<$BlogRSDUrl$>

2005-11-17

mig er búið að langa til að fara með hnífana mína í skerpingu í mánuð, kannski maður tölti með þá hér niður á Hverfisgötu. Bæði hnífar og skæri orðin vita bitlaus. Ekki gott. Best að drífa sig með þá meðan hitastigið leyfir mér að fara í göngutúra.

Var annars að lesa um daginn að skerpingar séu deyjandi atvinnugrein, flestir sem taki þær enn að sér séu eiginlega bara hugsjónamenn. Flest fólk kaupi sér bara nýtt hnífasett í Ikea (eða álíka) þegar gömlu hnífarnir eru orðnir bitlausir. Að ég skilji það, gæti ekki verið án fínu Raadvad hnífanna minna. Ætli veitingastaðir séu með hverfisteina hjá sér til skerpinga, varla eru meistarakokkar alltaf hlaupandi í Ikea? Og ef skerpimeistarar sæju um veitingastaði væri sjálfsagt nóg að gera hjá þeim.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?