<$BlogRSDUrl$>

2005-10-21

Getur einhver sagt mér hvernig í ósköpunum mér, í gegn um alla mína tónlistarsögu, tónbókmenntir, greiningu, hljóðfærafræði og hljómsveitarspil, já, og tónleikasókn, hefur tekist að komast hjá því að þekkja sjöttu sinfóníu Tjækofskís? (hættu að hlæja svona Árni Heimir). Jú, auðvitað hef ég heyrt hana, átt hana í amk tveimur útgáfum í fjölda ára, en einhvern veginn ekki sökkt mér ofan í hana fyrr en núna.

Ekki það, það er náttúrlega frábært að eiga eftir að fá kikkið út úr fullt af tónlist. spila hana aftur og aftur (eins og ég er í skrifandi stund að gera við 3. kaflann). Snilldin tær og hrein...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?