<$BlogRSDUrl$>

2005-11-29

Áskotnaðist þessi líka snilldardiskur fyrir tveimur til þremur vikum, þar sem um jóladisk var að ræða setti ég hann ekki á fyrr en núna áðan (allt til að forðast að þurfa að fara í klippingarnar)

En diskurinn er semsagt: Það besta við jólin, lögin og (flestir) textarnir eftir Þórunni Guðmundsdóttur, hún syngur mörg laganna sjálf, en nokkrir aðrir úrvalssöngvarar koma þó líka að. Einvalalið í hljóðfæraleik spilar með og Kammerkór Hafnarfjarðar syngur í þremur lögum.

Mæli hikstalaust með diskinum, teeelvalin jólagjöf, eða þá í skóinn. Verst að ég veit ekkert hvar hann fæst. Mætti reyna 12 tóna...

(nei, ég kem ekkert að diski né útgáfu en hún Tóta er söngkennarinn minn og þá HLÝTUR hún að vera góð, ekki satt?...)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?