<$BlogRSDUrl$>

2007-02-20

gleymdi 

í færslunni í gær að þakka mínum kæru tölvunördum á ircrásinni #NIceland fyrir hjálpina með vandræðin, nokkrir þarna voru búnir að vera að brjóta heilann um þetta með mér, þótt endanlegu lausnina hafi ég sjálf fundið, eftir ábendingu viðgerðarmannsins.

En annað sem niceland gat hjálpað með var hlutur sem ég var búin að vera að pirra mig yfir síðan ég byrjaði að kenna í Listaháskólanum. Hef ekki viljað blanda saman netfanginu mínu þar og hér heima, þar sem ég vil vita frá hvaða netfangi ég sendi póst og ef ég er skráð á tvo servera á Mail (makkapóstforritinu hér heima) þarf ég alltaf að vera að tékka hvaðan ég er eiginlega að senda. Hins vegar mundi ég svo allt of sjaldan eftir að fara inn í netpóstinn til að skoða lhífangið mitt. Missti iðulega af póstum frá nemendum að spyrja um eitthvað, og öðru álíka. Afleitt, náttúrlega.

Var búin að margsenda póst á tölvudeildina hjá LHÍ til að biðja um að pósturinn þangað yrði bara sendur áfram á heimanetfangið mitt. Vissi að það var alveg hægt og átti ekki að vera mikið mál. Búin að cc-a á deildarforseta, var ekki farin að senda til rektors, reyndar ;-) Aldrei gerðist nokkur hlutur.

Nema hvað, á föstudagskvöldið var uppgötvaði ég að annar þeirra sem sjá um vefpóstinn hjá LHÍ stundar rásina mína. (þeir eru n.b. ekki á tölvudeild sjálfs skólans, vefpósturinn er útseldur). Spurði hann hvort hann gæti lagað þetta, sem var sjálfsagt og auðvelt mál. Tók hann innan við mínútu. Og ég búin að pirra mig á þessu í eitt og hálft ár! Takktakk.

Nú koma bréfin beint heim, í pósthólfið sem ég skoða amk. 20 sinnum á dag.

Snilld. Tóm snilld.

(afsakið annan nördapóstinn í röð hérna)

Efnisorð:

This page is powered by Blogger. Isn't yours?