<$BlogRSDUrl$>

2007-01-07

sjónvarpsseríurnar tvær 

sem við erum húkkt á þessa dagana eru báðar læknaseríur en annars mjög ólíkar. Pínu fyndið að bera þær saman, a.m.k. höfum við tekið eftir því að það er ekki einn einasti þáttur í House þar sem ekki kemur einhver seizure fyrir, einu sinni eða oftar. Í Grey's Anatomy held ég við höfum séð þannig svona einu sinni eða tvisvar. Í Grey's fatta þau líka eiginlega alltaf strax hvað er að sjúklingunum en dr. House ætti að vera titlaður: læknirinn sem fattar hvað er að í fjórða giski.

báðir þættirnir snilld sinn á hvorn hátt. Enda sitjum við og glápum til skiptis á þá á kvöldin. Báða í tölvunni, helv... sölumaðurinn í Einari Farestveit skrökvaði að okkur þegar við spurðum hvort spilarinn réði við öll svæði :-@

This page is powered by Blogger. Isn't yours?