<$BlogRSDUrl$>

2005-07-06

jæja, tónleikarnir gengu bara ljómandi vel, líka troðfullt út úr dyrum (ég er ekki að ýkja, það var fullt af fólki sem fékk ekki sæti, stóð alla tónleikana).

Smá mont, fengum ekki neitt lítið góðan dóm í mogga í dag. Ríkharður Örn segir neðst í löngum dómi:

„Sveigjanleg stjórn Árna Heimis tryggði og furðumikla fjölbreytni, þó að styrkbrigðaramminn hefði á stundum mátt vera enn víðari en heyrt varð. Engu að síður gátu flytjendur eftir á óhikað státað af músíkölskum stórsigri, því óhemjulangt er síðan jafngömul (og í nútímaeyrum kannski svolítið kyrrstæð) kórverk hafa náð að lifna jafnfallega við í hérlendri túlkun. Ef þá nokkru sinni.“

ekki slæmt, eller hur?

en nú er ég farin að sofa, upptökur á morgun, við sko enn í Skál(!)holti, nú Hljómeyki með tónlist Jórunnar Viðar. Gesvakalega skemmtilegt, músíkin snilld, gæti reyndar ekki verið mikið ólíkari því sem Carmina var með. Talsvert raddlega erfiðari, samt...

stefnum að því að klára upptökur á fimmtudag, efast um að ég komist í tölvu fram á föstudag. We will see to.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?