<$BlogRSDUrl$>

2003-11-30

var að koma af mjööög flottum tónleikum

schola cantorum, kammersveit, þorbjörn og hallveig litlusystkini mín, alex ashworth og guðrún edda gunnarsdóttir með tvær aðventukantötur eftir bach, og svo björn steinar sólbergsson með 3 orgelforleiki, líka bach

þokkalega flott hjá þeim, ójá!

pínulítið fyndið samt að allir sólistarnir voru úr hljómeyki, ókei við getum ekki eignað okkur alex ógurlega fast, en hann söng samt með okkur í skálholti fyrir 3 árum, jón nordal, guðrún edda var líka alltaf í schola, en samt...

2003-11-29

haNAnúú

vorum að koma úr ammli hjá olgu og óla

mjög flott, fullt af víni og mat í þeirri röð, urrg, erfitt að stimpla inn! fékk hallveigu, þorbjörn og pabba til að koma að syngja 3 lög og eitt auka, þokkalega sló í gegn, maður minn hvað þurfti að kyssa mikið í kvöld!!!!

2003-11-28

búin að útsetja alla sálma nema einn

tók mig líka til að gamni mínu og gerði nýja útsetningu af ding dong merrily (hringi klukkurnar/opin standa himins...) með hinum og þessum fiffum! stal einu frá kings' singers algerlega án þess að skammast mín, en annað í útsetningunni er gersamlega ólíkt! ákvað að nota bara enska textann, þrátt fyrir að til séu ágætir íslenskir textar við lagið, en þar sem ég er mikið að leika mér með ding dong ding-e dong fannst mér enski textinn passa mun betur

verður vonandi hægt að heyra útsetninguna á jólatónleikunum okkar, þann 18. des í fríkirkjunni, plögga meira um það síðar!
slúúúúúrp!!!

jacquesson et fils kampavín

þvílíkt nammi, möndlur sem umbreytast í marsipan í lokin (og nb, við ekki hrifin af sætum freyðurum, bjakk!)

(að mínum smekk) ennþá betra en krug-inn sem við splæstum á um aldamótin (2000-2001) og var það þó á við eina góða tívolíbombu eða tvær!!!

og allt af því að ég frétti af því í gegn um klíku hvað ég fæ í stefgjöld, þó þau gefi það yfirleitt ekki upp fyrirfram!

mmmmmm! kaupið þetta, ekki einusinni dýrt! 2800 kall flaskan!!!!
snertakíkir aðeins of snemma á ferðinni!

touch binoculars

hahahahahaha!!!!!!!!!

(aðeins of mikið rauðvín/kampavín people)

2003-11-27

stoltur eigandi að nýju lyklaborði, þarf að venja mig við að ýta ekki á slaufa v milli orða! gaman gaman

panther sett í bið, ekki komið í skólaútgáfu, tékka eftir 2 vikur. verður reyndar gaman, allar nýju flottu græjurnar koma bara fyrir tíuna, enginn nennir að skrifa fyrir níu komma tvo lengur!
nýr ítalíubrandari svona eins og umferðarreglurnar! hérna. nokkuð góður! nú fer ég á eftir og kaupi mér nýtt lyklaborð, loxins! kannski maður fjárfesti í tíunni líka (mac OSX)

skrópaði á bardukha í hádeginu, er að reyna að klára síðustu sálmaútsetninguna fyrir kvöldið!

2003-11-26

já, og svo er að koma að fimmþúsundasta gestinum mínum! viðkomandi má kvitta í kommentakerfinu!
þá fer að koma að tilnefningum til íslensku tónlistarverðlaunanna! spennandi hvort messan verður tilnefnd!

(ég verð að viðurkenna að ég verð ÓGYSSLA móðguð ef hún verður það ekki!)

fékk styrk frá stefi til útgáfu, gott mál, verið að klippa og líma upptökurnar, á að koma út tónleikadiskur.

2003-11-25

það var eins og ég hélt

tónleikarnir endurteknir á fimmtudaginn eftir viku, þann 4. des, í víðistaðakirkju, hafnarfirði

gaman

og enn betra:

palli og mónika ætla að vera gestir á jólatónleikunum okkar í hljómeyki í fríkirkjunni þann 18. des

jibbíliggalái!

2003-11-24

ooojjjjj! kíkið á þetta

hvernig ætli þetta sé hér á landi? eitthvað skárra?

