<$BlogRSDUrl$>

2005-07-11

Nú er ég bara pínulítið sár.

Við fengum nefnilega (að mínu mati) óverðskuldað vondan dóm hjá Jónasi í Mogga. Hann talar um að Mansöngurinn (aðalverkið á efnisskránni) hafi verið „leiðinlega loðinn, líkt og kórinn réði ekki við verkið þrátt fyrir nákvæma stjórn...“ Auðvitað veit ég ekki nákvæmlega, standandi inni í kórnum, hvernig verkið hljómaði úti í sal, en veit það þó að við höfum ALDREI NOKKURN TÍMANN á þessum tuttugu árum sem við höfum sungið á sumartónleikum kunnað verkin svona vel og ráðið svona vel við þau. Fyrir utan að kórinn er í hörkuformi, þá eru þessi verk mjög einföld miðað við það sem við erum vön að fá í hendurnar.

Einn staður er í verkinu þar sem okkur var uppálagt að syngja ekkert of vel eða vandað, á að hljóma eins og alþýðusöngur í baðstofu, hann gæti hafa verið loðinn en þetta var bara svona fimmtándihluti af verkinu. Ætti ekki að dæma allt verkið út frá einni mínútu inni í því.

Einnig lítur út í dómnum sem að Ásgerður Júníusdóttir hafi sungið verkið Séð frá túngli ein, í raun var hennar þáttur í því hreint ekki sérlega stór. (Hún söng sína stuttu hluta samt ljómandi vel og hápunkturinn var glæsilegur hjá henni).

Við erum alveg fólk til að taka slæmum dómum ef þeir eru verðskuldaðir, en samkvæmt hlustendum sem ég hef talað við í morgun virðist Jónas ekki hafa verið á sömu tónleikum og þeir, og við hin.

Ég hvet lesendur til að hlusta á útsendinguna (er að reyna að finna út hvenær þetta verður sent út) og dæma hver fyrir sig.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?