<$BlogRSDUrl$>

2004-07-31

búin með lost in a good book, lá og las hana ínni í stofu á meðan hinir voru að horfa á sjónvarpið, fífa var eiturpirruð á því hvað ég var alltaf hlæjandi upp úr þurru, ekki víst hvort hún ræður við að lesa þetta flókna ensku. bókin snilld, mér finnst hún ennþá betri en eyre affair. kemst ekki hjá því að kaupa well of lost plots þó hún sé víst ekki eins góð. spennandi að vita hvernig sú nýjasta er!

veðrið annars fínt, ekki þó sól, erum á leið í sund. veit ekki hvort við kíkjum neitt á neistaflugið niðri á neskaupsstað, fer bara eftir stemningu.

2004-07-30

jæja, komin til egilsstaða, hér náttúrlega í góðu yfirlæti hjá þorbirni og co. gistum á hótel eddu nesjum, við höfn, vorum nærri búin að missa herbergið í hendur latra tjaldbúa sem ekki nenntu að sofa í tjaldinu sínu, tja, reyndar ekki, en þegar við vorum við útidyrnar á hótelinu var hringt í okkur þaðan til að vita hvort við ætluðum pottþétt að taka herbergið. höfðu verið stanslausar hringingar í þau frá niðurrigndu tjaldfólki.

en við gistum semsagt þar, ljómandi fínt herbergi, góð þjónusta og morgunmatur og bara hreint ekki svo dýrt. mælum með því :-)

veðrið fínt hérna núna, léttskýjað og gola, eitthvað annað en í gær! þoka og rigning megnið af leiðinni, stytti upp á rangárvöllum en öðrum landshlutum sáum við ekki mikið af. ég er ekki viss um að þetta jökulsárlón sé til í alvörunni, er það ekki bara einhver þjóðsaga?

2004-07-29

orgeltónleikarnir hjá magga líka þvílíkt flottir, var nærri hætt við að fara þar sem ég hafði eiginlega ekki tíma til þess en dreif mig nú samt. flottasta verkið fannst mér litaníur eftir jehan alain, nýtti möguleika orgelsins út í hörgul. hef aldrei heyrt um þetta tónskáld, sjálfsagt liggur ekki mikið eftir hann, hann náði ekki að verða þrítugur. en flott var þetta. dubois stendur alltaf fyrir sínu og liszt líka, svolítið skrítin fantasía yfir allegri og mozart.

ólíkt tónleikunum í gær var fullt af kollegum að hlusta, ég sá að minnsta kosti 6 organista og þar sem kirkjan var þokkalega full hafa sjálfsagt verið fleiri, þó ég hafi ekki séð þá.

ágætt að ég lofaði ekki að þessir væru ókeypis, það voru þeir nefnilega ekki ;-)

en nú er ég farin að klára að pakka. næsta færsla verður sjálfsagt frá egilsstöðum.
ojjj hvað veðrið er leiðinlegt! og við sem erum að fara út úr bænum. haustveður dauðans

uss, það verður samt gaman hjá okkur. keyrum til hafnar í kvöld, troðum okkur í þriggja manna herbergi á edduhótelinu, brunum svo til egilsstaða eftir morgunmat í fyrramálið. búin að fá bræður okkar jóns til að passa húsið og köttinn, kisugreyið er svo mannelsk að þó þau hér í bakhúsinu hafi alveg viljað gefa henni og hleypa út og svoleiðis, líður mér betur að hafa einhvern í húsinu hjá henni. alveg fyrir utan hvað er nú öruggara að hafa einhvern búandi hérna meðan við erum í burtu.

jæja, farin að steikja kjúklingaleggi í nesti fyrir kvöldið, hef aldrei steikt kjúkling klukkan fyrir níu að morgni áður. sneðugt.

2004-07-28

þessir líka fínu tónleikar áðan, bloggið greinilega svínvirkar sem auglýsingamiðill, það var stappfullur salur. ekki stór, reyndar en samt...

kristján orri og elfa rún hörkuspilarar, guðrún dalía og árni heimir hetjupíanistar með. sérstaklega hafði ég gaman af gubaidulinu bassasónötunni og síðan prokoffieff fiðlulögunum. eina verkið sem ég þekkti fyrir var bach e-dúr partítan (garg, þetta var erfitt að skrifa með litlum staf!) elfa skrifaði sjálf skreytingar við 2 kafla, mjög flott og smekklega gert hjá henni. kristján orri spilaði heldur meira á tónleikunum, 4 verk á móti 2 hjá elfu, fyrir utan gubaidulinu spilaði hann hindemith bassasónötuna og 2 glansnúmer eftir bottesini (eins konar kreisler kontrabassans). sjaldan sem maður heyrir svona flotta bassaspilamennsku, var að spá hvar allir pró bassaleikararnir voru. vona þeirra vegna að þeir hafi ekki vitað af þessu frekar en þeir hafi ekki nennt að koma!
8 krukkur af rabarbarasultu komnar - tja eða á leiðinni inn í ísskáp, eins gott að bjarga rabarbaranum áður en hann verður úr sér vaxinn. setti ekki rotvarnarefni í sultuna þannig að það er eins gott að við séum dugleg að hafa læri, hrygg og kjötbollur, mat sem rabarbarasultan passar við, og svo baka vöfflur og pönnukökur í massavís. reyndar eru krakkarnir stundum duglegir við að fá sér brauð með osti og sultu, þannig að kannski skemmist þetta ekki. við erum svo sem ekki sérlega mikið sultufólk, annað en tengdapabbi og bróðir jóns lárusar, þeir vilja helst sultu með öllu!
jæja, skatturinn skárri en í fyrra, þarf "bara" að borga 90 þúsund og jón lárus 80 þús. munar því að ég borgaði staðgreiðslu af tekjunum í fyrra en klikkaði á því þar áður!

