<$BlogRSDUrl$>

2005-12-09

Lokaplögg hér:

Jólatónleikar Hljómeykis í kvöld í Háteigskirkju klukkan 20.00 Lofum yndislegri og hátíðlegri stund í jólalegustu kirkju landsins (allt í rauðu, gylltu og hvítu), kertaljós og falleg tónlist. Undirrituð meira að segja með smá sóló :-D

Hljómeyki er einn besti kór landsins, við erum ekki eins þekkt og sumir aðrir kórar, kannski vegna þess að stemningin um borð hjá okkur hefur aldrei verið eitthvað yfirbestmestfyrstasinnáíslandi keyrsla í auglýsingum og plöggi. Stöndum vel fyrir okkar þrátt fyrir það.

Ég er reyndar komin með ofnæmi fyrir frasanum - í fyrsta skipti á Íslandi. Get ekki hugsað mér að fara á Jólaóratoríuna í ár, og það þrátt fyrir að hún sé búin að vera í uppáhaldi hjá mér síðan ég var sex ára. Og þrátt fyrir að þetta verður örugglega mjög fínn flutningur og allt. Hef bara ekki lyst á svona skrumi.

(ómægod, nú móðga ég einhverja herfilega. Hallveig á eftir að skamma mig...)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?