<$BlogRSDUrl$>

2005-11-19

Við bökuðum (eða á maður að segja seyddum?) rúgbrauð í nótt, 12 tímar á lágum hita. Ekki margt betra en að vakna við rúgbrauðsilminn og hafa fjölskyldumorgunmat um helgi. Eins gott reyndar, brjálaður tiltektardagur í dag.

Horfðum líka á 3 þætti annarrar seríu af 24 í gær. Keyptum seríurnar allar á Taomart, búin með 8. þátt af - jú - tuttuguogfjórum. Nokk spennandi. Síðasti Lostþáttur var hins vegar ekki neitt neitt. Eins gott að hann verði betri næst.

Farin að raða hreinaþvottarfjallinu sem nær orðið upp í loft á þvottahúsinu. Ef ekki heyrist frá mér meira hef ég drukknað í hreinum þvotti. Skárra en óhreinum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?