<$BlogRSDUrl$>

2005-11-10

já, heyrðu, plögga, maður!

Á sunnudagssíðdegið kemur, klukkan 17.30 heldur Sinfóníuhljómsveit áhugamanna sína glæsilegu fimmtán ára afmælistónleika. Nú hafa grafarvox- og austurkópavox- og breiðholz- og árbæjarbúar sem venjulega nenna ekki á tónleika vestur á Seltjarnarnes enga afsökun að mæta ekki því tónleikarnir verða að þessu sinni í Grafarvoxkirkju sökum stærðar verkefna og glæsileika.

Á efnisskrá verður fyrst glænýtt skemmtilegt Stravinskískotið verk eftir Íslenskutónlistarverðlaunahafa síðasta árs, Þórð Magnússon. Þá verður fiðlukonsert eftir Antonio Vivaldi, þrjú lítil og sæt Suzukiundrabörn skipta með sér köflunum.
Að síðustu spilum við sinfóníu númer fimm eftir Pétur Tjækofskí. Hún er náttúrlega alltaf jafn skemmtileg.

Ég verð reyndar að viðurkenna að sökum þess hvað ég hef misst af mörgum æfingum kem ég til með að feika óvenju mikið á þessum tónleikum. En það er allt í lagi, ég sit á aftasta púlti (nema reyndar í Vivaldi, þar færist ég fremst) og allir hinir kunna verkin mikið betur en ég. Og ég er flink að feika og á ekki eftir að skemma mjög mikið fyrir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?