<$BlogRSDUrl$>

2005-11-07

Jæja, allt orðið hreint og nú er ég komin á risa sterakúr til að losna við hóstann, hann virðist vera það eina sem er eftir. 6 töflur á dag í 3 daga, þá 5 í þrjá og svo framvegis fram að hálfri töflu, tekur 3 vikur allt í allt. Gæti átt erfitt með svefn og gæti fengið eitthvað magavesen en það sést amk fyrir endann á þessu. Hálfvegis þvingaði lækninn til að leyfa mér að fara að kenna á morgun með því að lofa að hlífa mér eins og ég gæti. Kannski maður setjist bara út í horn á stofunni og láti krakkana sjálfa um tímana. Geta það alveg, fullorðið fólk...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?