<$BlogRSDUrl$>

2004-05-31

æfing áðan fyrir skálholt, gekk líka bara svona ljómandi vel :-)

vondu fréttirnar frá um daginn hins vegar opinberar núna, benni verður EKKI í skálholti og flytur EKKI heim næsta vetur. helv... djö... andsk... sinfó! sorrí ordbragdid! þannig að nú er ég að leita að stjórnanda fyrir sumarið og líka næsta vetur, geri mér fulla grein fyrir að ég fæ ekki jafnoka benna, fer ekki ofan af því að hann er besti kórstjóri á íslandi (og ég hef unnið með flestum af þeim færustu!)

ef þið vitið af vel geymdum leynikórstjórum á lausu, látið mig endilega vita :-(
var í útvarpinu áðan, davíðssálmarnir mínir 3 og svo í ást sólar. alltaf gaman að því :-) hljómeyki og hallveig sungu.

þarf eiginlega að senda fjölskylduna út til að geta klárað verkið algerlega, ætlaði að reyna að setja inn síðustu merki í dag. veit samt eiginlega ekki hvort ég tími að senda þau í sund og fara ekki sjálf með... kannski dugar alveg að klára á morgun. þarf að henda því inn í tónverkamiðstöð til að fjölfalda, ekki séns að ég standi og ljósriti 40 síðna verk fyrir 25 manns, hnei!

2004-05-30

en skemmtilegur þáttur í sjónvarpinu! söngskemmtun fíladelfíu eða eitthvað.

einhvers staðar las ég viðtal við guð þar sem hann sagðist vera orðinn hundleiður á þessu gospelgargi ;-)
veðrið er aftur svona í dag, 18,6 stiga hiti og sól, svolítil gola, en það gerir nú ekki svo mikið til þegar hún er hlý

ætli sé opið í fjölskylduoghúsdýra í dag? um að gera að gera eitthvað með krökkunum á svona dögum. langar helgar rokka. reyndar eitursúrt að geta ekki notað pallinn, hann er rifinn upp í framhaldi af ljóta skurðinum í garðinum mínum. mér finnst að síminn ætti að tengja breiðbandið hjá okkur án þess að við þurfum að borga, fyrir að eyðileggja garðinn í sumar :-@

2004-05-29

grettir er kúlastur!

garfield1
Hey, don't be such a smart aleck like Garfield or
you'll be bitten in the rump one day when
you're not looking.


What Garfield Personality do you Have?
brought to you by Quizilla
þetta var þvílíkt fjör og flott, maður minn! stóð og tók vídjó af skrúðgöngunni með kökkinn í hálsinum, börn og annað starfsfólk skólans búið að leggja óhemju vinnu og alúð í undirbúning, búningar, trommusláttur, söngur og svo framvegis. afródans úti í porti, rokkband í gangi, írska þjóðlagasveitin okkar inni í bíósal, tvær ungar dömur dönsuðu riverdance undir æ æ ó ó aumingja ég í þjóðlagastíl, stelpuband tróð upp með frumsamið lag með snilldartexta um stökkbreyttan geitung.

matarboð í kvöld, best að fara að taka til á borðstofuborðinu og undirbúa lambahrygg provençale.
vorhátíð í austurbæjarskóla í dag, 700 barna skrúðganga, fjölmenningarþema, enda stærsta nýbúadeild landsins einmitt í austurbæjarskóla. freyja búin að búa til batikpils sem hún verður í, búið að setja í hana einar 8 fléttur, fífa með síða hárið sitt slegið og hippaband, í afgömlum indverskum kjól af mér.

veðrið eins og það verður best í henni reykjavík, sól og 18 stiga hiti. mikið verður þetta skemmtilegt.

