<$BlogRSDUrl$>

2007-01-06

vg 

við bóndinn og sonurinn fórum í þrettándagleði hjá vinstrigrænum, vöfflur og heitt súkkulaði á Suðurgötunni. Bara verulega huggulegt, maður hristi hramminn á nokkrum góðum og gegnum kommum eins og vera ber. Steingrímur flottur að vanda, Svandís raddlaus þannig að það dæmdist náttúrlega á mig að leiða fjárans fjöldasönginn. Og ég sem þoli fjöldasöng takmarkað, enda aldrei sungið í tónhæð sem hentar mér. (og nei, ég valdi ekki bara mína tónhæð í dag)

Finnur át þessi lifandis ósköp af vöfflum og súkkulaðiköku og drakk heitt súkkulaði. Fékk þó ekkert sykursjokk. Ég hef reyndar aldrei tekið eftir sykursjokki í mínum börnum en úr því hann fékk ekkert þarna getur hann hreinlega ekki fengið slíkt.

sem er gott.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?