2003-11-23

tónleikarnir með palla og móniku flottir eins og síðast, troðfullt og þurfti að vísa fólki frá, enda verða þeir trúlega endurteknir eftir rúma viku - watch this space!

við fífa fórum líka á aðra tónleika í dag, kór áskirkju var að syngja saint-saëns og vivaldi, bara flott hjá þeim, hallveig brilleraði með háttliggjandi partinn í saint-saëns jólaóratoríu, mjög fallegt verk, aldrei heyrt það áður, flestir hinir einsöngvararnir fínir líka. misjafnir samt! say no more!
set hlekk á begga í dtu, skemmtilegir spurningaleikir sem hann er með í gangi!

2003-11-22

mmm!

kálfakjöt með myrklum (ókei, við notuðum kastaníusveppi og flúðadittó) í rjómasósu í kvöldmatinn, ekki sem verst!

beaujolais nouveau víniið frá georges duboeuf alveg þokkalega að gera sig líka, besta nouveau vín sem við höfum fengið í mörg ár! yfirleitt ekki mjög mikið fyrir þau, en þetta er mjög ljúft

mmm!
hneyksl, hneyksl!

bankamálin, auðvitað!

eitt sem ekki stemmir þarna hjá þeim, ef þetta er banki á alþjóðamarkaði, hvernig stendur á því að við njótum ekki alþjóðlegra vaxta hjá þeim!!! eitthvað best of both worlds fyrir þá, geta keyrt sig (og launað sér) eins og gerist í alþjóðlegum stórfyrirtækjum, en halda samt áfram að blóðmjólka íslenska viðskiptavini eins og þeir eru vanir.

verst að vera ekki í viðskiptum við þá, til að geta tekið allt sitt út eins og dabbi! netbankinn rokkar!
rosa stemning á tónleikunum í gær, palli alveg í sérflokki! aftur á sunnudagskvöldið, mæli sterklega með því! að minnsta kosti var röðin óralöng í að kaupa diskinn, eftir tónleikana.

2003-11-21

nú fer ég að fá mér haloscan, enetation gengið gersamlega með allt niðri um sig! annaðhvort getur fólk ekki lesið kommentin, þau koma alls ekki eða þá í mörgum eintökum, eða eins og hér rétt fyrir neðan, búið að setja inn 4 komment og hún sýnir bara eitt! (óli, ég er búin að svara þér!)

grrrr!
jæja, þá eru það útgáfutónleikarnir í kvöld! spennandi

nú er nafnið á kórnum að minnsta kosti rétt í fréttum og auglýsingum. meira að segja talað um hvað palli og mónika séu grand að vera með bæði strengjakvartett og kór

best að hækka reikninginn ;-)2003-11-20

huggulegt hérna hjá okkur freyju, einar heima, hún að læra og ég í tölvunni ;-) annars er rifist um hana, tvær vinkonur sem báðar vilja helst hafa einkarétt! svona var þetta hjá fífu líka, endaði á því að ég varð að tala við skólann um að þær yrðu ekki allar í sama bekk!

munur að vera vinsæll! ekki var ég svona vinsæl!

búin með 5 sálmaútsetningar núna og með eina í takinu, algjöra umbyltingu á útsetningunni. sumar skreyti ég bara smá, set yfirrödd eða undirrödd en læt kórsatzinn alveg halda sér, fer eftir því hvað hann er góður til að byrja með. stundum svo óhemju leiðinlegur!

líka búin að vera að vinna svolítið í skálholtsverkinu fyrir næsta sumar. hálfsé eftir því að hafa valið þennan texta, erfitt að hafa mikla tilbreytingu með honum - challenge!

2003-11-19

gaman á æfingunni í gærkvöldi! erum að spila píanókonsert (og hálfgildings trompetkonsert) eftir shostakovitsj með peter máté og david nootenboom, meiriháttar flottur! síðan glænýjan dans eftir ungt íslenskt tónskáld, Pavel E. Smid, hann er að læra úti í boston.

samkvæmt fréttablaðinu er "hljómeykiskórinn" að syngja með palla og móniku á útgáfutónleikum á akureyri í kvöld, hmmmm???

2003-11-18

jibbííí

er loxins að fara að spila aftur með í sinfóníuhljómsveit áhugamanna! búin að sakna þess! misst af tvennum tónleikum í haust, fyrst út af spítalaveseninu og svo hljómeykisupptökunum.

