<$BlogRSDUrl$>

2004-11-30

æji, æji, æji!

Gersamlega steingleymdi hómópatatímanum hennar Freyju í gærmorgun. Ekki hjálpar það nú upp á skapið í mér... Verð að hringja og biðjast afsökunar.

2004-11-29

nú ætla ég að koma með aðra verulega cryptic færsluna sama daginn:

ég er ýkt brjáluð!!! Upptekin, og fúl.
garg

Fyrir nokkrum mánuðum skiptum við hér á heimilinu um tryggingafélag, fórum frá Sjalmennum yfir í lítið en traust tryggingafélag sem heitir Vörður.

Og nú er náttúrlega VÍS búið að kaupa Vörð. So much for samkeppni. Hvergi vært

urr!
vá hvað ég sé mína sæng upp reidda núna fram á fimmtudag.

2004-11-28

Frumraun mín sem alvörukórstjóra að baki, gekk bara fínt. Var ekkert stressuð, nema á einum stað, þar sem ég hélt að þetta væri að fara í sundur, en þessi frábæri kór minn leiðrétti sig sjálfur, held að enginn hafi tekið eftir villunni nema við, varla tónskáldið. Þetta er svolítið skemmtilegt, þó það sé skrítið að syngja ekki með.

Fyrripartur dagsins fór hins vegar í þrif, herbergið krakkanna var í þvílíkri rúst, tók óratíma að sortéra legókubbana, dúkkufötin og allt hitt smádótið. Nú voða fínt, hvað ætli það haldist lengi?

Hentum líka út fullt af skóm og fötum, sumt í ruslið, annað fer í Góða hirðinn. Þvílík hreinsun.

2004-11-27

Húrra, fékk sturtu hjá Begga alltaf gaman að vera sakaður um að vera hrokafullur og snobbaður, snilld!

Fer hins vegar ekki ofan af því að þjóðsöngur vor er hátíðlegur, fallegur og frábær tónsmíð, þrátt fyrir að vera ekki mjög auðsyngjanlegur. Hvers vegna þarf maður alltaf að nota lowest common denominator (þýðingu, snillingar hérna, plís) og detta niður í lágkúruna alls staðar vegna þess að einhverjum finnst eitthvað erfitt.

Fer ekki út í textamálin, reyndar, kannski helsti gallinn á þjóðsöngnum að hann er sálmur.
Ekki fór Skúli áfram en ég held nú samt að bestu keppendurnir hafi farið áfram í gær. Heyrði reyndar ekki allt því hluti af þættinum var sendur út mónó, þannig að ekki nóg með að myndin hafi verið rugluð heldur fór hljóðið líka í köku.

Nú þarf maður hins vegar ekkert að horfa meira úr því að Skúli datt út.

2004-11-26

Hnaut um grein eftir umhvurn Önund sóknarprest í Fréttablaðinu í dag. Þar andskotast hann út í auglýsingar Vínbúðar um vínin með jólamatnum. Mér finnst svo sem allt í lagi að hvetja til þess að fólk sé ekki að fá sér í glas um jólin en þessi málsgrein satt að segja stuðaði mig svolítið: ,,Vel má vera að meining þessa ríkisfyrirtækis sé sú að veiða landann upp úr ,,sjeniversbrúsunum" og sleppa þeim í léttvínsámurnar í staðinn, í þeirri heimskulegu trú að slíkt sé til einhverra verulegra bóta. En reynslan sýnir að léttvín með mat er viðbót við sterkt vín fyrir og eftir mat; fæstir nema fársjúkir setja í sig ,,sjeniver" með mat. Þess vegna er það létta kærkomið þeim sem geta ekki haft á sér hemil"

Speak for yourself, kæri prestur. Við léttvínsdrykkjufólk erum ekki öll bara að bæta rauð- hvít- og freyðivíninu við brennivínsþambið klukkan 6 og 9. Mér finnst reyndar líklegast að við hér heima fáum okkur jólaöl og appelsín með jólasteikinni, en þó við skiptum á milli okkar einni rauðvínsflösku efast ég um að börnin okkar biðu skaða á sál sinni.
Já, svo er það náttúrlega Skúli í Ædollunni í kvöld

tojtoj, Skúli, halda ekki annars allir með honum ;-) Verst að vera ekki með stöð 2. Og Ragnheiður vinkona í útlöndum þannig að ég get ekki farið þangað í heimsókn til að horfa. Hmm. Hver er með stöð 2 og vill fá mig og krakkana í heimsókn?
Ekki sýnist mér ég komist á Miracle í kvöld :-( Eins og það hefði nú verið frábært. Eitthvað ógurlegt vinnupartídæmi hjá bóndanum, hálfgerð skyldumæting, viðskiptavinum boðið. Erum svo að fara út annað kvöld og mér er eiginlega svolítið illa við að vera í burtu frá krökkunum tvö kvöld í röð, svona ef ég kemst hjá því.

