<$BlogRSDUrl$>

2006-11-12

síðbúið plögg 

í dag klukkan 17.00 heldur Sinfóníuhljómsveit áhugamanna aðra tónleika starfsársins í Seltjarnarneskirkju. Á efnisskránni eru tvöfaldur konsert fyrir flautu, óbó og litla hljómsveit eftir skúrkinn Salieri, nýtt bráðflott verk eftir stjórnandann, Oliver Kentish og svo er rúmlega blásaradeild sveitarinnar með verk fyrir 10 blásara, selló og kontrabassa eftir Dvorák, stjórnandi þess verks er Ármann Helgason. Einleikarar í Salieri eru Hallfríður Ólafsdóttir og Daði Kolbeinsson.

Ætti að verða bara skemmtilegt hjá okkur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?