<$BlogRSDUrl$>

2005-11-25

við unglingurinn horfðum á X-men 2 í kvöld, þurftum að stoppa á meðan Flatibær var sýndur, krílin notuðu hina margreyndu aðferð: „Þið getið bara horft á diskinn á eftir“ sem foreldrarnir hafa margnotað þegar þau vilja reka ungviðið frá sjónvarpinu. Ekki þýddi einu sinni að benda þeim á hvað Flatibær er endursýndur oft. Ójæja.

Bóndinn fór í vinnupartí, hið árlega viðskiptavinaboð Samskipa, þar voru víst bara vondar snittur í matinn þannig að síðast þegar fréttist af vinnufélögunum voru þeir á Grillhúsinu að fá sér hamborgara. Slappt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?