2004-11-25

mikið þreyttur núna, ekki veit ég hvers vegna. Léttur og löðurmannlegur dagur, unnið smá í morgun, sungið við eina jarðarför, jú svo fimmtudagsskutlið venjulega og farið í ræktina, út að versla líka, sækja Fífu í kór, heim, elda, stutt æfing fyrir tónleikana á sunnudaginn.

Hvernig væri ég eiginlega ef ég hefði líka verið að kenna í dag? úff!
Kisa kom með upp á leikskóla eina ferðina enn. Á leiðinni til baka spurði Eysteinn í Krambúðinni hvort þetta væri minn hundur!

2004-11-24

nú nálgast óðum 40000 á teljaranum. (Björn, bannað að ýta á refresh ;-) Ekki að vita nema séu verðlaun í boði fyrir fjörutíuþúsundasta (fertugþúsundasta) innlit á síðuna.
Búið að leggja inn breiðband hjá okkur, svo er að sjá hvort við höfum áhuga á að tengjast því. Ætli Síminn sé enn með þessa pakka? Mig langar í dönsku stöðvarnar, Discovery, BBC Food og krakkana langar í Cartoon Network, síðast þegar ég vissi var þetta allt saman sitt í hvorum pakkanum. Einhverjir kvörtuðu undan því að Skjár 1 hyrfi en við sjáum hann hvort sem er ekki þannig að það breytir svo sem engu. Hmmm.

2004-11-23

Æfing í SÁ búin alltaf jafn gaman. Þurfum að fá fleiri raddir með á æfingarnar samt (hvar var eiginlega Finnbogi í kvöld? Og Jón Guðmunds? Hélt að báðir hefðu verið boðaðir) Næsta æfing á Jólasögunni er ekki fyrr en 7. des. Amk eins gott að koma til þeirra nótum...

Önnur kisubjörgun í kvöld, lítill kafloðinn svartur kettlingur var búinn að vera að þvælast hér í dag, og þegar hann var enn hér í kvöld rýndum við Fífa í merkimiðann hans, þar sást með naumindum símanúmer, ég hringdi og kisugreyið var komið svolítið langt að heiman (frá númer 38 til okkar á númer 6) Eigandinn var ekki heima þannig að ég tölti með köttinn heim og inn um glugga.

Eins gott að ég þurfti ekki að taka þennan inn líka. Ekki viss um að Loppa hefði tekið honum fagnandi. En sætur var hann.
Freyja spilar þessi ósköp á tónleikum þann 4. des. Bæði með sellóhópnum sínum og hljómsveitinni. Fyrstu hljómsveitartónleikarnir hennar. Mér finnst alveg hræðilegt að geta ekki verið þar. Kannski amma og afi taki vídeómynd af þessu. Hún er búin að standa sig svo vel í hljómsveitinni, skottan litla. Snarfer fram á sellóið þessa dagana. Hafði náttúrlega nógan tíma í verkfallinu.

Finni gengur líka vel á víóluna, hann biður um að fá að æfa sig á morgnana fyrir leikskóla. Ókei, það er reyndar vegna þess að verðlaun fyrir að æfa sig er smá tími í tölvunni...

2004-11-22

þátturinn kom bara þokkalega út. Munur að vera frægur.

Var annars kóræfing í kvöld, ég mun stjórna kórnum á sunnudaginn kemur. Verkið lúmskt snúið og raddlega talsvert erfitt, var samið fyrir dæmigerðan íslenskan kirkjukór fyrir um 15 árum en hefur aldrei verið flutt fyrr en núna, kirkjukórinn réði náttúrlega ekki nokkurn hlut við það. Margir mjög góðir punktar í því, verður örugglega bara gaman. Við verðum bara með þetta verk á tónleikunum einhverjir fleiri kórar eiga að syngja þar, held ég. Nánar síðar.
jæja, eru ekki allir búnir að stilla á Rás 1 og tilbúnir að hlusta á montið í undirritaðri, klukkan rúmlega 8 í kvöld ;-)
kalt, mér er kalt :-( Spurning um að fara niður og undir sæng í svona hálftíma, fyrir kennslu?

