<$BlogRSDUrl$>

2007-02-14

fundarstjóri 

var fundarstjóri á aðalfundi Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í kvöld. Það er skemmtilegt. Aldrei verið fundarstjóri áður.

Á næsta aðalfundi Tónskáldafélagsins má fastráðinn fundarstjóri passa sig (ég veit þú ert að lesa ;-)) Við stelpurnar fáum skoh bara að vera fundarritarar venjulega, næst væri ráð að skipta um hlutverk. Karlmiðað svolítið ennþá...

Annars vantar okkur fólk í hljómsveitina. Sérstaklega fiðluleikara, víóluleikara og brass, allir samt velkomnir. Ef einhver lesenda minna er með fjórða stig eða hærra í hljóðfæraleik, endilega hafið samband. Gerir ekkert til þó þið séuð ekki í æfingu og hafið ekki snert á hljóðfærinu í óratíma, það kemur bara á næstu æfingum. Allt í lagi þó maður nái ekki öllum tónunum, besta trikk tuttispilara er að kunna að feika. Þetta er hörkugaman og við erum að gera bara mjög góða hluti. Kommon, ppl!

Efnisorð: ,

This page is powered by Blogger. Isn't yours?