<$BlogRSDUrl$>

2004-04-30

það er ekkert minna en hneyksli ef önnur hvor hinna söngkvennanna kemst áfram en hallveig ekki! langbest. ein af þeim reyndar belgísk, maður veit ekki stöðuna á heimadómaradæminu en þessi keppni er mjög virt og á alveg að vera að marka útkomuna. það er víst ekki alls staðar.

sú fyrsta kemst bókað ekki áfram, var með fallega rödd en réð ekkert við verkefnin sem hún var með í seinni hlutanum.
hallveig búin að syngja fyrri partinn! henni gekk rosalega vel! aríurnar eftir, tojtoj!

ég vildi ég kynni betri frönsku, kynnarnir töluðu þessi ósköp á eftir, ég heyrði ekki betur en þeir væru hrifnastir af hennar útgáfu af nýja verkinu, og almennt ánægðir með hana, en ég skildi bara svo lítið í þessu!

keep u posted :-)
nýr skemmtilegur tengill: brall í bauk þurfum bara að passa okkur á því að einhverjir síðuhöfundar úti í bæ fari að birta uppskriftirnar sem sínar eins og kom fyrir hjá nönnu (ætli séu nú miklar líkur á því samt, við erum ekki heimsfrægir gúrmetar)
hann finnur minn á afmæli í dag

litli kútur er fjögurra ára, las sjálfur á afmæliskortið sitt.
duglegur lítill engill :-)

alsæll að fara með ís í leikskólann og gefa krökkunum, svo fær hann hamborgara í kvöld.

2004-04-29

hér er tengill á söngkeppnina sem hún hallveig er í.

hún virðist eiga að syngja síðust af þessum þremur sem eru þarna klukkan 1, þannig að eins gott að beina straumunum á hana en ekki bara einhvern sem er að syngja þarna klukkan eitt
;-)
skiptast á skin og skúrir í þessu lífi

neinei, það var ekkert að koma fyrir, ég er nú bara að tala um veðrið ;-)

hefði alveg mátt vera eins í dag og í gær. mér fannst virkilega að það hefði átt að gefa frí í tónlistarskólum vegna veðurs. enda sleppti ég bekkjunum eilítið snemma út, nema reyndar tónheyrnarkrökkunum, þau hafa ekki gott af því ;-)

en í dag hef ég enga ástæðu til að sleppa neinum fyrr út. er að kenna fyrir þessa sem komst áfram í keppninni sinni. hún syngur aftur á morgun um kl. 13.00 að okkar tíma, url www.rtbf.be endilega hlustið og sendið góða strauma. ekki viss hvað hún syngur, nokkur númer, trúlega eitt lag eftir sibelius og svo eitt brjálað nútímaverk, svona upp, niður, hænuskref til vinstri verk, þrælsnúið í taktinum. ekki allir sem ráða við svoleiðis pakka, en hallveig er alvön að syngja undarlega músík (nei, ekki mína, ég sem ekkert sérstaklega undarlega músík)

amk skylda að senda góða strauma til belgíu klukkan eitt á morgun, hvort sem þið hlustið eður ei.

2004-04-28

trallalla :-)

hallveig systir komst áfram í 36 manna hóp í keppninni sem hún er í, úti í belgíu :):):)
nú ætla ég að fara að dæmi begga frá því 14. apríl og kommenta á baggalút kommon strákar, chateau d'Yquem er hvorki rauðvín né getur það með nokkru lifandis móti talist SÚRT!!!

(ég kann ekki að vísa í dagsetningu eða sérstaka grein á blogginu, hmm, þarf að skoða málið :-)
kominn tími á hlekk á kontrabassaleikarann ógurlega sem er alltaf dæmið sem ég tek um ofurhraða í tónfræðakennslu, þegar lötu ormarnir mínir eru að kvarta um hvað efnið sé erfitt og mikið torf: sko einu sinni byrjaði strákur hjá mér á fyrsta hluta í mars og í maí tók hann próf í fimmta hluta!!!