2004-11-21

Jón Lárus pantaði bíl frá BSR í kring um miðnætti í gær heim úr partíinu. Fór svo fram í anddyri og beið. Og beið. Og beið. Eftir hálftíma hringdi hann aftur til að ítreka pöntunina. Nema hvað, beyglan á símanum sagði: "Jú jú, við fengum símtalið en við ákváðum að þú þyrftir ekki á bíl að halda"

Hafið þið vitað annað eins? Ég held að ég hefði skellt á prontó og hringt eitthvert annað, en hann varð svo hissa að hann ítrekaði bara beiðnina og beið síðan í annan hálftíma eftir að bíllinn kæmi.

Spurning um að hringja eftir helgi og kvarta, maður á náttúrlega ekki að láta bjóða sér svona þjónustu. Ekki nóg með að þær ákveði sjálfar að það sé greinilega svo mikið fjör í partíunum að viðkomandi komi örugglega ekkert út í bílinn (sem gerist svo sem örugglega oft) en að detta í hug að segja þetta blákalt við kúnnann í staðinn fyrir að segja eitthvað í afsökunarátt um að pöntunin hljóti að hafa farist fyrir einhvern veginn.

Grrrr!

2004-11-20

"deit" i London :-D 

Var að henda honum eyva inn aftur á listann, þvílíkt líf komið í færslur hjá honum. Henti honum út þar sem hann var búinn að segjast ekki nenna þessu, sko! En batnandi fólki er best að lifa.
"deit" i London :-D
Originally uploaded by hildigunnur.
aaah, sætt :-)

Take the quiz: "The MOOD quiz! (With cool blinkies!)"

Innocent
You are sweet, smart and kind. You have tons of friends and they all love you. Keep it up, you're on your way to fortune!
Fórum á vínkynninguna á Nordica, ekkert smá gaman. Þvílíkt þess virði að borga sig inn á þúsundkall, fá sitthvort Riedel glasið (kosta mun meira en þúsundkall út í búð) og smakka fullt af nýjum vínum, hafa meiri hugmynd um hvað skal kaupa í næstu heimsókn í Vínbúð. Við ætlum til dæmis pottþétt að birgja okkur upp af Tokaji vínflöskum, þvílíkt og annað eins sælgæti. Eigum reyndar eina ansi góða sauternesflösku, en Tokaji er á fínu verði, miðað við gæðin. Þarna var náttúrlega fullt af góðum rauðvínum og hvítvínum líka. Skildum bílinn eftir, verður sóttur á morgun, ekki séns að keyra heim, þrátt fyrir að við höfum verið að passa okkur þvílíkt, spýtt (ekki alltaf, reyndar) og hellt úr glösum, villt og galið. Maður hefði auðveldlega getað rúllað þarna út.

Svo er Jón Lárus farinn í makalaust vinnupartí, súrt. Ég heima að koma krökkunum niður, Finnur er erfiður og vill alls ekki fara að sofa. Hvað gerir maður við 4 1/2 árs gutta sem bara sofnar ekki? Freyja er sofnuð, hefði getað verið fyrr nema fyrir lætin í bróður sínum, en Finnur er hér uppi og leikur töfrateppi...
Er að lesa Hvítu ljónynjuna eftir Henning Mankell, á ensku. Stórskrítið að lesa um Wallander á ensku, ég er komin á blaðsíðu 105 og er ekki enn búin að venjast því almennilega. Hef aldrei lagt í frummálið á þeim bókum, þó ég lesi á frummáli það sem ég mögulega get. Sænska er náttúrlega stórskrítið tungumál, kassi þýðir poki, karfa þýðir pylsa, glas þýðir ís og gredda þýðir rjómi!?!?!?

2004-11-19

Finnur kominn með gubbupestina illu sem er að ganga. Mammans fór út í morgun og keypti handa honum Shrek 2 og kók, nú situr hann niðri og horfir, með kókglasið og vaskafat við hliðina á sér, ræfillinn litli.

2004-11-18

Lítur út fyrir að við gömlu hjúin hér á bæ skjótumst í helgarferð til Akureyrar ákveðna helgi á næstunni. Þarf að mæta á æfingu á Jólasögunni fyrir norðan, verst að geta ekki verið við flutninginn þar. Zúrt. En verður gaman að skjótast, fá einhvern til að vera hjá krökkunum á meðan.
ha! komin hér inn! Og ég sem ætlaði að fara í wordið og setja upp matseðil fyrir næstu viku. Hmmm? Utan við sig, ég?
bannsett vesen á halló'skan núna, held þeir séu bara ekki mikið skárri en enetation. Er að reyna að kommenta á þremur mismunandi síðum, grrr.