þá eru það bara jólatónleikarnir. veit reyndar ekkert hvað við erum að fara að spila eða hvenær tónleikarnir eru, kemur í ljós í kvöld

og á föstudagskvöldið er hljómeyki að fara að syngja á útgáfutónleikum með palla og móniku. gaman!

2003-11-17

umsókn skilað inn í mmr, náðist allt á tíma :-) væri frábært að geta minnkað kennsluna aðeins á næsta ári og verið að semja meira! hugsið ykkur öll ódauðlegu snilldarverkin ;-)

er búin að vera að borga einhver ókjör af reikningum, ekki alveg nógu glöð með það satt að segja, mér finnst alveg nóg að við í hljómeyki gefum vinnuna okkar við þessar upptökur þó við þurfum ekki líka að borga gistingu, mat, slagverksleikara, (hmm, frank ekki búinn að rukka ennþá, reyndar) flutning á hljóðfærum uppeftir og hvað veit ég! viljum frekar nota þennan pening til annars!

grrrr! þetta verður rukkað!!!

2003-11-16

úff ársins, maður minn!!!

ég var næstum því búin að MISSA AF því að sækja um starfslaun fyrir næsta ár! hélt fresturinn væri í desember, eins og mér finnst hann alltaf hafa verið, en jón lárus sá auglýsingu í sjónvarpinu um að fresturinn rynni út á morgun klukkan sextán núll núll. ég var á kóræfingu og frétti þetta ekki fyrr en ég kom heim!

eins gott að ég var búin að ákveða nokkurn veginn hvaða verkefni ég ætlaði að sækja um fyrir.

svör síðan ekki fyrr en í febrúar, ef það fylgir venju. spennó!
fór með júlíu, ragnari og heilu stelpuflóði á listiðnaðarsýninguna í perlunni áðan, margt mjög flott þar! verst hvað fjárhagsstaðan er aumleg, reikna ekki með því að fá í jólagjöf hálsfestina sem mig langar í, upp á 46 þús kall! nú, nema stefgjöldin verði þeim mun rausnarlegri!

þarna voru líka skartgripir úr lituðu áli, hljómar undarlega en er bilað flott! kannski meiri séns á því, eyrnalokkar alveg niður í 2.500 kall, ætti ekki að vera alveg eins fáránlegt! reyndar er ég í áskrift að jólagjöfum frá bóndanum í augnablikinu, fæ pottþétt collectors edition af lotr two towers á dvd. en maður má nú láta sig dreyma!

2003-11-15

prófuðum nýja risottouppskrift í gær, sítrónurísotto. það var fengið úr nigella bites, en hún tekur uppskriftina frá önnu del conte sem hún segir vera besta ítalska matskríbentinn (hvað segir okkar sérfræðingur?)

risottóið var að minnsta kosti ljómandi gott, við borðuðum það eintómt með góðu hvítvíni, en ég get vel hugsað mér að það sé hið fullkomna meðlæti með góðri lúðu, mmm!
mig langar nú pínulítið á dame kiri í kvöld...

en miðaverðið var alveg út úr kortinu! verst að geta ekki laumað sér inn á æfingu eins og í gær!

2003-11-14

jólajólajóla....

nú er ég búin að sjá aðventuljós í 2 gluggum og einum bíl!

það er eitthvað verulega mikið að hjá þessu liði! meira en 2 vikur í fyrsta í aðventu!

gef þóru vinkonu séns með jóladótið, en það eru jú ekki svo margir sem reka jólahúsið ;-)
fór í morgun á todmobile/sinfó rennsli, mig langar aftur í kvöld. þvílíkt flott! passar mjög vel að hafa sinfóníuhljómsveit með þessari músík, enda eyþór og þoddi báðir menntaðir tónsmiðir. voru með mér í bekk í tónfræðadeildinni hér í den, við vorum síðasti bekkurinn sem fékk sinfó til að spila lokaverkefnin okkar, eftir það var það bara skólahljómsveitin í tónlistarskólanum! illar tungur sögðu að sinfóstjórn hefði ekki líkað við verkin hjá strákunum, þótt þau of poppuð, hehehe, en ég held nú reyndar að það sé ekkert til í því. hefði að minnsta kosti ekki átt við núna, sinfó keppist við að spila poppið!

mig langar ekkert smááá í ipod! bilað góð græja!