2004-04-27

þreyttur! löng æfing hjá sinfóníuhljómsveit áhugamanna; þó ekki eins löng og síðast. þá gleymdi stjórnandinn sér og var til kortér yfir ellefu! en gaman er það nú samt, bilað fjör að spila dvorák níundu, uppáhalds sinfóníuna hans bó hall ;-)

ég er enn ekki alveg búin að ákveða hvað ég á að taka með hljómsveitinni í desember, er að spá í fyrstu sinfóníu prókoffíeffs, hún er stutt en verulega flott. spurning samt hvort ég þurfi að taka eitthvað jólalegt. hmmm? maður getur nú alltaf útsett einhver jólalög, ef ég hef þá tíma til þess, sé ekki betur en það verði verulega þétt setið hjá mér haustið. gaman að því.

2004-04-26

ég verð að viðurkenna að ég hef óneitanlega þá tilhneigingu til að vera á móti öllu því sem núverandi ríkisstjórn íslands er fylgjandi

that said:

ég er að mörgu leyti sammála umdeildu frumvarpi um eignarhald á fjölmiðlum. þó ég treysti ekki ríkisstjórninni til að líta á og kynna mál á hlutlausan hátt (HAHAHAHAHAHA) þá ber ég eiginlega líka svolítið takmarkað traust til þess að baugsveldið hliðri ekki málum í sína þágu með því að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðla í þess eigu, því miður!

hins vegar er stjórnin gersamlega að leggja þetta fram á röngum forsendum, eins og hefur verið margbent á; væri það árvakur sem ætti alla þessa fjölmiðla tel ég 100% víst að þetta hefði ekki einu sinni komið til tals.

því miður.
aaahhh, snilldartilfinning að geta sagt - bless krakkar mínir og takk fyrir veturinn - við fyrstu nemendur sína að vori :-) :-) :-)
mikið hrrrikalega er teiknimyndaserían rocky í fréttablaðinu ófyndin! hvernig fara þeir að því að finna svona súrar sögur? ef þeir vilja ljótar og passlega grófar sögur, hvers vegna þá ekki wulffmorgenthaler eða eitthvað. hún er að minnsta kosti fyndin!

2004-04-25

jæja, það sem eftir er af uppþvottinum ætti að komast fyrir í einni vél - kannski :-)

kóræfing á eftir, fer að styttast í listaháskólatónleikana sem við syngjum á. benni stjórnar aftur í kvöld, snilld. mikið hlakka ég til þegar maðurinn flytur aftur til landsins. búið að vera frekar leiðinlegt í hljómeyki í vetur.

fyrir æfingu samt kvöldmatur, það er afgangur af ossobucoinu, mmm!

hvað er annars eiginlega með kommentakerfin? tómt vesen?
matarboð tókst bara fínt, úff hvað fauk mikið hvít- og rauðvín. þó á löngum tíma, við jón fengum okkur dropa með eldamennskunni, hófst klukkan 4 :-)

mesta furða hvað maður er hress!

en uppþvottavélin fær að vinna fyrir sér í dag.

2004-04-24

jæja, þetta var bara sólarhringspest, sem betur fer, ég er alveg orðin góð, eins gott, þar sem það getur verið erfitt að finna tíma fyrir þetta upptekna lið sem er að koma í mat til okkar í kvöld.

fífa í hljómsveit, freyja að fara í hóptíma, á að spila heillangt lag sóló, voða dugleg skotta.

2004-04-23

nei, ætli ég verði ráðin á veðurstofuna í bili :-) reyndar bara allt í lagi, mín vegna, ég er eiginlega orðin hundlasin, einhver ljót og leiðinleg magapest, þannig að væri mjög súrt ef veðrið væri eins og það var í gær!
hananú, enetation eitthvað að klikka einn ganginn enn!