2004-11-17

Var í viðtali í morgun, Hanna G uppi í Útvarpi kom til mín og spjallaði um tónsmíðar mínar, aðferðir, stefnur og strauma. Kemur á Rás 1 á mánudagskvöldið, klukkan rúmlega 8, um að gera að hlusta á mig gera mig að fífli í útvarpinu ;-) Var annars að hlusta á Rondó, Fm 87,7 á löngu leið minni heim til mín í gær, þá var einmitt verið að spila útsetningar mínar á tónlistararfinum, frægðin er víða! Snilldarstöð annars, bara með klassík og djass.

2004-11-16

mikið ÓGYSSLEGA er gaman að vera stjórnandi! Vona að hljómsveitin sé á sama máli. Prófuðum Jólasöguna í kvöld, kom bara vel út, fólkið ánægt. Reyndar ágætt að prufukeyra hana á SÁ, get þá sent nokkur komment norður, smá leiðréttingar ossona.

Vona virkilega að ég fái að gera meira af þessu. Væri sniðugt að fara á stjórnendanámskeið, maður á náttúrlega fullt eftir að læra. Held ég sé ekki svo galin í slaginu, enda kenni ég það, en hitt og þetta annað sem er hægt að læra. Maður þarf bara að hafa hljómsveit í það, ég er ekki viss um að ég myndi geta lært mikið á teoríunámskeiði.. Komment, plís, Danni ef þú lest...
40 mínútur úr Hafnarfirði og heim áðan. Og það þrátt fyrir nærri enga umferð. En komum heil heim, ég, Fífa og bíllinn. Svo bara út aftur, út á Seltjarnarnes. Og eftir að sækja ungana í Garðabæ. Eins og ég vildi gjarnan vera heima hjá mér í kvöld :-(
jæja, börnin ekki komin til baka úr skólanum og lítur ekki út fyrir verkfall í leikskólum í bráð, verður fínt að hafa vinnufrið. Rosaleg heift er annars í sumum foreldrum gagnvart kennurum, sjá til dæmis kommentakerfið hjá Daníel. Þegar fólk lætur svona út úr sér á opinberum vettvangi, hvað er það þá að segja heima hjá sér, við börnin sín? Ojbara!
að sjálfsögðu!

Take the quiz: "Which American City Are You?"

Boston
You are under-world power and old-world tradition. You get the job done and it's better if nobody asks how.

verð nú reyndar að viðurkenna að það tók mig nokkrar tilraunir að ná Boston. Fékk svo ráð hjá a fellow Bostonian hvernig hún hefði svarað ;-) Var alltaf Frisco eða Seattle.

2004-11-15

Skilaði Jólasögunni af mér inn í Tónverkamiðstöð í morgun, snilld! Þá er bara að snúa sér að Vídalínsmessu. Liggja líka fyrir 3 aðrar pantanir, verk fyrir sóló fiðlu, dúettasería fyrir sópran og tenór og eitt kórlag. Já, og ein útsetning líka. Talandi um brjálað að gera. Gaman að því.

Ekki eins gaman að því að þurfa að sækja stelpurnar í skólann (tja, sækja Freyju í skólann, Fífa kom sjálf). Ljóta ástandið. Vonandi verður eitthvað gert í þessu og það sem fyrst. Skil kennara mjög vel, hefði gert það sama í stöðunni.

2004-11-14

Áfram dugnaður í dag, nú á ég bara eftir að klippa og líma. Ekkert smá hvað ég er búin að prenta þetta oft út, alltaf að sjá eitthvað sem þarf að laga, tók til dæmis allt í einu eftir því að ég hafði óvart skrifað niður á stóra C fyrir kontrabassana, og varð að laga nokkra tóna, svo var tómt rugl á æfinganúmerum, þurfti að laga þar til. Örugglega svona hundrað blöð sem lentu í teiknibunka barnanna... Og ég sem hélt að ég ætti bara svona klukkutíma vinnu eftir í dag!

2004-11-13

In the Butterfly Museum 

Fékk komment inni á Flickr, einhver ungversk kona vildi bæta mér á vinalistann sinn, ég bara tók því og bætti henni prontó á listann. Hefur alltaf langað til að koma til Ungverjalands, heimalands Bartóks og Kodálys, einhvern daginn...
In the Butterfly Museum
Originally uploaded by KASIACZEK.
ekkert búin að vera neitt SCHMÁ dugleg í dag. Búin að sitja við tölvuna í marga klukkutíma samfleytt, og ganga frá partítúr og pörtum. Á eftir að líma inn sögu í partinn - (helv... Finale tekur ekki íslensku sérstafina, þ, ð og ý, þannig að ég verð að nota gamaldags handvirkar aðferðir, skæri og lím, grrr!). Smáatriðaskoðun og útprentun á fjórum pörtum eftir, bara ekki í kvöld. Búin að vinna mér inn fyrir rauðvínsglasi, það er víst og satt, og þó þau yrðu tvö.