úff, já, best að borga lífeyrissjóðinn líka, áður en við förum austur! hætt að klikka á því að borga þetta, sektirnar allt of háar!
bókasafnið, þarf að fara á bókasafnið í dag!
kláraði street dreams í nótt, verð að fara að hætta að lesa svona frameftir. bókin var þokkaleg, ekkert spes og mikið fer ísraelsdýrkunin hjá faye í mínar fínustu :-@

kannski maður geri eitthvað heima hjá sér í dag, í staðinn fyrir að detta á kaf í næstu bók. best að virkja krakkana líka!

2004-07-27

samkvæmt geysifróð- og skemmtilegri grein hjá stefáni bý ég í tungunni í reykjavík, og þá einhvers staðar nærri tungubroddinum. snilld!

síðdegið frábært, setið úti á palli í fleiri klukkutíma, er ekki að lesa lost in a good book heldur street dreams eftir faye kellerman, sjálfstjórnin algjör (langaði mun meira að týnast í góðu bókinni) reyndar er kellerman bara fín, líka, hingað til amk. ætli ég lesi nú samt til tvö, ætti að klára hana fyrr en svo. hallveig og jón heiðar kíktu við með dótturina og nutu veðursins í góða stund líka, annars væri bókin trúlega að verða búin ;-)
ekki tókst mér nú að treina eyre affair fram að ferð, asnaðist til að byrja á henni í gær og las náttúrlega til tvö.

og nú skal sest út í sólina og byrjað á lost in a good book. ég á líka minette walters til að taka með mér. reyndar verður örugglega þokkalega þétt skipuð dagskrá fyrir austan, sýnist það á öllu, og kvöldum frekar eytt í að samskiptast við bróður minn og familíu heldur en að liggja í bókum

reyndar gæti verið að ég freistaðist til að kaupa nýjustu lizu marklund bókina, þær eru svolítið skemmtilegar líka. verst að ég treysti mér ekki í að lesa þær á sænsku.
nú á að mæta á tvenna tónleika, kristján orri og elfa rún eru með tónleika annað kvöld, miðvikudag, klukkan 20.00 í allegro skólanum, tranavogi 5 og svo á fimmtudaginn er hann maggi með hálftíma hádegistónleika í hallgrímskirkju klukkan 12, spennandi prógramm. held það sé ókeypis inn á báða, ekki þó alveg viss með hallgrímskirkjutónleikana.

get vel mælt með báðum og fer pottþétt sjálf :-)
nýi stjórnandinn okkar er ofvirkur, virðist mér! nú eigum við að fara að syngja mozart requiem, rúlla því upp á 2-3 æfingum og syngja, úti á velli þann 11. september. spennandi, en spurning hvort við þurfum ekki amk 5 æfingar, þetta er þónokkuð langt stykki. ég hef hvorki sungið né spilað það, missti af því að fara vestur með sinfóníuhljómsveit áhugamanna með það. þekki það svo sem ágætlega samt.

2004-07-26

var að fá upptöku af verkinu sem hljómeyki á að syngja með sinfó í haust, ekkert smá flott stykki. það heitir voices of light, er eftir richard einhorn og er samið (og verður flutt við) gömlu þöglu myndina the passion of joan of arc. eftir carl dreyer. verkið er (sýnist mér, ég er ekki með nótur ennþá) fyrir 4 kvenraddir, 4 sólista (satb), sóló fiðlu, gömbur og sinfóníuhljómsveit.

hlakka ekkert smá til að fara að vinna þetta!
talandi um að kveikja í húsinu þá er þetta í þriðja skiptið sem hefur verið nálægt því að kvikna í hérna. fyrsta skiptið var þegar við vorum tiltölulega nýflutt, ég setti þvottavél af stað og við fórum að sofa. morguninn eftir var tengillinn á þvottavélinni brunninn yfir og hálfur bráðnaður. úff!

seinna skiptið vorum við að hrynja í flensu og vorum niðri í rúmi. freyja kom til okkar og spurði hvort hún mætti fá sér brauðsneið. jú jú, farðu bara upp og fáðu þér var viðkvæðið. já, en það er svo mikill reykur...! þá hafði finnur litli (eins og hálfs árs) verið búinn að fara upp og kveikja á eldavélarhellu, bróðir jóns hafði verið að passa kvöldið áður og ekki athugað að setja barnalæsinguna fyrir takkana. vildi til að brauðbrettið okkar lá ofan á hellunum UNDIR pizzukössunum sem lágu þar líka (afskaplega lítið vinnupláss í eldhúsinu mínu, allt unnið á eldavélinni)

verðum við ekki bara að vona að allt sé þá þrennt sé?

