<$BlogRSDUrl$>

2006-07-31

ég held 

að ég sé mögulega að vinna bug á sjónvarpsfælninni. Horfði á Criminal Minds nærri allt áðan, stóð bara einu sinni upp. Og það var til að senda litla gaur í háttinn.

2006-07-30

þegar 

börnin eru þögnuð og slökkt hefur verið á sjónvarpinu heyrum við greinilega sigurrósarlega tóna. Um einn og hálfan kílómetra frá fjærenda Klambratúns, þar sem ég get ímyndað mér að tónleikarnir séu.

Ég vildi ekki búa í Norðurmýri eða Hlíðunum og leiðast Sigurrós.

Hálflangaði reyndar á tónleikana. Ég held að þeir hafi ekki getað fengið betra veður, stillt, þurrt og ennþá yfir 14 stiga hiti, þó klukkan sé að verða kortér yfir 11. Frábært, bara.

döög 

2006-07-29

skelkuð 

vorum við hér heima í dag þegar litli gutti hvarf.

Hann er nýfarinn að fá að fara sjálfur út í Dreka að kaupa sér nammipoka stöku sinnum, í dag engin undantekning. Við á fullu að taka til og þrífa. Örugglega kominn hálftími þegar ég tek allt í einu eftir því að gaurinn er ekkert kominn til baka. Ég út í sjoppu, jújú, þangað hafði komið lítill ljóshærður gutti með gleraugu og keypt sér nammi fyrir 150 kall. Passar. Svona 20 mínútur síðan.

úff!

Leitað á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, náttúrlega rólóinn hér bak við og leikskólalóðin á móti. Enginn Finnur. Skiptum liði, Jón fór í dótabúðirnar á Laugaveginum og Vínberið, ég í Krambúð og þaðan upp á Hallgrímstorg, á Grænuborgarlóð, í styttugarðinn við Hnitbjörg. Algerlega Finnlaust svæði.

Enginn heima hjá besta vininum á móti. Heilmikið vesen við að finna út símanúmer pabbans, hann svo ekki með símann opinn. Grafin upp leikskóladeildarsímaskráin frá síðasta hausti, ég fer í að hringja í alla. Ekkert kom út úr því.

Þarna er liðinn um klukkutími frá því hann hvarf.

Hringt í lögregluna. Þeir lofa að senda bíl til að svipast um eftir sex ára gutta í svörtum buxum og grárri peysu, ljóshærðum með gleraugu.

Síðasta sem mér datt í hug var að það býr lítil stelpa hér í þarnæsta húsi. Ekki trúlegt að Finnur hefði farið inn til hennar, ég veit aldrei til að þau hafi leikið sér neitt saman. Ákveð að fara samt og banka upp á. Þegar ég kem að dyrunum heyri ég kunnuglega rödd innan frá. Jú jú, þar var minn litli maður á leiðinni niður tröppurnar. Hafði ekki verið hjá stelpunni heldur hafði hitt nýja strákinn á leikskólanum (kom um miðjan vetur og var þ.a.l. ekki í símaskránni), sá var í heimsókn hjá frænku sinni sem býr í þessu húsi. Höfðum ekki hugmynd um þessa tengingu. Fólkið hafði ekkert athugað að láta okkur vita. Get ekki álasað þeim, þetta kom einu sinni fyrir okkur líka. Jón Lárus segir frá líka á sinni síðu.

Ekki skemmtileg lífsreynsla.

Matarboðið tókst annars vel, þó við hefðum þurft að lækka viðmiðunarstigið á hreinleikastuðlinum örlítið.

fann annars 

snilldar útvarpsstöð á netinu; hún er hér. Heitir Helios og er the most esoteric radio station on the whole Internet samkvæmt Kevin netkunningja mínum og samtónlistarnörd. Viss um að sumir lesendur mínir hér hefðu gaman af henni. Auglýsist sem sagt hér með.

íbúðin 

er algerlega í rúst. Drasl og skítur og viðbjóður

Þannig að ég gerði það eina í stöðunni. Bauð fólki í mat í kvöld. Maturinn kominn í ofninn og tiltekt á fullt. Meira en hálf fjölskyldan ekki í bænum/á landinu þannig að við buðum þeim fjórum sem eftir eru. Langsteikt svínarif, sem sagt sullumatur í boði. Í uppskriftinni segir meira að segja að það sé erfitt að borða þetta með puttunum, hvað þá hníf og gaffli. Svo er að vita hvort þetta slær út rifjunum á Hereford, þau eru ágæt.

