<$BlogRSDUrl$>

2006-12-04

maður getur 

stundum verið svo vitlaus!

Söngmálastjóri/kantor hringdi í mig í miðjan kennslutíma í dag og bað mig endilega koma með nótur að Sálmi 150 á tónleika í kvöld, alþjóðasólistinn Monica Groop hafði beðið um íslenska tónlist á latínu fyrir kór sem móðir hennar er með (mjög þekktur og virtur kórstjóri í Finnlandi, man að sjálfsögðu ekki nafnið). Hörður bendir ss. á mig. Ég pikkföst og bíllaus inni í Suzukiskóla, hringi í Sigfríði í ITM og bið hana að útbúa eintak fyrir mig, þá í Jón Lárus og bið hann að ná í nóturnar. Gekk allt saman eftir.

Svo er ég sest makindaleg og farin að njóta fínna tónleika þegar ég fatta að ég ætlaði alltaf að færa Herði sjálfum eintak af nótunum. Ójæja. Bjargast seinna. Nokkrum mínútum síðar: Heyyyrðuuuu! Hér er ég að fara að hitta eina af bestu söngkonum í heimi og er að færa henni nótur. Og er ekki að nota tækifærið að pota að sönglögum eða útsetningum eftir mig.

Vill til að það er ekki langt heim til mín, strax að loknum tónleikum hringi ég í Fífu, læt hana prenta út eitt sönglag og koma með eintak af þjóðlagabókinni minni á móti mér.

Svo þetta reddaðist. Þá er bara að vona að eitthvað komi út úr því...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?