2004-07-25

sko 

smá slys hér á bæ, ég var nærri búin að kveikja í húsinu. málið var að ég fann tannburstann minn liggjandi á gólfinu við hliðina á kattabakkanum, ekki beinlínis spennandi að setja upp í sig. nú nú, í staðinn fyrir að henda honum bara og kaupa nýjan ákvað ég að sótthreinsa hann og sjóða, nískan í manni alltaf. nema hvað, næ í pönnu, set vatn og tannbursta í, á eldavél og kveikt undir. niður að hátta finn, hann fékk leyfi til að horfa á eitt stykki prúðuleikaraþátt, ég náttúrlega sest hjá honum og horfi með, and as they say, the rest is history. reykskynjarinn virkaði ekki, það var eiginlega verst. sambandsleysi í honum, búið að laga núna, en ekki gott að geta ekki treyst á skynjarann!
tannburstinn
Originally uploaded by hildigunnur.
fórum í sveppamó eftir að vængurinn fauk af bílnum hjá raikkönen, lítið gaman að því :( því miður var ósköp lítið af sveppum líka, hálfgerð eyðimörk. náðum í eitt gott sveppapasta, ekki meira. í fyrra komu engir almennilegir sveppir, ég vona að það verði ekki þannig í ár! kannski komumst við í lerkisveppi fyrir austan, spurning hvort það hafi verið of þurrt í sumar?
eftir formúlu (eða fyrr, ef þetta verður einhver schummaeinstefna) á að fara í fyrsta sveppatékk, spennandi að vita hvernig sveppatíðin verður í ár. meira síðar.
partídýrin við vorum enn að skemmta okkur í gær, guðrún svava mágkona mín var þrítug. flott að vanda! hún og guðmundur kærastinn hennar eiga gamaldags kókkistil, svona kælikistu sem myndi sóma sér vel í propsinu í grease. er að spá í að fá hann lánaðan í afmælið okkar í haust. snilld.

rolling stones tónleikadiskurinn frá twickenham stadium í fyrrasumar fór í dvd spilarann, gaman að endurupplifa stemninguna. ekki sást nú greinilega í okkur, enda ekki skrítið, 60 þúsund manns á svæðinu og þó við höfum setið á fimmta bekk...

2004-07-24

tónleikarnir voru flottir, nýja verkið hennar elínar verulega flott, flutningurinn pottþéttur, sérstaklega brilleraði marta. seinni tónleikarnir líka fínir en einhvern veginn finnst mér samt alltaf meira gaman að hlusta á eitthvað nýtt og spennandi. ekki það, bach þreytist nú ekki svo glatt, kannski var ég bara sjálf orðin þreyttari.
þá er að fara í bíltúr í góða veðrinu, austur í skálholt kl 3 að hlusta á staðartónskáld vikunnar, vinkonu mína elínu gunnlaugsdóttur. mæli með henni! camerarctica, marta halldórsdóttir og eyjólfur eyjólfsson flytja. svo er bachsveitin með tónleikana kl. 5, og hildigunnur halldórsdóttir frænka mín, systir mörtu með sóló, ásamt fleirum. kaffiborðið í skálholti er snilld, milli tónleika, bakkelsi að hætti biskupsfrúar frá miðöldum en kaffið er alveg nútíma.

plöggi lokið :-)
kemur á óvart ;-)

HASH(0x8ada1ac)
Your CD collection is almost as big as your ego,
and you can most likely play an instrument or
three. You're a real hit at parties, but you're
SO above karaoke.
What people love: You're instant entertainment.
Unless you play the obo.
What people hate: Your tendency to sing louder than
the radio and compare everything to a freaking
song.


What Kind of Elitist Are You?
brought to you by Quizilla

annars átti ég oft í mestu vandræðum með að svara spurningunum, ég hefði alveg eins getað endað sem einhvers konar food & wine snob.