Arrg. Gersamlega að klikka á þessu! Býður maður ekki upp á bjór með svona mat? Kannski Jón nenni að hlaupa út í Austurríki og kaupa bjór.

2006-07-28

íslensk 

slagorð

hafa tendens til að vera í 6/8 takti.

annars var mótmælastaðan í dag ágæt, hefði mátt vera svona tíuþúsund manns í viðbót við þessa, hvað, fjögur - fimmhundruð sem voru (ágiskun svona sirka beint út í bláinn en gæti verið nokkuð rétt) Og bara stemning á staðnum. Ekki sást nú mikið líf í sendiráðinu, fremur venju.

litli gaurinn 

er í útlegð hjá ömmu sinni og afa, fór á þriðjudaginn og kemur aftur í dag. Búið að vera frekar tómlegt. skrítið að leggja bara 4 diska á borð í stað 5. Unglingurinn sést lítið heima hjá sér líka, síðasti dagurinn hennar í unglingavinnunni í dag og svo var ein besta vinkona hennar að koma heim úr hálfs árs dvöl í Mozambique, þannig að ef Fífa er ekki í vinnunni er hún hjá Steinunni að skoða myndir, heyra frásagnir og festa hengirúm í tré.

Miðbarnið er hálf munaðarlaust, systkinin sjást ekki og allar vinkonurnar einhvers staðar í burtu. Bjargast með fyndnabarninu litlufrænku í dag og svo kemur jú bróðirinn heim síðdegis.

Ágætt að hafa vinnufriðinn, reyndar...

allir að mæta 

hingað á eftir. Algjör skylda!

2006-07-27

hægagangurinn 

virðist að baki, ætli sæstrengurinn hafi verið niðri?

Kom nótum og diski af mér í gær, mikið ógurlega yrði nú gaman ef Guðbrandsmessan mín yrði flutt í Litháen. Ekkert í hendi en maður má nú láta sig dreyma. Lengi langað til að koma því verki betur á kortið. Watch this space.

Mínúta eða svo vannst í dag í píanótríóinu. Enda eins gott, það þarf helst að vera tilbúið í byrjun september. Gengur hægt með sinfóníuna, hins vegar. Mjakast þó.

2006-07-25

vipta 

Jón Lárus hamast við að setja upp viftu yfir eldavélinni. Þriðji áfangi nýs eldhúss. Snilld, bara. Þá getum við loxins farið að djúpsteikja af einhverju viti...

 

að Amazon.com væri farið að höndla með matvöru og hugsaði mér gott til glóðarinnar að panta ruslfæði frá Brandararíkjunum. (Kraft Luxury Mac&cheese, Jell-o með vatnsmelónubragði, Cheetos og svo lax í dós (ókei, kannski ekki junkfood)). Fyrsta hindrun: Voru ekki með Cheetos. Ókei, þoli það. Svo kom stóra hindrunin. Matvæli ekki seld utan Bandaríkjanna. Oooo.

Skil reyndar ekki hvers vegna lax í dós fæst ekki hér. Góður ofan á brauð. Hvernig væri að Ora tæki þetta til athugunar.

kötturinn 

er gersamlega athyglissjúkur síðan við komum heim. Nágranni okkar hér í húsinu á bak við sá um að gefa henni mat og klapp einu sinni á dag en hún er svo mikil félagsvera að hún hefur pottþétt verið einmana.

Annars erum við að missa þessa frábæru nágranna, þau voru að kaupa sér hús í Njarðvík. Muuuu.

2006-07-24

ský 

skemmtilegt að sjá þokuna læðast svona út fjörðinn, sjá bæði undir og yfir og allt um kring.
þoka
Originally uploaded by hildigunnur.

Húslestur 

Jón Lárus þýddi Ástrík úr ítölsku fyrir mig og krakkana. Náði að lesa allan Ástrík í Heilvitalandi og hluta af Bretalandi líka.
Húslestur
Originally uploaded by hildigunnur.

Tækjafríkin 

í sveitaferð. Heil 6 hleðslutæki með í för og sum dugðu meira að segja fyrir fleiri en eitt tæki. Símahleðslutækið ómissandi þjónaði þremur símum, 3 myndavélar, sama tæki, 2 poddar, sitt hvort tækið, tölvan hennar Fífu, 1 tæki og svo GPS tæki Jóns Lárusar, eitt tæki. Svo var GameBoyinn hans Finns með en hann tekur bara venjuleg batterí þannig að honum fylgdi ekki hleðslutæki.

Bilun?

