<$BlogRSDUrl$>

2003-09-30

mikið er ég búin að vera að gera ekkert í dag! kaplar, bridds, snood og aðrir tölvuleikir rúla! nú þarf ég samt að fara að huga að verkinu fyrir næsta sumar, ég verð staðartónskáld á sumartónleikum í skálholti, gaman!

búin að vera að pæla í textanum, maríuljóðum eftir einar í eydölum, (þann sem samdi ljóðið - nóttin var sú ágæt ein - ) valdi nokkur erindi (20 af 42), byrjuð að gera smá grind, hvaða raddir ég ætla að nota í hvaða erindi og þannig!

kannski maður reyni að nýta morgundaginn betur!

fífa enn lasin, fór í skólann í gær, var svo ómöguleg aftur í morgun, var samt búin að taka panódíl og ætlaði af stað í skólann, litli dugnaðarforkur! ég skipaði henni að vera heima, alveg út í hött að barnið þurfi að dæla í sig verkjalyfjum til að komast í skólann!!! enda svaf hún í 5 tíma streit!!! verður haldið heima á morgun líka!

2003-09-29

hei, auglýsingin er barasta að virka!

2 sóprönur búnar að hringja, (eða reyndar 1 fyrir þær báðar)

brill!

vantar samt fleiri, verða að vera 36 (ókei, komin með nokkrar nú þegar!) ekki gefinn afsláttur af fjöldanum!!! ekki gefið frí á æfingum!!! úpps, best að hræ?a ekki burt liðið!!!
rut ingólfsdóttir hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og bað mig setja saman sönghóp til að flytja verk eftir messiaen. messiaen er búinn að vera uppáhalds 20. aldar tónskáldið mitt í 15 ár eða svo! gaman! verkið reyndar þokkalega snúið, liggur hrikalega hátt (enda eiga eiginlega bara að vera sópranar í því - þó ég sé búin að tala við nokkra alta) við þurfum að safna 36 topp kvalití sóprönum í þetta, látið mig vita ef þið þekkið einhverjar eldklárar tærar sóprönur!

fór í skoðun, fann út að átti ekki að fara fyrr en eftir viku!!! allt í fína!

2003-09-28

fór í hinn boðaða göngutúr áðan, jón lárus var að elda (rísottó, mmm!) og fífa enn lasin þannig að ég fór ein. jón lárus heimtaði að ég tæki símann með mér, hræddur um að ég myndi hníga niður einhvers staðar og geta enga björg mér veitt! gerðist nú ekki, sem betur fer!!! (enda var þetta nú ekki langt, 7-8 mínútur, rétt smá hring niður á grettisgötu!) varð ekkert slöpp að ráði!

formúlan fór heldur illa, schumi stefnir beina leið á sjötta meistaratitilinn, ljótt þetta!

skoðun á morgun, ekki stressuð, alveg hætt að taka verkjalyf, fékk ávísað einhverju roksterku til að taka þegar ég væri búin á vóstar kúrnum (öflugt bólgueyðandi og verkjalyf), spurði hvort ég mætti ekki bara taka parkódín forte í staðinn fyrir hitt, þar sem ég átti það heima síðan ég tognaði í fyrra, jújú, hjúkrunarfræðingurinn vildi meina að það myndi trúlega duga þó það væri ekki eins sterkt og hitt! ég er hinsvegar ekki búin að taka eina töflu af parkódíninu þannig að eins gott ég fór ekki að leysa hitt út, örugglega rándýrt!

en nú fer ég fljótlega að hætta þessu veikindabloggi, eru ekki allir að verða hundleiðir á því hvorteðer???