2004-07-23

sat og horfði á heilan þátt í sjónvarpinu, aldrei þessu vant! sá loxins taggart þáttinn þar sem jardine var offaður :-( maður bara táraðist

þetta eru bara óhemju góðir þættir, nevermænd að taggart sjálfur sé fyrir löngu genginn fyrir ætternisstapa. handritshöfundar eru ekkert smá góðir. amk var síðasti nýi þáttur frábær. þessir þættir eru satt að segja það eina sem ég horfi á í sjónvarpinu. ýkjulaust!

fífa er hjá hallveigu og jóni heiðari, mætti alveg fara að sýna sig heima hjá sér!
gekk fínt að syngja við jarðarförina, fólk sást þurrka tár í unnvörpum ;-) á alveg von á því að fá kannski eitthvað smá meira að gera einhvern tímann. gekk verr að komast heim, krakkarnir voru í garðabænum hjá mömmu og pabba í dag og ég sótti þau eftir jarðarför, stoppaði smástund, það voru mistök. komum svo heim fyrir nokkrum mínútum, þokkalega hundblaut!
veit ekki hvað garðabæjarstjórnendur eru að hugsa í dag, þeir eru búnir að loka öllum innkeyrslum í bæinn úr vesturátt. fór með krakkana þangað í morgun og var áreiðanlega 10 mínútur að reyna að komast inn í bæinn! vífilsstaðavegur lokaður, bæði frá hafnarfjarðarvegi og silfurtúni og bæjarbraut (webmaster edit) lokuð við arnarnesveg. endaði á því að villast smá stund í hæðahverfinu áður en ég komst inn í bæinn. og ekki eitt EINASTA skilti sem varar mann við, neins staðar, né hjáleiðir merktar. fáránlegt!

2004-07-22

hálf skrítið að vera að syngja ave maríu eftir kaldalóns, maður tengir það eitthvað svo jólunum! ekki það, þó það sé minnst á jól í laginu er það alls ekki neitt jólalag. bráðfallegt lag annars, væri gaman að vita hvað kaldalóns hefði samið hefði hann komist í alvöru nám og tengingu við það sem var að gerast best í evrópu á hans tíma.
komin með trial pro account hjá flickr, búin að hlaða inn fleiri skálholtsmyndum, þó ekki öllum, krakkar, það þarf enn að mæta á myndakvöldið ;-)

svo þarf ég bara að læra svolítið betur á þetta, allt saman.
lítið varð úr vinnu í dag, misskilningur með pössun gerði það að verkum að ég sit uppi með 4 orma; vegna almennra óláta sitja þau núna niðri í sjónvarpsherbergi og horfa á pétur pan. dettur ekki í hug að spyrja foreldrana hvort þau séu í vídeóbanni. reyndar gæti sólin verið að sýna sig aftur, eitthvað smá að létta til, væri gott að losna við þau út...
er að fara að syngja sóló við jarðarför á morgun, fyrsta skiptið :-) (ókei, það er nú reyndar bara vegna þess að hallveig getur ekki verið). eg er búin að syngja allt of lítið síðan ég útskrifaðist, fyrir utan í kórnum, náttúrlega, maður þarf víst að gera eitthvað í því að útvega sér eitthvað að gera.

2004-07-21

mín búin að vera ekkert smá dugleg í dag, 2 mínútur í vídalínsmessu. hvað á ég nú að fá mér í verðlaun? ;-)
ef einhver ætlar að fara að mínu dæmi og kíkja á flickr talið þá við mig fyrst, svo ég geti boðið ykkur inn ;-) mig langar í free pro account í 3 mánuði!
jæja, búin að ná í lækninn, gott að það gekk. þá getur litli ræfillinn fengið pústið sitt. hóst, hóst!
sit og reyni að ná í heimilislækninn í símatímanum, á tali, að sjálfsögðu. hvernig stendur á því að þeir hafa ekki frekar klukkutíma en hálftíma símatíma, vonlaust að ná í þetta lið. finnur að verða búinn með pústið sitt og lungnalæknirinn hans í sumarfríi, frekjan í þessu liði, taka sér bara sumarfrí, eins og ekkert sé ;-)
eins og sést hér til hliðar er ég búin að henda inn nokkrum myndum úr skálholti, koma nýjar þegar síðan er endurhlaðin. svolítið skrítin forritun hjá þeim hjá flickr að hafa randomstillingu þannig að sama myndin geti komið oftar en einu sinni.

stundum er ekki gott að eiga svona góða myndavél, þeir töluðu um 50 myndir en ég kom ekki fyrir nema svona 24 í plássinu sem ég fékk.

2004-07-20

jón lárus er að lesa lost in a good book eftir jasper fforde, hlátrasköllin hljóma hér innan úr eldhúsi. get ekki beðið eftir að lesa hana! hef aldrei lesið neitt eftir hann, fjárfesti í þessari úti í london í vor og er búin að vera að treina hana. er samt að hugsa um að kaupa mér the eyre affair og lesa hana fyrst. út í menn og málningu á morgun, pottþétt. einhver sagði (nanna kannski) að þriðja bókin væri ekki eins fyndin. rétt, einhver?
ég á afmæli í dag, árs bloggafmæli :-) spurning um að baka köku með einu kerti?
uss, ljóta ástandið á finni, ekki nóg með að hann sé með hóstapest og hafi hjólað fram af tveim tröppum í gærkvöldi (ergo kúla á enni og krambúleruð kinn og olnbogi) heldur gubbaði hann út allan bílinn í morgun. ræfillinn litli. nú er hann heima, steinhættur að vera illt í maganum og er eitursúr yfir að fá ekki að vera úti að leika við vinkonu sína úr næsta húsi.

hér er ekki vinnufriður...