Novemberkaktusinn 

Hér getur á að líta fína nóvemberkaktusinn minn, ekkert smá flottur í ár - eða nú í haust eiginlega, hann blómstrar tvisvar á ári. Því miður get ég ekki eignað mér heiðurinn af öllum flottu plöntunum heima hjá mér, það er maðurinn minn sem er með grænu puttana. En hei, whatever works!
Novemberkaktusinn
Originally uploaded by hildigunnur.

2004-11-12

Mikið ógurlega er ég eitthvað löt í dag! Og ég sem ætlaði að klára partana á Jólasögunni. Helgin fer í það, sýnist mér. Hangi bara á netinu. Er reyndar alveg að sofna, fór dottlið seint að sofa í gær, sko! Þarf að keyra Freyju í hljómsveit á eftir, hressist kannski við það?
Sjálfsagt allir búnir að sjá þessa:


en þess virði að birta hana samt. Snilldin tær og hrein.

2004-11-11

Gekk þvílíkt vel í kvöld, maður allur upptendraður. Hallveig sló náttúrlega í gegn, bæði stjórnandinn og tónskáldið vilja endilega vinna meira með henni, bara snilld!
Eru ekki örugglega allir á leiðinni í Háskólabíó að sjáog hlusta á okkar hljómfagra söng? Hallveig að debútera sem sópransólisti með Sinfó, tojtoj, Hljómeyki hefur einu sinni sungið með melabandinu áður. Langt síðan samt.

Jæja, farin upp í Háskólabíó, tónleikar/sýning byrjar klukkan hálfátta. Drífa sig nú :-)

2004-11-10

Hefðum getað fengið verri borgarstjóra. Ég hef nú svo sem ekki verið sérstakur Steinunnar Valdísar fan (kannski fordómar þar sem hún hefur verið í forsvari fyrir íþróttapakkanum í borginni. Mínir íþróttafordómar verða víst seint upprættir). Veit hins vegar um tvo í R lista samstarfinu sem hefði verið skelfilegt að sjá sem borgarstjóra...
dress kódi á morgun, svart svart, vona að strákarnir í kórnum eigi allir svarta rúllukragaboli eða eitthvað. Kom uppástunga um að við myndum öll mæta með svartar lambhúshettur og fá okkur svartar linsur, en ætli það nú...

Verð að fara að drífa í að klára partana að Jólasögunni, svo við getum æft hana á þriðjudaginn í SÁ. Verst að það er eiginlega enginn tími. Æfing með Sinfó í fyrramálið, eiginlega beint í jarðarför í Dómkirkjunni, svo stóra fimmtudagsskutl. Annað kvöld, en ekki víst að ég nái að klára partana þá. Hellings vinna. Kemur í ljós

2004-11-09

gekk bara vel á hljómsveitaræfingunni, ekki smá gaman að stjórna, maður gæti alveg orðið háður þessu... Strax farin að pæla í næsta prógrammi!

Hugsa að fólk sé ekkert sérlega óánægt, gerði amk bara eina villu í slættinum. Ókei, þetta er ekki mjög flókin músík að slá, skýrar og fáar hraðabreytingar. Verður snúnara að stjórna mínu verki, og svo verður spennandi þegar söngvararnir mæta.

Jamm, nóg að gera hjá mér í augnablikinu. Gæti líka þurft að stjórna Hljómeyki í einu verki í lok nóvember. Kannski breytist maður bara í stjórnanda á endanum?
Gaman á Sinfó æfingu, verkið flott og verður örugglega magnað með myndinni. Já, við erum sem sagt að syngja með Sinfóníunni á kvikmyndatónleikum á fimmtudaginn. Myndin er The Passion of Joan of Arc eftir Carl Dreyer, tónlistin eftir Richard Einhorn.

Svo er fyrsta æfingin mín sem stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Áhugamanna í kvöld, ég held ég fari aðeins og leggi mig...
hann # er með snilldarlega færslu í dag.