2003-09-27

lítið gerst hér í dag!

fífa lasin, hita, hausverk og hósta, komst ekki á æfingu

ég sofnaði tvisvar um miðjan dag, þannig að ekki orðin fullhress ennþá

fór þarafleiðandi ekki í boðaðan göngutúr í bæinn

finnur vill komast í tölvuna ;-)

2003-09-26

þá er hallveig litlasystir byrjuð á þessum fjanda líka!

nú þarf ég að fara að setja hlekkina mína í stafrófsröð!
smám saman er maður að hjarna við, ekki þó mikið úthald ennþá! fékk reyndar skipanir um að fara út í göngutúra þegar ég treysti mér til, reyni kannski á morgun, labba niður í bæ eða eitthvað! vignir skipaði mér að horfa mikið á vídjó (horfði á lotr 1 og 2 í dag, þannig að búin að hlýða því) og borða mikinn ís, ekki búin að því ennþá :-)

fífa fór í heimsókn á spítalann í dag, eva bekkjarsystir hennar datt á línuskautum í gær og sprengdi á sér annað nýrað!!! greyið!!! þær fóru 3 vinkonurnar að kaupa handa henni get well gjöf, blóm og heilsusteina og svo í heimsókn. hún var víst bara nokkuð hress! maður getur eiginlega ekki kvartað í samanburði!

við erum í hringja (cheerios) bindindi meðan viðbjóðsauglýsingarnar birtast, verst að nú er komin slefauglýsing fyrir mjólk, erfiðara að sleppa því að kaupa hana! amk síðan baula heitin var bauluð út af markaði af mjólkursamsölunni! þoli ekki svona einokunarfyrirtæki sem nýta sér stærðina til að losna við samkeppni! þarf ég að nefna dæmi???

2003-09-25

særún sviðasulta komin á hlekkjalistann! eða var það bærún biðabulta???
jæja hitinn snarlækkaði í gærkvöldi fór niður í 35,9 meira að segja, og ég er ennþá nærri gráðu undir, en betra þannig en í hina áttina!

kynntist skemmtilegu fólki á deild 13A, elsa rut og inga lára lágu með mér og lilja og ellý (og allir hinir fræðingarnir og liðarnir) voru yndislegar og hjálpsamar. það sem bjargar við peningaskorti í heilbrigðisgeiranum er allt þetta frábæra fólk sem vinnur þar og gerir sitt besta og miklu meira en það fyrir sjúklingana! húrra fyrir því!!!

en best að hypja sig niður, eftir skammtinn af járni (flatköku með fullt af lifrarkæfu) og verkjatöfluna :-)

2003-09-24

halló allir!

komin heim, gekk vel en er með smá hita, held mig í bælinu í dag, vona ég þurfi ekki að fara inn aftur!!!

meira seinna!

2003-09-22

jæja, þá er ég á leið í aðgerð!

wish me luck, ppl!

2003-09-21

rólegheitadagur í dag, "smá" uppvask frá því í gærkvöldi, hefði verið leiðinlegt ef við værum ekki komin með elsku uppþvottavélina! fór á bókasafnið og birgði mig vel upp af bókum fyrir spítalann og þennan tíma sem ég verð að hírast í bælinu! vonandi verður það nú ekki lengi! finnur gistir hjá mömmu og pabba í nótt, skrítið að hafa litla gutta ekki heima!

en nú er sko komið hrímkalda haustið brrr!
NEEIII!

MISSTI úR DAG!


arrgh!

fór alltof mikill tími í að taka til!!!

matarboð, rosa skemmtilegt, júlía, ragnar og sara, skemmtilegt fólk góður matur + fullt af rauð/hvít/freyðivíni, sara gistir, gaman! jón lárus + fífa + sara horfa á meaning of life núna, klassi!!!

gónótt!

2003-09-19

fór á tónlistarkennaraþing í dag, allaleið á selfoss bara mjög gaman, hitti fólk sem maður hittir alltof sjaldan og svo voru líka mjög skemmtileg erindi, bjarki sveinbjörns, þórir þóris og robert faulkner mjög áhugaverðir og góðir fyrirlesarar

vá, boring blogg!

heim, versla, elda, bjó til rosa góðan fiskrétt, trota alla salvia, uppskrift úr mega ítölsku uppskriftabókinni minni sem ég fékk senda gegnum zshops frá seattle, tók 3 mánuði! nemahvað ég breytti uppskriftinni slatta, átti að vera 1/4 bolli hvítvín og sama magn af sérríi, ég svissaði sérríinu út fyrir humarsoð, sleppti lárviðarlaufinu og gleymdi að hveitidusta fiskinn! en gott var þetta! uppskriptin:

1 stórt silungsflak
smjör
8-9 blöð fersk salvía
1/4 bolli hvítvín
slatti af humarsoði (nota touch of taste soðin, megagóð)

þerrið fiskinn
brúnið smjörið á pönnu, með salvíublöðunum, við háan hita
steikið fiskinn, áfram á háum hita, snúið aðeins einu sinni
hellið soði og hvítvíni og látið malla í 5 mínútur, ég setti lok á en kannski betra að gera það ekki, til að halda roðinu stökku!

sauð kartöflur úr skólagarðinum hennar fífu með, fínt, en mætti líka örugglega hafa hrísgrjón!

mmmm!