2003-11-13

gaman í hádeginu

við hallveig fórum niður á súfista að hlusta á bardukha, alltaf í hádeginu annan hvorn fimmtudag, þeir eru bara svoooo góðir! fínt að fá sér léttan hádegismat og hlusta, við pottþétt fastagestir! held reyndar að ég hafi verið sú eina sem var líka þarna þarsíðasta fimmtudag og kom aftur núna, enda var haft orð á því!

2003-11-12

mikið næ ég ekki fólki sem lætur blekkjast af svona pýramídadæmi!!! ekki vil ég leggja neitt undir að fólkið fái eitthvað af peningunum sínum aftur! voru ekki nógu margir búnir að brenna sig á svona pakka hérna þegar peningapýramídarnir gengu ljósum logum fyrir nokkrum árum?
nú er slatti af hljómeykisfólki aftur komið upp í skálholt og er nú að taka upp tónlistarmyndbönd með páli óskari og monicu, áttum að mæta klukkan 7 í smink og svoleiðis, ég var bara að kenna til 7 þannig að það var ekki séns að ég hefði getað mætt! maður hefur líka varla sést heima hjá sér síðan á föstudaginn fyrir hljómeykisstússi, fjölskyldan sjálfsagt fegin að sjá framan í mig! en ég gaf þó vigni frí í tónheyrn til að fara uppeftir! vona að þetta gangi vel hjá þeim!

2003-11-11

komin heim af tónleikum (og reyndar úr partíinu afterwards) gekk bara fínt, mæting þokkaleg miðað við ,,auglýsinguna" í mogga, grrrrr! reyndar líka miðað við að kammersveitin var með tónleika á sama tíma, sama krád sem við sækjum í! örugglega verið um hundrað manns að hlusta!

moggi klúðraði víst meiru, kammersveitin var sögð vera í listasafni reykjavíkur en voru í listasafni íslands! ekki eins slæmt klúður þó, því maður er mun fljótari frá lr til lí en frá langholtskirkju í landakot...

en gott að þessi törn er búin! get farið að slaka á. ekki búið að vera neitt smá stress undanfarnar 2 vikur, úff!
tónleikarnir eru í KRISTSKIRKJU, LANDAKOTI!!!

moggaaular :-(

2003-11-10

tónleikaplögg!


Smá fréttatilkynning hérna frá okkur í Hljómeyki. Við vorum í upptökum um helgina og afraksturinn má heyra á þriðjudagskvöldið:


Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember klukkan 20.00 í Kristskirkju, Landakoti Aðgangseyrir er 1500 kr en 500 fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja.

Á efnisskrá eru verk eftir Óliver Kentish. Óliver var staðartónskáld í Skálholti síðastliðið sumar og Hljómeyki flutti þá þessi sömu verk. Tónleikarnir fengu afskaplega góða dóma, til dæmis segir Jónas Sen í DV:

(um Beatus Vir)..."Þetta er með fallegustu sálmum sem ég hef heyrt, enda var söngur Hljómeykis afar vandaður, bæði látlaus og innilegur og greinilegt að Bernharður hefur gefið sér góðan tíma til að móta túlkunina

(um Veni Sancto Spiritus) ... Það var svo magnað að maður gjörsamlega gleymdi stund og stað og var þetta eitt stórfenglegasta atriði tónleikanna...

Rúsínan í pylsuendanum var Jubilate Deo ... en þar er mikið klukknaspil auk glaðlegs kórsöngs og var það frábær endir á glæstri dagskrá."

Ríkharður Örn Pálsson segir m.a. í Morgunblaðinu:

"Við nýlegri stíl kvað í hinu lengra (um 9 mín.) "Veni sancte spiritus" undir yfirbragði nýklassísismans þar sem skiptust á hægir kaflar og hraðari í sjöskiptri takttegund með innskotsítrekunum á fyrstu ljóðlínu líkt og A-köflum í rondói. Hér fór líklega sterkasta tónverk safnsins og víða innblásið, t.a.m. gætti óviðjafnanlegrar heiðríkju á "O lux beatissima", og skjannatærar einsöngsinnkomur Hildigunnar Rúnarsdóttur lyftu ekki síður upplifun manns í hæðir.

