<$BlogRSDUrl$>

2006-05-17

Tvennir tónleikar og útskrift 

fyrir utan skóla og leikskóla, þetta var prógrammið hjá yngri börnunum í dag. Plús sellótími hjá Freyju. Hún spilaði á tónleikum klukkan 4. Ég hnoðaði saman tónheyrnartímunum mínum, þremur í einn, og náði að hlusta á Finn. Nákvæmlega. Tók leigubíl úr Hafnarfirði inn í Suzukiskóla, leigubílstjórinn renndi kortinu mínu á síðustu metrunum að skólanum og ég hljóp inn. Þá var verið að klappa fyrir litlu víólubarni og Sarah kennari kynnti Finn næstan. Hjúkkitt, maður!

Hlustuðum á Finn og næsta barn og þurftum síðan að rjúka út, gekt dónalegt, þoli ekki lið sem hlustar bara á sitt barn og fer síðan. Afsakaði okkur reyndar. Útskrift úr leikskólanum klukkan hálfsex. Eitthvað rúmlega 20 krakkar, sýnt frá viðtali við alla, eitt skemmtiatriði og svo fengu þau öll skírteini og eina rós frá leikskólanum. Hlaðborð í lokin. Úff.

Langaði á Caput í kvöld en megnaði ekki. Búin á því.

En þetta var líka síðasti kennsludagurinn. Sumarfrí looming ahead...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?