<$BlogRSDUrl$>

2005-12-03

Gærdagurinn var hektískur, amk. seinniparturinn, Freyja og Finnur þurftu að mæta á æfingu í Neskirkju fyrir tónleikana sem þau eru að spila á í dag, að sjálfsögðu ekki á sama tíma samt. Freyja rétt fyrir fjögur og svo aftur klukkan fimm (nei við fórum ekki heim á milli) en Finnur tuttugu mínútur yfir fimm. Pabbinn þurfti að sjá um Finninn og fara síðan með krakkana heim því klukkan fimm tók við maraþonkóræfing hjá mér, tvær reyndar, báðar í Neskirkju sem betur fer. Fyrst Hljómeykisæfing (tónleikar á föstudagskvöldið kemur, takið frá tímann, nánara plögg síðar) og svo var ég sjanghæjuð í Kór Neskirkju, smá sóló og að styrkja sópraninn. Þar eru tónleikar í dag klukkan fimm. Í Neskirkju. Flytjum falleg klassísk jólalög og svo hluta úr Litlu alvarlegu messunni hans Rossinis. Sem er reyndar hvorki lítil né alvarleg (messan sumsé).

Þá var jólahlaðborðaskyldunni framfylgt í gærkvöldi, í Hafnarfirði. Förum ekki á fleiri svoleiðis. Meinlætalifnaður fram að jólum (hmm, tja!... En ekki fleiri hlaðborð samt).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?