Var söngur Hljómeykis í heild mjög vel útfærður undir markvissri stjórn Bernharðs Wilkinson."


kær kveðja, og vonast til að sjá sem flesta


finnilíus heima lasinn, ekki að merkja það á honum reyndar, eldhress, en hefði verið hent heim úr leikskólanum við fyrsta niðurgang...

get ekkert unnið, drengurinn svolítið frekur á mömmu sína, (og reyndar tölvuna líka!) og ég sem þarf að fara að kíkja á verkið fyrir skálholt á næsta ári :-( ójá!

2003-11-09

jæja, upptökum lokið (veit amk ekki betur, við skildum karlpeninginn eftir klukkan 4 til að taka upp síðasta verkið, en reikna með að þeir hafi ekki verið 5 tíma með það). gekk bara ágætlega, náðum engu í rokinu á föstudagskvöldið en eftir það var fínasta veður og ekkert sem truflaði

gott mál!!!

svo er líka alltaf svo gaman með þessu fólki, maður náttúrlega svaf nærri því ekki neitt, mesta furða hvað upptökurnar gengu vel miðað við svefnmagn helgarinnar! við nokkur fórum ekki að sofa fyrr en klukkan 4 báðar næturnar.

síðan verða tónleikar með þessum verkum í kristskirkju, landakoti, á þriðjudaginn kemur klukkan 20.00 mæli að sjálfsögðu sterklega með þeim, kórinn í hörkuformi og verkin algerlega meiriháttar! aðgengileg og falleg. fengum þvílíka megadóma fyrir tónleikana í sumar með sömu verkum! jónas sen átti ekki orð! aðgangseyrir 1500 kr og 500 fyrir nemendur og ellibelgi.

2003-11-07

smökkuðum svooo gott vín í gærkvöldi, argentínskt, catena 2001 malbec, bilað gott! fannst það næstum því standa upp í hárinu á la rioja alta, sem annars er uppáhalds rauðvínið mitt!

hvenær ætli þessi catena hætti að fást í ríkiseinkasölunni, eins og öll hin uppáhaldsvínin mín :-(
það er rok úti!

vonandi að það verði flogið frá færeyjum

vonandi að það lygni um helgina

arghhh!

þetta bara VERÐUR að nást inn þessa helgi

2003-11-06

hak
hak
hak
(hak)
hak

held ég sé búin að gera allt sem ég átti að gera fyrir helgina

nema undirbúa aðalfund, hmmm, það átti víst líka að halda svoleiðis uppfrá! ætli við tökum ekki bara eina sunnudagsæfinguna undir aðalfund! ekki málið. ætli maður reyni ekki að fá benna til að taka æfinguna á sunnudagskvöldið kemur, renna í jólalögin með okkur, ef hann á að stjórna tónleikunum um jólin!

2003-11-05

í kvöld var gaaaman!

þegar ég kom heim úr kennslunni klukkan hálfátta, og fann sláturilminn upp úr pottinum heima hjá mér, beið mín boð í sextugsafmæli þorgerðar eðalkvinnu ingólfsdóttur! ég náttúrlega snarhætti við að borða slátur, puntaði mig bara upp og rauk inn í ými þar sem teitið var haldið!

það er bara alltaf svo frábært í hamrahlíðarsammenkomstum, maður fær alltaf svo mikið að syngja - og nota bene ekki eitthvað rútubílagaul heldur flott lög í röddum, verst maður kann ekki alla textana (var sko aldrei í hamrahlíðarkórunum sjálf, bara systkini mín, reyndar var það bara hallveig sem var í skólanum, óli og þorbjörn voru bara í kórunum)

flottar veitingar, fullt af hvítvíni, stórglæsileg skemmtiatriði, hallveig systir brilleraði náttúrlega, síðan sungu kórarnir að sjálfsögðu, óli kjartan líka flottur að vanda! hitti allskonar fólk sem maður sér allt of sjaldan, erfiðast að rífa sig burt!

þetta lið er bara klassi! ég vona að hún fífa nái í skottið á þorgerði og kórunum, fimm ár í að hún fari í framhaldsskóla, ég verð illa svikin ef hún fer ekki í mh!!!

