<$BlogRSDUrl$>

2006-10-03

ferðasagan 

kemur í smábútum, neiannars ætli ég hlífi ekki lesendum við öðru en punktum. Best að vera ekkert að lýsa öllum löngu göngutúrunum, var dauðfegin að vera ekki með yngri krakkana með okkur. Tja, Freyja hefði nú reyndar örugglega staðið sig vel, er ekki alveg eins viss með litla herramanninn.

Skemmtilegustu/eftirminnilegustu Parísaratriðin voru:

gönguferðin með Parísardömunni, náttúrlega

útiljós sem lesljós yfir rúmunum

leiðinlegu þjónarnir tveir sem vildu ekki selja okkur bjórglös

skemmtilegu þjónarnir tveir sem vildu heldur ekki selja okkur bjórglös heldur gáfu okkur dittó (hvar haldið þið að við höfum gefið tips?)

útihurð með gleri inn á baðherbergið á hótelinu (skárra samt en á fína Sherlock Holmes hótelinu í London, þetta gler var þó sandblásið)

að hafa eiginlega hætt við að leita uppi nýja óperuhúsið í París þar sem það væri víst svo langt út úr en rekast síðan alveg óvart á það fimm mínútna gang frá hótelinu.

að fá bæði að smakka kebab í fyrsta skipti (ljómandi gott) og mat frá Gabon, (ekki síðri) sama daginn.

karlinn sem réðst að okkur þar sem við vorum í friði og spekt að borða kjúklingaréttinn frá Gabon, hrifsaði tauservéttu og brauðið sem við höfðum skilið eftir, varð fúll yfir að við höfðum klárað allan kjúklinginn, pakkaði brauðinu inn í servéttuna, tók hnífinn hennar Fífu og ráfaði burt. Veitingamaðurinn yppti bara öxlum þegar við sögðum honum frá þessu; svona er París.

skemmtilegi blóma- og dýragarðurinn í Jardin des plantes. Þar hefði ég viljað hafa þau yngri með.

forforljóta umhverfið í tækniháskólanum.

allar bráðfallegu byggingarnar í borginni.

diskasafnið hans Arnauds. 5 heildarútgáfur af Cosi! Vá! (já og Kristín, þú mátt skila til mannsins þíns að upptakan sem ég var að tala um er hér)

Jú jú, svo tókum við líka túristapakkann, fórum upp í Eiffelturninn, skoðuðum sigurbogann hinn eldri, Pompidou og fleira. Louvre var hins vegar sleppt og það var ekki einu sinni vegna safnaóbeitar minnar. Vannst bara ekki tími.

Er pottþétt að gleyma einhverju. Gerir ekkert. Myndir koma fljótlega á flickr.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?