<$BlogRSDUrl$>

2005-10-23

Velti því fyrir mér fram eftir morgni í gær hvort við ættum að standa við matarboðið í gærkvöldi. Hefði svo sem ekki verið mikið mál að hringja og fresta.

Ákvað svo að ég væri orðin alveg nógu góð og við slógum til. Virðist ekki hafa orðið meint af, ég er mun skárri í dag. Hósta slatta en ekki nándar nærri eins og síðustu daga. Vaknaði líka bara einu sinni í nótt til að taka nett hóstakast. Sko til. Ekki reyndar alveg sannfærð um að ég fari að kenna á morgun, gæti alveg haft gott af einum degi í viðbót.

Að sjálfsögðu vorum við með kjötsúpu í matarboðinu, mér finnst mjög sniðug hugmynd að hafa fyrsta vetrardag kjötsúpudag. Reyndar nautakjötssúpa, osso buco milanese, með betri kjötsúpum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?