2003-09-18

fór upp á laanspítla í morgun í innskrift fyrir aðgerðina, ómægod hvað maður er spurður oft að því hvort maður reyki! (og reyndar fullt fullt af öðrum spurningum sem maður er margspurður) gerir sosum ekkert til, en mér hefði liðið verr ef ég væri stórreykingakona og hefði þurft að horfa framan í 7 manns eða svo og segja frá því! annars var liðið allt hið kurteisasta og þægilegasta, og einn unglæknir sem tók við mig viðtal þvílíkt augnakonfekt, mmm!

á að mæta klukkan 8 á mánudagsmorguninn í dæmið! kem aftur heim trúlega á miðvikudag, ef allt gengur eins og það á að ganga! reiknum að sjálfsögðu ekki með öðru! þau sögðu að ég væri ídeal kandídat í aðgerð, engin ofnæmi enginn hár blóðþrýstingur, engin lyfjaóþol, jú neimit! gott mál! næ þó trúlega ekki að blogga mikið á má-þri!

erum búin að bjóða júlíu, ragnari og söru margréti í mat á laugardagskvöldið, gaman! með því skemmtilegra sem ég geri er að halda matarboð! og svo neyðist maður til að taka til heima hjá sér, ekki eins gaman, en maður verður voða glaður þegar búið!!!

2003-09-17

jæja, finnbogi kom til bjargar, eins og sést eru hlekkir á sínum stað núna! fylgdi nokkurn veginn því sem hann var að gera í settuppinu hjá mér, en ég held nú samt ég láti vera að hræra of mikið í þessu!!!

freyja er búin að fá eldrauðan ballettbúning voða sæt og fín:-)
oooohhhh! mig langar svo á tónleikana hjá kristni sigmunds og jónasi ingimundar í kvöld!!! en það er túrbófjölskyldupakkinn hjá okkur í augnablikinu, foreldrafundur í bekknum hennar fífu í kvöld, annaðhvort okkar verður að mæta, helst bæði, þar sem verður örugglega rætt um stóru bekkina! í gær var foreldrafundur í freyju bekk, gekk bara fínt, nema þar var ein mamma sem gat ekki hætt að ráðast á kennarann út af kristnifræðakennslunni, leiðinleg! en sem sagt; ég sé ekki fram á að komast á tónleika, búhúúú! verða örugglega óhemju flottir, kristinn er bestur!

2003-09-16

var á æfingu á myrkva áðan, sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytur verkið 5. okt, vona ég komist á tónleikana!!! myrkvi lokaverkefnið mitt úr tónó hérna fyrir 14 árum, (reyndar eina af verkunum mínum sem sinfó hefur flutt!) æfingin gekk bara vel hjá þeim, enda er essá barasta fín hljómsveit! óliver stjórnar þessum tónleikum.

annars fékk ég mjög fyndið sms áðan, lilja sem er með mér í stjórn hljómeykis hafði tekið eftir því að hljómeyki var auglýst með gigg í blómavali núna seinna í mánuðinum!!! og ég ekkert búin að frétta af þessu!!! kemur þá í ljós að það er búið að stofna e-a grúppu sem líka heitir hljómeyki!!! trúisekki! verst að vera ekki búin að sækja um einkaleyfi á nafninu!
vá hvað þetta er dularfullt! minns ekki skilja mikið í html! finnbogi búinn að lofa að hjálpa mér með uppsetninguna, ef ég er ekki búin að flækja kóðann þannig að hann sé orðinn gersamlega óskiljanlegur! ég næ ekki hvers vegna skipanirnar þarna niðri geta hrært í settuppinu þarna efst, grrr! vonandi kemst þetta í lag bráðlega!
klúður, klúður, ofurklúður! arrgh!