það á að vera hægt að sjá kommentin með að smella á check master server comments neðst í glugganum, vona að það gangi. ég sé þetta alveg hjá mér, þannig að orðsendingar til mín komast amk til skila :-)

annars fullt af viðvikum búin í morgun, láta smíða nýjan lykil fyrir bílinn, tvöföld þjófavörn á lyklinum þannig að við þurftum að fara á tvo staði, anton, sem seldi okkur bílinn týndi öðrum lyklinum (eða það segir hann, hrmm, ef bílnum verður stolið er alveg ljóst hver verður grunaður fyrstur ;-) fara með skattadótið, kaupa varahluti í ísskápinn, athuga með stærri bílstól fyrir gutta, nú er jón að skipta um dekk á ólabíl og ég er að blogga í stað þess að vinna, hehe. svo bara búð og ríkið á eftir, matarboð annaðkvöld.
þvílíkur dýrðardagur í gær! og litið út um glugga, lítur út fyrir að verða ekki síðra í dag. verst að verða að vinna :-( en kemst víst ekki hjá því.

annars á að gera svona um það bil þúsund hluti í dag, allt frá því að fara með bílinn hans bróður míns til að láta pilla undan honum nagladekkin, til þess að fara með skattagögnin til endurskoðandans (urrgh, skatturinn) eins gott að fara að byrja á þessu.

2004-04-22

gleðilegt sumar, allir :-)


tengdamamma bjargaði deginum, ég hafði í stressi síðustu daga alveg steingleymt að kaupa sumargjafir handa krökkunum. einu sinni sá ég viðtöl við "fólkið á götunni" þar sem ein kona sagðist ekki kaupa sumargjafir þar sem það væri örugglega einhver danskur siður. ignoramus, er þetta ekki eini alíslenski hátíðisdagurinn? vona að sjónvarpsfólkið hafi leiðrétt hana þegar hún var komin úr mynd!
vááá, langur dagur! fífa í prófinu, beint í kennslu, tónheyrnarkrökkum sleppt snemma út, rokið á danssýningu hjá freyju í dansskóla birnu björns; ég, mamma og pabbi lékum ömurlega foreldra og aðstandendur og rukum út þegar okkar barn var búið að dansa, (háttsemi sem maður þolir hreint ekki, þvílíkur dónaskapur), fórum á portretttónleika til heiðurs gunnari reyni sveinssyni uppi í gerðubergi, þvílík snilld. tónskáldafélag bauð upp á ómælt freyðivín (ekki sætt viðbjóðslegt gutl, almennilegt stöff) á eftir, ég skildi bílinn eftir uppfrá ;-)

2004-04-21

fífu gekk mjög vel í prófinu :-) hún virðist geta virkjað stressið, toppar yfirleitt í prófum og á tónleikum. það er ekkert smá góður hæfileiki, flestir þurfa margra ára þjálfun til að ráða við það og hún er með þetta innbyggt. ég veit fyrir víst að hún var hundstressuð en það var hreint ekki að sjá á henni, ég er nokkuð viss um að prófdómari sá það að minnsta kosti ekki.

en gott að þetta er búið, þá er bara að sjá freyju dansa í kvöld, hópurinn dansar í gallabuxum og bleikum bol með birgittutagl í hári :-)

2004-04-20

smá breytingar á formati hjá mér. ekki merkilegt en þó... ég er alltaf að reyna að venja mig á að skrifa dagsetningar svona: 2002-04-20 en það gengur hægt. kannski venst ég frekar á það ef ég sé dagsetningarnar í því formi á síðunni!

2004-04-19

og fífan mín bitin af bakteríunni, sjáum til hvað það endist :-)
aaahhh, léttir

litla skotta sleppur við að fara í eyrnaaðgerð á miðvikudag, eins gott, mér er eiginlega ekki farið að standa á sama hvað hún er búin að fara oft í svæfingu! rakst á ráð um eyrnabólgur í einhverju heilsublaðinu, maður eigi að gefa börnunum lýsi og selen; hún er búin að vera að taka svoleiðis pakka í um mánuð núna, síðan hún fór í skoðun og var með bullandi eyrnabólgu. mikið hjaðnað, sjálfsagt var það nú aðallega pensilínið og eyrna- og nefdroparnir sem tóku þetta, en hitt getur ekki skaðað.

miðvikudagurinn verður þokkalega pakkaður samt, fífa í stigsprófið sitt um morguninn, sellótími hjá freyju eftir skóla og síðan lokadanssýning hjá henni í jassballettinum um kvöldið. úff! gæti neyðst til að skera tímann hjá tónheyrnarkrökkunum mínum örlítið við nögl þannig að ég nái á danssýninguna!