2004-11-08

á maður að taka þátt í þessu? Var að enda við svipaðan póstlista, þó ekki eins. Finnst asnalegt að spyrja á ensku og svara á íslensku en nenni ekki að þýða listann, þannig að svara bara á ensku (auðvitað aðallega fyrir alla þessa enskumælandi sem lesa mig ;-) )

ever had a song written about you? Yep

what song makes you cry? Oft denk ich sie sind nur ausgegangen (úr Kindertotenlieder eftir Mahler)

what song makes you happy? Guðbrandsmessa, good memories ;-)

height - 167
hair color – hmm, I forget! No, brunette
eye color - blue
piercings - a couple, just ears
tattoos - nope
what are you wearing? - jeans, T-shirt, fleece, the usual.
what song are you listening to? – The beautiful sound of silence
taste is in your mouth? - tea with lemon and sugar
whats the weather like? – boring
how are you? – just great
get motion sickness? – no - well, rarely.
have a bad habit? – quite a few, I'm sure
get along with your parents? – yes
like to drive? – yes
boyfriend – husband
girlfriend – no
children? – 3
had a hard time getting over somone? – you bet!
been hurt? – yes
your greatest regret? – No telling
your cd player has in it right now? – Voices of Light
if you were a crayon what color would you be? - Violet (or was that purple)?
what makes you happy? – Family
whats the next cd you're gonna get? - Good question. Something Mahler, probably, or maybe Shostakovitch

seven things in your room? - which room? Got loads of rooms.

seven things to do before you die... - Love, make music, raise kids, travel, eat, drink, read

top seven things you say the most... - Jón Lárus, Fífa, Freyja, Finnur, já, nei, elskan

do you...

smoke? - no
do drugs? - no
pray? - no
have a job? – 3 of them, at least
attend church? – when paid for it

have you ever...
been in love? - you bet
had a medical emergency? - nothing serious
had surgery? - yes
swam in the dark? - yes
been to a bonfire? - yes
got drunk? - yes
ran away from home? - no
played strip poker? - no
gotten beat up? - no
beaten someone up?- no
been onstage? - yes, more of that, please!
pulled an all nighter? - of course
been on radio or tv? - numerous times
been in a mosh pit? - what the heck?

do you have any gay or lesbian friends? - loads

describe your...

first kiss – pretty forgettable
wallet - black, broken
coffee - as a part of chocolate
shoes – purple (or was that violet)
cologne – hardly ever

in the last 24 hours you have...

cried - no
bought anything - yes
gotten sick - no
sang - you bet!
been kissed - yes
felt stupid - yes
talked to an ex - no
talked to someone you have a crush on - yes
missed someone - yes
hugged someone – yes
Þabbara spenna í lofti, jafnvel kennt á morgun?
Óhefðbundnar lækningar lifi!

Hún Freyja fékk eyrnabólgu einn ganginn enn, flæddi úr öðru eyra hennar fyrir nokkrum dögum. Held að barnið hafi tekið pensilínskammt á tveggja mánaða fresti síðan hún var þriggja og hálfs. Þetta eru því miður alveg skelfilega litlar ýkjur. Nema hvað, í þetta skiptið gerði mamma hennar uppreisn og talaði við hómópata (jájá Hallveig, ég veit). Freyja fær ekki tíma hjá henni fyrr en í lok nóv, en hún benti mér á að kaupa tea tree olíu, hella dropa í bómullarhnoðra og bera í eyrað á barninu. Ég prófa það, sé ekki mikla virkni þannig að eftir 2 daga þorði ég ekki annað en hringja í lækninn og fá pensilín handa henni. Þegar ég ætlaði svo að láta hana fá fyrsta skammt af lyfinu var eyrað orðið skráþurrt. Ákvað að gefa olíunni séns yfir nótt og sveimérþá ef það var ekki allt þurrt þá líka.

Efasemdarmanneskjan ég þorði nú samt ekki annað en að láta lækninn kíkja í eyrun á barninu í dag. Eyrað sem hafði verið sýkt var náttúrlega fullt af uppþornuðum vökva, en fyrir utan það var allt hreint. Slapp við lyfin, ekki græt ég það. Eigum einn skammt af Flemoxin ef einhvern vantar ;-)

Svo er bara að sjá hvort hómópatinn getur gert eitthvað í þessari krónísku eyrnabólgu hjá barninu, mikið myndi okkur nú létta við það!
snilldargrein hjá doktornum hvað er eiginlega að fólki?

2004-11-07

jæja, þessir tónleikar búnir, bara eitt klúður í hljómsveitinni, stórt, það er að segja, mesta furða miðað við hvað þetta var svínslega snúið prógramm!

Svo ég næst.

