<$BlogRSDUrl$>

2005-11-28

í fyrra 

í fyrra um þetta leyti leit kaktusinn svona út.

Nú er hann brúnn og aumingjalegur og sýnir heila þrjá knúppa. Kötturinn henti honum niður á gólf tvisvar, plönturæfillinn fékk áfall eftir áfall. Ekki víst að hann jafni sig.

Tókum af honum græðling, ekki farinn að sýna neitt af viti. Gefist séns.

Talandi um það, Jón las eftir einhverjum fræðingnum hvernig jólastjörnur höguðu sér. Jú, þær ættu að lifa fram yfir áramót, ef maður vildi halda í þeim lífinu eitthvað áfram þurfti að fara eftir einhverjum ógnar tiktúrum. Mátti ekkert vökva í langan tíma og ég veit ekki hvað.

Okkar jólastjarna er stór og flott og fimm ára. Höfum bara vökvað eins og hin blómin í gluggunum, heldur minna en nílarsefið en svipað og rest. Í fullu fjöri. Áttum aðra áður sem náði örugglega nær tíu ára aldri. Reyndar erfitt að ná rauðu krónublöðunum en plantan lifir fínt.

En semsagt, kannski nýjan nóvemberkaktus fyrir næsta ár.

(ég tek það fram, það er ekki ég heldur bóndinn sem hefur grænu fingurnar. Mér tekst að drepa IðnuLísu ef ég er einráð á heimilinu)

í fyrra
Originally uploaded by hildigunnur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?