2004-05-28

í london keypti ég mér partítúr af prókoffíeff sinfóníunni sem ég ætla að láta áhugabandið spila um jólin, nú þarf ég að kaupa mér nýjan tónsprota svo ég geti farið að æfa mig fyrir framan spegil :-)
labbaði upp á grænuborg með litla gutta í morgun, nemahvað á leiðinni upp skólavörðustíginn rek ég augun í gleiðfættan mann sem virðist einna helst standa upp við hallgrímskirkju og pissa á kirkjuna. trúði ekki mínum eigin í nokkur augnablik og það reyndist líka óvitlaust þar sem þegar ég kom nær sá ég að þetta var stytta. hún stendur smá spotta frá kirkjunni, snýr baki í hana og hallar sér burt.

samt svolítið fyndið að sjá þetta svona frá 12 spora húsinu upp að eggerti feldskera :-)
hundfúlar fréttir í gærkvöldi

nú ég súr :-(

2004-05-27

jibbííí

búin að pota niður öllum tónum í verkið fyrir skálholt í sumar, gaman!

nú þarf ég "bara" að troða inn styrkleikamerkjum og túlkunaratriðum, ganga frá partítúr, búa til part fyrir slagverksleikarann og organistann, prenta út, koma nótum til allra...

en það er samt alltaf stór áfangi að vera búin með allar nóturnar að þetta stóru verki. hálftíma stykki. þarf að senda benna nótur til færeyja, dobla skúla vin hennar hallveigar til að búa til mp3 fæl af þessu til að fólk geti hlustað á það heima. þetta ætti að ganga allt í næstu viku.

liggur við að við neyðumst til að opna eina kampavín í kvöld ;-)

2004-05-26

yfirleitt hef ég ekki tengt á nafnlausa bloggara, en afi fær undanþágu, frábær karakter og ég hef ekki hugmynd um hver þetta er!
ómægoood

ef einhver lesandi skyldi villast inn á fjölmenningarvorhátíð í austurbæjarskóla á laugardaginn kemur, verð ég þar að spila með hálfgerðu kántríbandi inni í bíósal, líklegast klukkan 13.00 og 14.00, svona kaupakonan hans gísla í gröf og nú liggur vel á mér lög

hohohohohoho! ýmsu lendir maður í.

gæti trúað að sú nærri 12 ára komi ekki nálægt bíósalnum á þessum tíma. en þetta verður fjör.
einn góður...


"The Last Request"

Two men, sentenced to die in the electric chair on the same
day, were led down to the room in which they would meet
their maker. The priest had given them last rites, the
formal speech had been given by the warden, and a final
prayer had been said among the participants.

The warden, turning to the first man, solemnly asked, "Son,
do you have a last request?"

To which the man replied, "Yes sir, I do. I love dance
music. Could you please play the Macarena for me one last
time?"

"Certainly," replied the warden. He turned to the other man
and asked, "Well, what about you, son? What is your final
request?"

"Please," said the condemned man, "kill me first."
jæja, mín komin í samband við umheiminn, mættu hér 2 gaukar og endurtengdu mig í morgun. þurfti að láta ráterinn endurræsa en nú allt í fína

london tær snilld, sól og passlega heitt, smá gola, þoldi oxford street í heilan dag (það var ekki skemmtilegi dagurinn) fór í nótnabúð að finna eitthvað til að láta hljómsveitina spila um jólin, keypti ógurlega fín vín í berry bros, fór á tónleika í royal festival hall (leiðinlegur mozart og skemmtilegur bartók) fór á mamma mia sjóið, very very gaman, út að borða og nóg drukkið, tvö deit, sunnudag og mánudag, messa í westminster abbey, kórinn alveg flottur! og ég sem fer annars eiginlega ekki í messur nema vera borgað fyrir það.

vá hvað var gaman! lifi á þessu lengi.

2004-05-25

komin heim, netfíknin ekki nægilega mikil til að ég nennti að setjast niður á netkaffi og kíkja hringinn, þó ég væri reyndar oft að hugsa um það...

hlakkaði mikið til að koma heim og lesa og skrifa, nemahvað símalínurnar í sundur heima, mín er ekki mjög sátt við símann þessa dagana! fyrst grafa þeir garðinn minn í sundur og síðan símalínurnar (ókei, trúlega verktakinn sem hefur rofið línurnar). samt súr :-(

meira þegar ég kemst í samband heima hjá mér, biðröð í tölvuna inni í hafnarfirði.

