume, but finally I was ready to speak the words that strike fear into the hearts of criminals everywhere: ''Dear, could you tie my G-string?'' It turns out that a key part of the Batman costume is this triangular floor mat piece that protects the Bat Region. It's very difficult to attach this piece to yourself without help, which could explain why Batman hooked up with Robin.

At last I was ready. In full Bat regalia, I stepped out of the house, and -- as crazy as this may sound-for the first time I truly understood, as only a crusader for justice can understand, why people do not wear heavy black rubber outfits in South Florida. Staggering through the armor-piercing sunshine and 384 percent humidity, I made it to the Batmobile, which was disguised as a wealthy playboy's Toyota Celica.

When we got to Alexander's house, in accordance with our Bat Plan, I remained outside in the Batmobile while my wife went to the back yard, where the party was going on. We had bought Alexander a Batman walkie-talkie set; Michelle gave Alexander one unit and told him to use it to call Batman.

These Batman walkie-talkies contain actual transistors, so when Alexander called me, I was able to hear, on the other unit, clear as a bell, a random bunch of static. Interpreting this as the Bat Signal, I pulled the rubber Bat Cowl over my head, thus rendering myself legally blind, and drove the Toyota Batmobile into the back yard.

The effect on the party guests, as you would expect, was electrifying. The adults were so electrified that some of them almost wet themselves. The younger guests were stunned into silence, except for Matthew, age 1, who ran, crying, to his mom, and probably did wet himself.

With all eyes upon me, I stopped the Batmobile, flung the door open, and, in one fluid, manly motion, sprang out of the seat, then got retracted violently back into the seat, because I had forgotten to unfasten my seat belt. Eventually I was able to disentangle my cape and stride in a manly, rubberized way over to the birthday boy.

''Happy birthday, Alexander!'' I said, using a deep Bat Voice. After that, the conversation lagged, because, let's be honest, what are you going to talk to Batman about? The pennant races? So we just stood there for a while, with Alexander staring at me, and me trying to look manly and calm despite the fact that after 30 seconds in the sun I could have fried an egg on top of my cowl.

Finally the cake arrived, and everybody sang ''Happy Birthday,'' and I announced that I had to go fight crime. Striding back to the Batmobile, I opened the car door, turned dramatically toward the youngsters and said, quote, ''BWEEPBWEEPBWEEPBWEEP.'' Actually, it was the Batmobile that said this, because I had forgotten to deactivate the Bat Alarm. I climbed into the front seat, slammed the door with several inches of cape sticking out the bottom and backed manfully and blindly into the street. Fortunately there was nothing in my way, because I would definitely have hit it, and the law would not have been on my side. (''Mr. Barry, please tell the jury exactly what you were wearing as you backed your car over the plaintiff.'' )

The next day, Alexander's mom reported that the first thing he did when he woke up was turn on his walkie-talkie and call Batman. He said he could hear Batman, but Batman couldn't hear him because he was busy fighting evil supercriminals named Poison Ivy and Mr. Freeze. This was almost true: Batman was actually battling Heat Rash. So he will be out of action for a while.

The next superhero from this household to visit Alexander-and I have made this very clear to my wife-will definitely be Cat Woman.

draugaþema 

ég virðist vera mikið í draugalegu tónsmíðunum í augnablikinu. Annað verkið á stuttum tíma með draugalegum texta. Sá fyrri var Martröð eftir Örn Arnarson en nú er ég að glíma við Hannes Hafstein. Ljóðið heitir Slæðingur og er þokkalega magnað. Tekur fyrir nokkrar íslenskar þjóðsögur, Djákninn á Myrká og Móðir mín í kví kví koma þarna fyrir. Ekki smá gaman að vinna með þetta, vona að það falli í kramið hjá krökkunum.

Slatti af þeim kann enga íslensku, spurning um að leyfa þeim að vera kór II og gera hin og þessi draugahljóð. Hmmmm?

lio 

2006-10-09

atónleikar 

ég held að það sé ekki fræðilegur möguleiki að leiðast á svoleiðis tónleikum. Verulega skemmtilegt í kvöld, að minnsta kosti.

atvinnutilboð 

var að fá stórundarlegt atvinnutilboð í póstinum áðan. Svo sem sjálfsagt ósköp venjulegt spam en nafnið á fyrirtækinu er spes.

