<$BlogRSDUrl$>

2005-11-26

Kolaportsdagurinn tókst framar vonum, einhver börn í Pakistan eiga von á hlýjum klæðnaði og jafnvel húsaskjóli von bráðar. Veit ekki nákvæma tölu ennþá en inn komu þónokkrir tugir þúsunda. Krakkarnir voru ógurlega dugleg. Slatti af dóti eftir samt, á laugardaginn kemur verður jólaföndurdagur í Austurbæjarskóla og við setjum upp bás þar með afganginum.

Ekkert smá hvað maður verður þreyttur samt. Var á fullu frá níu í morgun til hálfeitt, komst þá heim, aðrir foreldrar og börn sáu um básana, síðan fór ég aftur klukkan fimm til að ganga frá og koma afganginum upp í skóla. Greinilega enn ekki komin með fulla orku ennþá, klukkan bara átta og mig langar mest til að fara bara í rúmið. Spurning um að láta það bara eftir sér...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?