2004-05-20

jæja lesendur góðir, farin til london

kannski verður skrifað eitthvað, watch this space :-)

2004-05-19

garrrrg!!!

þegar ég kom heim úr kennslunni í dag var búið að grafa SKURÐ í gegn um garðinn minn. það eru framkvæmdir fyrir utan hjá okkur, er meðal annars verið að leggja breiðbandið ásamt endurnýjun á hitalögnum og rafmagni. það var hins vegar ekkert búið að tala við okkur um að það þyrfti að grafa í garðinum. ekkert smá súrt að koma heim í uppgrafna flöt, grrrr. hringdi í eftirlitsmann með aðgerðunum og hann var frekar fúll yfir því að sá frá símanum hefði klikkað á að tala við okkur.

þetta er eignarlóð, þannig að við höldum að við höfum alveg flöt að standa á með að neita þessu. skil reyndar framkvæmdina en mér finnst nú minnst að það sé talað við mann! nóta bene, þetta er ekki til að leggja leiðslur í okkar hús heldur númer 8A.
finnur mun skárri, verð samt að muna pústið, áður en ég fer að kenna.

ég verð að viðurkenna að það er ekki uppáhalds iðja mín að þrífa kattabakka! héldum að við værum laus við kúkastandið þegar finnur hætti á bleiu, en þá bætist bara aðili í fjölskylduna sem er líklega ekki nokkur leið að kenna að sjá algerlega um þetta sjálfur. væri nú alveg til í að þessum þörfum væri sinnt úti í garði...

annars er loppa yndisleg, hænd að okkur og kelin, fyrir nú utan hvað hún er sæt. skil ekki hver hefur viljað losa sig við svona kött (kannski einhver sem hefur kúgast einum of oft yfir kattabakkanum)

jamm, hún er orðin heimilisföst hér. aldrei fór það svo að það bættist ekki í fjölskylduna á sumarólympíuári, eins og ég var nú búin að sverja fyrir það (börnin okkar fæddust '92, '96 og '00)

2004-05-18

ókei, þetta er þolanlegt, þó ég hefði frekar viljað vera mahler:Take the Dead German Composer Test!

humm.

ætli teljarinn verði kominn upp í 20000 þegar ég kem frá london? ekki víst að ég skrifi neitt á meðan, fer eftir því hvort ég nenni á netkaffi eður ei. sjá hvað netfíklinum gengur vel að lifa af í fimm daga...
tíu ellefu auglýsir:

jarðarberjajógúrt, kaffijógúrt, valíumjógúrt, jógúrt með blönduðum ávöxtum...
finnur enn lasinn :-(

næstsíðasti kennsludagur :-)

verkið alveg að verða tilbúið :-)

london ekki á morgun heldur hinn :-)

plúsarnir fleiri en mínusar, en mínusinn samt mjög leiðinlegur, litli gutti liggur bara inni í sófa og sefur. sem betur fer, því þegar hann er vakandi verð ég helst að sitja eða liggja hjá honum, ógurlega lítill fjögurra ára núna, ekki nema örfáir sentimetrar í hæsta lagi, ræfillinn!

2004-05-17

fórum með gutta á læknavakt, vorum hrædd um að hann væri kominn með heilahimnubólgu, kvartaði um eymsli aftan á hálsi og höfuðverk; sem betur fer var hann hvorki með það né lungnabólgu, að því sem læknirinn gat best heyrt. bara kvef og hósta og hálsbólgu, ræfillinn!

fífa spilaði sig inn í tónlistarskólann í reykjavík í dag, nokkuð viss um að fljúga þar inn, ójá!

tveir kennsludagar eftir, morgun og hinn, svo london, snilld!