Hljómar svona:

Good day Sir/Madam,
We inform you about new vacancies in Violent Cooperation Company.
If you are interested in our offer, please, write an e-mail to our manager Donald Albanese and visit our website
http://violentcooperation.us/j...
to receive a Representative Contract and detailed information about this job.
Best Regards,
"Violent Cooperation" Company

dularfullt. Fengu margir svona? Ætli þetta sé ormur eða lús eða vírus eða eitthvað?

Og við endum á 

ofurdæmigerðri túristamynd frá París.
er þetta nokkuð dæmigerð túristamynd?
Originally uploaded by hildigunnur.

Mig langar í svona 

strá í garðinn.
Þetta eru bara
Originally uploaded by hildigunnur.

fararstjóri par excellence 

horfir til himins. Vorum við svona vonlaus?
fararstjóri par excellence
Originally uploaded by hildigunnur.

og hér er 

smá hluti hrúgunnar kominn heim í eldhús. Þetta var ekki sem verst rjómakantarellupasta.
Kantarellur
Originally uploaded by hildigunnur.

kantarelluhrúga 

leit nokkuð vel út, bara.
kantarelluhrúga
Originally uploaded by hildigunnur.

fuglunum gefið í moskunni 

Fullt af sníkjandi smáfuglum í tehúsi moskunnar. Fífa keypti sér dísæta köku til að geta gefið þeim.
fuglunum gefið í moskunni
Originally uploaded by hildigunnur.

Lúxus í París 

hefði kannski átt að fjarlægja öskubakkann samt, á eiginlega ekki heima með hinu þarna.
Lúxus í París
Originally uploaded by hildigunnur.

dæmigert? 

bagetturnar eru greinilega ekki allar bakaðar á staðnum. Ekki að þær væru neitt vondar...
dæmigert?
Originally uploaded by hildigunnur.

GPS punktur á núllpunkti 

þarna verður náttúrlega að taka fastan punkt á græjuna. Líka uppi í Eiffelturni, þriðju hæð.
GPS punktur á núllpunkti
Originally uploaded by hildigunnur.

og nýja óperan 

við Bastillutorgið. Líka flott en ekki smá ólík hinni gömlu.
Bastilluóperan
Originally uploaded by hildigunnur.

Gamla óperan 

glæsilegt hús.
Gamla óperan
Originally uploaded by hildigunnur.

Nei, lampinn er ekki í forgrunni 

hann er í alvörunni svona stór. Pottþétt stærsti Luxor lampi sem ég hef nokkru sinni séð.
Nei, lampinn er ekki í forgrunni
Originally uploaded by hildigunnur.

þessi gosbrunnur 

minnir svolítið á Harry Potter.
minnir á Harry Potter
Originally uploaded by hildigunnur.

hvaða tré skyldi þetta vera? 

fræbelgirnir minna á vanillustangir
hvaða tré skyldi þetta vera?
Originally uploaded by hildigunnur.

drekaþema í París 

þessi var í grasagarðinum (Jardin des plantes), búinn til úr gömlum umbúðum.
drekaþema í París
Originally uploaded by hildigunnur.

það fór ekki 

mikið fyrir því að það væri kominn október í París. Haust hvað?
grasagarðurinn
Originally uploaded by hildigunnur.

Myndir frá París 

komnar á Flickr ef einhver vill skoða, slóðin er hér ef einhver vill. Slatti af myndum, kannski ég búi til smá syrpu á bloggið. Ég var reyndar ógurlega hugmyndasnauð við að nefna myndirnar, ekki horfa of mikið á nöfnin ef þið kíkið á flickr :-)
Notre Dame
Originally uploaded by hildigunnur.

kenni ekki 

í dag en er að vonast eftir að komast í kennslu á morgun. Krakkarnir líka öll heima, það er starfsdagur í Austurbæjarskóla, foreldraviðtöl á morgun. Ekki nokkur leið að semja með ormana heima. Þyrfti helst að geta hent þeim út til að hafa frið.

2006-10-08

æfingin 

fór náttúrlega á kóræfinguna, þrátt fyrir að geta ekkert sungið. Söng nú samt. Komst meira að segja alveg upp, gat sungið neðst og efst en vantar alveg miðsviðið.

Auðvitað er röddin hálfu verri á eftir.

Held ég ætti ekki að fara að kenna á morgun ef þetta skánar ekki. Versta sem maður gerir við bilaða röddina að tala stanslaust í 4 tíma. Kemur í ljós.