2004-07-19

kúl, kúl, ofurkúl, trúlega pöntun á leiðinni frá bandaríkjunum, hrábært! allt í lagi viðbót í sívíið!
arrggghhh

byrjuð að hósta :-@

2004-07-18

finnur kominn í frí, þá er að nýta systur hans til að fá frið til að semja. hann er reyndar með þessa hóstapest sem er að ganga, forljótur hósti í greyinu. ein vinkona mín sagði þetta vera margra daga prósess. úff, vona ekki. hann sefur illa fyrir þessu, ræfillinn. strax kominn á púst, náttúrlega, enda lungnasjúklingur, þurfti einu sinni að leggjast inn í 5 daga, lá eins og slytti með súrefni í nös. allir læknar sem hafa komið nálægt honum fyrirskipa púst um leið og hann byrjar að hósta, langar ekki til að fá hann aftur inn, okkur þá ekki heldur

vonum amk að þessi pest verði ekki of langlíf og að hitt heimilisfólkið sleppi, bank bank bank.
ekkert smá frábært að fá svona helgi. snilldin tær og hrein. málaðar 2 hurðir í morgun, bletturinn sleginn, ein þvottavél þvegin og hengt upp, annars bara letilífið á pallinum. jón lárus keypti sólstóla á tilboði í sengetøjslageret í gær, þeir notast vel í dag. fengum okkur meira að segja bjór í sólbaði, þóttumst vera í útlöndum. tilfinningin svipuð og að sitja úti á svölum síðdegis á hótelinu okkar á rimini í hitteðfyrra, bjór og bráðn.

klúðraði málum í tölvunni áðan, startaði henni upp á vitlausu stýrikerfi og kemst ekki aftur inn í pardus. súrt. ef einhver kann, má gjarnan segja mér, annars verð ég að hringja í þjónustu hjá apple í fyrramálið.

2004-07-17

þetta voru nú talsvert ýktar sögur af tölvuveseni hjá móður vorri, það þurfti bara eina smábreytingu og þá virkaði þetta allt saman. mamma er ekkert vön að vera neinn tölvuauli, hefði örugglega getað fundið út úr því. hefur kannski bara langað til að fá okkur í heimsókn ;-)
enn lengist tenglalistinn minn, þessi er að mínu skapi. gæti reyndar þurft að fara að taka til á listanum, nokkrir aumingjar (alvöru, sko) þar í gangi, dóttir mín til dæmis nennir þessu ómögulega. hmm, en listinn er nú ekki svo svakalegur miðað við hjá þessari hér þannig að kannski er þetta í lagi eitthvað ennþá.
gargskí!

hrikalega er prentarinn minn lengi. þarf að bíða eftir 8 blöðum í viðbót áður en ég fer í garðabæinn með krakkana, sólbað dauðans og hjálpa mömmu með tölvuna. óli bróðir var búinn að kippa öllu úr sambandi og nú kemst hún hvorki á netið né getur prentað, situr bara í hrúgu af ótengdum snúrum, skamm óli ;-) en fyrst prenta út fullt af tónlist fyrir börn til að láta útlendu kennarana á suzukinámskeiðinu hafa, áður en þeir stinga af úr landi. maður verður víst að ota sínum...
rifsberin mín ættu að roðna vel þessa dagana. stóri runninn kolbrjálaður, hef aldrei séð annað eins magn af berjum á einum runna ever. ef veðrið helst ætti ég að geta búið til hlaup áður en ég fer austur, ekki vandamálið. eigum líka hörkuuppskrift að rifsberjakjúklingi, verður sett á matseðil næstu eða þarnæstu viku, sýnist mér. kannski maður hendi henni inn á uppskriftalistann sem hefur verið frekar dauflegur undanfarið svo ekki sé meira sagt

annars er ég búin að sjá að það er hægt að lesa kommentin sem birtast ekki, það eiga allir að geta smellt á - edit comments - neðst í kommentaglugga, þá eru þau þarna. ég hélt að það væri bara síðueigandi sem kæmist inn á það, en svo er ekki. hins vegar reikna ég með að það sé bara ég sem get breytt kommentunum eða strokað út, eins gott mar!!!