2003-09-15

jón lárus fór í sveppamó með finn í dag, finnur týndist ekki, verst að sveppirnir skyldu heldur ekki tínast, er voða hrædd um að eitthvað sveppasteliþjófalið sé búið að finna leynisveppastaðinn okkar! feðgarnir náðu ekki nema í botnfylli í körfuna og þar af þurfti að henda hellingi út af bleytu :-( varð að 6 formum, skárra en ekkert! sveppabúskapurinn hjá okkur hefur ekki verið svona slakur í mörg ár!!! búið að vera svo blautt alveg síðan við komum frá london, ekki verið nokkur leið að fara í sveppamó! (og nei, þetta eru bara ofursakleysislegir furusveppir, ekkert ofskynjunar...!)

hvernig ástandið fyrir austan, bróðir sæll??? eitthvað hægt að bjarga stórusystur um lerkisveppi???
ekki orðin alltof hooked, ennþá amk!

25 %

My weblog owns 25 % of me.
Does your weblog own you?

2003-09-14

vinna á morgun :-(

get sosum ekki kvartað, langar helgar hjá mér! kenni bara mánudag-miðvikudag, "frí" hina dagana, er náttúrlega að semja og hugsa um fjölskylduna og heimilið og svoleiðis, en samt finnst mér það vera frí! væri reyndar til í að kenna bara tvo daga í viku eins og í fyrra, en er ekki með eins svakalega gott verkefni í gangi eins og messan í fyrra, fékk 6 mánaða laun frá langholtskórnum, brill!

er að fara í smá aðgerð eftir viku og það er búið að vera þvílíkt bögg að finna kennara fyrir mig þennan mánuð sem ég verð frá vinnu! ef þið þekkið einhvern sem getur bætt við sig tónfræðakennslu frá kl. 16.00-19.00 á mánudögum, látið mig vita! búin að redda hinum dögunum og fyrstu tveimur tímunum á mánudögunum, en vantar ennþá þessa 3 tíma!

matarboðið hjá óliver og hildi fínt að vanda, góður matur og skemmtilegur félagsskapur, frábært!

2003-09-13

sit hér uppi á bókasafni tónlistarskóla hafnarfjarðar og bíð eftir dóttur minni, nota tækifærið og hræri aðeins í lúkkinu hjá mér, einhvern veginn lítur þetta svolítið öðruvísi út á pc, hlekkirnir mínir elskulegu sem alltaf eru neðst á síðunni voru hálfskrítnir greyin, undarleg bil á milli eða þá ekki! gaman að vita hvernig þetta lítur út með breytingum þegar ég kem heim!

en ég finn ennþá ekki hvernig ég get fært hlekkina aftur á vinstri vænginn, kommentakerfið fór með það alveg í klessu:-( sama með bil á milli póstanna, þeir eru allir í belg og biðu, ég búin að troða bilmerkjum alls staðar sem mér dettur í hug, bæði í útlit og þar fyrir neðan! ef einhver klár nennir að kíkja á source hjá mér og segja mér hvað ég er að gera vitlaust yrði ég voðavoða glöð! annars þarf ég bara að kaupa mér bók um html svo ég skilji þetta alminlega!

og mikið er nú gaman að hafa virkan biltakka! alltaf að blogga héðan :)

2003-09-12

veislupakkinn hjá okkur þessa dagana! áttum 14 ára brúðkaupsafmæli (vááá!) á miðvikudaginn, verst að vinna ekki rauðvínspottinn aftur;-) jón lárus eldaði þennan líka fína kjúkling handa okkur, (reyndar allt of mikið, verðum með afgangana í kvöld) og créme brulée í desert, stelpurnar gáfu okkur konfekt, after eight og 2 fílasúkkulaðimola í brúðkaupsafmælisgjafir, við eigum líka fullt eftir af fríhafnarnammi, þannig að það er erfitt að halda dæetinn þessa dagana! nú, svo varð tengdamamma sextug í gær, veisla þar, náttúrlega mega hlaðborð eins og vaninn er á þeim bæ! maður reynir að halda sig á mottunni í dag, en svo förum við í matarboð til ólivers og hildar annað kvöld, verður örugglega gott og mikið, never mind that xxx diet! byrja á mánudaginn, hahaha!

held að fífu hafi bara litist vel á kórdæmið verður í graduale futuri, fær raddþjálfun og fleira, örugglega gaman. svo byrjar hljómsveit á morgun, þau verða með óperuprógramm með söngdeildinni, alvörumúsík! týpískt að um leið og ég útskrifast úr þessum skóla (sko söngdeildinni) er farið í svona skemmtilegt verkefni! (ókei, get svosem ekki kvartað, fékk jú að syngja með hljómsveitinni á lokaprófinu)

ég er að verða búin að venjast að skrifa slaufa v í staðinn fyrir bil, á ekki fyrir nýju lyklaborði!

