<$BlogRSDUrl$>

2005-11-09

Ég man varla eftir því að hafa verið eins þreytt og núna. Rauðvínsglasið eftir æfingu hlýtur að þýða að ég geti sofnað þrátt fyrir steraáhrifin. 6 tíma kennsla + tveir og hálfur hljómsveitaræfing eru fullmikið fyrir aumingjans litla uppstigningúrveikindunum mig.

Var annars svolítið fyndið á fylgiseðlinum með decortíninu.

Meðal hugsanlegra aukaverkana stóð:

Geðræn vandamál: Þunglyndi, pirringur, vellíðan, aukin matarlyst...

ég veit hvaða aukaverkun ég er að hugsa um að fá.

Annars er ég ekki frá því að ég sé pínu hyper í dag!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?