<$BlogRSDUrl$>

2005-10-16

fórum í hina evil Baugsveldisbúð Hagkaup í dag, auglýsingatrikkið virkaði á okkur, tilboð á glænýrri Trivialútgáfu, keyptum nottla inn í leiðinni...

Eitt skylduspil í kvöld, ég vann, hehe (gerist ekki mjög oft reyndar). Spilið er reyndar herfilega (if at all) prófarkalesið. En spurningarnar eru fínar. Kökuboxin flott en örlítið erfitt að sjá hver maður er, litirnir ekki nógu skýrir. Ég er örlítið efins um nýju flokkana, klassíska músíkin fékk að vera með í gamla brúna flokknum, nú er hann bara ritað orð, tónlistin er flokkuð annaðhvort í bleiku spurningarnar (hljóð, mynd og tónlist) eða þá í þær appelsínugulu (tómstundir - dægradvöl með eða án líkamlegra átaka - frá íþróttum til tölvuleikja) Í spilinu í kvöld var klassíski tónlistargeirinn amk algerlega sniðgenginn, þó ég þori ekki að segja að hann sé hvergi til staðar í spilinu.

En það er að minnsta kosti gleðilegt að fá nýjar spurningar. Síðustu voru orðnar ansi hreint þreyttar.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?