2004-04-18

eitt stykki fermingarveisla yfirstaðin, bilað flott, haldið á grandhótel, ekki verður þetta svona flott hjá okkur þegar fífa fermist (ef hún þá ákveður að fermast, ekki geri ég það fyrir hana). búið að vera lítið um fermingarveislur í familíunni síðustu árin, vantar þennan aldur inn! fífa er elst af frændsystkinunum, hennar tími eftir 2 ár, þá hellist þetta yfir okkur í hrúgum.

farin á kóræfingu, benni á landinu, stjórnar í kvöld, brill!

2004-04-17

mikið er ég farin að hlakka til að fara til london í maí! hitti eyva í kringlu í dag, hann er búinn að lofa að sýna mér eitthvað skemmtilegt úr því hallveig kemur ekki með :-( við gistum á sherlock holmes hótelinu á baker street, gorgeous :-) verst að jón lárus kemur ekki með :-( makar eiginlega bara ekki velkomnir með, skrítið. sérstaklega vegna þess að það eru eiginlega bara konur sem kenna í suzukiskólanum, eini karlkennarinn kemur ekki einu sinni með. kvensuferð! en það verður samt gaman. ég er komin með óskalista frá berry bros þannig að jón tekur gleði sína á ný þegar ég kem heim :-)
jæja, búin að klippa öll tvöfölduvöffin út úr tenglunum mínum, ættu allir að virka, semsagt. ég held nú samt ekki að blogger sé viljandi búin að klippa á worldwideweb, hlýtur að vera bara eitthvað vesen hjá þeim

en þetta er amk komið í lag :-)

2004-04-16

búin með páskaeggið mitt :-(

annars er ég stolt af því að hafa látið það duga svona lengi, það var bara númer 3 frá nóa :-)
garg! tómt vesen á blogger, kemst ekki inn í neitt! lagið þetta, plís.

2004-04-15

veit einhver þarna úti enska orðið yfir ham, svona eins og hamskipti, slöngur ossoleis? ég er að vandræðast með þýðingu í geisladisksbækling. hjálp vel þegin. við orðabókarfíklarnir hér á heimilinu eigum nefnilega enga íslensk-enska orðabók, dularfullt nokk!
það er bara engin spurning, allir fjölmenna á sinfó í kvöld. christian lindberg er þvílíkur töffari, verkið hans flott, sandstorm... nei sandström fínn líka, sibelius stendur fyrir sínu að venju, og svo er það ekki á hverjum degi sem maður sér sinfó spila og snúa baki í áhorfendur! fór á æfingu í morgun og ætla þvílíkt á tónleikana í kvöld líka - hmm, ef ég þá næ því. reyni að minnsta kosti.

2004-04-14

hehe, ekki slæmt fyrir einhvern sem hefur aldrei búið í enskumælandi landi!

Grammar God!
You are a GRAMMAR GOD!


If your mission in life is not already to
preserve the English tongue, it should be.
Congratulations and thank you!


How grammatically sound are you?
brought to you by Quizilla
ooohhh, gaman. erum að spila dvorák 9. sinfóníuna, nýjaheimspakkann í áhugamannabandinu. ekkert smá flott verk. örlítið meira gaman en síðast... þvílíkt stuð á æfingu áðan, þetta verður skemmtilegt. meira um það síðar.

