<$BlogRSDUrl$>

2005-11-29

Morgunninn átti sko að nýtast vel, meiningin var að klára að ganga frá klippingunum á verkunum mínum. Ætlaði að flýta fyrir mér og keyra Finn í leikskólann, nokkuð sem gerist annars ekki nema ég sé að fara eitthvert annað beint á eftir á bílnum eða þá að veðrið sé þeim mun verra og ég sjái fram á að það sé ekki stætt við Hallgrímskirkjuna.

Ekki gekk þetta nú eftir.

Þegar ég tek af stað frá leikskólanum, er búin að snúa við og er inni á bílaplani kirkjunnar tek ég eftir að bíllinn höktir. Garg. Sprungið. Og ég sem hef ekki skipt um dekk í mörg ár. Springur svo að segja aldrei. Ég hef til dæmis aldrei fjarlægt hjólkopp af felgu, var í símasambandi við karlpening heimilisins til að vita hvað ég mætti gera án þess að brjóta fjárans koppinn. Fann svo ekki tjakkinn, hringdi í bíleigandann til Englands til að spyrja hvort ekki væri örugglega tjakkur í bílnum. Jújú, og það á staðnum sem ég hefði átt að leita fyrst, náttúrlega.

Allt gekk þetta þó á endanum, fór með dekkið í viðgerð og það er komið aftur á. Og nú er komið hádegi og ég ekki farin að snerta á klippingunum. Dmn.

Farin í mat á Indian Mango, frá segist á eftir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?