Hrikalega flott músík, annars, sem við verðum með á jólatónleikunum.

fékk 

annars áfall í Body Shop, það er hætt að framleiða mínar elskuðu vanillubaðkúlur. Evrópubúar víst hættir að fara í bað og svona kúlur notar maður ekki svo glatt í sturtu. Fékk eitthvað body mist í staðinn en það er bara ekki það sama. Muuu.

Vorum annars hæstánægð með útkomuna í Formúlunni í nótt. Jón Lárus vaknaði til að horfa og ég vaknaði á - hvað var það - 17. síðasta hring við hljómandi „Yesssss“ innan úr sjónvarpsherbergi.

(sorrí, Anna og Björn Friðgeir)

Þrátt 

fyrir pirringinn á trúarbragðastríðinu og þrátt fyrir að vera stundum ósammála með aðferðir og orðbragð styð ég Vantrúarfólk í viðleitninni gegn því að þjóðfélag okkar verði svona. Kannski ekki mikil hætta á því en maður veit samt aldrei. Höfum við ekki yfirleitt elt Bandaríkin? Hef oft hugsað að Íslendingar séu blessunarlega heiðnir en var ekki einhver könnun um daginn sem leiddi í ljós að til er fólk hér sem trúir á intelligent design?

stóra H 

ég er ekki vön að komast niður í stóru áttund. Úff. Stór og feit og þykk raddbönd. Gæti náttúrlega bara sungið bassann á æfingunni á morgun...

2006-10-07

raddlaus 

ligg svona fimmund neðar en ég er vön og ekki séns að ég komi upp tóni. Gæti verið að ég bæði þennan hér að sjá um lyklamál á æfingunni annað kvöld og beili bara. Kemur í ljós.

booooring 

vá (fyrir dyrum) hvað ég er orðin hrikalega leið á þessari trúar/vantrúardeilu. Þegar fólk er farið að kalla hvert annað nöfnum eins og í sjö ára bekk fer ég að forðast að fara inn á síðurnar.

Getum við ekki verið sammála um að vera ósammála um þetta, folks?

ekki 

gleymdist nú kóræfingin. Ég var á foreldravaktinni og ýmislegt kemur upp, meðal annars beit einn strákur annan, (ekki þó inni á æfingunni heldur í kaffihléi). Sá bitni var alveg eyðilagður jafnaði sig ekki fyrr en hann fékk plástur. Hann var nú ekkert alsaklaus, hafði verið stanslaust að egna hinn hálft hléið. Strákar.

2006-10-06

heimasímalaus 

við erum búin að vera heimasímalaus síðan á þriðjudaginn í síðustu viku. Samkvæmt Vódafóni liggur vandamálið hjá Símanum. Eiturpirrandi, bæði er náttúrlega rándýrt að hringja öll sín símtöl úr gemsa og svo heyrist ekki betur en við séum ekki heima þegar hringt er í okkur.

Sem betur fer er netið ekki niðri. Annars væri ég farin á límingunum fyrir viku.

Svo er ég einhverra hluta vegna hrædd um að gleyma kóræfingu drengsins í fyrramálið. Minni mig hér með á.

2006-10-05

Norrænir tónlistardagar 

hófust í dag klukkan 18.00 með móttöku og skemmtimúsík í Ráðhúsinu. Menntamálaráðuneytið (sem bauð til móttöku) gerði klassísku mistökin að bjóða upp á fullt að drekka og ekkert að borða, sem þýddi að á sinfóníutónleikunum á eftir var fullt af rallhálfum sársvöngum tónskáldum. Þó ekki eingöngu, á tónleikunum var slatti af öðru fólki, alls ekki vandræðalega tómt þó ég væri vel að ýkja segði ég salinn hafa verið þéttsetinn.

Rakst meðal annars á þennan bloggara, reyndar ekki í fyrsta skipti eins og við annars vorum sammála um, man nefnilega núna eftir að hafa spjallað við hann á Kaffibarnum eitt föstudagssíðdegi fyrir svona 6-7 árum, ásamt vinkonu Hanson.

Tónleikarnir voru annars skemmtilegir, verkið hennar Þuríðar þrælflott, sænska stykkið þar á eftir reyndar eitt það alleiðinlegasta sem ég hef komist í kynni við (verðlaunaverk víst, hvort segir það meiri sögu um dómnefndina eða hin verkin sem voru send í viðkomandi keppni)? Rúmlega blásaraverk eftir hlé, hressilegt og passlega stutt og svo partar úr óperu eftir Bent Sørensen í lokin, ekki alveg auðmelt en ég væri alveg til í að sökkva mér betur í verkið, gæti trúað að það sé þrælflott.