Jæja, Finnur halda smá tónleika fyrir ömmu sína, svo er ég farin í partíið eftir tónleikana!

2004-11-06

Það er nærri 10 stiga hiti úti! Ekki mikill vetur. Ekki það að ég sé að kvarta, ónei.
Teygðist úr brönsjinu hjá mér, og ég sem ætlaði á 15.15 í Borgarleikhúsinu. Jæja, maður gerir víst ekki allt. Góðar fréttir annars!

Æfingin fyrir tónleikana á morgun gekk fínt, maður farinn að þekkja partana sína, hvar og sirka hvernig rúbatóin eru og hvernig tempóin eru. Liðið í Nýja tónlistarskólanum (þar sem sóprönurnar eru að læra) lét hafa eftir sér að hljómsveitin væri betri en þau höfðu átt von á. Komu upp um sig, hafa greinilega ekki komið á tónleika hjá okkur ;-)
listinn lengist æ, hér kemur gummi

2004-11-05

Vá! Með brönsj á morgun og við vorum nærri því búin að gleyma að starta seydda rúgbrauðinu sem verður í ofninum yfir nóttina. Close call, eða þar skall hurð nærri hælum, ef við viljum nota ástkæra ylhýra, og hver vill það svo sem ekki!

Bóndinn sér síðan um nýbakað ciabatta í fyrramálið meðan ég verð á hljómsveitaræfingu.

Úpps, já, ekki búin að plögga tónleikana á sunnudaginn:

4 bráðefnilegar söngkonur, 3 sóprönur og ein mezzó syngja 8 heví-nei, þungar, dramatískar óperuaríur með hljómsveitinni. Annað á dagskránni er eitt stykki Rossiniforleikur og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna er jú sérfróð um Rossiniforleiki, skv gagnrýnanda Morgunblaðsins síðast. Alina Dubik, kennari divanna fjögurra er greinilega afburðakennari!

Tónleikarnir verða í Seltjarnarneskirkju klukkan 17.00 á sunnudaginn. Allir velkomnir með þúsundkallinn sinn með sér (fimmhundruðkall ef námsmenn, ellismellir eða öryrkjar, frítt fyrir börn og svo má nottla alltaf slást um boðsmiðann minn...)
Óli bróðir var um daginn að lenda hlutverki í Óliver fyrir norðan. Algjör snilld, kallar náttúrlega á það að maður fari norður á sýningu með fjölskylduna. Fyrsta stóra hlutverkið hans hér heima, þó honum gangi mjög vel í Englandi.

Smá ókostur fyrir okkur, þó, hann vill náttúrlega nota bílinn sinn sjálfur, meðan á stendur. Frekjan, alltaf ;-)... Við leigjum nebbla af honum bílinn þegar hann er úti.

Mikið flókið að vera bara á einum bíl. Maður lætur næstum því freistast af auglýsingunni frá Hertz þar sem þeir gætu verið að lýsa heimilishaldinu hjá okkur: ,,Ertu sóttur í vinnuna á réttum tíma? Náði konan ekki að klára á réttum tíma og er að sækja krakkann á leikskólann..."

En ef ég á að borga þúsundkall á dag í bílaleigu, myndi ég frekar vilja borga sjálfri mér hann í bílalán. Og þó, þá þarf víst að borga tryggingar og þannig lagað líka.

Kannski maður haldi strætóstússið og púsluspilið bara út. Annars var Óli búinn að lofa að hann yrði ekki alltaf á bílnum fyrir norðan, kemur yfirleitt heim um helgar ásamt hinum leikurunum og söngvurunum að sunnan.
Finnur vaknaði í morgun og nærri það fyrsta sem hann sagði var: Mamma, ég þarf að fá lepp! Ekki vandamálið að nota leppinn, drengurinn steinhættur að vera pirraður og amma hans ætlaði ekki að fá að taka hann af honum.

Las Barist við ókunn öfl í gærkvöldi, mega skemmtileg. Alltaf í barnabókunum, bara.

2004-11-04

Jei, haldið þið ekki að ég sé bara búin með jólaverkið! Gekk frá partítúr áðan, eins vel og ég get, áður en ég fæ lokaútgáfu sögunnar. Nærri tveim vikum fyrir deadline, snillingurinn ég ;-) Partavinnan reyndar eftir, en það er nú bara svona handavinna. Leiðinlegast að setja inn stikknótur...
Rakst á borðann hér fyrir ofan hjá Atla Tý, sammála þessu!