Tækjafríkin
Originally uploaded by hildigunnur.

fjaran 

ótrúlega flott mynstur sem myndast þarna í sandinum. Smá skeljasandur blandaður við venjulegan svartan, líklega heldur léttari þannig að hann flýtur ofan á og færist með straumnum.
mynstur í sandi
Originally uploaded by hildigunnur.

Finnur og kuðungurinn 

þessi var sprelllifandi og fékk að fjúka aftur út í sjó
Finnur og kuðungurinn
Originally uploaded by hildigunnur.

séð yfir Dýrafjörðinn 

held að varla megi mótmæla því að þetta sé fallegt...
séð yfir Dýrafjörðinn
Originally uploaded by hildigunnur.

Súkkulaðikakan 

á Hótel Núpi sveik ekki. Heimalagaður ís með, ekki síðri. Mmmm!
Súkkulaðikakan
Originally uploaded by hildigunnur.

Fuglalífið 

var ótrúlegt, ég hef ekki tölu á öllum þeim tegundum sem við sáum í ferðinni. Örugglega 5-6 tegundir bara í garðinum. Sáum samt ekki rjúpufjölskyldu í garðinum núna, síðast þegar við komum vestur bjó rjúpa með 4-5 unga þar.
Máríuerla á palli
Originally uploaded by hildigunnur.

Þetta var ekki 

með því óþægilegasta. Sést nú ekki að ég hafi tekið lit þarna samt. En ég verð heldur aldrei nokkurn tímann brún á fótunum nema með aðstoð brúnkukrema.
Pallasælan
Originally uploaded by hildigunnur.

Munur að hafa 

góða hjálp við sláttinn. Reyndar hefðu stelpurnar frekar kosið að við værum með okkar sláttuvél, bæði er hún stærri (sem er reyndar fyndið, smá stærðarmunur á görðunum - í hina áttina) og svo hirðir hún heyið sjálf. Þær höfðu samt ekkert nema gott af því að raka smá.
Kaupakona 1
Originally uploaded by hildigunnur.

talandi um læk... 

þetta var nú frekar kalt en hún lét sig hafa það. Þetta er bútur af læknum sem rennur í gegn um garðinn á Ytri húsum. Drykkjarvatn hússins er tekið úr honum (ofar en þetta, samt). Eini kosturinn við loftkuldann fyrir vestan var að vatnið var kalt og gott
kalt bað
Originally uploaded by hildigunnur.

Lítill herramaður 

hæstánægður í Dýrafirði. Hann var nú ekki alltaf jafn spenntur fyrir að fara út, þurfti að draga hann út úr fýlunni. Mikið auðveldara að sitja bara inni og horfa á spólu eða leika sér í GameBoyinum sínum.

Þegar hann var kominn út var náttúrlega varla hægt að draga hann inn, hins vegar. Endalaust hægt að leika sér í stóra garðinum með læknum.

Finnur
Originally uploaded by hildigunnur.

Vestfirðir 

ég held að ég sé húkkt á Vestfjörðum. Svona eins og þjóðverji með íslandsdellu.

Samt gerðum við nú svo sem ekki mikið. Aðallega afslöppun, sundferðir, oftast á Suðureyri, útilaugin heillar, en líka í Þingeyrarlaugina. Svo er kominn þessi fíni stóri pallur við húsið (held hann sé sexfaldur á við okkar hér í horninu á garðinum). Mikið hægt að grilla og liggja í sólbaði þó golan væri ekki sérlega hlý.

Mér tókst t.o.m. að taka smá lit. Og það þrátt fyrir Proderm 20. Mesta furða.

Bóndinn og dæturnar gengu á Mýrafellið, sonurinn harðneitaði fjallgöngu þannig að við urðum eftir heima í Ytri húsum. Víst ágætt, klifrið var feikinóg fyrir Freyju að minnsta kosti. Sama gilti um veiðiferð í Núpsá, við reiknuðum ekki með að sá litli hefði þolinmæði í að veiða. Enda veiddist ekki neitt. Fórum þó öll í fjöruferð.

Út að borða á Hótel Núpi, nýr rekstur þar á bæ, frábært kvöld. Þjónustan, matseðillinn og enn frekar vínseðillinn (hmm, hvers vegna hann sé ekki á netinu? Og hvers vegna eru þau ekki með síðuna á íslensku líka?) þar geta vel mælt sig við bestu veitingahús hér í bæ. Eina sem við höfðum út á kvöldið að setja var að sumt sem við ætluðum að panta var uppselt þegar við komum (og þó komum við ekki seint, 8 á föstudagskvöldi og staðurinn er opnaður klukkan 7). Mæli með að fólk skjótist á Núp og fái sér að borða, sé það statt fyrir vestan. Efast satt að segja stórlega um að það sé svona góður veitingastaður annars staðar á Vestfjörðunum. Megið leiðrétta mig, Vestfirðingar, ef þetta er ekki rétt.