2003-09-11

rok í reykjavík í dag!

lyklaborðið enn bilað, nenni ekki að skrifa langlokur á meðan. fífa fer á fyrstu kóræfinguna í langholtspakkanum í kvöld, ætli maður verði ekki að skutla skottunni!

meira síðar

2003-09-10

nú er alveg að koma að þúsundustu heimsókninni á síðuna mína! reyndar fæ ég ekki upp tölu á teljaranum nærri því alltaf þegar ég fer inn á síðuna, þannig að ég held að mun fleiri hafi heimsótt en teljari.is segir mér!

biltakkinn er bilaður á lyklaborðinu mínu, þannig að ég kópíeraði bilið og þarf alltaf að gera slaufa v þegar á að vera bil milli orða, viðbjóðslega þreytandi, arrrrrg!!!

2003-09-09

jæjajæja, taskan fannst, heima hjá sunnu vinkonu freyju, einhvern veginn tókst henni að glutra henni af sér á leiðinni niður í forstofu (mamma sunnu hafði sérstaklega passað upp á að freyja setti á sig töskuna á leiðinni út!)

en heilmikill léttir hún var náttúrlega alveg eyðilögð yfir þessu! ég varð að keyra hana í skólann í morgun og útskýra þetta fyrir kennaranum, annars labbar hún alltaf sjálf! en þetta var náttla neyðartilfelli! duglega litla skottan mín, maður ræður nú ekki við allt sem getur komið upp á :-(

en semsagt, endaði vel!
freyja er búin að týna töskunni sinni :-(

ef þið finnið bláa og græna skólatösku sem er búin að týna eiganda sínum, hafið þá samband! líklegast einhvers staðar í nánd við njálsgötu!
ALLIR Á ÞESSA TÓNLEIKA!!! GRASASNADANSASARG

við hallveig fórum á sömu tónleika í vor og það er sko ekki oft að maður situr heila tveggja tíma tónleika og hugsar - kva??? ekki meira???

brill!

2003-09-08

fór í hádeginu í þögul mótmæli fyrir framan þjóðmenningarhúsið, giska á um 200 manns, heldur fátt, hefðum þurft að geta umkringt húsið!

hvað er þetta með að bjóða mannfýlunni hingað!!!???

ég næ engan veginn upp í það! sleikjugangurinn í núverandi stjórn algjör

grrrr!!!

2003-09-07

við fífa fórum í dag að skoða nýju húsakynni allegro skólans! mjög flott, skólinn loxins kominn í almennilega aðstöðu, og hægt að hafa alla starfsemina á sama stað! ég ætla nú samt að kenna fífu tónfræðina heima, fékk svo leiðinlegan tíma, kl 5 á föstudögum, og þyrfti að fara í strætó þangað og til baka, leiðinlegt! en ég ætti nú að ráða við það að kenna henni, margoft kennt 5. hlutann! fífa mjög klár!!! ætla líka að reyna að pota henni inn í hljómsveitina í hafnarfirði, held hún hefði betra af því en einhverri hljómsveitarmynd í allegro, í hafnarfirði eru krakkar sem eru komnir miklu lengra en hún, hún er hinsvegar sú sem er komin næstlengst í allegro og vantar einhverja til að líta upp til! og hljómsveitin í hafnarfirði er örugglega ein af bestu skólahljómsveitum á svæðinu!

jón lárus tíndi sólber í dag og bakaði sólberjaböku, mmm! með ís! mmmmm!

og fyrsta hljómeykisæfing/fundur í kvöld. gaman!