2004-05-16

tónleikarnir gengu svona líka ljómandi, dvorák aðgengilegur og skemmtilegur og ekkert of mikið af óspilandi stöðum, ég held ég hafi náð amk 98% nótnanna ;-) hljómburðurinn í seltjarnarneskirkju passar vel fyrir svona, hljóðáreitið sem maður fær er margfalt á við háskólabíó, maður hreinlega finnur fyrir pákunum á sterku stöðunum, gífurlegt kikk sem maður fær út úr því. mega!

pavel klikkaði reyndar á því að benda enskhornleikaranum að standa upp í lokin fyrir sér klapp, stórskrítið, langstærsta sólóið í verkinu og bara mjög flott hjá honum, skamm pavel!

síðan var fyrsta æfing á skálholtsverkefninu, smá sjokk reyndar, sit allt í einu uppi með bara 4 bassa en hélt ég hefði 6. ekki gott! getur einhver bent mér á góðan bassa á lausu? stefán a. ert þú nokkuð að koma heim í sumar? (blikk, blikk)

2004-05-15

annars snarmæli ég með tónleikunum hjá áhugamannabandinu á morgun kl. 17.00 í seltjarnarneskirkju. við í hörkuformi og algjör stuðstykki á prógramminu. bara dvorák, te deum er flott, kórinn fulllítill, hefði mátt vera amk 60 í stað 25 eða svo, við þurfum að dempa okkur þvílík ósköp, en allt á fullu í níundu sinfóníunni. gaman. pavel manásek stjórnar, ógnar tilfinningasemi gagnvart tékknesku músíkinni, mægod! hönd á hjarta og allt, en hann er voðasætur og yfirleitt bara skýr stjórnandi. ef þið tímið ekki listahátíðarmiðum á fjögurþúsundkall, komið þá að hlusta á okkur á þúsundkall, listahátíð ekki fyrir snobbpakkann!
æannars, bara eitt enn. fífa var í júrópartíi, fyrsta partí unglingsins, sem nóta bene vill ekki kannast við að vera orðin unglngur

pabbi hennar skokkaði eftir henni, klukkan er orðin meira en tíu

finnur lasinn, kvef og hiti, þessvegna við bara heima :-(
verður maður ekki að taka eitt júróvisjón blogg?

við kusum úkraínu! flottust. víkingahvað?

frank, hollenskur vinur minn var búinn að úthúða íslenska laginu við mig, jú, mér fannst það reyndar ekki flott og jónsi var, sorrí, vandræðalegur á sviðinu, ýkt tilfinningasemi, arghhh!

nemahvað frank fannst kýpur flottast, en mér úkraína. úkraína vann með yfirburðum og ísland var ofar en holland. hehe, á eftir að skjóta á frank á morgun! betra en á sms ;-)

nóg um júró, ekki orð um það meir.
þá er fífa búin með sinn tónleikapakka, spilaði með kammersveit tónlistarskóla hafnarfjarðar áðan gekk bara mjög vel. nú á hún bara eftir inntökuprófið í tónlistarskólann í reykjavík, mánudag og svo stöðupróf í tónfræði á föstudaginn kemur. þá get ég víst ekki verið með henni, verð í london. tónfræðakennarinn, mamma hennar ætlar hins vegar að pota ofan í hana svolítilli tónfræði áður en hún fer út, væri fínt ef fífa gæti sleppt tónfræðatímum í tónó, farið bara beint í tónheyrn og sögu. ekki samt hljómfræði strax, maður þarf eiginlega að vera pínu meira en 12 ára til að taka hljómfræðina af einhverju viti

æfing fyrir sinfóníuhljómsveitaráhugamannatónleikana gekk bara þokkalega vel í morgun, alltaf gaman að fá slagverkið með. nokkrir auka líka í strengjunum, við helga létum fyrsta púlt eftir til zbiggí og evu, verð að viðurkenna að ég var eiginlega nokkuð fegin því í morgun, ekki alveg upp á mitt besta eftir gærkvöldið

þæg í kvöld, tónleikar á morgun :-)
tónleikarnir gengu bara svona ljómandi fínt, hreiðar ingi debúteraði að stjórna, fínn en nær nú samt ekki upp í benna ennþá, ónei! standing ovation nema listaháskólaprófessorarnir, þeir sátu brúnaþungir með krosslagða arma og stóðu ekki upp, hehe.

reyndar skiljanlegt, verkið var ekki alveg standing ovation stykki, en flutningurinn var það náttla!!!

partí í listaháskóla tónlistarsviði á eftir, hellingur spilað og sungið og drukkið en minna borðað

hikk!