En semsagt, músíkveisla næstu 10 daga. Verð að muna að hringja inn í Sinfó og festa mér miða á Edduna.

skyldulesning 

bloggið hennar Önnu er algjör skyldulesning í dag

2006-10-04

haugur 

nei, fjall

af hreinum þvotti sem ég þarf að ganga frá.

Sé um þvott á fatnaði hér heima í skiptum fyrir að betri helmingurinn þvær gólf. Góð skipti finnst mér. Að minnsta kosti þegar ég þarf bara að þvo fötin og hengja upp (nei við eigum ekki þurrkara. Nei, okkur langar ekki í slíkan). Allt í lagi að taka þau niður af snúrum líka, en það er þetta með að ganga frá inn í skápana...

nokkrir 

punktar sem ég gleymdi eru hér

2006-10-03

ferðasagan 

kemur í smábútum, neiannars ætli ég hlífi ekki lesendum við öðru en punktum. Best að vera ekkert að lýsa öllum löngu göngutúrunum, var dauðfegin að vera ekki með yngri krakkana með okkur. Tja, Freyja hefði nú reyndar örugglega staðið sig vel, er ekki alveg eins viss með litla herramanninn.

Skemmtilegustu/eftirminnilegustu Parísaratriðin voru:

gönguferðin með Parísardömunni, náttúrlega

útiljós sem lesljós yfir rúmunum

leiðinlegu þjónarnir tveir sem vildu ekki selja okkur bjórglös

skemmtilegu þjónarnir tveir sem vildu heldur ekki selja okkur bjórglös heldur gáfu okkur dittó (hvar haldið þið að við höfum gefið tips?)

útihurð með gleri inn á baðherbergið á hótelinu (skárra samt en á fína Sherlock Holmes hótelinu í London, þetta gler var þó sandblásið)

að hafa eiginlega hætt við að leita uppi nýja óperuhúsið í París þar sem það væri víst svo langt út úr en rekast síðan alveg óvart á það fimm mínútna gang frá hótelinu.

að fá bæði að smakka kebab í fyrsta skipti (ljómandi gott) og mat frá Gabon, (ekki síðri) sama daginn.

karlinn sem réðst að okkur þar sem við vorum í friði og spekt að borða kjúklingaréttinn frá Gabon, hrifsaði tauservéttu og brauðið sem við höfðum skilið eftir, varð fúll yfir að við höfðum klárað allan kjúklinginn, pakkaði brauðinu inn í servéttuna, tók hnífinn hennar Fífu og ráfaði burt. Veitingamaðurinn yppti bara öxlum þegar við sögðum honum frá þessu; svona er París.

skemmtilegi blóma- og dýragarðurinn í Jardin des plantes. Þar hefði ég viljað hafa þau yngri með.

forforljóta umhverfið í tækniháskólanum.

allar bráðfallegu byggingarnar í borginni.

diskasafnið hans Arnauds. 5 heildarútgáfur af Cosi! Vá! (já og Kristín, þú mátt skila til mannsins þíns að upptakan sem ég var að tala um er hér)

Jú jú, svo tókum við líka túristapakkann, fórum upp í Eiffelturninn, skoðuðum sigurbogann hinn eldri, Pompidou og fleira. Louvre var hins vegar sleppt og það var ekki einu sinni vegna safnaóbeitar minnar. Vannst bara ekki tími.

Er pottþétt að gleyma einhverju. Gerir ekkert. Myndir koma fljótlega á flickr.

árans 

það er búið að útfæra hugmyndina mína.

2006-10-02

París 

Komin heim eftir snilldar Parísarferð. Búin að sækja Freyju til ömmu og afa, ná í Finn á kóræfingu (tja, Jón gerði það reyndar), elda pasta með frönskum kantarellum í rjómasósu (ekki verst) og fara sjálf á eina kóræfingu. Þreytt.

Of þreytt fyrir alvöru ferðasögu, en verð að minnast á alvöru franska kvöldmáltíð í fimm hlutum hjá Parísardömunni og fjölskyldu í Copavogurei. Fordrykkur, forréttur, aðalréttur, ostar og desert, flott vín með öllu og ekki síst frábær félagsskapur. Takk fyrir okkur :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?