2003-09-06

jæja, langur dagur (eftir mega bjór/rauðvíns/mojitos kvöld í gærkvöldi), suzuki maraþon í morgun, freyja búin um 11 leytið, fífa ekki fyrr en að verða 2! spilaspilaspila!!! vídjó"kvöldið" hjá júlíu og ragnari sem voru með okkur úti í bryanston, ferlega gaman að hitta fólkið og sjá upptökurnar, júlía lofaði mér afriti af spólunni þar sem ég þurfti að stinga af snemma! fífa varð eftir þar og gistir.

svo matarklúbbur, tapas snittur í forrétt, osso buco milanese í aðalrétt, bökuð epli og jarðarber og ís og súkkulaðisósa í eftirrétt, úff! queen diskar spilaðir við góðar undirtektir, þröstur hljómsveitargæi tók sóló með freddy mercury! freddy nú samt betri!

og svo gerðum "við" bara jafntefli við þjóðverjana, ekki verst!!!

2003-09-05

var að koma af rennsli á dancefestival.is verulega flott! fyrsta skipti sem ég sé rondó dans!

skyldumæting!
við jón lárus fórum á foreldrafund 6. bekkjanna í austurbæjarskóla í gærkvöldi. málið er að það er búið að stokka upp bekkina og búa til tvo úr þremur áður, án þess að það hafi fækkað eitthvað í árganginum. annar bekkurinn er 29 börn og hinn 30!

finnst ykkur þetta hægt???

við ætlum að hjóla í borgina og biðja um að þetta gangi til baka, þetta er stórhættuleg þróun, hvernig er með fínu orðin um góðu nýju kennsluhættina, meiri einstaklingsmiðun, betri kennslu, áherslu á menntun barnanna okkar og svo framvegis! og svo eru skólunum settar svo þröngar skorður að þeir neyðast til að hrúga saman einhverjum ósköpum af börnum í bekkina.

stofurnar í austurbæjarskóla eru ekki mjög stórar, hvernig þætti ykkur að vinna í meðalstóru herbergi með 31 manns? því skólinn er jú ekkert annað en vinnustaður barnanna. það er kannski hægt í mennta- og háskóla þar sem kennsla er í fyrirlestraformi að sitja þröngt, en ekki 11 ára börn!!!

2003-09-04

tveir nýir hlekkir, atli týr , gamalreyndur og hjörtur glænýr bloggari
HVAAAÐ

hvernig tókst mér þetta? og afhverju gat ég ekki lent í lotr eða matrix eða eitthvað?

CWINDOWSDesktopPowerRangeres.jpg
Power Rangers Movie!


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
ég held að seinni hluti lægðarinnar sé að mæta á svæðið, brrr!

vaknaði í morgun við rok- og rigningarhljóð á þakinu mínu, hryllti mig og bað jón lárus blessaðan fara með drenginn á leikskólann! kom upp tíu mínútum seinna, og þá var þetta líka fína veður, sól og logn!!! þannig að ég neyddist til að fara á lappir og í labbitúr með drenginn upp á grænuborg. lægðarmiðja í botni!

en nú er semsagt veðrið komið aftur! brrr!

2003-09-03

sá þennan próflausa í krambúðinni áðan, ekki vorkenni ég honum! hvar er davíð núna með upplyfta vísifingurinn sinn!!! þegar maður fær ekki að sjá vísifingurinn hefur maður á tilfinningunni að það sé einhver allt annar putti sem sé verið að reka framan í mann!!!
kommon, pípul, skrifiði nú eitthvað í þetta kommentakerfi :-( þó ekki sé nema til þess að ég sjái að það virki! þögnin er æpandi!
allir að mæta á danssýningu ársins, þvílíkt spennandi, fullt af frábærum danshöfundum, allir með nýja sólódansa, flott músík, þetta er 2 næstu helgar á nýja sviði borgarleikhússins, skoðið á dancefestival.is ég ætla sko að mæta og taka freyju skottu með mér, hún hefur svo gaman af dansi, enda er hún að byrja í jazzballett! ég man annars ekki hvaða barn það var sem var skráð í jazzballett en kom heim sárvonsvikið úr fyrsta tímanum og sagði - þetta var sko enginn jazz, bara eitthvað popp!!!

