<$BlogRSDUrl$>

2007-01-19

Myrkir 

músíkdagar byrja á morgun. Það verður veisla. Fullt fullt af spennandi atriðum. Verst að það er engin vefsíða með prógrammi til að vitna í hérna.

Ég ætla að fara á slatta, opnunartónleika til heiðurs Sveinbirni Sveinbjörnssyni í Salnum annað kvöld, Hymnódíu á sunnudaginn klukkan 14.00 í Langholtskirkju (þau flytja 4 lög eftir mig :-D), kannski Kammersveitina sama kvöld (20.00 í Listasafni Íslands, tveir kvartettar frumfluttir, þar á meðal einn eftir staðartónskáldið okkar í Skálholti í sumar, Svein Lúðvík Björnsson). Svo er slagverksdúó í Von (sal SÁÁ) á mánudagskvöldið, spennandi. Hvar er sá salur annars? Aldrei komið þangað.

Frí á þriðjudaginn, hljómsveitaræfing

Sinfó á fimmtudaginn, þangað mætir maður, mögulega á raftónleika á föstudaginn, líklega á Slide Show Secret á sunnudaginn, tja, eða blásarasveitina, eða hvorttveggja. (hmmm, nei, við erum víst með æfingu á meðan blásarasveitartónleikarnir eru)

Svo á mánudaginn erum við í Hljómeyki með prógrammið síðan síðasta sumar í Skálholti, verk Úlfars Inga Haraldssonar. Flott músík og flutningurinn ætti að vera top notch. Meira um það síðar.

Alltaf skemmtilegt á tónleikum Lúðrasveitar Reykjavíkur, þeir verða á fimmtudeginum 1. feb. Spennandi efnisskrá.

mér sýnist ég ekki verða mikið heima hjá mér þessa viku...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?