2004-07-16

a new link, my friend Kevin in Texas, conductor and tenor, just started blogging. made some very nice comments about me ;-) thanx.
hún brynhildur ruth, litla frænka mín á egilsstöðum er 6 ára í dag, til hamingju! hlökkum til að sjá þig eftir 2 vikur. afmælisgjöfin kemur bara austur með okkur.
hananú, nýbúin að hrósa enetation fyrir að hafa staðið sig vel undanfarna mánuði, nú eru þeir í tómu tjóni aftur. tvíbúin að svara finnboga hér fyrir neðan og eitt test, ekkert birtist. súri pakkinn

2004-07-15

við freyja keyrðum óla út á flugvöll áðan og tókum síðan bílinn hans. erum semsagt komin á tvo bíla út mánuðinn. gerir lífið óneitanlega þægilegra. lentum í útlandarigningu á leiðinni til baka. rúðuþurrkur á fulla ferð. sólin síðan komin aftur, eins og eftir alvöru hitaskúrir.
vúhú, unnum rauðvínspottinn í vinnunni hjá jóni :-)
samkvæmt forsíðu fréttablaðsins í dag eru framsóknarmenn loksins að verða búnir að fá nóg og hóta stjórnarslitum.

einhvern tímann (nenni ómögulega að leita að færslunni) sagði ég hér á þessari síðu að þetta væri allt bara plott hjá davíð, hann gæti ekki hugsað sér að láta dóra stólinn eftir. og nú gæti það verið að rætast. það er náttúrlega ekki normalt hvað eru búin að vera mikil læti í kring um þetta. ég er ekki davíðsfan, langt frá því, en ég held ekki að hann sé heimskur...

2004-07-14

fífa brilleraði náttúrlega í sólóinu sínu á námskeiðinu. spilar aftur á morgun, hóptíma- og kammertónleikar. ætli maður mæti ekki þar líka. hún og vinkona hennar fóru heim til vinkonunnar í gærkvöldi og æfðu sig nærri allt kvöldið án þess að nokkur ræki þær til þess; svona á þetta að vera.

annars er lífið snilld, bjór í glasi og bjórmarineraður kjúklingur á grillinu, sumarið mætt aftur á svæðið, brill :-)
eftir viku er eins árs bloggafmælið mitt og einhvern næstu daga fer teljarinn yfir tuttuguogfimmþúsundin. hreint ekki verst, kvarthundraðþúsund heimsóknir á einu ári. lesendum hefur fjölgað töluvert, það er einhver slatti af fólki sem les síðuna en lætur aldrei vita af sér. væri gaman að heyra í ykkur, annaðhvort í kommentakerfinu eða bara póstinum (sjá póstur til mín tengil hér til hliðar, fyrir neðan matartenglana)

2004-07-13

hvernig í dauðanum tókst mér að togna á þumalfingrinum :-(
í dag stóð til að mála tvær hurðir á húsinu, en ég hef hina fullkomnu ástæðu til að fresta því; allt of kalt úti. ekki það, hefði nú mikið frekar kosið sól og hita og hurðamálun, en það er ekki nokkur leið til að hafa opið út hér í allan dag, við myndum krókna.

hvað er þetta annars með þennan kulda úti? miður júlí, hásumar, skil ekkert í þessu.

2004-07-12

fífa er á suzukifiðlunámskeiði, síðasti séns þar sem hún er að detta út úr kerfinu í haust. megakennarar á námskeiðinu, einkatímar, hóptímar, samspil, spilar sóló á hádegistónleikum á miðvikudaginn, þvílíkt fjör. síðan fer hún á námskeið í skálholti í ágúst, krakkaræfillinn fær ekkert frí frá fiðlunni í sumar (humm, smá ýkjur, hún er varla búin að snerta hljóðfærið síðan í maí :-) hlakkar mikið til að fara á skálholtsnámskeiðið, verður þar með stóru krökkunum en engir foreldrar. laus við gamla settið í fyrsta skiptið, alminlegar kvöldvökur og næturævintýri og þannig lagað, get ég ímyndað mér. freyja fer síðan á sellónámskeið, líka í ágúst. fullt að gera hjá þessum suzukikrökkum. finnur byrjar í haust, á víólu, úff, kópavogurhoppstopp með einu barni í viðbót! kannski maður ætti bara að setja hann á trompet eða slagverk eða eitthvað...

2004-07-11

lítur loksins skár út fyrir okkur maclaren aðdáendurna i formúlunni. schummi karlinn vann reyndar enn einu sinni, en kimi tvöfaldaði stigin sín hingað til næstum því, með öðru sætinu. ekki það að það sé nokkur möguleiki á því að titill fari annað en til ferrari, en þetta verður vonandi ekki svona skelfilega leiðinlegt það sem eftir er tímabils. gó maclaren!
afmælispartí hjá hallveigu í gærkvöldi, bilað skemmtilegt og vel heppnað. farin aftur að sofa, zzzzzzzzz....
einn góður:

"Wash. Biol. Surv."

Until recently, the US Department of the Interior tagged
migratory birds with the following inscription:
"Wash. Biol. Surv."

Then they got this letter from a hiker:

"Dear Sirs: While camping last week I shot one of your
birds. I think it was a crow. I followed the cooking
instructions on the leg tag and I want to tell you it
was horrible."