2004-04-13

rólegur morgunn hjá okkur mæðgum, freyja reyndar farin í sund með vinkonu sinni en við fífa heima, skólinn byrjar á morgun.

stelpurnar þurfa að æfa sig, eru reyndar búnar að vera mjög duglegar í páskafríinu, enda fífa að fara í fjórða stig á fiðluna eftir viku og freyja að útskrifast úr fyrstu suzukisellóbókinni ég veit ekki alveg hvenær. ekki tími í ár til að taka sér páskafrí frá hljóðfærunum

mér vannst hins vegar ekki eins vel í fríinu, ætti að vita þetta, ég get eiginlega bara samið þegar ég er ein heima. nú fer að koma pressa á mig.
búin að tengja á svandísi í framhaldi af ógurlegum umræðum (48 kommentum við síðustu talningu) hjá uppvakningnum þórdísi

úff!

en svandís er hress, og þórdís líka :-)

2004-04-12

þorbjörn bróðir brenndi lokatónleikana mína inn á disk fyrir mig, af datspólunni, takk kæri bróðir! gekk síður með caput verkið, það er eitthvað leiðinda suð á því, þarf að tékka betur á því. en gaman að geta farið að hlusta á sjálfa sig lon og don ;-) get að minnsta kosti skilað datspólunni inn í skóla. ég var meira að segja með eitt lag eftir sjálfa mig á tónleikunum (aukalagið) er ekki hámark sjálfhverfunnar að hlusta á sjálfa sig syngja lag eftir dittó?
og ég sem var að koma úr göngutúr!

Doctor Unheimlich has diagnosed me with
Hildigunnurosis
Cause:exposure to radiation
Symptoms:excessive headaches, occasional nausea, itching, occasional fear of drowning
Cure:exercise
Enter your name, for your own diagnosis:
messan mín er í útvarpinu núna :-) hann bjarni rúnar tónmeistari hjá ríkisútvarpinu kláraði að klippa hana til fyrir svo sem tveimur vikum, og sagðist ætla að stinga upp á því við dagskrárstjóra að hún færi á dagskrá um páskana, og það virðist hafa virkað! gott mál :-)

2004-04-11

björn friðgeir búinn að vera að kommenta á fullu hér, kominn tími á tengil :-)
ekki tók það langan tíma :-)

beggi sjálfsagt orðinn þyrstur (ekki þirstur) eftir að vinna spurningakeppni í stað þess að vera höfundur spurninga, spyrill og dómari. lokastaða: beggi '''''''''''''', björn friðgeir ''''', tóta '''', finnbogi ', stefán ' takk fyrir þáttökuna, öll

Ég á ensku, (ef rétt skil)
I=ég, að sjálfsögðu

á rómversku fyrstur
I=1

er sem tala ekki til
i=imaginary number

á ekki að standa í þyrstur
þar á að vera y, ekki i

og ég fékk semsagt ipod í afmælisgjöf :-) :-) :-)

Nú þessi tákn þú skrifar skýr
og skipar þeim í rétta röð
þá veistu hvað í böggli býr
við biðjum þess þú gerist glöð

takk fyrir gjöfina, allir og vísurnar pabbi :-)
gleðilega páska, öll!

hér kemur fjórða vísan:

Ég á ensku, (ef rétt skil)
á rómversku fyrstur
er sem tala ekki til
á ekki að standa í þyrstur

2004-04-10

björn friðgeir fær fullt hús fyrir þriðju vísu :-)

stafurinn var að sjálfsögðu O

Á mér enginn endi finnst
o er hringur, sem sagt engir lausir endar

er sá feiti flokkurinn
O flokkur, feitasta lambakjötið

af öllum tölum merki minnst
semsagt núll, sé það ekki tengt við neinar aðrar tölur

mitt óp, sé ég vonsvikinn
Oooooo :-(

staðan:

beggi ''''''', björn friðgeir ''''', tóta '''', finnbogi ', stefán '

næsta vísa á morgun
jæja, þriðja vísa:

Á mér enginn endi finnst
er sá feiti flokkurinn
af öllum tölum merki minnst
mitt óp, sé ég vonsvikinn.

