<$BlogRSDUrl$>

2005-10-20

Þorbjörn kitlaði mig og það algerlega án þess að hafa verið kitlaður fyrst. Og ég sem þoli heldur ekki að vera kitluð :(

en hei:

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

semja óperu í fullri lengd
fara í siglingu á Karíbahafinu (EKKI karabíska hafinu N.B.)
fara í geimferð
skoða Macchu Picchu
læra ítölsku
syngja hlutverk í óperuuppfærslu
koma börnunum mínum til manns

Sjö hlutir sem ég get:

fundið hjartsláttinn minn hvar sem ég vil í líkamanum
borðað augun úr sviðum
lesið nótur (mjög hratt)
hlaupið á bretti
skrifað sms án þess að horfa á takkana
bruggað þokkalegt hvítvín
eldað góðan mat

Sjö hlutir sem ég get ekki:

prjónað (fæ í bakið)
borðað ferskan kóríander
horft á vandræðalegar senur í sjónvarpi/bíó
hrist í mér augun
spilað á píanó (stór galli)
hlaupið úti (lélegir öklar)
notað dagbók

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

augu
hendur
útgeislun
húmor
greind
að vera fljótur að hugsa
að vera úrræðagóður

Sjö þekktir sem heilla:

Naveen Andrews
Josh Holloway
Sean Connery
Jack Nicholson
Viggo Mortensen
Bryn Terfel
hmmm...
man ekki fleiri

Sjö orð/setningar sem ég segi oft

luv
skottan mín
kútur minn
hvað?
takið upp bækurnar
hvað á að vera í matinn í kvöld?
frábært!

Sjö hlutir sem ég sé núna

tölvan (augljóslega)
hljómborðið
gömlu barnagardínurnar sem eru enn í skrifstofunni
myndina sem Freyja teiknaði og bjó svo til ramma utan um
vatnsbrúsann minn
fjólubláa geisladiskamerkipennann minn
köttinn

ég kitla: Stefán tónskáld, Tryggva tónskáld, Þóru tónskáld, Önnu tónskáld, Árna Heimi, Kristínu Björgu og Hörpu J, (sko, allt aðrir en síðast)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?