<$BlogRSDUrl$>

2006-11-02

deildarsmíðin 

gekk framar vonum, sátum við fram á kvöld í gær og svo aftur í morgun og lögðum línur. Nú er tilbúinn grunnur yfir allt sem nemendur eiga að læra og kunna, bæði almennt og eftir deildum. Fórum ekki út í einstaka kúrsalýsingar að sjálfsögðu, það tekur mun meiri tíma og fleiri sem þurfa að koma að þeirri vinnu. Sagði við deildarforseta og prófessor í gærkvöldi (svona þegar við vorum komin í rauðvínið) að ég væri svo stolt og glöð sem litli stundakennarinn, nýbyrjaður að kenna við skólann og samt beðin um að koma í þessa vinnu. Þau sögðu þá að hópurinn hefði verið samsettur með það fyrir augum að þar væri fólkið sem kæmi til með að kenna við deildina. Tóm snilld, bara :-D

This page is powered by Blogger. Isn't yours?