nú tek ég bara svör gild sem birtast í kommentadálkinum hér við þessa færslu :-)

staðan:

beggi ''''''', tóta '''', finnbogi ', stefán '
beggi rúllar þessu upp eins og staðan er núna

tóta '''', beggi '''''''

kannski ég birti skýringar á vísunum hér, í stað bara í kommentakerfinu

Hér má bílinn setja sinn
p - merki, skýrir sig sjálft

sussa mjög á hávaðann
er ekki alveg búin að gefa upp alla von um að það komi lausn á þessu

vænn með essi viðaukinn
ps, eftirskrift

vondu máli stýra kann
p-mál, vopondupu mápálipi stýpýrapa kapann


og vísa númer 2

Skotanum breyti í skrattakoll
déskoti

skipti í tugi einingum
d=desi=1/10 (desilíter, desimetri)

tönnum og beinum býsna holl
d-vítamín, nauðsyn fyrir beinin

bendi á flokk með meiningum
skýrir sig sjálft, hins vegar er ég mjög sjaldan sammála þeim meiningum

vísa númer 3 kemur síðar í dag

2004-04-09

enn vantar mig svar við línu númer 2 í fyrstu vísu

kommon, er ekkert tónlistarfólk sem les þessa síðu hjá mér ;-)

tóta fær 3 prik í viðbót og beggi 2

staðan tóta '''', beggi ''

en hér kemur nú samt vísa númer 2:

Skotanum breyti í skrattakoll
skipti í tugi einingum
tönnum og beinum býsna holl
bendi á flokk með meiningum.
tóta litla fær fyrsta prikið í afmælisgjafargetrauninni, fyrsti stafur sem spurt var um er p.

áður en næsta gáta kemur, væri gaman að fá skýringar á öllum línunum. prik fyrir hverja línu sem þið getið!

en semsagt, tóta '

2004-04-08

ég fékk afmælisgjöf frá fjölskyldunni í dag

til að fá að opna pakkann, þurfti ég að leysa vísnagátur sem saman mynduðu nafn hlutarins. gáturnar samanstanda af fjórum línum; hver lína er vísbending og allar benda þær á sama stafinn.

setjum smá getraun hér í gang, ein vísa á dag, ekki í réttri röð.

fyrsta vísa:

Hér má bílinn setja sinn
sussa mjög á hávaðann
vænn með essi viðaukinn
vondu máli stýra kann

hvaða staf er verið að spyrja um hér?
og imba fær tengil, uppáhaldsvinkona hennar olgu bestu! ójá, en hún heitir samt ekki þórunn halla, ekki spyrja mig um urlið hennar!

2004-04-07

þetta er nú ekkert smá fyndið með kommentakerfið! eitthvað af kommentunum eru komin inn, ekki öll, bara sum, svo detta þau út aftur, svo inn aftur, þokkalegt vesen á þeim!

hún tóta fyrir austan benti mér á að það er hægt að sjá þau með því að smella á check master server comments, neðst í dálkinum, ef einhver hefur á annað borð áhuga á að skoða þau :-)
enetation enn niðri, enginn sér fínu kommentin mín nema ég í edit mode :-(

ég var nærri sofnuð yfir bjórnum mínum í gær, hrundi í bælið um ellefuleytið, verulega gott

í dag á svo að fara að skipta of stóru og víðu fötunum sem mjóa barnið mitt fékk í afmælisgjöf :-)

2004-04-06

aaahhh, afmælið búið. alltaf jafn mikill léttir. 25 manns í boðinu, sem betur fer gátu þau farið aðeins út.

nú einn bjór, eða svo (-:
undirbúningi nokkurn veginn lokið, nú má liðið alveg fara að láta sjá sig mín vegna.

enetation er eitthvað að akta upp, ekki í fyrsta skiptið reyndar; sýnir ekki kommentin, þau koma þó örugglega í ljós síðar, vonandi ekki mjög löngu síðar. búin að setja uppskrift inn á kommentakerfið, skal skella henni inn hér, ef kommentin birtast ekki innan skamms.
lítill tími til neins í dag, freyja er 8 ára og er búin að bjóða nærri 20 krökkum í afmæli. ég búin að sitja sveitt við í morgun að baka afmælisköku og búa til ræskrispískökur, bóndinn bakaði pavlóu í gær, þarf að fara að þeyta rjóma og finna til bláberin sem eiga að koma ofan á hana.

síðan þarf að fara og kaupa í veitingarnar fyrir ömmur og afa, frændur og frænkur, ætli ég hafi ekki heita brauðið sem öllum þykir ómissandi, og svo bagettur og pestósósur og olíur, bara um að gera að hafa það einfalt! nóg samt.