Kannski maður fari að kíkja á þessar rúmlega 200 myndir og sjá hvort eitthvað vit er í þeim. Sjálfsagt mest af fjölskyldunni úti á palli að drekka bjór og leysa sudoku eða eitthvað álíka.

humm 

seinna í dag, það er að segja

farin að sofa

gnat

æm 

hóm

toppferð vestur

þreyttur

meira á morgun

2006-07-13

í dag 

var síðasti dagur litla gaursins í leikskólanum.

Mér þykir það pínu sorglegt. Er búin að vera með barn á Grænuborg samfleytt í 12 ár. Fífa fékk pláss þar sumarið '94 og eftir það hefur ekki komið til greina að setja börnin á aðra leikskóla. (og það þrátt fyrir að búa beint á móti öðrum örugglega ágætis leikskóla hér í borg) Frábært starfsfólk og stjórnendur, auðvitað hefur skólinn ekki farið varhluta af tíðum starfsmannaskiptum eins og aðrir leikskólar í borginni, ég veit að henni Gerði leikskólastjóra hefur þótt hrikalegt að geta ekki boðið sínu frábæra fólki almennileg laun. Einhvern veginn hefur samt valist þarna úrvalslið á allan hátt, góður kjarni hefur líka verið þarna allan tímann. Ég held að það sé á engan hallað þó ég nefni sérstaklega hann Kalla sem er búinn að vera algjör klettur þarna frá því fyrir minna barna tíð.

Sem dæmi um það sem við höfum notið á Grænu er að þegar hún Freyja var greind með eyrnabólgu og hálfheyrnarlaus við þriggja og hálfs árs aldur, kunni lítið að tala og tjá sig öðruvísi en með teikningum fékk hún ómetanlegan stuðning, starfsmaður var sendur á talþjálfunarnámskeið og barnið fékk taltíma svo til á hverjum einasta degi þar til hún hætti í leikskólanum 6 ára. Hún er núna með þeim hæstu í bekknum sínum og það ber ekkert á því að hún hafi verið svona sein í gang.

Þakka ykkur endalaust fyrir börnin mín, þið eigið sannarlega stóran þátt í hvað þau eru heilsteyptir einstaklingar.

Finni finnst þetta hins vegar ekki spor sorglegt. Hann hlakkar ótrúlega til að byrja í skóla í haust. Vonandi verður hann ekki fyrir vonbrigðum. Það væri óskandi að allt skólakerfið stæði sig með eins mikilli prýði og leikskólinn Grænaborg.

ekki 

förum við vestur í dag, því er nú verr og miður. Startarinn í bílnum bilaður, var sendur frá Kvikk á annað verkstæði og við fáum ekki bílinn í dag. Sitjum því súr heima.

Best að taka Pollýönnuna á þetta, skárra að þetta gerðist núna en annaðhvort uppi í Skálholti eða þá í kvöld, einhvers staðar í afdölum, stopp til að fá okkur nesti, langt frá mannabyggðum.

Hins vegar ekki víst að við förum á morgun heldur þó við fengjum bílinn þá, ömurleg spá. Kemur allt í ljós.

þetta 

hér er náttúrlega lygi. Ég sem er harður antiValsari

Annars á þetta eiginlega enn betur við hana nöfnu mína, rétt föðurnafn og allt.

verkstæði 

bíllinn kominn upp í Kvikk þjónustu, er ekki svolítið skerí þegar maður er búinn að læra símann á viðgerðarverkstæðinu sínu utan að?

Vonandi að við komumst af stað í kvöld. Liggur við að ég þori ekki að búa til nesti, gæti jinxað dæmið. Er nú samt að hugsa um að pakka niður, það geymist þó fram til morgundags, þó samlokur gætu orðið pínu þreyttar.