(tóta, misstir af miklu)

2004-05-14

á maður ekki bara að mæla með tónleikunum okkar í kvöld? jújú.

hljómeyki er að syngja á tónleikum á vegum listaháskólans, alveg bara þokkalegasta verk eftir útskriftarnemann þóru gerði guðrúnardóttur. pínu gamaldags en fullt af góðum hugmyndum og bara mjög fallegt á köflum. einnig verður fluttur orgelkonsert eftir hana og síðan verk eftir inga garðar erlendsson, básúnusnilling.

tónleikarnir eru í hallgrímskirkju klukkan 20.00 í kvöld, aðgangur ókeypis og öllum heimill.
ef þið hafið fylgst með tónlistargagnrýni og umræðum um hana mæli ég með að þið farið á síðuna hans kontra og lesið fimmtudagsfærsluna hans

ég hef ekki hlegið svona mikið í margar vikur, ef ekki lengur!

2004-05-13

mont mont

hún fífa fékk sko 8,9 á fjórðastigs prófinu sínu

það er ÓGYSSLA hátt! hefðum verið alsæl með allt yfir 8

dugleg skotta :-)

2004-05-12

það gæti verið að í þessum kafla verksins yrði svolítið af klasahljómum og undarlegum hljómagangi.
hjálp!

það er malandi köttur hérna sem er til skiptis á lyklaborðinu, hljómborðinu og músinni

og ég sem þarf að klára verkið í vikunni...
morgunpósturinn er með góðan leiðara í dag. styð þetta heils hugar, og það þrátt fyrir að yngsta barnið mitt eigi ekki mikið eftir af leikskólanum!

2004-05-11

omg!

nú fara lætin í gang.

á fimmtudaginn: tónleikar hjá fífu kl 18.00, æfing hjá mér kl. 21.30-?

á föstudaginn: tónleikar hjá mér (hljómeyki) 20.00

á laugardaginn: æfing hjá mér 10.00-13.00, hóptími hjá freyju 12.00-13.00 tónleikar hjá fífu 15.00-16.00

á sunnudaginn: tónleikar hjá freyju (útskrift) 15.00, tónleikar hjá mér 17.00 (s.á.)

á mánudaginn: fífa tekur inntökupróf í tónlistarskólann í reykjavík, 14.00

og þetta er allt saman fyrir utan venjulegt vinnuálag og skóla.
og júróvisjón, náttúrlega ;-)
verð að plögga aðeins aftur bloggið hans bróður míns eðalblogg, enda er þorbjörn með skemmtilegri mönnum, orðheppnasti maður sem ég þekki :-)

2004-05-10

voða fínt nýja blogger lúkkið, amk makkaviðmótið, þarf að kíkja á þetta inni í hafnarfirði til að sjá hvernig péséviðmótið er

enginn hringt út af kisu ennþá, ég er hrædd um að við séum orðin 6 í heimili og við þurfum að fara að fjárfesta í kattabakka, sandi, klórupriki, meiri kattamat...

2004-05-09

sunnudagar

geta verið svo góðir á íslandi, þegar veðrið leikur við mann, farið í langan göngutúr í bæinn með 5 unga, keyptur ís, alþingisgarðurinn olli reyndar vonbrigðum þar sem hann er allur uppgrafinn og engir bekkir, stóra brauðsúpan heimsótt, þar varla orðið neitt nema máfar. fíflakransar fléttaðir á leið upp bókhlöðustíg.

snilld

og svo ætlum við að vera dæmigerðir íslendingar í kvöld og grilla rautt lambakjöt úr pakka. hei, stundum dettur maður bara í lágkúruna :-)
gærkvöldið var frábært, þó bó væri ekki á svæðinu :-)

upphitun með freyðivíni í stefhúsi, þá var tölt upp á holtið.

maturinn æði, sérstaklega forréttur og eftirréttur, lambið í aðalrétt var líka mjög gott en meðlætið bara þokkalegt. kaffiísinn tær snilld, væri til í að eiga uppskrift að honum. mmm

kaffi og koníak og konfekt aftur niðurfrá. komum heim milli 2 og 3, ástandið á manni mesta furða, en ég hefði reyndar viljað eiga kók...