The tags now read, "Fish and Wildlife Service."

2004-07-10

áðan tókst mér í fyrsta skipti að beygja inn njálsgötu, í vesturátt, hjá drekanum. stórskrítin tilfinning. minnti mig á þegar einstefnan var tekin af hverfisgötunni, í fyrstu skiptin sem ég keyrði þá leið niður í bæ fannst mér ég alls ekki vera í reykjavík, kannaðist hreint ekkert við götuna.

2004-07-09

ekki gengur nú vel með nýtt verk í dag, hins vegar er ég búin að skafa nokkra glugga, þannig að dagurinn er nú ekki ónýtur.
aaahh, sumarið mætt aftur :-) vonandi verður það ekki bara fram að hádegi.

annars þarf ég að vinna, byrjuð á næsta verki. messu fyrir kór og kammersveit vídalínskirkju, skilist um jólin. þarf líka að fara að kíkja á annað ballettstykki, og hvað var það nú aftur annað sem ég ætlaði að gera á starfslaunatímabilinu, jú, endurskoða barnaóperuna. var annars að fá hint um hvernig ég ætti að fara að því að fá hana setta upp aftur, hmmm, best að athuga með það. mér finnst hún ekki vera einnota stykki. til þess þarf þó pottþétt að endurskoða, ég er með allt of stóra hljómsveit í henni, 19 manns. hunderfitt samt að klippa niður þegar maður er búinn að fastsetja ákveðna liti í hausnum á sér. smá hausverkur þar.

2004-07-08

versta ástand sumarsins hér fyrir utan hjá mér. verktakarnir eru svo til búnir með frágang okkar megin götu en eru að grafa skurð hinum megin. eru komnir hér út í vesturenda njálsgötunnar með vörubílinn, þannig að það er ekki nokkur leið að keyra inn í götuna. nú ég ætlaði náttúrlega að brjóta umferðarreglurnar og keyra á móti einstefnunni hinum megin frá, en þá eru þar risagrindur og allt á fullu í vinnu á ölgerðarlóðinni. ég lagði ekki í að keyra bjarnarstíginn í öfuga átt, þar er ekki gott að mæta bílum þannig að ég fann stæði á kárastíg, lagði reyndar beint fyrir utan útidyrnar hennar nönnu

mikið hlakka ég annars til þegar þessar framkvæmdir eru búnar. reyndar spurning hvort þeir setji gjaldskyldu á götuna í leiðinni, veit það stendur til. það yrði reyndar bara fínt, áreiðanlega mun auðveldara að finna stæði, yfir daginn að minnsta kosti. íbúakortin eru ekki dýr og þar sem íbúðin okkar er skráð sem tvær, ættum við að geta keypt kort fyrir báða bílana. þegar að þessu kemur, fýkur versti gallinn við að búa í miðbænum.
hún hallveig mín á afmæli, hún á afmæli í dag! til hamingju með afmælið, til haaamiiingjuuuu, til hamingju með afmælið, til haaamiiingjuuuu!hún skrifaði svo fallega færslu á mínu afmæli að það er ekki nokkur leið að slá það út :-) en ég ætla bara að þakka þér fyrir að vera besta systir og vinkona sem nokkur getur óskað sér, elsku hallveig mín!
fífa skemmti sér veeerulega vel á placebo tónleikunum, kom heim með lagalistann og aðgöngupassa með all access áletrun, var fram til rúmlega hálfeitt að hjálpa til að ganga frá, þvílíkt ævintýri! er búin að panta að fá að fara með á alla tónleika rr héðan í frá!

ekki þekki ég nú neitt af þessum lagaheitum. tónleikarnir hefðu verið wasted on me :-)

2004-07-07

ég ætla að fara að lesa harry potter á hollensku. auðveld leið til að koma sér inn í ný mál, lesa eitthvað sem maður þekkir nógu fjári vel. reyni að nálgast fyrstu bókina eftir helgi. schneelld.
nú er fífa á leiðinni á placebo tónleikana. fer með vinkonu sinni og mömmu hennar (sem reyndar sér um tónleikana) fífa var ekkert smá spennt. hún kom náttúrlega með okkur á stones í london í fyrra og þótti mjög gaman, en núna fær hún meira að segja að hitta bandið og allt. gaman! kemur örugglega uppveðruð heim seint í kvöld.

mér er reyndar boðið í eftirpartíið, spurning hvort maður verði ekki að reyna að kíkja aðeins, þó þetta sé svosem ekki mín músík. gaman að kíkja á liðið!
þorbjörn, helga og dæturnar farnar aftur austur, ekki náðum við hittingi í þetta skipti :-( jæja, en við erum nú á leið að hitta þau, í byrjun ágúst, það verður gaman.

