<$BlogRSDUrl$>

2005-12-05

þá er kominn tími á aðal jólaplöggið:

Þann 9. desember heldur sönghópurinn Hljómeyki jólatónleika í Háteigskirkju. Efnisskrá er fjölbreytt en sérstök áhersla er lögð á þekkt jólalög í óvenjulegum útsetningum. Gestir á tónleikunum verða kvartettinn Vox fox.
Hljómeyki hefur starfað í rúm þrjátíu ár eða síðan 1974 og er þannig elsti kammerkór landsins. Í gegnum tíðina hefur sönghópurinn tekist á við fjölbreytt verkefni og frumflutt fjöldann allan af íslenskum tónverkum.
Núverandi stjórnandi er Marteinn H. Friðriksson. Um tuttugu ára skeið hefur Hljómeyki tekið virkan þátt í sumartónleikum Skálholts, unnið með staðartónskáldum og flutt verk þeirra.
Í Skálholti hefur hópurinn flutt verk eftir mörg helstu tónskáld landsins. Hljómeyki hefur einnig tekið þátt í óperuuppfærslum og má þar nefna Dido og Aeneas eftir Purcell, útvarpsupptöku af Orfeus og Evridís eftir Gluck og Orfeo eftir Monteverdi. Í janúar 2004 flutti Hljómeyki The Voices of Light eftir Richard Einhorn me› Sinfóníuhljómsveit Íslands og mun samstarf við hljómsveitina halda áfram í vetur því í janúar næstkomandi tekur Hljómeyki þátt í konsertuppfærslu á óperunni La clemenza di Tito eftir Mozart.
Jólatónleikar Hljómeykis verða sem fyrr segir haldnir í Háteigsskirkju, föstudaginn 9. desember, kl. 20. Aðgangseyrir er kr. 1.500, 500 kr. fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja og frítt fyrir börn innan 12 ára.

Svo er meira að segja möguleiki á að kaupa tvo miða fyrir einn (þó ekki af nemendaverðinu). Maður á ekki að þurfa að fara á hausinn við að koma á okkar tónleika og get ég þó lofað því að þeir eru ekki síðri en margir þeir dýrari.

Lofa yndislegri og friðsælli stund með fullt af jólastemningu. Auk þekktu laganna í óþekktu útsetningunum verða verk eftir Poulenc, Gabrieli og fleiri. Vox fox er síðan snilldarkvartett. Væri vel þess virði að koma bara til að hlusta á þau.

Tónleikarnir verða um klukkutíma langir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?