2004-05-08

aðalfundur fulltrúaráðs STEFs í morgun, ekkert rifist, poppgeirinn og við í mestu lifandis sátt og samlyndi.

holtið í kvöld með genginu

bó hall var ekki á svæðinu, mega svekkelsi

eða ekki

2004-05-07

týndur köttur

kannast nokkur við að hafa týnt hálfstálpuðum grábröndóttum kettlingi í miðbænum, líklegast einhvers staðar nálægt klapparstígsenda njálsgötunnar

hjálp!!!

við erum með kettling inni hjá okkur og það var ekki á stefnuskránni að fá sér kött. ég er ekki viss um að kattholt komi til greina þar sem ungviðið á bænum (les freyja, sú 8 ára) er þegar búin að nefna dýrið.

get ekki sett mynd af henni hér inn, þar sem ég er ekki með hýsingu neins staðar ennþá (þorbjörn, varst þú ekki eitthvað að tala um pláss...?)
fór áðan og staðfesti skólavist fyrir finn í suzukiskólanum. hann ætlar að læra á víólu, ógurlega spenntur lítill mann

einn ónefndur kunningi minn, fiðluleikari, var lítt hrifinn af þeirri ákvörðun. ætlarðu virkilega að láta barnið læra á þetta hrrræðilega hljóðfæri?

tja, í fyrsta lagi er víólan yndislegt hljóðfæri, og þar fyrir utan skiptir það engu máli á hvað ég set hann, hann kemst örugglega ekki hjá því að verða söngvari, eini strákurinn í þessari fjölskyldu!

2004-05-06

vorum með kínverskan mat í gær, ekki í frásögur færandi svosem. uppskrift að núðlum með grænmeti úr hagkaupsbæklingi, aaafskaplega einfalt og lítið mál.

nema hvað jón lárus fór með afgang í vinnuna í dag og var þar öfundaður mikið og spurður að því hvort hann ætti kínverska konu

hahahahaha

ljóst að maður verður að fara að sýna sig þarna á nýja vinnustaðnum hans jóns!
held ég sé búin að ákveða prógramm fyrir skálholtstónleikana mína í sumar:

davíðssálmur 150
davíðssálmur 8
canite tuba

ó jesús, séu orðin þín
herra, mig heiman bú
tunga mín vertu treg ei á

maríu vísur

þetta gera um 40 mínútur af tónlist, ss 50 mín tónleika, með tilfæringum á slagverki og þannig löguðu. allt kór a cappella nema maríu vísur fyrir kór, slagverk og orgel.

held þetta ætti bara að geta orðið allt í lagi. samt að spá í hvort ég á að setja inn eitt lag í viðbót í sálmapakkann í miðjunni...
þorbjörn bróðir byrjaður aftur, fær tengil út á klíku ;-) yfirleitt tengi ég ekki nema fólk sé búið að sýna að það nenni að standa í þessu.

2004-05-05

jæja, ég virðist vera í fríi á morgun

það var nú það.

en það var samt frábært hvað hallveig komst langt í keppninni :-)
nú eftir um hálftíma kemur í ljós hvort ég verð að kenna eða í fríi á morgun

ég vona að ég verði að kenna :-)
ætlar þessu roki ekkert að fara að linna? ég er orðin dauðhrædd um sýrenuna mína og rifsrunnana að þeir fari að brenna!

grrrr!
ó mæ god!

hvern dauðann á ég að taka með sinfóníuhljómsveit áhugamanna í haust??? er búin að ákveða eitt stykki sinfóníu (prok 1. klassísku, stutt og skemmtileg) og svo má ég nota systkini mín eitthvað, sópran og tveir tenórar, létt lýrískur og svo verdi týpa

arrgh! þarf að svara eftir tvær vikur!

tillögur óskast. ekki það að ég hafi ekki hugmyndir, þær eru kannski frekar of margar.