hreiðar ingi kom til mín í gær, var að ljúka við að tölvusetja nótnakost hljómeykis. úff, þetta er ekkert smá mikið af nótum sem við eigum! reyndar ekki alveg nógu mikið, slatti af nótum sem við höfðum keypt sem liggur einhvers staðar heima hjá einhverju liði sem er ekkert í kórnum lengur. súrt, nótur eru rándýrar. ljósritum helst ekkert, nema við komumst alls ekki hjá því, ekki vill maður brjóta höfundarrétt á fólki, ónei.

nú ætlar hann að setjast niður og slá inn allar upplýsingar um alla tónleika sem við höfum haldið. mætti líka skanna inn myndir af plakötum og svo af okkur sjálfum, stendur til að setja upp heimasíðu, og eitthvað verður nú að vera á henni.
dómur kominn, gæti verið betri :-)

hrifinn af fyrrihlutanum en finnst maríu vísur of langar, kannski hefur hann eitthvað fyrir sér í því. er nú samt ekki að hugsa um að vera að endurskoða verkið fyrir upptöku, amk ekki að ráði (og ekki út af gagnrýni í blaði)

ó vell, maður getur ekki alltaf búist við halelújahrópum!

2004-07-06

talandi um þorbjörn bróður, hann mætti alveg finna tíma í þetta skiptið til að hjálpa mér að komast inn á heimasíðuplássið sem hann var búinn að setja upp fyrir mig. tók eitthvað um 95 nothæfar myndir fyrir austan. auðvitað stendur til að henda þeim á netið, ásamt fleirum, reyndar.

er búin að setja upp slide show með tónlist, í iPhoto, mjög skemmtilegt forrit. samtengt við iTunes þannig að ég get notað alla tónlistina sem ég er með innhlaðna þar, verst að eiga ekkert frá tónleikunum ennþá. voru reyndar teknir upp á dat en ég er ekki búin að fá eintak.

fékk reyndar styrk fyrir upptöku af þessum verkum, það er náttúrlega snilldin ein. stefnt að því í haust einhvern tímann, verður víst að fara svolítið eftir planinu hjá íslensku óperunni.
óli bróðir kom heim í gær, þorbjörn og fjölskylda eru að koma heim í kvöld, mér sýnist upp renna nokkrir af þeim sjaldséðu dögum sem öll okkur systkinin má finna nokkurn veginn á sömu lengdar- og breiddargráðu. spurning um að skella upp matarboði, hmm? fer kannski pínu eftir því hvenær þau ætla að brenna austur.
hei, vá ég komst inn!!!

ljóta ástandið á blogger, eins og flestir hér hafa líklegast tekið eftir. og nú er ég búin að steingleyma öllu sem ég ætlaði að skrifa :-(

fjögurra ára guttinn er með á tæru hvað sé ofan í flöskum, vín, sko. gott uppeldi á gutta. fór í þroskamat í morgun, laaangt á undan sínum aldri í öllu verklegu, verkfræðingagenin frá pabbanum að koma fram, greinilega. það er nottla svo svakalega klárt fólk sem að barninu stendur ;-)

2004-07-05

jæja, maður er aðeins að ná sér niður!

nokkrir bloggvinir stungu inn kolli á tónleikana, hjörtur, tóta, kristín björg og þóra komu, líka ásgeir vinur hans vignis, síðan voru náttúrlega vignir og hallveig að syngja með. gaman að þessu.

2004-07-04

jamm

þetta var bara tær snilld. tónleikarnir gengu fínt, tónlistin og flutningurinn hrærði fleiri en einn til tára, ómægoood! hópurinn frábær, bæði skemmtilegur og söng eins og væri skipaður englum. ég fékk þvílíku lofræðurnar í gærkvöldi, nærri því vandræðalegt. vildi að ég ætti þær á vídeó! komst þó mest við þegar 6 krakkar úr kórnum voru með skemmtiatriði sem endaði á því að þau komu upp að mér og sungu fyrir mig þessa líka flottu útsetningu af thank you for the music, elsku þið, frábær. er það furða þó ég hafi endað kvöldið hágrátandi í fanginu á einni af mínum yndislegu kórvinkonum. úff!!!

keith reed stóð sig eins og hetja í stjórnun, ég var stressuð eftir fyrstu æfinguna en hann var alveg frábær fyrir austan. frank og steini báðir meiriháttar hvor á sitt hljóðfæri. hallveig brilleraði í sólóinu eins og búast mátti við, dúettarnir okkar gengu líka fínt. 2 nýir strákar í kórnum, svona í láni, en báðir verulega til í að vera með áfram, keith var til í að stjórna okkur áfram líka sem er nottla SNIIILLLLD!

ég er bara í skýjunum, eina sem ég get sagt :-D

svo er bara að vita hvað rikki skrifar í mogga! ég held ekki að hann hafi skælt neitt ;-)
vááááá hvað var gaman uppi í skálholti. ég í skýjunum! núna er jón lárus búinn að grilla handa mér lambalundir, ég borða, meira síðar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?