2004-04-05

við syrgjum einn uppáhaldsbloggarann

komdu fljótt aftur þórdís

:-(
komin frá ísafirði, þetta var þung ferð! 7 tíma æfing á laugardeginum, bara 2 stuttar pásur, 3 tíma generalprufa í gær og svo tónleikar í gærkvöldi.

en það var svosem bara stuð, snorri wium brilleraði sem aðalsöngvari, svakalegt hlutverk hjá honum og ekki hiksti á röddinni. flottur

verkið hafði svo sem sína ljósu punkta, algerlega barn síns tíma, svona síðasta lag fyrir fréttir bragur á því, og það er svolítið langt að hlusta á/spila síðasta lag fyrir fréttir í áttatíu mínútur, úff.

fuku nokkrir bjórar og rauðvínsflöskur líka, reyndar hrundi maður snemma í bælið á laugardagskvöldinu eftir maraþonæfinguna, nokkrir fóru á ball, ekki ég, ónei. var líka ekkert smá fegin í gær að hafa ekki fallið í þá gildru. vorum svo með náttfatapartí í gærkvöldi inni á einu hótelherberginu. sem betur fer var fullt af skemmtilegu fólki með, þó við söknuðum blásara og slagverks illilega.

2004-04-03

stungin af til ísafjarðar, kem aftur á mánudagsmorguninn.

2004-04-02

metallica að koma til íslands

það er alveg kúl

en ég kemst ekki á tónleikana, með tónleika í skálholti sama dag, eins gott að við erum ekki að draga sama fólk á tónleikana nema að mjög litlu leyti!
víkingur heiðar píanóséní kominn á tenglalistann
og enn um passion of christ:

heyrði útvarpsviðtal í gær, á bylgjunni, held ég, þar sem fólki var boðið að hringja inn og tjá sig. einn gaukur sagðist alveg hafa verið í áfalli yfir því hvað fólk hefði verið grimmt, þarna fyrir tvöþúsund árum.

kommon pípul, þetta er BÍÓMYND!!! það er ekki eins og gibson og kompaní hafi tekið sér tímavél, farið aftur um 2 árþúsund og tekið þetta upp læv!

því miður er þetta víst afskaplega algengt, amk í bandaríkjunum, að fólk fari að sjá þetta og trúi eins og nýju neti :-( sjá hér
nostalgíukastið hjá okkur þessa dagana. höfum ekki getað spilað vínilplötur síðan við fengum okkur þennan magnara en um daginn fengum við lánaðan afruglara fyrir plötuspilarann og erum búin að vera að spila plötur síðan. fór í foreldrahús og sótti þær af plötunum mínum sem enn voru þar ásamt því að ræna öllum queen plötunum sem bræður mínir eiga (sorrí, strákar)

mikið held ég að það hafi verið erfitt að setja saman best of queen safndiskana! þvílíkt brilljant lög sem ekki rötuðu inn á þá. sumar plöturnar eru svo góðar að margar grúppur ættu í vandræðum með að setja saman safndisk með jafn góðu efni. nefnum engin nöfn :-)

uppáhalds queen lagið mitt er til dæmis ekki á safndiskunum, prophet's song, púra snilld.

2004-04-01

bóndinn var að byrja í nýrri vinnu í dag, búinn að vera á "sama" staðnum síðastliðin 11 ár, reyndar gengið í gegn um 4 sameiningar og nafnaskipti og fleiri framkvæmdastjóra en hægt er að hafa tölu á með góðu móti

þróunarlandsteinastrengskögun

er nú kominn til tölvudeildar samskipa, svolítið búið að skjóta á hann hvort hann sé orðinn framsóknarmaður. verður reyndar að vinna hálfan daginn á gamla staðnum fram yfir miðjan mánuð til að binda hina ýmsu forritahnúta, en eftir það laus

auðvitað sér hann svolítið eftir samstarfsfólkinu, en að öðru leyti er hann alsæll með breytinguna :-)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?