2004-05-04

ááááiiii!
við erum búin að finna betri lausn á kárahnjúkaverkasamkeppninni:

tónskáldafélagið tekur fullan þátt í keppninni

skipar svo hjálmar h, mig og karólínu í dómnefnd

við veljum síðan mesta sorgarmarsinn sem berst

sneeðugt!

2004-05-03

trallalla!

var að borga hótelið mitt, úti í london :-) ógurlega flott hótel, göngufjarlægð frá fjörinu

þetta verður bilað gaman.
síðast þegar ólibróðir kom heim frá glasgow kom hann með maaargar spólur með bestu prúðuleikaraþáttunum. ekkert smá gaman að horfa á þær!
kermit.jpeg
You are Kermit the Frog.
You are reliable, responsible and caring. And you
have a habit of waving your arms about
maniacally.

FAVORITE EXPRESSIONS:
"Hi ho!" "Yaaay!" and
"Sheesh!"
FAVORITE MOVIE:
"How Green Was My Mother"

LAST BOOK READ:
"Surfin' the Webfoot: A Frog's Guide to the
Internet"

HOBBIES:
Sitting in the swamp playing banjo.

QUOTE:
"Hmm, my banjo is wet."


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

2004-05-02

enetation aftur með leiðindi

stundum virkar að smella á check master server comments, stundum ekki. ég sé þetta allt samt, leynikomment dauðans.

en þetta kemst í lag, vonandi fljótlega. þrjóskan í manni að vera ekki búinn að skipta fyrir löngu!
aðalfundur fór að mestu leyti friðsamlega fram, það hitnaði bara í kolunum þegar lögð var fyrir beiðni frá landsvirkjun um að félagið kæmi að samkeppni um tónverk til að flytja þegar kárahnjúkavirkjun verður vígð. félagið kemur ekki til með að leggja nafn sitt við keppnina, veita ráðgjöf, jú en ekki meira. það verður líka gaman að sjá hverjir senda inn verk! kannski árni johnsen semji kárahnjúkasvítu...
barnaafmælisboð hér í dag, við stútfull af kökum

úff :-/

en kökurnar voru góðar.

2004-05-01

hlustaði á samsæriskenningar um 11. september í útvarpinu eftir hádegi. hafði nú ekki mikla trú á að þetta væri annað en venjuleg paranoja, en eftir því sem ég hlustaði lengur gapti ég meira. maður vill ekki trúa því að fólk geti verið svona illt, þó ég trúi nú ýmsu upp á þá sem sitja við stjórnvölinn í bandaríkjunum. hann elías minn blessaður hafði sett sig inn í þetta, kom ekki mjög á óvart. ætli hann mæti á aðalfund á eftir? best að spyrja hann þá út úr!

haldið þið að þetta geti verið rétt? og veit einhver hvort hefur verið stafkrókur um þessar kenningar í mogga? eitt er víst; elías davíðsson hefur ekki verið spurður álits þar á bæ.
finnur fékk finding nemo í ammlisgjöf og fjölskyldan settist niður saman eftir kvöldmat og horfði. bara fífa hafði séð myndina áður.

hún er ósköp sæt, en er nú samt ekkert nálægt shrek eða monsters inc. ónei. en finnur var gersamlega gagntekinn, þannig að þetta var nú samt fín afmælisgjöf.
löngu kominn tími á tengil á gunnar hrafn
aðalfundur tónskáldafélagsins á eftir. ég pant ekki vera fundarritari í ár, skilaði fundargerð síðasta fundar fyrir rúmri viku, lá á mér allt árið að eiga þetta eftir!

þetta eru orðnar þvílíkar rólyndissamkomur, af sem áður var þegar voru háarifrildi um málefni STEFs, tónskáld áttu það til að slást síðkvölds, (það er alltaf vel veitt eftir aðalfund) ég missti reyndar af slagsmálapakkanum, ekki nema um 10 ár síðan ég gekk í félagið. fékk hins vegar nægan skammt af STEF rifrildum, alltaf sama fólkið að æsa sig um sömu hlutina. best að nefna engin nöfn hérna, samt ;-)
gleðilegan baráttudag verkalýðsins, allir!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?