<$BlogRSDUrl$>

2005-11-17

Þetta heilunarkjaftæði þarna um daginn minnti mig á þegar ég lenti einu sinni í heilarasessjón. Það var ekki sökksess. Gaurinn sá örugglega á mér hvað mér fannst þetta fáránlegt, þar sem hann reyndi sitt besta til að koma mér í skilning um að ég væri sko ekki í sambandi við sjálfa mig og orkustöðvarunan eftir mér endilangri væri öll úr lagi gengin. Mér hlyti að líða afskaplega illa og fjölskyldan í fokki, þýddi ekkert fyrir mig að malda í móinn, þá var ég bara annaðhvort að hylma yfir ástandinu eða ljúga að sjálfri mér. Og þegar ég varð reið yfir þessu var ég loksins að opna mig og viðurkenna að það væri nú eitthvað að. Þurfti sko að koma í einkatíma til hans til að ná sambandi við sjálfa mig. Búllsjitt dauðans.

Held ég vildi frekar að heiðarlegur þjófur stæli af mér fimmhundruðkallinum sem þetta kostaði en að borga svona loddurum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?