2003-11-04

þessa könnun bara verð ég að setja inn, þó ekki sé nema vegna starfsins :-)

eflatmajor
Eb major - you are warm and kind, always there for
your friends, who are in turn there for you.
You are content with your comfortable life and
what you are currently achieving; if you keep
in this state you will go far.


what key signature are you?
brought to you by Quizilla

passar þetta ekki vel við mig? ;-)

2003-11-03

tilvitnun í gneistann schneeldar færsla:

Vilji skattgreiðenda

Mér finnst fyndið að "frelsi einstaklingsins" rugludallarnir skuli ákveða fyrir hönd skattgreiðenda hvað eigi að gera við útvarpsráð, kannski að þeir ættu að lesa kommentið á VefÞjóðviljanum sem segir að þjóðir hafi ekki vilja heldur bara einstaklingar. Þeir eru þarna í mótsögn við sjálfa sig, Heimdallur er ekki nokkurn hátt fulltrúi skattgreiðenda, þetta er bara hópur af náungum sem virðast ekki einu sinni skilja lýðræði.

En hverjir eru það sem ákveða að þessir náungar komist í alla fjölmiðla bara af því þeim dettur í hug að gera eitthvað sem þeim finnst sniðugt? Er það bara fyrir mig, svo ég geti skemmt mér yfir þessu? Miðað við hvað er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um mikilvæg mál þá á Heimdallur auðvelt með að komast að til að tala um smáatriðapólitík sína. Kannski að þetta gegni í raun sama hlutverki og sætar fréttir um fjölgun í dýragörðum: "Æji, hvað þeir eru nú sætir, klæddir í nýju jakkafötin sín að röfla einsog þeir séu alvöru stjórnmálamenn".

tilvitnun lýkur

þessir heimdellingar eru nú bara sorglegir, svona almennt!
og þá látum við haustfríinu lokið :-(

annars var ég eiginlega ekki mikið í fríi í dag þó ég væri ekki að kenna, tónfræðadeildarfundur í hafnarfirði í morgun, þeytingur inn í tónverkamiðstöð og búðir þar á milli, síðan komu júlía og sara margrét eftir hádegi, sara æfði smá með fífu en mest spennandi að fara í bæinn að þvælast, þurfti síðan að sækja freyju og sunnu í dans, sprettur!

vorum með tilraunarétt, cul de veau á l'angevine, þar var illa farið með gott kálfakjöt. ég ætla ekki að koma með uppskriftina! fjögurra tíma prósess og ekki þess virði! stefnan að hafa minnst einn tilraunarétt í viku hlýtur svo sem að þýða að ekki er allt jafn gott sem út kemur! never mind. þessi verður amk. ekki gerður aftur!

2003-11-02

hljómeyki er að fara í upptökur á verkum ólivers kentishs um næstu helgi, og mikið svakalega þarf að huga að mörgum atriðum þegar svona hópur er að fara af bæ. núna ætla ég að nota mitt eigið blogg til að minna sjálfa mig á hvað ég á eftir að gera:

tala við helgu ingólfs út af fjármálum
tala við frank slagverksleikara um hvort hann geti komið á sunnudeginum
panta matinn í skálholti
hringja í benna v. nýrra laga
senda hópnum tölvupóst með upplýsingum um gistiheimilið

man ekki meira en er pottþétt að gleyma einhverju

fórum annars eftir óperutónleikana í gær í sjóræningjapartí hjá vinkonu minni sem er fertug um þessar mundir. hörkugaman! impróviseruðum búninga og ég málaði á mig stærðarinnar glóðarauga, sko, síðast þegar við tókum skip voru nefnilega ástríkur og steinríkur um borð, þannig að við urðum svolítið krambúleruð ;-)

svo sváfum við til hálftólf í morgun, ég bara man ekki hvenær það gerðist síðast! klassi að fá gistingu fyrir ungana!

2003-11-01

vorum að koma af tónleikum í óperunni, haustkvöld eitthvað! kveðjutónleikar jóa vald, er að fara til þýskalands að syngja amk næsta árið. með honum sungu davíð ólafs, óli kjartan, sesselja og svo diddú.

ómægod þvílíkt samansafn af crowd pleasers!!!

hver silkihúfan ofan á aðra, grand aríur í bland við hamraborgir og amigos para siempre. ekki vantaði það að þetta var allt saman flott og vel gert, og fólk kunni líka þvílíkt vel að meta þetta, stappað og öskrað eftir hvern hápunkt - og þeir voru margir.

kannski ekki skrítið að maður þekkti varla kjapt á tónleikunum, þekkti fleiri uppi á sviði heldur en í salnum, ekki venjulega krádið!

hefði frekar átt að fara á 15.15 í dag með hallveigu, boðsmiðar eður ei!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?