<$BlogRSDUrl$>

2005-12-07

Í fyrramálið áður en ég fer út úr húsi þarf ég að draga djúpt að mér andann:

09.00: Fara með Finn í leikskólann
09.30: Fara á kynningu á nýju tónfræðaefni í Hafnarfirði
11.45: Fara með krakkana til HNE-læknis í eftirlit
12.45: Skila Freyju í skólann
14.00: Fara með Finn í víólutíma
14.45: Skila Finni í leikskólann
14.50: Fara með Fífu í Spúútnik að kaupa kjól (já, það þarf að gerast á morgun)
15.10: Keyra Freyju í jassballett í Kópavogi
15.35: Horfa á jólasýningu jassballettflokksins
16.20: Fara á piparköku- og kaffiboð í leikskólanum hjá Finni
18.00: Kóræfing
19.00: Sækja Fífu á sína kóræfingu
19.30: Anda aftur út.

Eitthvað þarf ég að athuga með prógramm fyrir tónleikana á föstudaginn, annað kvöld, en það er nú komið vel af stað.

Ekki það, pabbi þeirra gæti alveg séð um eitthvað af þessu, en úr því þetta smellur svona vel geri ég þetta bara. Myndi svo sem ekki nýtast dagurinn þó ég sleppti einhverju af þessu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?