<$BlogRSDUrl$>

2005-11-14

Tónleikarnir í gær gengu bara nokkuð vel, frumflutningurinn gekk fínt, verst að tónskáldið hélt að tónleikarnir væru klukkan 6 og missti þarafleiðandi af flutningnum. Ég var orðin sárhneyksluð á honum fyrir að mæta ekki og svo var þetta bara ruglingur.

Talsverður kraftur í Tjækofskí, eiiinn eða tveir staðir þar sem hann hefur nú líklega verið betur spilaður en í heildina ekki sem verst. Mér tókst með naumindum að afstýra skelfilegu tónslysi, taldi vitlaust í lokin á verkinu og var rétt búin að sarga minn sterkasta tón þar sem átti að vera áhrifamesta þögnin í verkinu. Fattaði það á síðasta sekúndubroti, eins gott!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?