2004-11-03

bætti pullu á listann minn.

bjó líka til myndasíðu hjá flickr, fullt fullt af nýjum myndum ef svo ólíklega vildi til að einhver vilji skoða fjölskyldualbúmið mitt ;-) Þær koma nú random hér á vinstri vængnum líka...
Lítur því miður út fyrir að heimurinn sitji uppi með stríðsglæponinn í fjögur ár í viðbót. Það var nú ljóta...
kosningasjónvarpið ekki orðið spennandi, Too close to estimate. Spurning um að fara bara að sofa og kveikja aftur um sjöleytið, vonandi verður komin niðurstaða þá!

2004-11-02

hetjudáð dagsins unnin!

ég gat raðað úr uppþvottavélinni!

ekki það að það sé svo erfitt, en eftir svona langan dag virðist það nærri óyfirstíganlegt. Fyrst að koma Freyju af stað í skólann (Fífa bjargar sér sjálf), þá Finn í leikskólann, tónfræðakennarafundur frá 10 til nærri 12, viðkoma í forgarði vítis (keypti mér reyndar alveg ÓGYSSLA flotta skó þar), heim og undirbúa kennsluna í ofurflýti, kenna frá 14.15-18.00, engin pása, sækja Freyju í Garðabæinn, sækja Fífu í kór, heim, borða súpu og harðfisk, keyra Jón í fótbolta, fara á hljómsveitaræfingu, 20.00 til nærri 23.00, síðan í Lyfju í Lágmúla til að kaupa tea tree olíu fyrir eyrnabólguna hennar Freyju, heim. Raða úr uppþvottavél.

samt betra en að raða í vélina.

Sem betur fer eru ekki allir þriðjudagar svona langir, deildarfundir einu sinni í mánuði og hljómsveitaræfingar eiga að vera búnar hálfellefu en ekki ellefu. Get samt vel ímyndað mér að ég verði þreytt næsta þriðjudagskvöld, fyrsta kvöldið sem ég stjórna hljómsveitinni.

kannski ég biðjist undan heimilisstörfunum þau kvöldin...
Voru ekki örugglega allir búnir að sjá þetta:

Fyrir fólk sem kemst ekki í Atlantsolíu..


Olíufélögin 3, Skeljungur, Esso og Olís stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir
í niðurstöðum samkeppnisstofnunar.

Þeir viðurkenna það – en segja að málið sé fyrnt.

Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo
langt síðan þeir stálu frá okkur.

Við getum svarað fyrir okkur.

Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá
verslum við bara meira á morgun.

Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN!

Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast
sín – þá kaupum við BARA BENSÍN.

Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat,
hanska, grill né neitt annað, við kaupum allt slíkt annars staðar.

Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna
fyrir því.

Dreifðu þessu á þína vini – og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.

Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð
en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl".

Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.

Almenningur

2004-11-01

Haldið þið ekki að ég hafi verið að búa til andstyggilega erfiða könnun fyrir sjötta hluta krakkana í Hafnarfirði, múohahahahaha! Kenni ekki einu sinni sjötta hluta í ár, þau eiga eftir að fá áfall þegar þau fá þetta í hendurnar. Hins vegar verður prófið í febrúar léttara...
Tvennir tónleikar sem mig langar á haldnir í kvöld. Í Salnum verður strengjakvartett og söngur, meðal annars verk Þórðar Magnússonar sem tilnefnt var til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, mjög flott stykki, ásamt fleiri spennandi verkum. Í Listasafni Íslands (minnir mig, frekar en Reykjavíkur) er síðan Caput að flytja svítu úr óperunni Síðasta söng Guðrúnar eftir Hauk Tómasson, það verk fékk einmitt umrædd verðlaun.

Undarlegt að hafa þessa tvenna tónleika einmitt á sama tíma, ekki svo svakalega stór áheyrendahópur sem sækir í þessa tónlist (mæli samt með Salnum fyrir alla), og svo slatti af fólki sem hefði komið á báða tónleikana, hefðu þeir verið sinn á hvorum tímanum.

Ég kemst hins vegar á hvorugan staðinn, kóræfing í kvöld, bara 2 æfingar fram að mætingunum með Sinfó...
Dæturnar ógurlega glaðar að fara í skólann í morgun. Bara spurning hvað það verður í marga daga sem þær fá skóla!

Finnur til augnlæknis í morgun; lata augað hans ekkert lagast, búinn að fá lepp. Pirraður. Vona að það gangi samt, hann þarf að hafa leppinn 5 tíma á dag. Hálfblindur ræfillinn, ekki með nema 15% sjón á lata auganu, þó hann sé með gleraugun. Þetta verður víst fram undir jól.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?