<$BlogRSDUrl$>

2006-11-22

litli nördinn 

minn sem leysir fjórðabekkjarverkefni í stærðfræði fær ekkert nema fáránlega létt verkefni í skólanum. Fór og bað kennarann (sem er ekki hans bekkjarkennari, reyndar) um erfiðari verkefni fyrir hann. Svarið: Tja, ég á nú erfitt með að fá hann til að sitja við og leysa verkefnin hér í tímanum. JÁÁÁ! SKRÍTIÐ! Auðvitað hefur barnið ekki minnsta áhuga á að telja kassa og skrifa hvað þeir eru margir eða setja stærraen/minnaen merki milli kassahlaða, eða þá fylla út punktalínur sem mynda tölurnar sem þau eiga að vera að leggja saman.

Fékk með harmkvælum bók (með samskonar verkefnum, N.B.) fyrir hann, og drengurinn sem var að vonast til að fá fyrstu Geislabókina eða plánetubók. Neinei, hefti með Andrési önd utan á og skítlétt dæmi.

Fífa bjó til fyrir hann samlagningar- frádráttar- og margföldunarblað sem hann leysti í huganum og ég demonstratíft setti fremst í möppuna hans. Verst að það var eiginlega of létt. Halda áfram, bara.

ég er skíthrædd um að hann verði skólaleiður á fyrsta ári ef svona heldur áfram og hann er svona langt frá því að fá verkefni við hæfi. Langar samt ekki til að færa barnið í einhvern séníaskóla (var ekki einhver skóli sem kennir allt á ensku eða eitthvað?)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?