<$BlogRSDUrl$>

2006-11-13

Fóstbræður og við 

héldum æfingu á þessum sautján töktum sem við syngjum með Sinfóníunni í næstu viku. Hljómar bara hreint ekki sem verst, ég held að við Hljómeykisstelpur plús getum alveg haldið í við þá.

Við Helena Marta vorum einar í fyrsta sópran á æfingunni (verðum sko fimm). Endum þetta á einum 4 töktum (í 6/4) af a'', ekkert annað að gerast. Skemmtilegt :-D

Leiðinlegt samt hvað við stungum allar af, Wagnerspesíalisti á staðnum ætlaði að fara yfir söguþráð óperunnar (og gerði sjálfsagt). Við höfðum bara ekki reiknað með lengdri æfingu, ég þurfti að sækja Fífu á tónleika sem hún var að spila á (já, líka leiðinlegt að komast ekki að hlusta) og svo voru litlu ormarnir einir heima þannig að mér veitti ekki af því að drífa mig.

Finnbogi, þú kannski fræðir okkur um þetta í pásunni næsta sunnudag í staðinn...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?