2006-07-12

langt síðan 



ég hef birt myndasögu. Maður þorir varla lengur, þeir hjá GoComics verða fúlir þegar bröndurunum er rænt af síðunni.

og svo 

datt Lisa út í ANTM. Kom mér gersamlega á óvart, hélt hún væri ein af þessum karakterum sem dómararnir mættu ekki dæma út fyrr en svona þriðja síðastan. Hmmm. Kannski er þetta ekki alveg eins hönnuð framvinda og maður heldur.

aaarghhhh! 

bíllinn er bilaður! Vonandi fáum við gert við hann á morgun svo við komumst í sumarfríið langþráða. Greyið er reyndar búinn að vera svolítið mikið á verkstæðinu undanfarið, það hefur samt allt saman verið eðlilegt viðhald þar til núna allt í einu fór hann ekki í gang. Muuuu. Hringja í Kvikk í fyrramálið strax klukkan 8. Við erum fastakúnnar, kannski getur hann Siggi kippt bílgreyinu inn fyrir okkur.

veit einhver 

hvernig ástandið er á Þorskafjarðarheiðinni, þessa dagana? Keyrðum þá leið í fyrra þegar við fórum vestur, fljótlegast ef heiðin er ekki þeim mun verri.

dómur 

fengum bara frábæran dóm í Mogganum, Jónas Sen sagðist hafa verið kominn hálfa leið til himnaríkis í lok tónleika. Hann er afskaplega hrifinn af tónlist Úlfars en kórinn fær sinn skammt af hrósinu líka. Alltaf gaman að fá hrós, sko :-D

2006-07-11

aahhh 

búið að negla einn góðan til að passa hús, blóm og kött á meðan við erum í burtu. Sneld.

kalt 

hrikalega kalt hér inni. Fékk lánaða lopapeysuna hennar dóttur minnar (mína fyrrverandi, sem amma mín prjónaði og dóttirin búin að nota í allan vetur) þar til dóttirin tilkynnti að henni væri líka kalt þannig að ég neyddist til að fara og ná mér í mína eigin núverandi peysu.

mér finnst þetta sumar svindl.

Náðum reyndar ansi góðum sólböðum í Skálholti um helgina. Eiginlega allt of heitt á pallinum sunnan við hús. Meira þannig, takk!

2006-07-10

kennslumat 

var loksins að kíkja á kennslumatið fyrir önnina.

takk krakkar, þið eruð frábær :-)

ætli 

þeir hafi verið að taka upp nýjan Dave Allen skets?

úff 

hrikalega þreytt í dag. Örmagnaðist nærri því af því að fara með stráksa í leikskólann

iiii, djók

Samt þreytt. Langar mest til að fara í heitt bað og leggjast svo upp í rúm með bók restina af deginum. Ekki alveg viss um að ég komist upp með það samt. Hellingur sem þarf að þvo, fötin okkar Freyju síðan í vikunni, útilegugallann af drengnum, glás af handklæðum, sundfötin, út úr bænum á fimmtudaginn sko. Rúm vika vestur á fjörðum. Verður frábært. Maður ekkert heima hjá sér þessa dagana.

2006-07-09

réttur búningur 

Ég slysaðist til að kaupa réttan landsliðsbúning á litla gaurinn minn. Hann mætir stoltur í honum á morgun í leikskólann :-D Til hamingju, Ítalir. Frakkar voru reyndar betri í seinni hluta leiksins en svona gerist þetta bara stundum.

er að 

halda í mér með að fara blogghringinn, við vorum búin svo seint í dag að við náðum ekki leiknum. Ætla ekki að kíkja á hvernig hann fór fyrr en Jón Lárus, Fífa og Finnur eru búin að horfa á upptökuna.

komin heim 

eftir aldeilis frábæra viku uppi í Skálholti. Sungið, borðað, sungið meira, farið í sund, borðað meira, sungið meira, rauðvín á kvöldin, Freyjuskotta með, fínt bonding hjá okkur. Liðið mitt kom svo um helgina, mínus Finnur reyndar, hann fór í útilegu. Tónleikarnir gengu mjög vel, þó nokkrir sem sögðu kórinn ekki hafa verið betri lengi. Frábært, bara. Vorum reyndar í intensíf samhljómsvinnu og það skilaði sér greinilega.

En það er samt oooofboðslega gott að vera komin heim. Jaháts!

2006-07-02

Þá er það 

Hálskolt á morgun. Eitthvað kíki ég nú sjálfsagt á netið uppi í Skálholtsskóla, það er að segja ef tölvan þar er ekki eins þrælbögguð og hún var í fyrra. Pésarusl, sjálfsagt full af vírusum. Bjakk.

Annars takmarkað samband fram á sunnudagskvöldið níunda.

2006-07-01

við sáum 

tvö eintök af trúboðajakkalökkum á tali við Auði Haralds á Frakkastígnum í gær.

vesalings mennirnir.

Svo keyptum við ilræktaðar íslenskar gulrætur í Bónus áðan. Ég er ekki alveg viss um að ég kæri mig um að vita hvernig sú ræktun fer fram...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?