<$BlogRSDUrl$>

2007-02-05

ég hef 

alltaf verið sárhneyksluð á gleymdufatahrúgunum sem safnast fyrir í skólum landsins. Að fólk skuli ekki fylgjast betur með fötunum sem börnin fara í skólann og koma með heim. Eða koma ekki með heim.

Svo sem ekkert mikið minna hneyksluð núna en nú á ég strák. Fann tvær húfur og tvo vettlinga af honum í hrúgunni áðan. En ég leita þó að minnsta kosti. Og þetta voru ekki heilar úlpur og/eða kuldagallar.

Mér fannst eiginlega verst að á meðan ég stóð þarna við komu nær engir foreldrar að róta í hrúgunum. Fólki virðist vera alveg sama.

Efnisorð:

This page is powered by Blogger. Isn't yours?