2003-09-02

Ó NEEEIIII

vídeó- og myndakvöld eftir englandsdvölina á laugardaginn kemur! og við sem erum búin að boða elsta (af þremur) matarklúbbinn okkar í heimsókn! það er sko yfirleitt ekkert smá erfitt að ná þessu liði saman! en mig langar eeeekkkiiii að missa af vídjókvöldinu

arrrghhh!!!
kláraði loxins að endurtölvusetja lokaverkefnið mitt í dag, prófarkalas það sjálf (ekki sniðugt, reyndar) í gær og í morgun, eins gott, fann fullt af villum og ónákvæmni, ussss! en það er í prentun í augnablikinu niðri í gamla tölvuhlunki, skila því inn í tónverkamiðstöð á morgun í framleiðslu. gott að vera búin með þetta (þurrkað af enni, með feginssvip!)

erum að setja upp rauðvínshappdrættisklúbb í tónlistarskólanum í hafnarfirði, erum nú þegar í einum í vinnunni hjá jóni, myndi maður fara yfirum ef við ynnum báða í einu, einhvern tímann!!!

fékk líka eina pöntun á kórlagi í dag, segi aldrei (ennþá amk) nei við svoleiðis, löngu farin að segja nei við meiri kennslu! þarf að fara að kíkja á verkið fyrir sumartónleika í skálholti næsta sumar. er búin að velja texta, rosa fallegt maríukvæði eftir einar í eydölum (þann sem samdi nóttin var sú ágæt ein). verður spennandi. er ekki enn búin að ákveða hvort þetta verður eitt langt verk sem fyllir upp í tónleikana, eða styttra, ljóðið býður alveg upp á lengdina. verður amk fyrir kór, einhver sóló og slagverk. frank aarnink var að spila með okkur í sumar í tveimur af verkunum hans ólivers, og okkur samdist um að ég skrifaði hann inn í næsta sumar líka:-)

bardolino lögn í gangi, þarf að fara niður og kíkja á kút!
enn er verið að hræra í útlitinu, eins og sést er ég að reyna að henda ljótu gulu og appelsínugulu litunum út fyrir fína fjólubláa núansa. gengur svona upp og ofan!

2003-09-01

hrrumppfff!

tókst að koma kommentakerfinu á, en eins og síðast þegar ég reyndi, (og tókst ekki, því halló'skan tekur víst ekki fleiri áskrifendur) hoppuðu hlekkirnir mínir neðst á síðuna! verulega dularfullt! síðast komu þeir sjálfir til baka, íslenskustafalausir, best að hinkra í 1-2 daga áður en ég fer að reyna að hræra eitthvað í því!

ég er víst ekkert sérlega góð í html :-(
fyrsti "kennslu"dagur skólaársins liðinn, fór reyndar ekki mikið fyrir kennslu, eina sem ég gerði var að senda nemendurna út í tónastöð eftir námsefni, og spjalla um hvað liðið var að gera í sumar. þýðir ekkert að ætla að byrja að kenna fyrstu vikuna, mætir ekki nema um helmingur nemendanna, maður er alltaf með fyrsta tímann svona 3 fyrstu vikurnar!

fór annars í ræktina í morgun, óguðlega dugleg, eins og mér finnst það leiðinlegt! (nei annars, svo sem allt í lagi, ef maður getur lesið vikuna á hlaupabrettinu og horft á stöð tvö í tækjunum). en þetta er svosem ekki uppáhaldsiðjan, get ekki einu sinni reynt að ljúga því!

hallveig dró okkur fífu og jón heiðar (manninn sinn) á örnámskeið um harry potter, haldið uppi í endurmenntunarstofnun háskólans. mjög gaman, mikið hlegið, einn sem stakk upp á því að landbúnaðarráðherra myndi tala fyrir sirius black í myndinni eftir þriðju bókinni. múohahaha! við vorum líka að pæla í því að fyrst það er kominn nýr leikari í dumbledore, hvort laddi muni halda áfram að tala fyrir hann hér heima, semsagt skipti um mann en ekki rödd!

finnur kláraði fyrsta heila leikskóladaginn sinn með stæl! en rosa þreyttur þegar hann kom heim greyið! ætli hann venjist þessu nokkuð? ekki gaman ef ræfillinn nær aldrei að borða kvöldmat nema að fá sér smá blund í millitíðinni!

farin að gera eitthvað af viti!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?